Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 22
eftir helgina flokkstarf V - i'': ' >: - : ■ ' í»*~: >: \ &** \ ,;^r" )?.. -« * V T * v7 „ >-* V *S * Um sykurlög og lóusöng ■ Páskaveöriö var ekki sem best, fannst vist mörgum, en samt var hlýtt á Suövestur- horninu aö minnsta kosti ef miöaö er viö þá sem búa ská- hallt viö okkur, sumsé þá á Norö-Austurlandi þvi þar var frost. Alvég sama þótt lóan væri eitthvaö aö syngja en hún kemur oft meö voriö yfir hafiö og þá er sagt frá þvi I Morgun- blaöinu og i útvarpinu. Lóan þyklr áreiöanlegur fugl og flýgur ekki meö fleipur. Aö visu breytist veöurlag ekki i einu vetfangi en sólin er þó farin aö hækka á lofti og sumstaöar er jöröin byrjuð að grænka, einkum á ræktuöu landi. Aöal umræöuefni manna á Suöurláglendinu var stein- ullarmáliö og sykurverk- smiöjan i Hverageröi. Menn ræddu um nauðsyn þess aö setja sykurlög i landinu likt og mjólkurlögin. En einkasala á sykri mun vera nauösynleg forsenda þess aö unnt sé aö selja islenskan sykur á 6 krón- ur kllóiö meöan sykur frá Finnlandi kostar rúmar 3 krónur. Veröur þaö aö teljast merkilegt þvi viö sykurfram- leiöslu hér á aö nota jarögufu sem kostar ekkert, meöan Finnar nota svartoliu viö aö búa til sykur, ellegar kol. Ekki blæs þvi byrlega fyrir sykur, enda flokkaður undir stóriðju en það orö viröist nú einvörð- ungu notaö yfir þau félög, sem þurfa aö fá rafmagn og aöra orku gefins og jafnvel peningalegt meölag rétt eins og málmblendiö i Hvalfiröi núna og kisiliöjan fyrir norðan. Enda nú svo komiö i efnahagsmálum aö þaö þarf að fara hálfa öld aftur i tim- ann til að finna hliöstæöur. Þá fóru þeir einir á hausinn I út- gerð erfengu fisk, og vertiöar- bátur út I Vestmannaeyjum, sem fékk 150.000 fiska á vetrarvertiö áriö 1930 fór á hausinn en þaö munu vera liö- lega 1600 tonn af þorski. Þaö vor voru margir geröir upp, þrátt fyrir allan lóusöng, en einkum og sér 1 lagi þeir, sem voru svo óheppnir aö hafa fiskað vel á vertiöinni. Von- andi veröur þaö ekki svo að þessu sinni þótt eftirspurn eftir dýrum fiski frá Islandi fari þverrandi. Já, viö lifum á erfiöum tim- um og þvi ekki út i bláinn þótt menn horfi til stóriöju.heimti sykurlög i landiö og aö fá gef- ins rafmagn frá Reykjavikur- borg og rikissjóði sem eiga Landsvirkjun saman til helm- inga. Stóriöjufyrirtæki á vonarvöl eru nefnilega ein- hver öruggasti atvinnuvegur sem til er i landinu. Með þvi móti tekst einstökum sveitar- félögum aö skattleggja allt landiö og peningar úr rlkis- sjóöi veröa eins árvissir og lóusöngurinn á vorin. Um hitt er minna hugsaö sumsé þau fyrirtæki er halda uppi mikilli atvinnu án peninga frá riki, eöa sveitar- félögum. Aldrei er þeim gefiö rafmagn frá Reykjavikurborg eöa rikinu. Má þar t.d. nefna Hampiöjuna, sem hefur á þriöja hundraö manns i vinnu og borgar heimilistaxta fyrir orku^katta og skyldur. Einnig má nefna verksmiðjur Sam- bandsins á Akureyri sem hafa hundruö manna i starfi viö aö smiöa skó og vinna úr ullinni og gærunum, auk annars. Lika Kassagerðina, en öll þessi fyrirtæki veröa aö þola há- vaxtastefnu og rafmagnsokur, meöan sykurlagasmiðir landsins ausa peningum svotil látlaust I lóusöng stóriöjunn- ar. Sumsé