Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 8
8 Miftvikudagur 14. aprll' 1982 Útqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökuisson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hailgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00, — Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins ■ i Kafll f Gunnarsbók eftir dr. Magna Guðmundsson Osigur mann- legrar skynsemi ■ Vigbúnaðarkapphlaupið er mesta ógnunin sem mannkynið stendur nú frammi fyrir, og get- ur mannskepnan engu um kennt öðru en sjálfri sér hvernig komið er i þeim efnum. Vigbúnaður- inn er orðið slikt sjálfskaparviti að engar þekktar hamfarir náttúrunnar búa yfir öðrum eins eyði- leggingarmætti og þeim er felst i vopnabúrum mannanna. Það eru fyrst og fremst stórveldin sem safna að sér vopnum undir yfirskyni öryggis, en eftir þvi sem þau treysta þetta svokallaða ör- yggi sitt betur þvi meiri hætta stafar mannkyni öllu af herbúnaðinum. Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra hefur á- vallt lagt á það höfuðáherslu heima og á erlend- um vettvangi, að þessu kapphlaupi verði að linna, og að raunhæf afvopnun verði að hefjast fyrr en siðar og að voðanum verði afstýrt. í skýrslu sinni um utanrikismál vikur Ólafur að þessu efni og segir: „Andstæðurnar milli austurs og vesturs hafa verið allt frá timum kalda striðsins og ná til flestra þátta i samskiptum þessara aðila. ófrið- arblikur hafa enn á ný aukist i Austurlöndum nær og spenna vaxið i Mið-Ameriku og litið miðar i af- vopnunarviðræðum og norður-suðurviðræðum um nýskipan alþjóða efnahagsmála. Við þetta bætast siðan þeir efnahagsörðugleikar, sem gengið hafa yfir flest iðnvædd riki á Vesturlönd- um og atvinnuleysi tugmilljóna manna. Þvi miður verður að viðurkenna, að mannkynið stendur nú andspænis meiri óvissu og öryggis- leysi en oftast áður, svo að ekki sé meira sagt. Siðar sagði utanrikisráðherra: „Samskipti austurs og vesturs og vigbúnaðarkapphlaupið er alvarlegasta áhyggjuefnið i okkar heimshluta. Það þarf að draga úr vigbúnaðinum, ekki hvað sist úr kjarnorkuvigbúnaðnum. Mest ábyrgð hvilir á stórveldunum, og þá alveg sérstaklega á risaveldunum. En ábyrgð hvilir einnig á öllum öðrum rikjum. Þvi að öll riki sem geta keppast við að vigbúast. Afvopnunarmálin eru i sjálf- heldu. Þann vitahring þarf að rjúfa. Einhliða af- vopnun kemur ekki til greina og verður ekki framkvæmd. Það er ekki raunsætt. Afvopnunin verður að vera gagnkvæm. En einhver verður að stiga fyrsta skrefið. Það er ekki fjarri sem sænski utanrikisráðherrann hefur sagt, að hugsunin á bak við vigbúnaðarkapphlaupið er i raun og veru ósigur fyrir mannlega skynsemi.” í sumar mun aukaallsherjarþing SÞ taka af- vopnunarmálin til umræðu. Tæpast er þess að vænta að mikill árangur náist þar, en umræðurn- ar sem þar fara fram og ályktanir sem sam- þykktar kunna að verða, geta vart orðið til ann- ars en góðs. Á meðan smáþjóð eins og íslendingar reyna að láta rödd sina heyrast og kynna vilja sinn i þess- um efnum, er að meðaltali gerð ein tilrauna- sprenging með kjarnorkuvopnum einhvers stað- ar i veröl dinni. OÓ ■ Gamall vinur minn gaf mér Gunnarsbók i jólagjöf og þvi las ég hana um hátiðina. Ólafi Ragnarssyni hefir tekist að gera bókina vel læsilega. Léttur og geð þekkur blær er yfir viðtölunum, enda er Ólafur meðal allra bestu frétta- og blaðamanna á tslandi. Éghefi ekki neina löngun til að ritdæma þessa bók i heild og enn slður