Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 16. april 1982 21 ■ Ingólfur Gissurarson hefur sagt skilið við sundið sem keppnisiþrótt, i bili að minnsta kosti, og gerst landsliðsþjálfari. Ómar var hetja Fylkis — skoraði sigurmarkid gegn Val nokkrum sekúndum fyrir leikslok ■ Ömar Egilsson var hetja Reykjavikurmeistara Fylkis er hann skoraði sigurmarkið á sið- ustu sekúndunum i leik þeirra gegn Val á Reykjavikurmótinu i knattspyrnu i gærkvöldi á Mela- velli. Það var ekki nema tæp minúta til leiksloka er Fylkir fékk dæmda aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vitateig Vals. Ómar tók auka- spyrnuna og skoraði hann beint úr spyrnunni. Þetta var eina mark leiksins, sem of t var. nokkuö skemmtilega leikinn. Baráttan sem hefur einkennt lið Fylkis lét sig ekki vanta og gáfu þeira Vals- mönnum aldrei frið á vellinum. Valsmenn voru þó meira i boltan- um en færin sem þeir sköpuðu sér voru fá. Njáll Eiðsson átti þó skot i stöng. Næsti leikur i mótinu verður á laugardaginn en þá leika Fram og Fylkir á Melavelli. röp —. Ingólfur Gissurarson sundkappi frá Akranesi: LAGÐI SKÝUINA Á HILLUNA OG QERÐIST LAN DSLIÐSÞJ ALFARI — íslenska landslidid í sundi tekur þátt í Kalott-keppninni sem verður í Finnlandi Fararstjóri er Sigurður Ölafs- son og aðstoðarþjálfari Snorri Magnússon. Oftasthefur íslandrekið lestina i þessari keppni, en hún var hald- in hér á landi á siðasta ári. Rétt áður en islenska liðið hélt utan barst þeim i hendur timinn i keppnisgreinunum hjá norska lið- inu og er hann mjög svipaður timanum hjá islenska liðinu. Keppnin um neðsta sætið mun þvi sennilega standa á milli Islands og Noregs, en Sviar og Finnar hafa oftast barist um efsta sætið. Eftir að Kalott-keppninni lýkur um helgina mun landsliðið halda til Randers i Danmörku og taka þar þátt i móti en Guðmundur Þ. Harðarson fyrrum landsliðsþjálf- ari i sundi þjálfar stærsta félagið i Randers sem heitir Neptun. Dótt- ir Guðmundar, Þórunn er einmitt i islenska landsliðinu i sundi. röp—. um helgina ■ Ingólfur Gissurarson sund- kappi frá Akranesi og margfaldur tslandsmethafi hefur lagt skýl- una á hilluna og gerst landsliðs- þjálfari i sundi. Ingólfur sem undanfarin ár hefur verið einn af okkar bestu sundmönnum mun þreyta frumraun sina sem lands- liðsþjálfari nú um helgina er is- lenska landsliðið tekur þátt I Kalott-keppninni i sundi sem fram fer i Finnlandi. Ingólfur hefur tekið að sér for- mennsku i Sundfélagi Akraness og einnig þjálfar hann stóran hóp sundfólks á þeim stað. Ingólfur var kosinn iþróttamaður ársins á Akranesi i fyrra. Aðstaða á Akra- nesi til sundiðkunar er frekar lé- leg, laugin sem til staðar er, er mjög litil og ómögulegt fyrir keppnisfólk aö stunda i henni æfingar. Enda hefur það keppnisfólk i sundi á Akranesi sem árangri hefur náð stundað að mestu sinar æfingar á höfuðborgarsvæðinu. Heyrst hefur að ákvörðun Ingólfs um að hætta að æfa og keppa i sundi, sé einmitt vegna lélegrar aðstöðu á Akranesi. Eins og áður sagði verður Kalott-keppnin i sundi haldin i Finnlandi um helgina. Héðan fóru 12 keppendur á þetta mót og þau eru: Guðrún Fema Agústsdóttir Ægi Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA Maria Gunnbjörnsdóttir IA Guðbjörg Bjarnadóttir Selfossi Þórunn Guðmundsdóttir Ægi Anna Gunnarsdóttir Ægi Ingi Þór Jónsson IA Arni Sigurðsson IBV Eðvarð Þ. Eðvarðsson Njarðvik Hugi Harðarson Selfossi Tryggvi Helgason Selfossi Þröstur Ingvarsson Selfossi ■ Oddur Sigurðsson. KR átti í erf id- leikum — með lið Hauka en sigradi samt og leikur til úrslita við FH í bikarnum Frjálsíþróttahátíd hér á landi 17-18 júlí: Erlendir keppendur á annað hundrað — besti spretthlaupari Austurríkis mun keppa áhá- tíðinni ásamt fleiri þekktum frjálsíþróttamönnum ■ //Þaö var fundur meö landsliösfólkinu i frjálsum íþróttum í fyrrakvöld þar sem rædd voru verkefni sumarsins" sagöi Guðni Halldórsson er Timinn ræddi við hann í gær. Það verður mikið um að vera hjá okkur í sumar. 