þau fyrirtæki er landiö hefur stofnaö og nefna stóriöju til aögreiningar frá þeim iönaöi er veröur aö borga fullt verö fyrir sina til- vist. Hampiðjan, svo dæmi séu nefnd, flytur út veiöarfæri til Kanada fyrir milljónir króna á ári, auk þess sem hún fram- leiöir veiöarfæri fyrir islensk fiskiskip. Og það sama gerir fjöldi fyrirtækja i landinu þótt hæst beri auövitað þau sem verka fisk og afla hans I sjón- um. Aldrei þarf að setja nein sykurlög um þessar starfs- stöövar, eöa aö gefa þeim raf- magn eöa peninga og er þess skemmst aö minnast, þegar þaö reyndist ódýrara fyrir Kassagerðina aö búa til gufu meö svartoliu, en aö kaupa gufu af Landsvirkjun og haföi þó svartolian þrjátiufaldast i veröi. Þaö eru þvi fremur drauga- leg tiöindi þegar nú er boöaö aö rikið ætli bráölega aö stofna ýmsar einkennilegar verksmiöjur, sem þaö nefnir stóriöju. Væri ekki nær aö reyna aö efla þann iönaö sem fyrir er I landinu og sannaö hefur gildi sitt og búa honum betri aöstööu? Næg verkefni viröast vera á þvi sviöi og nægir aö nefna síldina sem ekki er lengur unnt aö verka og selja meö gamla laginu. Viö höfum vond dæmi um rikiskapitalisma allt I kring- um okkur, og er ef til vill nær- tækast aö nefna Pólland. Þar geta menn ekki lengur séö fyrir sér, þrátt fyrir mikil sykurlög og land sem fyrir striö flutti út matvæli I stórum stil, meöal annars til Banda- rikjanna, veröur nú aö búa viö herlög og matarskömmtun. Ekki er heldur unnt aö greiöa skuldir Póllands viö útlönd, en einmitt i þvi landi hefur rlkið lagt alla fjármuni i stóriöju og lóusöng um ágæti kerfisins. Þaö hefnir sin núna. Og það er þvi ekki út I hött, þótt menn á Islandi spyrji sig hér — er Island nú aö fara pólsku leiöina til aö setja landiö á hausinn? Jónas Guömundsson Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar: Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Framnes verður haldinn mánudaginn 19. april n.k. kl. 20.30 i Hamraborg 5 Kópa- vogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. A fundinum verður afhent jöfnunarhlutabréf og hlutabréf eftir siðustu hlutafjársöfnun. Stjórnin Framsóknarfélag Árnesssýslu 50 ára Afmælishátið á Flúðum siðasta vetrardag 21. april. Dag- skrá: kl. 18.30 kvöldverður. Agrip af sögu félagsins Agúst Þorvaldsson, kl. 22.00 Avarp Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Jóhannes Kristjánsson, eftirhermur. Bændakvartett. Hljómsveitin Rætur leikur fyrir dansi. Miðapantanir i kvöldverð verða að berast fyrir 14. april n.k. til Vernharðs Sigurgrimssonar simi 6320 eða Guðmars Guðjónssonar simi 6043. Garðars Hannessonar simi: 4223, Hans Karls Gunnlaugssonar simi: 6621ogLeifsEirikssonarsimi: 6537 Allir velkomnir Stjórnin Hafnfirðingar Allt framsóknarfólk i Hafnarfirði. Fundur verður haldinn 14.apriln.k.kl. 20.30 að Hverfisgötu 25 Jóhann Einvarös- son mætir á fundinn og ræðir um stjórnmálaviöhorfiö Allir velkomnir FUF Iiafnarfiröi Konur i verkalýðs- og samvinnuhreyfing- unni. Öpinn fundur um konur i verkalýðs- og samvinnu- hreyfingunni verður haldinn á vegum kvenfélags Fram- sóknafélagsins að Hótel Heklu mánudaginn 19. april kl. 20.30. Ræöur flytja: Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar, Sigrun