til að gagnrýna stjórnmála- feril Gunnars Thoroddsens, sem rakinn er i bókinni eins og hann er séöur frá sjónarhorni söguhetj- unnar sjálfrar. En dr. Gunnar er formaður stjórnarskrárnefndar sem fjallar m.a. um breytta kjör- dæmaskipun, mál málanna á okkar landi i dag. Þar gegnir hann i raun réttri mikilvægara hlutverki en i forsæti hefðbund- innar verðbólgustjórnar. Hvort sá maður, er það sæti skipar.heit- ir Gunnar, Geir eða eitthvað annað er minni háttar atriði meðan þræddar eru troðnar slóðir i efnahagsmálum og ekki fitjað upp á neinu nýju. Dr. Gunnar gerir grein fyrir stjórnarfarslegum skoðunum sin- um i kafla bókarinnar, sem nefndur er „Sannfæring, flokks- ræði og frelsi”. Tel ég þörf nokk- urra athugasemda sem ég ritaði niöur að bókarlestri loknum. Fá- ein inngangsorð gætu verið gagn-» leg, áður en aðalefnið er tekið fyrir. Það fer ekki fram hjá neinum, sem les bókina, að Gunnar Thoroddsen hefir haft einstakt lag á þvi að fá helstu trúnaðar- og forustumenn Sjálfstæðisflokksins upp á móti sér. Þetta birtist viða i bókinni, enda þótt stundum sé reynt að draga fjöður yfir. Er Gunnar þó maöur snjall i fortölu- list og fágaður i framkomu. Nefni ég þrjú dæmi úr bókinni um af- stöðu flokksformanna til Gunn- ars: (i) Undir árslok 1959, þegar Ólafur Thors varð forsætis- ráðherra viðreisnarstjórnar, vildi hann fá Gunnar úr embætti borgarstjóra, sem þá var valda- mesta staðan innan Sjálfstæðis- flokksins, enda átti flokkurinn meginfylgi sitt i höfuðborginni og 2/3 borgarfulltrúanna. Bauö Ólafur Gunnari ráðherrastóbsem Gunnar þáði með vilyrði fyrir dómsmálum og/eða menntamál- um (bls. 108 efst). Þegar á reyndi var Gunnari aðeins gefinn kostur á fjármálunum. Ólafur Thors kunni öðrum betur refskák stjórnmálanna og svo fór, að Gunnar sagði embættinu lausu i miðri viðreisn, flutti til Kaup- mannahafnar og var a.m.k. i bili úr leik sem stjórnmálamaður. (ii) Meðan Gunnar var enn sendiherra i Danmörku losnaði staða bankastjóra i Landsbanka Islands við skyndilegt fráfall Pét- urs Benediktssonar. Skrifaði Gunnar Bjarna bróður hans, sem nú var forsætisráðherra, og tjáði honum áhuga sinn á starfinu. En „niðurstaðan varð neikvæð” (bls. 152). Bjarni valdi i Gunnars stað gamlan kommúnista, Jónas Haralz. (iii) Jóhann Hafstein tók við formennsku Sjálfstæðisflokksins og embætti forsætisráðherra,. er dr. Bjarni Benediktsson lést i hörmulegu slysi á Þingvöllum 1970. Dr. Gunnar, sem nú var' kominn heim, gekk á fund Jó- hanns og vildi semja við hann um sæti varaformanns. Viðbrögðum Jóhanns lýsir Gunnar sjálfur með þessum orðum: „Jóhann sagðist ekki vera hrifinn af fyrirætlan minni. Þaö væri skoðun sin, að það væri flokknum ekki til styrk- ingar, aö ég kæmi inn i stjórnmál- in á nýjan leik” (bls. 157 neðst). Akvaö Gunnar þá að berjast til valda á eigin spýtur með aðstoð minni spámanna I flokknum — og hefir honum orðið talsvert ágengt. Hvernig verður allt þetta skýrt? Stöfuðu erfiðleikar Gunn- ars i Sjálfstæðisflokknum af þvi einu að hann studdi tengdaföður sinn I forsetakjöri 1952? Það er álitamál. Hitt vegur ef til vill þyngra, aö hann er ekki sjálf- stæðismaöur, ef marka má orð hans á bls. 256-7. Þar kveður hann flokksstefnuna tviþætta: annars vegar „umbætur og öryggi til handa þeim sem minna mega sin”, hins vegar „frelsi með skipulagi”. En þetta eru hugsjón- ir Alþýöuflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn er samkeppnisflokkur og boðar frjálst