Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 16. april 1982 6 stuttar fréttir Wmmm þingfréttir Húsid reist í september s.l. - flutt inníjanúar SUÐURNES: t byrjun april- mánaöar tók Þroskahjálp á Suöurnesjum formlega i notk- un nýbyggingu félagsins aö Suöurvöllum 9 i Keflavik, en hafistvarhanda um byggingu hússins voriö 1981. HUsiö er 204 fermetra einingahús frá Húseiningum h.f. á Siglufiröi sem reist var og fullfrágengiö aöutan á 10 dögum i septem- ber s.l. Flutt var i húsiö i janúar- byrjuns.l. Þar er nústarfrækt endurhæfingarstööin, sem þá haföi starfað i um ár og leik- fangasafn sem rekiö hefur verið frá árinu 1979, en báöir þessir þættir höföu áður verið reknir viö mjög ófullnægjandi aðstæöur. Kostnaöarverð hússins er um þessar mundir um 1,2 milljónir króna en mikil vinna er eftir utanhúss, þ.e. viö lóð, stéttar og bilastæöi. Fjár- mögnun hússins er 70% úr Framkvæmdasjóði þroska- heftra og öryrkja,20% eigið fé og 10% framlag og lán úr Erföafjársjóði. 1 endurhæfingarstööinni, sem algerlega er rekin af Þroskahjálp á Suöurnesjum fer fram öll almenn endurhæf- ing^allt frá meðferð á smá- vægilegum kvillum tU þjálfun- ar áfjölfötluöu fólki. Þeir sem þjónustunnar njóta eru á öll- um aldri. Hefur sýnt sig aö þörfin er brýn og er stefnt aö þvi að þrir sjúkraþjálfarar verði i fullu starfi viö endur- hæfinguna. Rekstrarstjóri hins nýja húss er Asta Björns- dóttír. Þroskahjálp á Suðurnesjum hefur einnig fengið úthlutað næstu lóö, Suöurvöllum 7, og hyggstfélagiö reisa þar annaö hús af svipaðri stærö, ef fjár- mögnun tekst. Þar er íyrir- hugaö að starfrækja skamm- tima fósturheimili, afþreying- arheimili og ef til vill visi aö skóladagheimili. —HEI Skákkeppni brottfluttra og heimamanna í Dölum Dalir: Skáksveit 23ja manna fór fyrir nokkru vestur i Dali þeirra erinda aö etja kappi viö heimamenn i þeirri göfugu iþrótt skák. Fyrir utan það að vera skákmenn góðir áttu komumenn það sameiginlegt aö vera allir Dalamenn sem flusthafa burt úr héraðinu og i stöku tiivikum synir slikra. Þaö má þvi segja aö skákin hafi veriö þeirra skálkaskjól til að komast vestur i Dali. Teflt var i Félagsheimilinu Dalabúö i Búðardal og fór svo aö fyrrverandi ibúar sýslunnar reyndust hinum nú- verandiofjarlar og sigruðu þá með 25 1/2 vinningi gegn 20 1/2. Teflt var á 23 borðum, 2 skákir á hverju borði, og var umhugsunartimi ein klukku- stund á hvora skák fyrir hvern keppanda. Daginn eftir var efnt til hraöskákmóts og tefldar 11 umferðir samkvæmt Monradkerfi. Sigurvegari varð Ölafur Þór Jóhannsson, Búðardal meö 9 vinninga, i öðru sæti varð Sigurður B. Jónsson Akranesi með 8 vinn- inga, i þriðja sæti Jón Heiðar Magnússon, Reykjavik með 8 vinninga. 