Eliasdóttir formaður Alþýðusambands Vesturlapds/Katrin Marisdóttir formaður Starfsmanna- félags Sambandsins. Fyrirspurnir — upplestur — kaffiveitingar. Fundarstjóri verður Gerður Steinþórsdóttir. Ritari: Kristin Eggertsdóttir. Fjölmennum og fræðumst um stöðu kvenna i þessum tveimur alþýðuhreyfingum. Stjórnin. Borgarnes»nærsveitir Muniö félagsvistina á Hótel Borgarnesi föstudaginn 16. april kl. 20.30. Siðasta kvöldið i 3ja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness. Rangæingar Framsóknarvistin á Hvoli sunnudagskvöldið 18. april kl. 21.00. Góð kvöldverðluan. Framsóknarfélag Rangæinga. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur aðalfund sinn mánu- daginn 19. april kl. 21.00 i Framsóknarhúsinu viö Sunnu- braut. Venjuleg aðalfundarstörf. — önnur mál. Stjórnin. Hafnarfjörður Kosningaskrifstofan að Hverfisgötu 25 verður opin virka daga frá kl. 16-19. Allt stuöningsfólk Framsóknarflokksins velkomiö. Fulltrúaráö. Fuglabændur Uppeldisbúr fyrir varphænur til sölu. Lengd — ein lengja 18 m. fyrir 1500 stk. og önnur lengja 22 m. fyrir 3500 stk. Selst á hálfvirði. Þeir sem hafa áhuga leggið nöfn ykkar inn á auglýsingadeild blaðsins fyrir 30. mai n.k. Starfsmannafélagið Sókn auglýsir orlofshús, í Ölfusborgum, Svignaskarði, Húsafelli og Vestmannaeyjum Umsóknir berist skrifstofu Sóknar sem fyrst og i siðasta lagi fyrir 23. þ.m. Starfsmannafélagið Sókn. Miövikudagur 14. aprll 1982 Kvikmyndir Sími78900 | Nýjasta Paul Newman myndin Lögreglustöðin i Bronx ! (FortApache the Bronx ) I Bronx I I Unemt. Þaö fá þeir Paul Newman I og Ken Wahl aö finna fyrir. I Frábær lögreglumynd lAöalhlutv. Paul Newman, Ken ■ Wahl, Edward Asner | Bönnuð innan 16 ára | lsl. texti jSýnd kl. 3, 5.15, 9 og 11.20 Lífvörðurinn (My bodyguard) Every Idd should have one... MY BOÐYGUARD I Llfvöröurinn er fyndinn og frábær mynd sem getur gerst hvar sem er. Sagan fjallár um ungdóminn I og er um leiö skilaboð til alheims- ins. Aöalhlutverk Chris Makepeace, Asam Baldwin Leikstjóri Tony Bill Isl. texti I Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Framísviðsljósið (Being There) r\ Grinmynd I algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn óskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack | Warden. lslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 5 og 9 DRAUGAGANGUR Sýnd kl. 3 og 11.30 Klsði dauðans (Dressed to kill) EVfc'RY NlGI ITMARE I |ASA Beginninu. HllSONfcNBERENnS. Myndir þær sem Brian de Palma gerir eru frábærar. Dressed to kill sýnir þaö og sannar hvaö i honum býr. Þessi mynd hefur fengiö hvell aösókn erlendis. Aöalhlutv: Michael Caine, Angie j Dickinson, Nancy Allen Bönnuö innan 16 ára lsl. texti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 11.30 Endless Love Enginn vafi er á þvi aö Brooke | Shields er táningastjarna ungl- inganna I dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- | bærmynd. Lagiö Endless Loveer til útnefningar fyrir besta lag i I kvikmynd I mars nk. Aöalhlutverk; Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstj.: Franco Zeffirelli. lslenskur texti. Svnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.