17.-18. júlí verður hér heljarmikið frjálsíþrótta- mót/ nokkurs konar frjáls- íþróttahátið. Þá munu koma hingað um 150 erlendir keppendur. Þá veröur Norðurlandabikarmót kvenna. Þar senda allar Norðurlanda- þjóðirnar sveitir á mótið. Þá verður landskeppni á milli ís- lands og Wales, tveir keppa frá hvoru landi og verður lands- keppnin hluti af Reykjavíkurleik- unum. Að venju munum við reyna að fá hingað þekkta frjálsiþrótta- menn að utan. Það er öruggt að besti spretthlaupari Austurrikis mun koma hingað á þessa hátið. Þá eru einnig miklar likur á þvi að John Powell þekktur kringlu- kastari, hefur kastaö 69,98 komi hingað. Fleiri eru i sigtinu en ekki er afráðið hverjir það eru ennþá. Þá verður Kalott-keppnin hald- in i norður Sviþjóð i lok júli og munum við. senda þangað þátt- takendur. Helgina á eftir Kalott verður Norðurlandamót unglinga haldiði Osló og fara nokkrir beint frá Kalott á það mót. Þá eru HSK og 1R að skipu- leggja ferð til Þýskalands og er i ráði að keppendur frá þessum fé- lögum á Kalott fari yfir til Þýska- lands á mót þar. Aðrir úr Kalott-liðinu sem ekki fara á þessi mót munu keppa á mótum bæði i Sviþjóð og einnig i Dan- mörku. Eitt af málunum á fundinum i fyrradag var að láta landsliðs- fólkið taka afstöðu til þess hvort það vildi aðstoða FRI við aö fjár- magna þessar ferðir. Það er al- veg á hreinu að án aðstoðar þeirra getum við ekki staðið i þessu. Sambandið er ekki það öfl- ugt að það geti fjármagnað þetta eitt. Landsliðsfólkið tók mjög vel i þetta og nú er verið að hrinda af staö happdrætti til styrktar þess- um ferðum.” Guðni sagði að fyrstu stærri úti- mótin i frjálsum iþróttum yrðu Vormót 1R og EOP-mótið sem haldin yröu i lok næsta mánaöar. röp—. ■ Það verða KR-ingar sem leika til úrslita við FH í bikarkeppni HSi/ en KR sigraði Hauka 23-28 í íþróttahúsi Hafnarfjarðar í gær- kvöldi. Staðan í hálfleik var 8-12 fyrir KR. Sigur KR var alls ekki auðveldur, þeir máttu hafa sig alla við til að halda því forskoti sem þeir náðu f leiknum. KR náði yfirhöndinni strax i byrjun, komst i 1-4 og hafði fjögurra marka forystu í háifleik. Ekki voru liðnar nem 7 min. af seinni hálfleik er þeir höfðu náö sjö marka forystu 10-17. Þá tóku Haukarnir kipp og náöu að minnka muninn i tvö ■ Gunnar Gislason hand- knattleiksmaður úr KR nef- brotnaði i gærkvöldi i leik Hauka og KR i bikarkeppn- inni. Það var um miðjan mörk 16-18. Þá misstu þeir mann út af og KR skoraði tvö mörk i röð og komust fjórum mörkum yfir. Við þetta var eins og allur vindur færi úr Haukunum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir KR. Þá munaði einnig miklu að mark- varslan hjá Haukum var engin i leiknum. Jón Hauksson var eini maðurinn sem stóö upp úr hjá Haukum, þá átti Þórir Gisla- son ágætan seinni hálfleik. Enginn einn skaraði framúr i liði KR, Alfreð atkvæðamikill aö venju og þá varði Gisli Felix vel i fyrri hálfleik. Alfreð var markhæstur hjá KR skoraði átta mörk, Gunnar 5 og þeir Haukur. Ottesen og Jóhannes 4 hvor. Jón Hauksson skoraði niu mörk fyrir Hauka, Þórir 5 og Guðmundur 3 mörk. seinni hálfleik aö Haukar voru i sókn og reyndu skot, en bolt- inn fór i andlitið á Gunnari með þeim afleiöingum að hann nefbrotnaði. röp—. röp —. Gunnar nef- brotnadi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.