Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 10
Föstudagur 16. april 1982 10 heimilistími umsjón: B.St. og K.L. ■ Karen Eiriksdóttir er fædd á Akureyri 1950. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla tslands 1972 og stundaði siðan geðhjúkrun- arnám og lauk þvi 1975. Starf hennar hefur mest verið á Kleppspitalanum þar til nú nýlega er hófst starfsemi sem köliuð er „Dagdeild aldraðra” að Dalbraut 27, en þá var Karen ráðin þar sem deildarstjóri. Þessi nýja starfsemi á vegum borgarinnar mun áreiðanlega létta lifið hjá mörgum öldruð- um, sem litiö hafa getað farið á eigin vegum, en fá þarna bæði féiagsskap og margs konar að- stoð, eins og fram kemur i frá- sögn Karcnar af einum degi i lifi hennar. Annars segir hún sjálf: „Ég er ánægð með tilveruna, er i skemmtilegu starfi sem ég hef mikinn áhuga á að sinna eftir bestu getu. Ég á dóttur á öðru ári, — ibúð og bil, svo ég get ekki annað en sagt að mér hafi gengib vel i lifsbaráttunni, þótt ég eins og aörir hafi reynt ým- islegt á lifsgöngunni, — en ég Ilt upp á viö og er bjartsýn á fram- tlöina". Undanfarna daga hef ég hvað eftir annað leitt hugann að þessu loforöi minu við blaða- mann Timans að skrá smágrein um einn dag i lifi minu. Þá kem- ur alltaf sama hugsunin upp hjá mér: Hvers vegna ég, — ég er svo ósköp venjuleg manneskja og gömul vanmetakennd skýtur upp kollinum. Fyrir einu ári hefði ég óhugsað neitað þessari bón, en nú hugsaöi ég, að e.t.v., hefðu einhverjir bæði gagn og gaman af þvi að heyra frá minu nýja starfi, — starfi sem hefur gefið mér svo margt, og ég vona að geti veitt skjólstæðingum minum betri liðan. Mitt starf er að vera deildar- ■ Karen á skrifstofunni á Dalbraut. Siminn hringir oft, þvi margir hafa áhuga á að fá upplýsingar um hina nýbyrjuðu starfsemi borgarinnar „Dagdeild aldraðra” hópinn, — koma fólkinu i eitt- hvert afþreyingarstarf eða félagsskap. Siminn tók lika sinn tima og voru margir að hringja til að fá upplýsingar um hvað boðið væri hér uppá og hver biðtiminn væri til að komast að. Okkar stefna hér er að fólkið sé sem sjálfstæðast og velji og hafni hverju það vill taka þátt i. Fjölmennasti hópurinn dvelur langtimum við eitthvert föndur- starf og er stórkostlegt að sjá á- hugann og lika árangurinn. Föndriö er byggt upp i nám ,- skeiðsformi og eru 7 leiðbein- endur, sem bjóða upp á geysi- lega fjölbreytt starf. Svo eru sumir dvalargestir hér sem nota timann tilblaðalesturs, eða spila, spjalla saman eða fara saman út á göngu hér i kring. Þarna, eins og annars staðar i hópum, myndast alltaf einhver vináttubönd, jafnvel svo að fólk- iöhringi til að hafa samband sin á milli einnig i fritimum. Eftir hádegið, þegar búið var að fylla hvildarherbergin okkar tvö og sjá um að vel færi um hina I dagstofu notaði ég timann til simhringinga og almennrar skrifstofuvinnu. Talaði við tvo nýja dvalargesti, og hringdi i þá sem ekki höfðu komið um morg- uninn til að athuga hvort eitt- hvað væri að. Ræddi svo við for- stöðumanninn og vorum viö aö- allega að reyna að gera okkur grein fyrir undirbúningi fyrir væntanlegan „opinn dag” hjá okkur, sem við ætlum að hafa á sumardaginn fyrsta. Er þá ætl- unin að reyna að kynna starf- semi okkar, sýna húsið, selja kaffi og halda basar og bjóða upp á einhver skemmtiatriði. Einnig ræddum við um boð, sem borist hafði frá Félagsmiðstöð- inni Tónabæ um skemmtun fyrir aldraða og framkvæmd okkar i sambandi við þá skemmtun. „Starfið er skemmtilegt, og ég er bjartsýnn á framtjðina” stjóri fyrir dagdeild aldraðra að Dalbraut 27. Staðurinn er rekinn af Reykjavikurborg fyrir ellilif- eyrisþega. Aðalmarkmiðið er að ná til þeirra, sem eru félags- lega illa settir — nokkuð hressir likamlega, en t.d. búa einir — eða eru mikið einir — en geta hjá okkur fengið félagsskap og ýmsa þjónustu er við bjóðum hér upp á, svo sem mat, böðun, föndur, sjúkraþjálfun o.fl. Hjá mér dveljast á milli 30-40 manns á dag. Það fólk er sótt heim að morgni og flutt heim siðdegis. Með rekstri svona staðar er vonast til að gera fólki kleift að dvelja lengur i sinum ibúðum eða i heimahúsum hjá