Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 1
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi - bls. 10-11 Blað 1 Tvö blöð í | Helgin 17.-18. apríl 1982 } 86. tölublað — 66. árgangur Síðumúla 15— Pósthólf 370 Reykjavík— Rits uglýsingar íí Bíræfnir þjófar enn á ferðinni á Seyðisfirði: STALU saltfiski fyr- IR 45 ÞÚSUND KRÓNUR! » ¦ Tveirungir mennhafa viöur- kennt við yfirheyrslur hjá lög- reglunni á Seyðisfirði að hafa á undanförnum tveimur vikum stolið um fimmtán hundruð kilóum af saltfiski að verðmæti um fjörutiu og fimm þúsund krónur úr saltfiskverkun Fisk- vinnslunnar á Seyðisfirði. Salt- fiskinn geymdu þeir siðan i bil- skúr sem er i eign föður annars mannsins. Lögreglan á Seyðisfirði komst á snoðir um þennan þjófhað eftir að fólk sem búsett er i ná- grenni Fiskvinnslunnar lét hana vita um grunsamlega flutninga að næturlagi. Ekki tókst að standa mennina að verki en þó beindust spjótin fljótt að þeim. Þegar svo átti að handtaka þá og færa til yfirheyrslu voru þeir farnir úr bænum og frétti lög- reglan af þeim á Hiisavík. Þangað fór lögreglan og flutti þá til yfirheyrslu á Seyðisfirði þar sem þeir viðurkenndu þjófnaðinn næstum strax. Lögreglan á Seyðisfirði vissi ekki til að ungu mennirnir hefðu ráðgert hvernig þeir ætluðu sér að losna viö saltfiskinn en hún sagði þó að augljóst væri að þjófnaðurinn hefði verið fram- inn i auðgunarskyni. Sjó Kviki hornid: Lögreglu- líf — bls. 19 ¦ m.— „oerio beit mömmu — bls. 17 99 Þessir voru ióðaönn að fegra og snyrta í kringum Tjörnina i gær, enda rétti tíminn núna að sinna vorverkunum. Þessi mynd hans Ró- berts ljósmyndara afsannar hér með þá fullyrðingu sumra að starfsmenn borgarinnar noti skóflur aðeins til þess að styðja sig við þær. Líkur á að Nígeríumenn loki áfram fyrir skreiðarinnflutning: HRIKALEGT AFALL — segir Hannes Hall hjá Skreiðarsamlaginu ¦ „Það yrði hrikalegt afall ef Nlgeriumenn loka fyrir skreiö- arkaup þvíþaðer búið að fram- leiða mikið". Hannes Hall hjá Skreiöar- samlaginu hafði þetta að segja um þann möguleika að Nigeríu- menn kaupi ekki meiri skreið á árinu. Norska útvarpið sagði frá þvi i gær að norsk sendinefnd hefði fengið þá afgreiðslu á fundi með Nigeríumönnum á fimmtudag- inn var, að áfram yrði lokað fyrir skreiðarkaup og engar ábyrgðir opnaðar á næstunni. Forustumerm skreiðarmanna i Noregi sendu sinum mönnum áskorun um að hætta allri skreiðarverkun strax, þar sem söluhorfur væru við núlliö. Islensk sendinefnd er farin til Nigeriu og á að mæta á fundi á mánudaginn. Hannes var spurður hvort þess væri að vænta aö Islendingar fái aðra afgreiðslu en Norðmenn. „Það er ómögulegt að segja um, en við höfum oft fengið betri afgreiðslu en þeir. En við höfum alls ekki átt von á að þeir muni loka þvi þeir fullvissuðu okkur um það i desember að haldið yrði áfram að flytja inn skreið allt þetta ár. Þess vegna höfum við ekki viljað draga úr skreiðarverkuninni og hun er mjög mikil núna, aukningin er um 30% frá þvl í fyrra." SV ------'«3»ra~;>'-^ Siávar- sídan —- bls. 8 SfH Valda- taf I í Kreml — bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.