Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. aprll 1982 !Jl !t«. a. !t '■ n 7 erlent yfírlit erlendar fréttir ■ Þegar þetta er skrifað er breski flotinn á fullri ferð suður eftir Atlantshafi á leið til Falk- landseyja. Þar hafa um 10 þúsund argentinskir hermenn búið um sig og 1800 eyjaskeggjar láta litið á sér kræla en gæta fjár sins. Al- exander Haig er búinn aö heim- sækja London tvisvar og Buenos Aires einu sinni og er nú kominn til sins heima aö gefa forseta sin- um skýrslu, og aftur lagður af stað til Argentinu. Bretar hafa sett hafnbann á Falklandseyjar og þar i hafinu sveima fjórir kafbátar til að framfylgja banninu. öryggisráð- iðhefur ályktað i málinu og Efna- hagsbandalagið sett viðskipta- bann á Argentinu. Breska rikisstjórnin segist ætla að frelsa eyjarnar og hrekja inn- rásarliöið á brott og Argentlnu- menn eru jafnstaðráðnir i að verja þær. En hvers vegna öll þessi læti? Þvi er ekki auðsvarað. Sennilega er skársta skýringin þjóðarstolt og á það jafnt við um Breta og Argentínumenn, sem báðir gera tilkall til þessa hrjóstruga og veð- urbarða eyjaklasa. „Striöið er hátið” skrifar danskur blaðamaður, sem um þessar mundir dvelur i Buenos Aires og reynir að fylgjast með gangi mála þar i landi. Það er há- tið og fögnuður á Plasa de Mayo, þar sem valdaræninginn Leo- poldo Galtieri stendur á svölum Casa Rosada og ávarpar þjóð sina og boðar styrjöld gegn Bret- um. Manngrúinn á torginu fagnar hverju oröi sem hanniætur frá sér fara. Það er sama þótt allt hafi gengið á afturfótunum I stjórn- artið Galtieris, hann hefur gefið landsmönnum steina fyrir brauð, beitt harðýðgi og hervaldi gegn þegnunum. En nú er hann sam- einingartákn Argentinumanna. Á sinum tima' stóð Perón á svölum Casa Rosada og boðaði hinn sér- ■ Argéntinskir hermenn eru tilbúnir að mæta breskum landgönguliö- um á Falklandseyjum. Sigurvfma í Argentínu - en átökin eru f ramundan stæða argentinska þjóðernis- sósialisma. Við hlið hans Evita og þau voru hyllt. Slikir dýrðardag- ar virðast aftur runnir upp. Það er engu likara en landsmenn missi glóruna þegar þeir safnast saman á Plaza de Mayo og þjóð- erniskenndin logar innra með þeim. Spurningunni um hvort Argentina ætlar i algjört strið hefur ekki verið svarað, en það liggur i loftinu. Argentina hefur fullan hug á aö berjast. Astandið er næstum eins alvarlegt og þeg- ar heimsmeistarakeppnin i knatt- spyrnu fór fram i landinu fyrir fjórum árum. Heiður ættjarðar- innar var i veði og það varö að sigra. Ein milljón manns fagnar á Plaza de Mayo. Það er gleymt að fyrir aðeins tveim vikum böröust verkamenn i kröfugöngum og herlögreglan á götum Buenos Aires. Það er sama manngerðin, sem á dögum Peróns, „hinn skyrtulausi fjöldi” sem hyllir Galtieri. Fyrir skemmstu börðust þeir við lögreglu hans og hefðu kastaö tómötum i forsetann hefði hann vogað sér út á svalir Casa Rosada. Á Maitorginu er striöiö enn há- tið. Þaö er ekki hægt að tapa þvi, vegna þess aö sigur er þegar unn- inn. Á Falklandseyjum koma 10 þúsund landgönguliða fallbyssum sinum fyrir til að verjast gagn- árás Breta. Þeir hafa miklar skotfærabirgðir og mat til margra mánaða, þegar hann þrýtur er alltaf hægt að éta fé eyjaskeggja. í hermálaráðuneytinu eru að- gerðir undirbúnar og á götum úti er herinn kominn i undarlegt á- stand, sem hann hefur ekki notið árum saman', hann er orðinn vin- sæll meðal almennings og yljar sér i tilbeiðslu fjöldans. Þetta er sami herinn, sem fram undir þetta hefur dregið þúsundir og aftur þúsundir manna niður i pislarklefa, sem fáir eiga aftur- kvæmt úr. Nú er gleymt, að á s.l. átta árum hafa 15-20 þúsund manns horfið og engar spurnir eru af þeim siðan. Búið er að gleyma svörtu bilunum sem óku um án einkennisnúmera á næt- urnar og söfnuöu fólki saman og fluttu á vit gleymskunnar. Fólk sem fyrir skemmstu leit- aði ættingja sinna og ástvina sem hurfu sporlaust og báðu herfor- ingjunum og handbendum þeirra bölbæna, veifa nú fánum á Plaza de Mayo og syngja þjóðsönginn „Hlustið, dauðlegir á hið heilaga kall”. Nú er Haig utanrikisráðherra, vinur beggja, aftur á leið til Arg- entinu