ættingj- um. Hjá mér eru dagarnir hver öðrum likur, svo ég ákvað nú i kvöld að best væri aö skrá dag- skrá dagsins i dag, 6. april. Dagurinn hófst með þvi að ég læddist fram, laust fyrir kl.6.30, fór i bað og lagaöi mig til. Þetta hafðist áður en dóttir min vakn- aði hálftima siöar. Næsta hálfa klukkutimannhafðihún mig svo i þjónustu sinni, — almenn morgunsnyrting, klæðnað og spjall. Út roguðumst við svo kl.7.30 og var ferðinni heitið á barnaheimilið og i vinnuna. Allt gekk þetta i rólegheitum og við mæðgur kvöddumst afslappaö- ar og sælar á barnaheimilinu. Fyrsta morgunverkið var að athuga hjá næturvaktinni á Dal- brautinni hvort nokkur skilaboð væru frá „fólkinu minu” svo sem um lasleika eða annað. Sið- an fór ég að undirbúa að taka á móti fólkinu, sjá um að nógu hlýtt væriá deildinni, laga kaffi og hafa dagblöðin á sinum stað. Minúturnar áður en fólkið kom notaði ég til aö yfirfara hvaö þyrfti helst að gera i dag. Hafði ég þar i huga, að stutt er til páska,ódrjúg vinnuvika og langt fri fram undan. Við útidyrnar stóð ég svo kl.8.15 og tók á móti fyrsta hópnum en Sá hópur kemur úr Breiðholtshverfi. 1 þjónustu okkar höfum við 14 manna bil sem er á stöðugri keyrslu frá kl.8 til tæpl. 10 að sækja fólkið út i bæ. Meðan fólkið var aö tinast á staðinn sat ég sveitt við simann til að ná sambandi við heimilis- lækna til að fá uppáskrifuð lyf, þvi að sjá þurfti fyrir þvi að allir ættu nóg lyf yfir hátiðina. Þvi næst tók ég til lyf fyrir daginn, sprautur og mældi blóðþrýsting hjá þeim sem þurftu þess með. Allir, sem voru væntanlegir i dag voru komnir um kl.9.30. Gaman er að fá sér kaffi með fólkinu og fylgjast með hvað hópurinn hefur náð vel saman, — er þá oft glatt á hjalla og margt skrafað. Misjafnlega létt hefur verið fyrir þetta fólk að hafa sig i að koma til okkar, — sumir hafa þurft mikla hvatningu og stuðn- ing til að byrja með, en reynslan hefur verið sú, að þessu fólki hefur reynst þetta létt, þegar fyrsta skrefið hefur verið stigið. Frá klukkan 10-12 var ekki stoppað baðdagur var hjá okk- ur, og þvi i mörgu að snúast, laga hárið á konum og önnur snyrting fór fram. Auk þessa þurfti ég að hafa yfirsýn yfir Klukkan 14 þurfti ég að vera komin með einn dagvistargest okkar niður i bæ til læknis. Til að nota timann meðan hann beið þar, fór ég i heimsókn á Grund til fyrrv. skjólstæðings, leysti svo út lyf úr apóteki og útréttaði ýmislegt fyrir fólkið svo sem borga reikninga, kaupa páska- egg handa barnabörnum o.fl. Svona smá viðvik kann þetta fólk að meta og er fegið að geta gefið ættingjum fri um tima með „svona suð” eins og það segir. Þessi bæjarferð tók um klukkustund. Þá beið okkar kaffið og siðan var byrjað að kalla til fólkið sem fer heim með fyrstu ferðinni kl. 15 og svo koll af kolli fram undir kl. 17. Klukkan 16 var minum vinnu- degi lokið og þá var næsta verk að sækja dótturina á barna- heimilið. Við vorum svo heppn- ar, að veðrið var gott, sól á lofti og við vorum þvi glaðar. Ekki vorum við tilbúnar að fara heim strax, heldur skruppum i bæinn, og litum þá að venju við á Tjörninni, og gerðum siðan inn- kaup fyrir heimilið. Heim kom- um við um kl.18, þá fór i hönd undirbúningur fyrir nóttina. Ég baðaði stelpuna og siðan lékum við okkur saman með kubba, lesa sögu o.fl. Átti hún alveg tima minn til kl.20, en þá var hún sofnuð. Þá tíyllti ég mér nið- ur á meðan sjónvarpsfréttirnar voru sagðar, en siðan fór ég aft- ur af stað og tók til hendinni: Ryksugaði og fór yfir ibúðina og dreifmig siðan i að gera eldhús- ið hreint, sem lauk með þvi að ég málaði þar ofn og hillur. Næsta verk mitt var að taka til fötin á okkur mæðgur fyrir morgundaginn og hafa allt til- búið fyrir næsta dag. Siðasta dagsverk (næturverk) mitt var svo að hripa þetta á blað. Dagur i Bífi Karenar Eiríksdójtur, deildar- stjóra Dagdeildar aldraðra ad Dalbraut: ■ Sumir hafa hug á að spila en aðrir eru við föndur og handavinnu. Hér er glatt fólk við spilamennsku og Karen er að fylgja leikaranum góðkunna Haraldi A. Sigurðssyni til sætis við spilaborö. (Timamyndir GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.