Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 8
si'JÍ'j’i'lBÍ' Laugardagur 17. april 1982 Siglingamálastofnun: TTSæhrímnir hefur aldrei verid 120 brú ttór ú m lest i r ’9 ■ Hvað var Sæhrimnir stór? Niels Arsælsson frá Tálkna- firði sagöi sjávarútvegsráð- herra að hann væri 120 brl. og staöfesti þau orð sin i viðtali viö Timann nýlega. Hann sagði að mæling Siglinga- málastofnunar, sem segir skipið hafa verið 87 brl., sé röng, og vitnar til mælinga á öðrum skipum. Siglingamálastofnun þykir eölilega að sér vegið og vill ekki liggja undir sliku ámæli. Timanum hefur borist bréf frá stofnuninni, þar sem segir m.a.: „Skipiö Sæhrimnir 1S-100 var smiðað I Frederikssund i Danmörku árið 1962 og hét. þá Arsæll Sigurösson II GK-80. Þá var skipiö mælt samkvæmt gildandi Alþjóöareglum um mælingu skipa, sem Island er aðili að. Skipið mældist þá 104.81 brúttórúmlestir. Þann 4. janúar 1972 óskaði Guöjón Kristinsson, þáverandi eig- andi skipsins, endurskoðunar á mælingu skipsins, sam- kvæmt gildandi reglum um mælingar skipa, en 21. mai ár- ið 1965 höfðu verið undirritað-’ ar breytingar á Oslo-sam- þykktinni um skipamælingar, sem öðluðust gildi á Islandi i október 1967. Við endurskoðun á mælingunni reyndist skipiö 87.41 br.rúml.. Astæðan fyrir þvi, að skipiö minnkaði viö endurskoðun á mælingu er sú, að þegar fyrrgreindar breytingar á mælingu skipa tóku gildi, voru ákveðin rými ofan mæliþilfars ekki tekin með i brúttó-rúmlestatölu skipsins smbr. 57. gr. I I regl- um um skipamælingar frá 12. október 1967, sem eru einu gildandi reglur um mælingu skipa, og voru þvi 87.41 brúttó- rúmlest rétt mæling á skipinu. Siglingamálastofnun rikis- ins telur þvi rétt að fram komi, að stærð m/s Sæhrimnis hefur aldrei verið 120 brúttó- rúmlestir, hvort sem skipið væri mælt hérlendis eða er- lendis.” Þá vitum við það, upp- lýsingarnar sem Niels gaf ráðherra um stærö Sæhrlmnis voru einkaskoðun hans á hvað skipið hefði átt að vera stórt. Nú eigum við bara eftir að fá fréttir af mælingu hans á Ein- ari Benediktssyni, sem hann sagði vera 240 tonn að stærð, þótt mælingar segi 311 brl. SV Sæhrimnir IS-100, þar sem hann stendur I Danielsslipp I Heykjavik og biður örlaga sinna. Þriðjungur ársafl- ans kom á land fyrstu þrjá mánuði Heildaraflinn fyrstu þrjá mánuði ársins var 211.817 tonn. A sama tima i fyrra var hann 351.945 tonn. Mismunur- inn er rúmlega 140 þús. tonn. Það er nokkurn veginn sami munur og er á loönuaflanum þá og nú. Þá veiddust 156.550 tonn af loðnu fyrstu þrjá mán- uöina, en nú 11.676 tonn. Af botnfiski veiddu bátar fyrstu þrjá mánuði þessa árs 120.849 tonn og togararnir 73.767 tonn. Bátaaflinn er núna um 22.600 tonnum meiri en á sama tima i fyrra, en togara- aflinn er hinsvegar um 16.500 tonnum minni. Þannig er botnfiskaflinn um 6000 tonnum meiri nú en á sama tima i fyrra, hjá flotanum i heild. 