Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.04.1982, Blaðsíða 18
Föstudagur 16. april 1982 26 gróður og garðar flokkstarf Kaffibaunir og kærleikur ■ „Næst Jesú minum er kaff- ið min hjálp og hugsvölun,” er haft eftir franskri kerlingu. Talið er að heimkynni kaffi- trésins séu i Eþiópiu, og veru- leg kaffidrykkja hafi hafist á 13. eða 14. öld. Arabar tóku að rækta kaffitré og réðu lengi yfir markaðinum. Frá Arabiu breiddist kaffineyslan út til Tyrkjaveldis og Egyptalands. Einokun Araba á kaffi varði til loka 17. aldar að kalla. En ýmsar tilraunir voru gerðar til að rjúfa hana. Hollendingar náðu i kaffiplöntur og gróður- settu þærá Java. Árið 1700 var einn kaffirunni sendur grasa- garðinum i Amsterdam, og þessi runni varð upphaf hinn- ar miklu kaffiræktar i Suður- Ameriku og Vesturindium. Hollendingar sendu Lúðvik fjórtánda Frakkakonungi græölinga að gjöf, og hann sendi þá áfram til Martinique og frönsku Gineu. Portúgala langaði mikið i kaffið og vildu flest til vinna. Arið 1727 sendu þeir tiginn sendimann til Cay- enne, i orði kveönu til að semja um landamæramál. En hann átti jafnframt að kló- festa kaffiplöntur, ef mögulegt væri. Mjög varlega varð að fara i sakirnar, þvi ekki mátti móðga landstjórann franska. Sendimaður barst mikið á, lét t.d. daglega leika fagurlega fyrir dansi um borð i skipi sinu. Svo stóð á að hinni ungu fögru konu landstjórans leiddist i Cayenne. Hún skemmti sér prýðilega á dans- leikjum sendimannsins og varð ástfangin af honum. Þetta færði hann sér i nyt og gat talið hana á að útvega nokkrar greinar með þroskuð- um kaffialdinum, en þau eru rauð og girnileg álitum með tveimur fræjum (kaffibaun- um) innan i. Þung hegning lá við smygli. 1 skilnaðarveisl- unni þakkaði frúin sendimanni músikskemmtunina og rétti honum blómsveig. En i þeim sveig voru raunar faldir sprot- ar af kaffitré meö aldinum. Þannig segir sagan að kaffi- tréðhafi komist til Brasiliu, en henni réðu þá Portúgalar. Nú er um helmingur af öllum kaffibaunum framleiddur i Brasiliu. Fyrsta kaffihús Evrópu var opnað i Feneyjum 1645. Til Norðurlanda kom kaffið i byrjun 18. aldar. Til Islands mun það hafa farið að flytjast um 1760, en litið eitt var notað lengi vel. Ólafur Stephensen segir — og miklast yfir, að til séu bændur sem drekki það tvisvarádag! Kaffibrúkun fór ekki að verða almenn fyrr en um og eftir 1850, nema helst i kaupstöðum og við sjóinn! En úr þvi fór neyslan mjög vax- andi. A bernskuárum undir- ritaðs var undrast yfir kaffi- drykkju gamals kaupmanns á Hjalteyri, hann drakk 12 bolla á dag! Kaffidrykkja mætti viða mikilli andúð og var jafnvel bönnuð um skeið i sumum löndum. Kaffið talið óhollt og kaffihúsin slúðurbæli og gróörarstia pólitiskra vélráða. Vinverslunarmönnum var lika meinilla við kaffið þvi að það keppti viö brennivinið. Kaffi og te eru einnig keppinautar. Bretlandseyjar t.d. eru teland, en Frakkland kaffiland. Hér á landi vinnur teið heldur á i seinni tið, þó ísland sé enn mikið kaffiland. Taliö er að til séu 50-60 tegundir og afbrigði kaffi- trjáa, en aðeins þrjár hafa verulega hagnýtt gildi, allar afriskar að uppruna: þ.e. Coffea arabica, C. liberica og C. robusta, allt runnar eða litil tré. Aldinið er steinaldin, með kjötkenndu