Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.04.1982, Blaðsíða 10
Kaupin á Fífuhvammi mesta framfaramálið ,Nú vilja allir eiga landid og nota þad’ segir Skúli Sigurgrímsson ■ „Framsóknarmenn hafa nú verið i meirihlutasamstarfi i bæjarstjórn Kópavogs i 20 ár og unniö þar með öllum stjórnmála- flokkum. Þótt flokkslega séð gæti verið hentugra fyrir flokkinn að vera i minnihluta höfum við valið þann kostinn að bjóða okkur fram til starfa og tekið á okkur ábyrgð á bæjarmálunum, og sett þannig hagsmuni bæjarins ofar flokks- hagsmunum”, sagði Skúli Sigur- grimsson, sem skipar nú efsta sætið á framboöslista fram- sóknarmanna i Kópavogi að- spurður. í framhaldi af þvi var Skúli spuröur hvað hann telji merkasta framfaramálið sem ráðist hafi veriö i á siðasta kjörtimabili. „Efalaust kaupin á Fifu- hvammi. Með þeim tryggðum við okkur land til uppbyggingar bæjarins um langa framtið, i stað þess að ella hefðum við getaö horft fram á að bærinn lokaðist af landlaus og hefði þá ekki mögu- leika á frekari vexti. Það var ekki sist fyrir forgöngu okkar fram- sóknarmanna að þessi kaup tók- ust. — Þau voru þó mikið umdeild á sinum tima? — Jú, en nú vilja allir eiga landið og nota það. Enda siðustu blettunum, sem byggt verður á, i Norðurhliðinni úthlutað á næstu vikum og annað skipulagt land allt að verða fullbyggt. — Er eitthvaö farið að nota Fifuhvammsland? — Nei, þaö er ennþá óskipulagt ásamt Suðurhliðinni og Kópa- vogsdalnum. Það er verið að vinna i þessu og greinilega eftir 1- 2ja ára skipulagsvinna, áður en hægt verður að nýta það. Jafn- framt þurfum við að leysa frá- rennslismálin fyrir allt þetta svæði, hvernig sem það verður gert. Unnin hefur verið mikil áætlun um holræsi a lla leið út i sjó og jafnvel leiðslur yfir Fossvog- inn eftir þeirri þekkingu sem þá var góð og gild. En erlendis hafa siðan orðið gifurlegar framfarir viö hreinsun á skólpi svo viö höf- um nú sett allar áætlanir i endur- skoðun i þvi skyni að leita nýjustu og bestu tækninnar. Ýmsar að- ferðir gætu þá komið til greina, t.d. margar og smáar hreinsi- stöövar i stað þess að leysa þetta allt á einu bretti eins og áöur var áætlað. — En hvernig hefur ykkur svo gengið að standa við kosningalof- orðin frá siðustu kosningum, Skúli? — Eitt hið helsta var að leggja bundið slitlag á allar malargötur á kjörtimabilinu og það kemst langleiðina i sumar, þannig að aðeins verða þá eftir fáeinar malargötur. Geysileg vinna er siðan eftir i gangstéttagerð og endanlegri lýsingu i eldri hverf- unum. —HEI Ragnar Snorri Magnússon: „Enginn staður byggst eins hratt upp og Kópavogur” ■ „Já, ég er mér þess mjög vel meðvitandi að ég er Kópavogs- búi, en ekki aðeins ibúi Stór- Reykjavikur enda hef ég átt heima i Kópavogi frá 1957 og vildi hvergi annarsstaðar búa. Maður verður þess lika m jög var að ungt fólk sem alist hefur upp i Kópa- vogi eða flutst þangað vill gjarn- an vera hér áfram, fá hér lóöir þegar það þarf að stækka við sig húsnæði og kann þvi greinilega vel við sig”, sagði Ragnar Snorri Magnússon sem i prófkjörinu á dögunum skaust upp i 2. sæti framboöslistans viö kosningarnar I vor. — Er ungu fólki annars nokkuð auðveldara að koma yfir sig þaki i Kópavogi en annarsstaðar? — Vafalaust er erfitt að byggja i Kópavogi eins og viðast hvar. A hinn bóginn