1 ár hafa bátarnir veitt tæp 88 þúsund tonn af þorski, en um 78 þús. tonn á sama tima i fyrra. Togararnir veiddu fyrstu þrjá mánuðina i ár um 38.500 tonn af þorski en um 43 þús. tonn i fyrra. Þorskaflinn á þessum fyrstu þrem mánuöum er orðinn 126.249 tonn af þeim 450 þús- undtonnum, sem áætlað er að veiða á árinu, eða þvi sem næst 28%. A sama tima voru veidd um 68 þúsund tonn af svo kölluðum skrapfiski, sem er að mestu karfi, ufsi og ýsa. Af þeim tegundum var áætlað að veiða samtals 185 þúsund tonn og er þá búið að veiða tæp 37% þess sem ætlað er að taka úr þeim stofnum á árinu. Aætlaður heildarafli á árinu af botnfiski er um 635 þúsund tonn og kom næstum þvi ná- kvæmlega þriðjungur þess á land fyrir 1. april. Sigurjón Valdimarsson blaðamaður skrifar Að sunnan og að norðan Sextiu og þriggja manna hljómsveit heldur tónleika á Akureyri og i Reykjavik núna um helgina. Þetta er strengjasveit auk fimm blásara og eru hljóðfæra- leikararnir allir nemendur úr fjórum tónlistarskólum, Tón- listarskólanum i Reykjavik, Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar, Tónmenntaskólanum og Tónlistarskólanum á Akureyri. Hljómsveitarstjóri er Mark Reedman og einleikari á fiðlu verður Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitar Islands. Æft hefur verið sitt i hvoru lagi, bæði fyrir norðan og hér fyrir sunnan. Næsta föstudag fljúga Reykvikingar norður og er ætlun- in að æfa saman fyrir tónleika, sem haldnir verða á vegum Tón- listarfélagsins á Akureyri, laugardaginn 17. april kl. 17 i Iþróttaskemmunni. Eru þetta fjórðu áskriftartónleikar félags- ins á þessu starfsári. Sunnudag- inn 18. april mun þessi óvenju stóra hljómsveit halda tónleika i Reykjavik i sal Menntaskólans við Hamrahlið, kl. 17. Flutt verða eingöngu verk eftir enska tónskáldið Ralph Vaughan Williams. Fantasia um lagið Greensleeves, sem er eitt af vin- sælustu hljómsveitarverkum tón- skáldsins, Concerto Grosso, Fantasia um stef eftir Thomas Tallis og The Lark ascending, serenata fyrir einleiks fiðlu og hljómsveit. Sala aðgöngumiða fer fram i bókabúðinni Huld á Akureyri og við innganginn á báðum stöðum. pennavinir Timanum hefur borist mörg bréf frá Ghana en þar er ungt fólk, sem hefur áhuga á að eign- ast pennavini á tslandi. Hér verða nú birt nokkur nöfn og heimilis- föng þeirra ásamt upplýsingum um áhugamálin, ef þau eru nefnd i bréfunum: Fjórtán ára piltur, sem hefur áhuga á fótbolta og öðrum iþrótt- um, söng, bókalestri og bréfa- skriftum. Nafn og heimilisfang hans er: Kofi Nimoh, Post Box 129, Cape Coast, Ghana. Nitján ára piltur sem hefur áhuga á myndatökum, póstkort- um, iþróttum, tónlist og bréfa- skriftum óskar eftir pennavini. Nafn og heimilisfang: Joe Dela Renta Bassaw, Asuansu Poly- tech. Inst. Mechanical Engineer- ing Dept. P.O. Box 162, Cape Co- ast, Ghana W/A. Annar nitján ára piltur óskar eftir pennavinum á íslandi. Hann segist skrifa aðeins á ensku (eins og reyndar allir hinir frá Ghana, sem hafa óskaö eftir pennavin- um). Hann hefur áhuga á starfi sinu, en hann er rafvirki. Einnig hefur hann gaman af að safna póstkortum og myndum, einnig bóklestri og þó einkum bibliu- lestri. Nafn . og heimilisfang er: James Okomeng Agyekum, c/o Mr. Samuel K. Osato, Post Office Box 7095, Accra, Ghana. Skólapiltur óskar eftir penna- vini. Hann nefnir ekki sérstök áhugamál önnur en bréfaskriftir. Nafn hans og heimilisfang er: Nimo Forson, Philip Quaque Boys Middle School, P.O. Box 177, Cape Coast, Ghana. Tvitug stúlka i Ghana óskar eftir pennavini. Nafn og heimilis- fang er: Miss Winslow Acquah Halm, Box 562, Cape Coast, Ghana. Ahugamál