að reyna sættir. Vonandi tekst honum það, en á götum Bu- enos Aires eru það álitin landráö, svo mikið sem aö nefna samn- ingaumleitanir, og að friðsamleg lausn sé möguleg. En hvað býr undir þessum of- boðslegu fagnaöarlátum og föö- urlandsást? Kannski ekki annað en þaö, aö þrúguö og vonsvikin Oddur Ólafsson skrifar þjóð fær þarna útrás. A götunum er æpt að það sé fagurt aö deyja fyrir föðurlandið. Argentinski flotinn er nú i höfn- um. Yfirmaður i flotanum var spurður um hvað hann reiknaði með að gerðist næst. Hann sagði, að liklega vonuðust Bretar til að þeir myndu reyna aö brjóta hafn- bannið og mundu laska eða sökkva skipi með kafbátum sin- um, sem væntanlega kæmust undan. Þannig mundu þeir halda heiðri sinum. En það er hvergi nærri vist að þetta verði gangur mála. Opinber málgögn i Buenos Aires láta að þvi liggja að Argentinumenn verði að skjóta fyrst og að þeir muni sigra. Mörg óhugnanleg striö hafa byrjað á álika heimskulegan hátt og sá skripaleikur sem nú á sér staö, þar sem tvö riki deila um yfirráð tiltölulega þýöingarlausra landsvæða. Þegar þjóðarsóminn býður viröast rikisstjórnir reiðu- búnar að etja hersveitum sinum út i hvaöa vitleysu sem er, aðeins til að sýna mátt sinn og gæta heiö- urs sins. Sá skripaleikur sem nú er leik- inn getur endað i ófyrirsjáanleg- um harmleik, ef ekki tekst að koma vitinu fyrir aðalleikarana. Argentísk herskip láta úr höfn ■ I gær f engust spurnir af því að tvö argentínsk herskip hefðu látið úr höf n og staðfestu argen- tínsk hernaðaryf irvöld síðdegis að svo væri og myndu nokkur skip verða á siglingu um sinn við strendur Argentínu. Ekki er þó talið að þetta sé merki um að megin- f loti landsins sé að láta i haf og ef ast menn um að Argentínumenn muni voga að brjóta 200 milna bannsvæði það sem Bretar hafa lýst i kring- um eyjarnar í Ijósi þess flotastyrks sem Bretar ráða yfir. Gæti sigling skipanna meðfram ströndinni bent til þess að þau væru að forðast að fara nærri bannsvæð- inu, en milli Argentínu og Falklandseyja eru 400 milur. Varnarmála- ráðuneytið breska hefur sagt að frá því er lýst var yfir bannsvæði í kringum eyjarnar, hefði ekkert meiri háttar her- skip Argentinumanna farið um svæðið.. Haig á leið til Buenos Aires ■ Utanrikisráðherra Banda- rikjanna, Alexander Haig, er nú á leið til Buenos Aires i aðra samningaumleitanaför. Hann hefur þegar rætt tvisvar við yfirvöld i London. Segir Haig að argentinsk yfirvöld hafi boðið sér til viðræðna i þvi skyni að ræöa ýmsar sáttatil- lögur sem hann sjálfur hafi lagt fyrir. Við brottför sina frá Washington sagði Haig að deilan væri erfið úrlausnar og hættuleg og yrðu báðir aöilar að sýna sveigjanleika.Sagði Haig að Bandarikin legðu áherslu á að gera báðum aðil- um jafn hátt undir höföi og lagði hann sérstaka áherslu á að mótmæla öllum sögusögn- um um aö Bretar fengju leyni- legar upplýsingar um hernaðarmál á S-Atlantshafi frá Bandarikjunum. Rauða-kross fulltrúar til Falklandseyja ■ Utanrikisráðherra Breta, mr. Pym, ávarpaði i gær ibúa Falklandseyja i sérstökum út- sendingartima, sem BBC ætl- ar ibúum eyjanna. Sagði hann aö breska stjórnin gerði allt sem i hennar valdi stæði til þess að koma ibúunum til hjálpar, og ætti það við um flest lönd Evrópu og sam- veldisins breska. Hann sagðist gera sér ljóst að allir helstu ráðamenn og embættismenn á eyjunum hefðu verið fluttir burt þaðan, en að veriö væri aö reyna aö fá fulltrúa Rauða krossins senda til eyjanna, til þess að gegna ýmsum undir- stöðu þjónustustörfum i þeirra staö. til Suður Georgíu ■ Frá Argentinu berast þær Argentinu segja að þetta lið fregnir að veriö sé að auka skuli staðsett á Suður Georgiu herstyrk á suðurhluta Falk- og verða kjarni varna Argen- landseyja. Hernaöaryfirvöld i tínumanna þar. Laus staða Lektorsstaða i Islensku fyrir erlenda stúdenta viö heim- spekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Lektorn- um er einkum ætlað að annast kennslu i islensku nútima- máli. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 7. mai n.k. Menntamálaráöuneytið, 7. april 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.