Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. april 1982 fréttir Skýrsla um hagkvæmni saltverksmiðjunnar gefur ekki ástæðu til bjartsýni: „SJAUM EKKIHVERNIG HUN GET- IIR KEPPT VIDINNFLUTT SALf’ segir Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SIF ■ „Þettaþýðiraðvið sjáum ekki út úr þessum niöurstööum hvernig saltverksmiðjan geti keppt við innflutt salt nema hún fái til þess einhverskonar einka- söluverndun”, sagöi Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenskra Fiskfram- leiðenda um innihald skýrslu um Saltverksmiðjuna á Reykjanesi, en könnun á hagkvæmni verk- smiöjunnar var unnin af Almennu verkfræðistofunni að beiðni SIF. I skýrslunni er mjög dregið i efa að tekjur Sjóefnavinnslunnar af sölu salts geti orðið eins miklar og ráö er tyrir gert þar sem íor- sendur allar í samkeppninni við innflutt salt hafi breyst svo i seinni tið innlenda saltinu i óhag. Þá erbent á að engar marktæk- ar niðurstöður hafi fengist i könn- un á áhrifum innlenda saltsins á sölu saltfisks. Siðan benda salt- fiskframleiðendur á að þeir muni gera þá sjálfsögðu kröfu að þeim verði frjálst aö kaupa salt i sinn fisk þar sem þeir telja best og hagkvæmast. — Þýðir þetta ekki aö þiö eruð i raun aö dæma Saltverksmiðjuna úr leik? var Friðrik spurður. „Varla ef ég þekki tslendinga rétt”, svaraði hann og bætti svo viö: ,,Ég held að við viljum engan dóm leggja á það á þessu stigi. En ég legg áherslu á að saltfiskfram- leiöendur munu ræða þetta mál á aðalfundinum i júni og skila þá af sér frekari umsögnum um mál- ið.” SV Stuttur samninga fundur í gær ■ Stuttur fundur var haldinn meö samninganefndum A.S.l. og VS .1. hjá rfkissáttasemjara i gær og hefur næsti fundur verið ákveðinn nk. föstudag kl. 14. Timinnhafðii gærsamband við Guðlaug Þorvaldsson rikissátta- semjara og spurðihann fregna af fundinum i gær: „Þetta voru nú bara hreinskilin skoðanaskipti og ákveðið að halda næsta fund eftir viku. Jafnframt var ákveðið að hafa fundi með einstökum félög- um sem eru með beina aðild að Alþýðusambandinu en það eru svona 10 félög eða félagasambönd sem á eftir að ræða við. Timinn fram að næsta föstudegi verður notaður i að ræða viö þessa aðila.” —AB Innbrotid í Guil og silfur enn óupplýst ■ Enn hefur ungi maðurinn sem situr i gæsluvarðhaldi hiá Rann- sóknarlögreglu rikisins vegna gruns um aðild að innbrotinu i Gull og s ilfur aöfaranótt skirdags ekki fengist til að játa aðild að innbrotinu. Að sögn Rannsóknarlög- reglunnar hefur nokkur fjöldi manna verið yfirheyrður vegna innbrotsins en þrátt fyrir það hefur ekkert fundist af þýfinu og enn ekki tekist að upplýsa málið svo óyggjandi sé. —Sjó Breski aðalræðismaðurirm Brian Holt hættir ■ Hinn góðkunni aðalræðis- maður Breta á Islandi Brian Holt lætur af ræöismannsstarfi sinu frá og með deginum i dag. Brian Holt hefur lengst allra starfað sem sendiráðsstarfsmaður hér á tslandi, en alls hefur hann starfað hér i Breska sendiráðinu i rúm- lega 31 ár. Brian Holt hefur enn ekki ákveðiö hvað við tekur nú hjá honum, en samkvæmt heimildum Timans mun hann ekki ætla sér að flytiast brott af landinu. —AB ■ Ekki munaði miklu að gamli maðurinn á myndinni flæktist í girni eins flugdrekans á Arnarhóli i gær en þar voru skátar að æfa sig fyrir mót i flugdrekaflugi sem haldið vcrður bráðlega. Timamynd Róbert. DAGNÝ HELGADÓTTIR OG GUÐNI PÁLSSON SIGRUÐU íSAMKEPPNI UM ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ í MJÓDDINNI: „Leystum þetta nokuð djarflega” ■ t gær voru afhent verðlaun vegna skipulags á iþróttasvæöi i Suður-Mjóddinni i Breiðholti og urðu þau hlutskörpust arki- tektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. Hlutu þau fyrstu verölaun i samkeppninni sem nema 65 þúsund krónum. Þegar Timinn ræddi viö Dag- nýju i gær sagði hún að þau Guðni væru bæði frá sama skóla.Kunst- akademiets Arkitektskole i Kaup- mannahöfn. Þau eru bæði tiltölu- lega nýkomin heim, eftir að hafa starfað i nokkur ár i Danmörku. Dagný lauk námi sinu 1976, en Guðni 1977 og vannDagný m.a. aö hinum nýja háskóla i Alaborg, og var lengst af i Helsingör. Guðni starfaði hjá prófessor Knud Holcher i Kaupmannahöfn, m.a. að verkefnum vegna Konunglega leikhússins. Dagný starfar nú hjá þeim arkitektunum Guðmundi K. Guðmundssyni og Ólafi Sigurðs- syni, en Guðni hjá Þorvaldi S. Þorvaldssyni og Manfreð Vil- hjálmssyni. Djarfhuga úrlausn Dagný hlaut viöurkenningu i janúar sl. ásamt Sigurði Hall- grimssyni fyrir hugmyndir að ■ Dagný og Guðni við verðlaunaafhendinguna i gær Timamynd: GE götugögnum. Þetta er þvi i annaö sinn á mjög skömmum tima sem hún hlýtur viðurkenningu fyrir hugkvæmni sina. Við spurðum hana um verðlaunatillögu þeirra Guöna. „Það má segja aö viö höfum leyst þetta á nokkuð djarflegan hátt,” sagöi hún. „Þar sem áöur lá fyrir skipulag fyrir 1R á svæð- inu, þá tókum við ökkur til og gjörbyltum þvi og komum með nýja skipulagslausn fyrir 1R og þar með allt svæðiö. Jú, þetta var nokkur törn fyrir okkur Guðna, einkum i lokin og við urðum að taka okkur nokkra fridaga. Viö skiptum vinnunni með okkur til að byrja með en þegar hugmyndirnar fóru at taka á sig gleggri mynd, jókst ein- beitingin og þar með vinnan.” Onnur verðlaun i samkeppninni hlutu Gisli Halldórsson, Halldór Guðmundsson, Jósef Reynis og Bjarni Marteinsson, en þriðju verðlaun Börkur Bergmann, Geirharður Þorsteinsson, Hró- bjartur Hróbjartsson, Richard Briem og Sigurður Björgúlfsson. Tillögurnar verða til sýnis að Kjarvalsstööum dagana 17.-19. april.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.