eigum við þó þvi láni að fagna að sennilega eru hvergi sterkari byggingarsamvinnu- félög en hér. Þá hef ég sérstak- lega i huga Byggingarsamvinnu- félag Kópavogs sem hefur tekist i gegn um árin, að skila fólki ótrú- lega ódýrum ibúðum. Fólk sem hefur byggt hjá félaginu hefur þvi hagnast verulega á þessari sam- vinnu, enda stöðugt langir biðlist- ar fólks sem vill þar komast að. — Krefst það ekki mikils lóða- framboðs hjá bænum? — Jú, bæjarstjórnin hefur reynt að sjá til þess að félagið hafi næg- ar lóðir til að geta haldið stöðugt áfram byggingum, nú siðast i Ar- túnslandi. En þessi byggingar- samvinnufélög eru orðin svo stór að þau þurfa verulegt rými til að geta haldið áfram að byggja viðstöðulaust og á hagkvæman hátt. Með þessu er ég alls ekki að meina að aðrir eigi ekki rétt á að byggja lika i Kópavogi enda er mikil eftirspurn eftir húsnæði þar. — Og ibúunum fjölgar stöðugt? — Ég held að enginn staður á landinu hafi byggst eins hratt upp og Kópavogur, þ.e. úr þvi að vera aðeins sumarbústaðahverfi i það að vera nú orðinn stærsti kaup- staður landsins utan Reykjavik- ur. — Reynist svo hröð uppbygging ekki erfið bæjarsjóði? — Eins og gengur á stóru heimili þá þarf i mörg horn að lita og ekki hægt að gera allt i einu nema þá að iþyngja ibúunum um of. En allt er nú að færast i betra horf. — Lengi vel heyrðist talaö um Kópavog sem svefnbæ Reykja- vikur en nú upp á siðkastið að fyrirtæki flýi Reykjavik og i Kópavog? — Geysileg breyting hefur orðið á atvinnumálum i Kópavogi á undanförnum árum og störf hér i bænum eru nú að verða allt að þvi eins mörg og starfandi bæjarbú- ar. Ég efa þvi ekki að ýmsir Reykvikingar lita nokkrum öfundaraugum til okkar þegar þeir sjá t.d. iðnaðarhverfið við Skemmuveg og kannast þar við mörg fyrirtæki sem áður voru i Reykjavik. Ég legg mikla áherslu á að áfram verði haldiö af krafti við uppbyggingu bæjarins svo og stuðning við hin frjálsu félaga- samtök i bænum, sem gert hafa marga góða hluti sem dæmin sanna”. vSýnir glöggt gildi samvinn- unnar og samtakamáttarins” — segir Katrín Oddsdóttir ■ „Já, hjúkrunarheimiliö er af- skaplega mikið og merkilegt framtak sem sýnir auðvitað glöggt gildi samvinnunnar og samtakamáttarins og hverju fólk fær áorkað þegar það leggst á eitt og vinnur saman. Raunverulega finnst mér þetta alveg i anda framsóknarstefnunnar og tel að þannig þurfi að vinna á fleiri sviöum”, sagði Katrin Oddsdótt- ir, sem nú skipar i fyrsta sinn sæti á framboðslista til bæjarstjórnar Kópavogs. En Katrin hefur tölu- vert unnið að félagsmálum i Kópavogi. — 1 svo ungum bæ sem Kópa- vogi eru aldraðir þá ekki fyrst og fremst úr hópi frumbyggjanna? — Jú. En einnig hefur verið töluvert um að aldrað fólk flytjist i Kópavog þvi hér fær það ákaf- lega góða þjónustu. Hér hefur bærinn m.a. itök i húsi sem reist var af öryrkjabandalaginu, þar sem marga fýsir að komast að. Þá hefur félagsstarf fyrir aldraða veriö i fullum gangi. Það hefur m.a. byggst á námskeiðum og föndri, hársnyrtingu og fót- snyrtingu og skipulögðum styttri og lengri ferðalögum. Við fót- snyrtinguna hef ég t.d. unnið tals- vert sem aöstoðarkona og haft af- skaplega gaman að þvi. — Hvað telur þú svo brýnustu framtiðarmálin framundan? — Nú er aöaláhugamáliö hjá okkur að koma upp hentugu hús- næði fyrir aldrað