markaðskerfi. „Skipulag” i formi áætlunarbú- skapar, rikisafskipta og hafta samrýmist ekki sliku kerfi. Um samkeppni og markaðskerfi hefir Gunnar þetta að segja: „Ahrifa- menn i flokknum hafa viljað vikja frá þessari stefnu (þ.e. stefnu Gunnars) yfir i kalda markaðs- hyggju, þar sem lögmál hinnar óheftu_ samkeppni — lögmál frumskógarins eins og það er stundum kallað — réði rikjum”. Þvi eru þessi atriði dregin fram að þau gera skiljanlegri viðhorf dr. Gunnars i stjórnarskrármál- inu. Þau eru hin sömu og Alþýðu- flokksins og raunar annarra smá- flokka sem eiga erfitt uppdráttar I kjördæmi. Þeir heimta allir „jöfnun atkvæðisréttar” með hlutfallskosningum og uppbótar- þingsætum. Er þá komið að I kjarna þessarar greinar. Á bls. 227 segir dr. Gunnar Thoroddsen: „1 flestum lýðræðis- rikjum á Vesturlöndum er það grundvallaratriði viðurkennt, að rétt minnihluta skuli tryggja með hlutfallskosningu.” Við þetta er ýmislegt að at- huga. Það er fyrst, að lýðræði, gagnstætt einræði, hvilir á meiri- hluta-reglunni, þeirri reglu, að meirihlutinn eigi að ráða. Það er hins vegar i einræöislöndum, sem minnihlutinn fer með völd, oft fá- menn klika eða einn maður með hirö embættismanna. 1 lýðræðislandi verður rikis- stjórn að styðjast við meirihluta þingfulltrúa. En valdsumboði hennar eru settar ýmsar skorður, sem vernda eiga rétt einstaklinga og minnihluta-hópa og það er gert með stjórnarskránni, ekki hlut- fallskosningum. Meðal verndar- ákvæöa i stjórnarskrá er tjáningarfrelsi. Hlutverk minni- hlutans, stjórnarandstöðu innan þings og utan, er að gagnrýna, benda á betri úrræði.vinna fylgi og verða meirihluti. Þetta eru leikreglur lýðræðisins. Allir geta ekki stjórnað.slikt er stjórnleysi. Minnihlutar eiga ekki að setja lög. Grundvallaratriðið,þegar kjör- dæmaskipun er mörkuð, er að gera hana þannig úr garði að hún tryggi völd meirihlutans og skapi festi i stjórnarfari. Reynslan hef- ir sýnt, að slikt tekst yfirleitt með óhlutbundnum kosningum og ein- Athugasemdir við ummæli yfirhjúkrunarkonu heimahjúkrunar og borgarlæknis: Hið versta verk að skerða sjálfsvirðingu ósjálf bjarga gamalmenna ■ Mig langar til að gera örfáar athugasemdir við stutt viðtal sem AB á við Kolbrúnu Agústsdóttur yfirhjúkrunarkonu i blaðinu þann 7/4 þ.m., og yfirlýsingu borgar- læknis 8. þ.m.. Yfirhjúkrunarkonunni tekst að meðhöndla sannleikann sex sinn- um á hinn glæfralegasta máta i þessu stutta viðtali, — og það verður að teljast afburða nýting á ekki meira rými. Svo heppilega vill til að yfir- hjúkrunarkonan leggur sjálf til mælieiningu á ummæli sin, en það er I 3. atriöi af þeim sex sem ég vitna i, og þvi tek ég það atriði fyrst en hin siðan eftir röð. 3. atriöi: „að það er hægt að ná rúminu jafnlágu og hennar eigið rúm er”. Hér skakkar allt aö 20 senti- metrum, þvi að yfirhjúkrunar- konan mun varla telja að fætur gömlu konunnar styttist sem þvi nemur við það eitt að tylla sér á rúmstokkinn á umræddu sjúkra- rúmi, — og það er þetta atriöi og ekkert annaö, sem geröi þaö aö verkum aö ekki var hægt aö nota rúmið, það er einfaldlega ekki hægt að lækka það meir en gert var hér. Ef nota skyldi sama kvarða á aðrar staöhæfingar yfir- hjúkrunarkonunnar — 1. atriði: „mjög mótfallin þessu”. 2. atriði: „vildi ekki læra á rúmið”. 4. atriði: „óskaplega ósam- vinnuþýð”. 5. atriði: „getur sinnt gömlu konunni jafnvel eða betur i sjúkrarúminu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.