ytra lagi, á stærð viðkirsuber, rautt á lit. Innan við liggja tvö fræ, þar eru kaffibaunirnar. Tegundir kaffis eru oft kenndar viö út- flutningslöndin eða hafnirnar og gefa nöfnin oft ranga hug- mynd. Mokkakaffi t.d. kemur sjaldnast frá Mokka, en er oft smáar baunir af Java- eða Brasiliukaffi. Bragðgæði kaffisins fara og mjög eftir ræktunarskilyrðum, kannski meira en eftir tegundum trjánna, enda eru til af þeim ■ Grein af kaffitré með blóm og aldin ýmsir bastarðar. Stundum eru kaffibaunir meðhöndlaðar á ýmsan hátt áður en þær koma á markað, t.d. með vatnsgufu, brennisteinssýrlingi eða litar- efnum. Það er ekki alltaf mik- ið að marka nöfnin: Brasiliu- kaffi, Javakaffi, Mokkakaffi, Kiókaffi o.s.frv. Mismunandi mikiö coffein er i kaffibaunum, en coffein þykir varasamt, einkum þó á fastandi maga og fyrir börn. Kaffiilmurinn kemur fram við brennsluna, en ekki á coffeinið þátt i þvi. Kaffitré er ræktaö til gamans i gróðurhúsum og jafnvel i stofum, en viðkvæmt er það. Fyrr og siðar hefur fólk orðiö sólgið i kaffi, en fyrr á öldum var hér litið um það. Fyrir rúmum 200árum er þess getið, að hinn árrisuli dugnaðarforkur Magnús Ketilsson sýslumaður lét jafn- an hita sér kaffi á morgnana. Var það auðvitað baunakaffi og voru baunirnar geymdar úti á kirkjulofti, sótt þangað' ein hita i senn og siðan brennt og malað i hvert skipti sem kaffið var hitað. Aðeins Magnús og sú sem hitaði fengu morgunkaffi. Magnús drakk vanalega 3-5 stóra blámerkta postulinsbolla og kallaði þá hugvekjurnar sinar, er tækju skjálfta af hendinni. Var það ketilkaffi sem hann drakk. ,,Og siðan kaffi sötra þær og sögum skiptast á,” segir i gamankvæði, sem sumir eigna höfundi þjóðháttabókar séra Jónasar á Hrafnagili. Ingólfur Daviðsson skrifar Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Framnes verður haldinn mánudaginn 19. april n.k. kl. 20.30 i Hamraborg 5 Kópa- vogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. A fundinum verður afhent jöfnunarhlutabréf og hlutabréf eftir siðustu hlutafjársöfnun. Stjórnin Framsóknarfélag Árnesssýslu 50 ára Afmælishátið á Flúðum siðasta vetrardag 21. april. Dag- skrá: kl. 18.30 kvöldverður. Agrip af sögu félagsins Agúst Þorvaldsson, kl. 22.00 Ávarp Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Jóhannes Kristjánsson, eftirhermur. Bændakvartett. Hljómsveitin Rætur leikur fyrir dansi. Miðapantanir i kvöldverð verða að berast fyrir 14. april n.k. til Vernharðs Sigurgrimssonar simi 6320 eða Guðmars Guðjónssonar simi 6043. Garðars Hannessonar simi: 4223, Hans Karls Gunnlaugssonar simi: 6621 og Leifs Eirikssonar slmi: 6537 Allir velkomnir Stjórnin Konur i verkalýðs- og samvinnuhreyfing- unni. Öpinn fundur um konur i verkalýðs- og samvinnu- hreyfingunni verður haldinn á vegum kvenfélags Fram- sóknafélagsins að Hótel Heklu mánudaginn 19. april kl. 20.30. Ræður flytja: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar, Sigrun Eliasdóttir formaður Alþýðusambands Vesturlands/Katrin Marisdóttir formaður Starfsmanna- félags Sambandsins. Fyrirspurnir — upplestur — kaffiveitingar. Fundarstjóri verður Gerður Steinþórsdóttir. Ritari: Kristin Eggertsdóttir. Fjölmennum og fræðumst um stöðu kvenna i þessum tveimur alþýðuhreyfingum. Stjórnin. Borgarnes»nærsveitir Munið félagsvistina á Hótel Borgarnesi föstudaginn 16. april kl. 20.30. Siðasta kvöldið i 3ja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness. Rangæingar Framsóknarvistin á Hvoli sunnudagskvöldið 18. april kl. 21.00. Góð kvöldverðluan. Framsóknarfélag Rangæinga. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur aðalfund sinn mánu- daginn 19. april kl. 21.00 i Framsóknarhúsinu við Sunnu- braut. Venjuleg aðalfundarstörf. — önnur mál. Stjórnin. Hafnarfjörður Kosningaskrifstofan að Hverfisgötu 25 verður opin virka daga frá kl. 16-19. Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins velkomið. Fulltrúaráö. Vorferð til Vinarborgar. Brottför 30. mai. — Komið heim 6. júni. Nánari upplýsingar i sima 24480. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Reykjavfk. Kópavogur Fundur um stefnuskrá flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 22. mai verður i kvöld 15. april kl. 20.30 i Hamra- borg 5. Simi skrifstofunnar: 41590. Kosningastjórn Framsóknarfélaganna. Hörpukonur Hafnarfirði — Garðabæ og Bessastaða- hreppi Aðalfundur Hörpu verðurhaldinnmánudaginn 19. april kl. 20.30 að Hverfisgötu 25 Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Efstu menn af listum Framsóknarflokksins i Hafnarfirði og Garðabæ við væntanlegar bæjarstjórnarkosningar koma i heimsókn. Gestir velkomnir. Stjórnin. Til sölu Datsun diesel árg. ’77 ekinn aðeins 10 þús km á vél. Góður bill i einkaeign. Upplýsingar gefur Lárus Sveinsson simi 91-66330. Kvikmyndir Nýjasta Paul Newman myndin Lögreglustöðin í Bronx (ForiApache Ihe Kronx ) Bronx Unemt. Það fá þeir Paul Newman og Ken Wahl aö finna fyrir. Frábær lögreglumynd Aöalhlutv. Paul Newman, Ken I Wahl, Edward Asner Bönnuö innan 16 ára ísl. texti Sýnd kl. 3, 5.15, 9 og 11.20 Lífvörðurinn (My bodyguard) Every Idd should have one... MY BODYGU4RD I Llfvöröurinn er fyndinn og frábær mynd sem getur gerst hvar sem er. Sagan fjallar um ungdóminn og er um leiö skilaboö til alheims- ins. Aöalhlutverk Chris Makepeace, Asam Baldwin Leikstjóri Tony Bill tsl. texti | Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Fram í sviðsljósið (Being There) r\„ r.í m iu._ Grinmynd I algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hún tvenn óskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. AÖalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack | Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 5 og 9 Draugagangur IFtHSí VQDR Sýnd kl. 3 og 11.30 ENOU. Klæði dauðans (Dressed to kill) EVERV NinHTMAIU: HASABEGINNING... THisOneNever Ends. Myndir þær sem Brian de Palma gerir eru frábærar. Dressed to kill sýnir þaö og sannar hvaö I honum býr. Þessi mynd hefur fengiö hvell aösókn erlendis. Aöalhlutv: Michael Caine, Angie | Dickinson, Nancy Alten Bönnuö innan 16 ára Isl. texti. Sýnd kl. 3, 5, 7. 11.30 Endless love Enginn vafi er á þvi aö Brooke Shields er táningastjarna ungl- inganna I dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- bær mynd. LagiÖ Endless Love er til útnefningar fyrir besta lag I kvikmynd í mars nk. Aöalhlutverk: Bro.oke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstj.: Franco Zeffirelli. tslenskur texti. svnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.