8 vinninga fengu einnig Halldór Gislason Reykjavik og Gisli Gunn- laugsson, Búöardal. Komumenn snæddu i tvi- gang, sameiginlega, i boði heimamanna og flutt voru ávörp. Voru þar atkvæða- mestir Kristinn Jónsson odd- viti i Búðardal, Asgeir Bjarnason i Asgarði og Krist- inn Sigurjónsson formaður Breiðfirðingafélagsins og færöi hann heimamönnum gjafir til marks um þann hlý- hug sem burtfluttir Dalamenn bera til héraðs sins. Forystumenn og einvaldar i skáklegum efnum voru þeir Gisli Gunnlaugsson og Birgir Kristjánsson. Ferðin þótti takast prýði- lega og voru menn á einu máii um aö þessum viðskiptum ætti að halda áfram um ókomin ár. Kennarar á Húsavík vilja úr BSRB llúsavik: Grunnskóla- kennarar á Húsavik telja ný- gerða sérkjarasamninga með öllu óviðunandi og álita þróun i launamálum kennara hafa verið á þann veg á undan- fömum árum að i algert óefni sé komið. Framangreint kemur fram I ályktun er sam- þykkt var samhljóða á fundi nær allra kennara grunnskól- anna á Húsavik er þeir efndu til fyrir nokkru i Barnaskóla Húsavikur. En efni fundarins var kjaramál kennara. 1 framhaldi af þessu, ályktaði fundurinn að Kennarasambandi íslands beri að segja sig úr BSRB og gerast sjálfstæður samnings- aðili. — HEI Endurskoðun skipulags gömlu hverfanna miðar vel DRÖG Afi MARKMKHIM SKIPUUGSINS KYNNT ■ Ný drög að markmiðum bæði íyrir skipulagsvinnu og um- ferðarskipulag svokallaðra gömlu hverfa i Reykjavik hafa verið kynnt borgarfulltrúum og blaðamönnum á sérstökum kynn- ingarfundi Borgarskipulags Reykjavikur og Teiknistofu And- ers Nyvig sem haldinn var nýlega á Kjarvalsstöðum. Það var i mars á sl. ári sem samþykkt var af borgaryfirvöld- um að setja af stað endurskoðun á skipulagi svæðisins, sem afmark- ast af Hringbraut, Miklubraut, Lönguhlið og Nóatúni. Hér er þvi um að ræöa miðbæinn og götulin- una upp að Hlemmi, ásamt að- liggjandi hverfum. 1 upphafi lá ljóst fyrir að Borgarskipulag þyrfti að leita ráðgjafar út fyrir landsteinana varðandi ákveðna þætti um- ferðarskipulagsins, þar sem reynsla af þvi að leysa slik verk- efni er af eðlilegum ástæðum ekki til staðar i landinu. Varð teikni- stofa Anders Nyvig fyrir valinu, en sú stofa hefur verið ráðgjafi borgarinnar i umferðarmálum árum saman. A kynningarfundinum var gerð grein fyrir þeirri vinnu sem lögð hefur verið af mörkum, ásamt fyrrnefndum drögum. 1 fram- haldi af fundinum fer fram um- ræða um þessi mál i hinium ýmsu nefndum borgarinnar, og siðan ákvarðanataka. Samkvæmt þeim markmiðum sem lögð hafa verið fram til um- ræöu um skipulag gömlu hverf- anna er gert ráð fyrir að leitast verði viö á miðbæjarsvæðinu að auka þá starfsemi sem þjónar al- menningi beint og bægja frá ann- arri sem ekki þarfnast staðsetn- ingar i miðbæ. Jafnframt verði heft frekari þensla atvinnustarf- semi inn á ibúðarsvæðin. Al- mennt er stefnt að fjölgun ibúa á ibúöarsvæðum gömlu hverfanna og á jaðarsvæðum miðbæjarins, og endurbótum á ibúðum og um- hverfi þeirra. Markmið umferðarskipulags- ins gera ráð fyrir að ökumenn með erindi i miðbæ hafi þar greiða aðkomu með þvi að koma á fót nægilegum bilastæðum i tengslum við aðalgötur. Jafn- framt er stefnt að aukinni þjón- ustu almenningsvagna á þessu svæði. Þeir sem aðallega hafa unnið að þessu verkefni eru Baldvin