fólk, þvi hingað til hafa hús ekki verið byggð með það fyrir augum að þau henti hreyfihömluöum. Þá á ég m.a. við það að bærinn útvegi lóðir eða jafnvel byggi hentugt húsnæöi sem selt yrði fólki og gæfi þvi þannig kost á að búa lengur á sin- um eigin heimilum. Jafnframt vil ég að unnið verði að þvi að koma til móts við ein- stæða foreldra,þannig að þeir geti notið barna sinna meira en nú er mögulegt. Með fullu starfi utan heimilis hafa foreldrar ungra barna nánast ekkert af þeim að segja annað en að klæöa þau á morgnana.koma þeim I fóstur og gefa þeim siðan að borða og hátta þau á kvöldin. Það vita allir að barnaheimili eru fokdýr i rekstri — miölungslaun kvenna nægja i mesta lagi fyrir raunverulegum kostnaði við gæslu tveggja barna — þannig að mér finnst þvi orðin spurning ef börnin eru orðin tvö eða fleiri hvort ekki geti veriö hagkvæmara fyrir alla aðila að veita foreldrunum nokkra aðstoð heima og þeir geti þá komist af með styttri vinnutima utan heimilis. Að lokum var minnst á það viö Katrinu aö „kvennabyltingin” virðist ekki hafa náð jafn langt hjá framsóknarmönnum i Kópa- vogi og viða annarsstaðar. — Það er nú ekkert einhlitt að konur i efstu sætunum séu áhrifa- meiri en aðrar heldur neðar á lista. Hér i Kópavogi t.d. starfar bæjarmálaráð skipað 6 efstu mönnum listans.auk formanna Framsóknarfélaganna og full- trúaráðsins og miðstjórnarmönn- um flokksins. Þetta ráð hittist yfirleitt fyrir hvern bæjar- stjórnarfund, þar sem málin eru rædd og ákvarðanir téknar. Þar höfum við þvi átt mikinn þátt i að móta stefnu framsóknarmanna i málefnum bæjarins og koma okk- ar áhugamálum áfram. —HEI 1. Skúli Sigurgrimsson ■ 2. Ragnar Snorri Magnússon ■ 3. Jón Guðlaugur Magnússon ■ 4. Katrin Oddsdóttir ■ 5. Dr. Bragi Árnason ■ 8. Guðmundur Þorsteinsson | 9. Jóhanna Oddsdóttir ■ 6. Guðrún Einarsdóttir 7. Sveinn V. Jónsson ■ 10. Margrét Pálsdóttir ■ 11. Páll Helgason. FRAMBOÐSUSTI FRAMSÓKNARMANNA í KÓPAVOGI ■ Framboðslisti Fram- sóknarflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar i Kópa- vogi 22. maf næst komandi er þannig skipaður: l.Skiili Sigurgrimsson, bæjarfulltrdi 2. Ragnar Snorri Magnússon, skrifstofumaður 3. Jón Guðlaugur Magniis- son, framkvæmdastjóri 4. Katrin Oddsdóttir, hús- móðir 5. Dr. Bragi Árnason, efna- verkfræðingur 6. Guðrún Einarsdóttir, full- trúi 7. Sveinn V. Jónsson, tré- smiðameistari 8. Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri 9. Jóhanna Oddsdóttir, skrif- stofumaður 10. Margrét Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri 11. Páll Helgason, vélsmiður 12. Unnur Stefánsdóttir, fóstra 13. Þorvaldur R. Guðmunds- son, vélstjóri 14. Jónina Stefánsdóttir, mat- vælafræðingur 15. Gestur Guðmundsson, verslunarmaður 16. Einar ólafsson, forstöðu- maöur 17. Helga Jónsdóttir, lög- fræðingur 18. Sigurjón Davfðsson, loft- skeytamaður 19. Sólveig Runólfsdóttir, full- trúi 20. Kristján Ingimundarson, framkvæmdastjóri 21. Jóhanna Valdimarsdóttir, iðnverkamaður 22.Salómon Einarsson, deildarstjóri „Mikið aðskel sem gaman er að taka þátt V9 — segir Jón Guðlaugur Magnússon, sem skipar baráttusætið ■ „Ég er búinn að vinna að bæjarmálum i Kópavogi i 7 ár,þar sem mikið var að gerast sem gaman var að taka þátt i og þvi ýmiss að sakna þegar maður siðan hætti. Ég þekki öll þessi