Tíminn - 16.04.1982, Síða 1

Tíminn - 16.04.1982, Síða 1
„Helgarpakkirm” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAD! Föstudagur 16. apríl 1982 85. tölublaö — 66. árgangur Kvikmynda- hornid: ■ Hreinsun á niðurföllum er einn af fyrstu vorboöunum og merki þess aö óhætt er aö fara aö taka nagladekkin undan bilnum. TImamynd:GE rallið Falklands eyjar B 7 Segja Islending- ar skilið vid alþjóða hval- veiðiráðið? „RÆTT SEM MðGU- LEIKI” — segir Stein- grímur Her- mannsson, sjávarútvegs- ráðherra ■ ,,Þaf> hefur verið rætt um það sem möguleika að við segj- um okkur Ur alþjóða hvalveiði- ráðinu,” sagði Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra i viðtali við Timann. Hann bætti þvi við að um þetta hefði þó ekki verið tekin ákvörðun ennþá, en eins og kunnugt er sögðu Kanadamenn sig úr ráð- inu i fyrra. Skrifstofuátjóri sjávarútvegs- ráðuneytisitis, Jón B. Jónasson, sagði i viðtali við Timann að þróunin i hvalveiðiráðinu væri vitleysisleg og þar streymi inn riki, sem vilja stöðva allar hval- • veiðar. Hann telur að ýmis annarleg sjónarmið hafi náð yfirtökum i ráðinu og að mörg riki hugleiði nú að segja sig úr ráðinu, einkum þau sem eiga hagsmuna að gæta, og hafa lagt i rannsóknir á veiðiþoli hvala- stofnanna. ' „Ég get tekið undir þetta allt,” sagði ráðherra, þegar honum voru lesin ummæli skrif- stofustjórans. Nánar á bls. 3 SV Óverijuleg lífsreynsla ungs manns á Akureyri: MEÐ BI)T AF LOFTNETI í HÖFÐINU í 13 VIKUR! ■ Aðgerð var framkvæmd á ungum Akureyring nú fyrir skömmu, og úr höfði hans var fjarlægður tæplega 10 senti- metra loftnetsbútur, sem hann hefurgengiðmeðiþrettán vikur án þess að vita af þvi. Aödragandi þessarar óvenju- legu sjúkrasögu er sá að Eyjólf- ur Agústsson, ungur Akur- eyringur, var á nýársdag að leika sér á snjósleða i Hliðar- fjalli, en keyrði þá fram af fimm metra hárri hengju, með þeim afleiðingum að hann kastaðist fram i rúðuna og við það brotn- aði rúðan og loftnetsstöng á tal- stöð. Eyjólfur missti meðvitund skamma hrið, en þegar hann rankaði við sér var hann með blóðnasir miklar. Skömmu siðarfór Eyjólfur að kenna sér meins, hafði höfuð- verk og hita, en það var þá talið að hann væri með brákað nef. Þegar lyfjameðferð bar ekki árangur, og örsmáir virar fóru að koma út úr nös hans var hann sendur i röntgenmyndatöku, sem leiddi það i ljós að i höfði hans voru einhverjir virar. 1. april s.l. framkvæmdi svo Eirikur Sveinsson, læknir á Akureyri aðgerð á Eyjólfi og fjarlægði úr höfði hans loftnets- bút sem reyndist vera 9.5 senti- metra langur og tæplega hálfur sentimetri i þvermál þar sem hann var sverastur. Hafði þá loftnetið gengið upp i vinstri nös Eyjólfs, er hann varð fyrir óhappinu og brotnað, þannig að ekkert sást á yfirborðinu. Að sögn Eiriks Sveinssonar, læknis má Eyjólfur þakka lif sitt þvi að stöngin brotnaði ekki neðar, þvi hefði hún gengið einum senti- metra lengra upp i höfuð hans þá hefði hún þar með rekist i heiladingulinn og önnur við- kvæm liffæri. — Sjá nánar bls. 5 —AB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.