hennar eru m.a. borðtennis, póstkort og fleira. Ung stúlka I Ghana sem segist vera einmana óskar eftir penna- vini á Islandi. Nafn og heimilis- fang er: Angela Newlove Amcgashetie, C/O Miss Elisabeth Mensah. P.O. Box 329, Cape Coast, Ghana Sautján ára skólapiltur i Ghana óskar eftir pennavini á tslandi. Nafn og heimilisfang er: Emmanuel Agyapong, C/O Mr. Samuel Adjei, P.O. Box 201, Cape Coast, Ghana, West Africa. Ungur Ghanabúi óskar eftir pennavini. Nafn og heimilisfang er: Kenneth Acquah, P.O. Box 129, Cape Coast, Ghana W/A Pennavinir i Ghana Tveir piltar i Ghana i Vest- ur-Afriku hafa skrifað Timanum og beðið um að heimilisföng þeirra yrðu birt, svo þeir gætu eignast pennavini á tslandi. Und- anfarið hafa streymt að bréf frá Ghana til tslands með ósk um bréfasamband við islenska ung- linga. Flest bréfin eru skrifuð af nemendum i skólum, sem eru farnir að skrifa ensku og hafa hug á að æfa sig i bréfaskriftum á þvi máli. Það þarf þvi að skrifa þeim á ensku. Jame Amos Lee, postbox 393 Oguah Central, Ghana, West Africa, Þetta er 16 ára piltur og áhugamál hans eru að safna póst- kortum og myndum og bréfa- skriftir. Michael Dadzie c/o S.K. Dad- zie, p.o.box 213, Central Prisons, Sekondi Ghana, West -Africa er 15 ára nemandi i Old Hospital Middle School og segist hafa áhuga á borðtennis, fótbolta og sundi og fleiri iþróttum. Þeir óska báðir eftir pennavinum á tslandi. Pennavinir i Frakklandi Frönsk hjón (um þritugt), kennarar, sem eru að undirbúa feröalag um tsland i júli vilja hafa dýpri kynni af landi og þjóð en venjuleg skemmtiferðalög leyfa. Eru reiðubúin að gjalda i sömu mynt hvað varðar kynni af Frakklandi. Skrifa aðallega á frönsku, en bjarga sér i ensku. Roselyne et Jean Louis Vieilly 27 Rue du Chateau des Vergnes 63100 Clermont-Ferrand France Nýtt veggspjald frá Umferðarráði Enn sem komið er hefur ts- lendingum gengið illa aö venja sig á að aka með bilbeltin spennt, þrátt fyrir lagasetningu þar um. Nú hefur Umferðarráð látið gera nýtt veggspjald sem ætlað er að auka notkun bilbelta hér á landi. Að þessu sinni er myndefni spjaldsins með nokkuð öðru móti en verið hefur þ.e. þekktur Is- lendingur sem að jafnaði notar bilbelti situr fyrir á mynd og örvar þannig aðra til eftirbreytni. ýmislegt Deild skólasa f nvarða stofnuð Nýlega var stofnuð Deild skólasafnvarða innan Bóka- varðafélags íslands. Tilgangur deildarinnar og verksviö er að efla islensk skólasöfn á öllum stigum skólakerfisins,halda uppi faglegri umræðu og stuðla að samvinnu innlendra skólasafn- varða og koma á samvinnu við sambærileg erlend félög. t stjórn deildarinnar voru kosn- ar: Jónina Guðmundsdóttir, Ár- bæjarskóla, formaður, Kristin Fenger, Valhúsaskóla, gjaldkeri, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Fjölbrautaskólanum i Breiðholti, ritari og Margrét Loftsdóttir, Flensborgarskóla og Steinunn Stefánsdóttir Hagaskóla, með-. stjórnendur. Deildin er opin öllum skóla- safnvörðum og öðrum sem áhuga hafa á þessu málefni. Stofnfélag- ar geta þeir gerst sem ganga i deildina fyrir 1. júni nk., og geta þeir haft samband við einhvern i stjórninni. f £ i M ; fyím >'9® 1 '■>. 11 f vl yBagPBapjp8! -J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.