Baldvinsson, Jóhannes Kjarval og Björti Valgeirsson frá Borgar- skipulagi Reykjavikur. Guttorm- ur Þormar og Gunnar Ragnars- son frá umferðardeild borgar- verkfræðings og Flemming Lar- sen, Henrik Dorn Jensen og V iggo Laungbjerg frá Teiknistofu And- ers Nyvig. — Kás ■ Frá kynningarfundinum meö borgarfulltrúum á Kjarvaisstöðum. Timamynd: Ella Reykjavík: Tólf fyrstu lód- unum úthlutað Jón Sigurðsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Holtagarða ■ Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri tslensks markaðar h.f. hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Holtagarða s.f. og mun hann hefja störf á hausti kom- andi. Jón er fæddur i Ólafsvik 8. des. 1941. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Islands og stund- aði framhaldsnám i London. Sið- an starfaði hánn m.a. hjá Lög- mönnum h.f. við Vesturgötu i Reykjavik, var fulltrúi i Verslunarráði. Jón starfaði hjá Sameinuöu þjóðunum i Genf um tima en nú s.l. 11 ár hefur hann veriö framkvæmdastjóri Islensks markaöar á Keflavikurflugvelli. Þá hefur Jón starfað talsvert að félagsmálum og var m.a. vara- þingmaöur Sjálfstæðisfiokksins i Vesturlandskjördæmi 1974-1978. — Sjó. ■ Nú fer sá timi i hönd að bygg- ingarlóðum sé úthlutað i Reykja- vik, enda töluvert umliðið siðan umsóknarfrestur rann út. A siöasta fundi borgarráðs var gengið frá úthlutun ellefu fyrstu lóðanna. Samþykkt var að Rögnvaldi Jóhnsen, Hvassaleiti 123, yrði gefinn kostur á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðinni nr. 3 við Alftaland. Arnljóti Guðmundssyni, Stigahlið 44 og Astvaldi Jónssyni Stigahlið 37 var úthlutað lóð undir parhús með at- vinnuaðstöðu i Suðurhliðum. Einnig hefur verið úthlutað fimm einbýlishúsalóðum i ■ Kvenréttindafélag Islands, Blaðamannafélag Islands og Samband islenskra auglýsinga- stofa efna til ráðstefnu að Hótel Esju á morgun þar sem fjallað veröur um hlut kvenna I fjöl- miðlum og hvort fjölmiðlar hafi hlutverki að gegna i jafnréttis- baráttu kynjanna. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður á þann veg að fyrir hádegi Artúnsholti með atvinnuaðstööu. Þeir sem hlutu úthlutun eru: Arnór Hannesson Blöndubakka 1, Ómar Asgeirsson Fifuseli 41, Sig- mundur Fr. Kristjánsson Efsta- sundi 10, Sigurður Einarsson Engihjalla 3 og Vilhjálmur Þór Kjartansson Njörvasundi 4. Þá var samþykkt að úthluta lóðum undir fjögur einbýiishús i Suöur- hliöum til: ólafs R. Árnasonar Keldulandi 9, Jóns Arnasonar Leirubakka 32, Magnúsar Berg- steinssonar Snorrabraut 24 og Daniels Guðnasonar Sævarlandi 8. Alls eru þetta lóðir undir tólf hús. —Kás verða nokkur stutt framsöguer- indi flutt af fulltrúum frá dag- blööum, rikisfjölmiðlum og Sam- bandi auglýsingastofa. Að loknum málsverði sitja fram- sögumennfyrir svörum. öllum er heimill aðgangur á meöan að hús- rúm leyfir og er ráöstefnugjaldiö 150 krónur, en hádegisverður er innifalinn i þvi gjaldi. Hlutur kvenna í f jölmiðlum AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.