mál og tel mig eiga erindi i bæjarmál- in og dreif mig þvi i prófkjörið þar sem ég lenti i 3. sæti”, sagði Jón Guðlaugur Magnússon sem i 7 ár var bæjarritari i Kópavogi og þar áður bæjarstjóri á ísafirði, en hefur ekki verið i framboði fyrr en nú i komandi kosningum. Jón Guðlaugur hefur m.a. lengi veriö i stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs og er nú formaður byggingarnefndar væntanlegs Listasafns i Kópa- vogi. „Ég tel það hafa verið merki- legt framtak hjá bæjarstjórn Kópavogs þegar hún ákvað árið 1965 að taka 0,5% af útsvars- greiðslum i bænum og verja þeim tillista-og menningarmála. A s.l. ári nam upphæðin t.d. um 40 millj. gkr. En þetta fé hefur að mestum hluta farið til málverka- kaupa”, sagði Jón Guðlaugur. — A Kópavogur þá ekki orðið nokkuð gott listaverkasafn? — Bærinn á nú nær 200 mál- verk. Uppistaðan i safninu er þó hin geysilega verðmæta gjöf frá erfingjum Gerðar Helgadóttur, sem af mikilli rausn ákváðu að gefa Kópavogi öll hennar verk með höfundarrétti. Þetta eru á annað hundrað skúlptúrar og á milli 1.400 til 1.500 skissur og teikningar. Varðandi væntanlegt Listasafn hafa nú allar rýmisat- huganir verið gerðar og bygg- ingarnefnd gert tillögu um að fyrsti áfangi þess verði um 900 fermetrar en alls verði safnið um 1.300 fermetrar að stærö á 3 hæð- um. En þessar tillögur liggja nú fyrir bæjarstjórn. — Hvaða öðrum verkefnum hefur þú sérstakan áhuga á að koma i framkvæmd? — Það er erfitt aö draga eitt úr öðru fremur. Ég tel þó sérstak- lega brýnt að hraða ákvörðunum varðandi ákveðin skipulagsleg „vandræðahverfi” sem nokkuð er um i Kópavogi. T.d. má nefna hverfið við austanverða Borgar- holtsbraut, þar sem fólkið hefur mátt búa við það i 10-15 ár að fá ekki að laga hús sin.jafnvel varla að halda þeim við þvi skipulag svæðisins er óákveðið. Þetta hef- ur stórlega rýrt verðgildi þessara húsa og gert eigendum erfitt um sölu þeirra. Þetta dæmi kemur inn i skipulag miðbæjarins en það eru fleiri svona mál, sem ég tel áriöandi að verði leyst hið fyrsta. — Þú minntist á miðbæjar- framkvæmdirnar. sem skoðanir manna hafa verið nokkuð skiptar um? — Sjálfur er ég ánægður með þær, vill reyndar svo til að þær hófust sama daginn og ég byrjaði að starfa hjá Kópavogskaupstað árið 1972. Þá sögðu þeir svartsýnu það 20-30 ára verkefni að ljúka. þessu-En það liðu á hinn bóginn ekki nema 7 ár þar til verslanirn- ar opnuðu. Eftir er að ljúka fram- kvæmdum viö austurhlutann sem ég legg áherslu á aö verði gert hið fyrsta. Það vantar skrifstofuhús- næði I Kópavogi og þaö vantar þægilegar litlar ibúðir fyrir t.d. fólk sem vill minnka við sig. Þarna er bænum hagkvæmt að byggja, þvi allt er tilbúið og margar ibúðir komast þar fyrir á litlu svæði. Siðan þarf að ganga frá skipu- laginu á vestursvæðinu sem hug- myndir eru uppi um aö verði frá- tekið fyrir menningarstarfsemi, t.d. leikhús, lítið bió, bókasafn framtiðarinnar og þar er einmitt búið að úthluta hinu nýja Lista- safni ákveðinni lóð. —HEI HJÁ OKKUR FÁÐ ÞIÐ ALLT BYGGINGAREFNIÐ HUSASMIOJAN HF. SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMAR: 84599 TIMBUR TRÉLISTAR PANELL ÞILPLÖTUR EIN- ANGRUNAR EFNI STEYPU- STYRKTAR- JÁRN KRAFT- SPERRUR ÞAKJÁRN EINNIG FÁANLEGAR ÝMSAR SMÁVÖRUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.