Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 28
28 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Benedikt Sigurðsson skrifar um verðtrygg- ingu lána Verðmæti íslensku krón-unnar hefur verið stór- lega ofmetið um margra missera skeið. Eignaverðs- bólan var keyrð áfram með glæpakenndu viðskiptalík- ani fjárfestingarfélaga og einkavinavæddra banka. Þar voru stundaðir viðskiptahættir sem minna óhuggulega mikið á ENRON skandalinn fræga. Hrun efnahags- kerfis Íslands er staðreynd og engin eign sem stóð hér fyrir nokkrum vikum stenst það verð- gildi sem á henni var bara í sept- ember sl. Námsmenn og húsnæðiskaup- endur fengu lán sín í krónum sem ekki hafa reynst standa undir því verðgildi sem þær voru bókaðar fyrir. Allir íbúðareigendur taka á sig lækkun og tapa sem svarar 30- 50% af bókuðu verðmæti á næstu 2 árum. Verðtryggingarvísitalan mun hins vegar mæla hækkun höf- ustóls námslána og húsnæðislána um 30% á þessum sama tíma ef ekkert er að gert. Með því er aug- ljóst að þeir sem skulduðu 60% eða meira í húsnæðinu á miðju ári 2008 munu verða eignalausir innan tveggja ára þrátt fyrir að standa í skilum. Það er óboðlegt ef stjórnvöld bregðast ekki við þessarri fyrir- séðu þróun og frysta vísitöluna til verðtryggingar við gildi 1. sept- ember 2008 eða mögulega eldra gildi. Lántakendur munu annars aldrei geta né vilja standa undir verulega þyngdum afborgunum lána sinna við þessar aðstæður og það er algerlega út í hött að ætla þeim sem skulda vegna náms og hús- næðis að greiða sérstakar „skaða- bætur“ (vísitöluhækkanir) til fjár- magnseigenda. Með því væri beinlínis verið að skattleggja þenn- an hóp einan fyrir fjármálahrunið og fyrir ofmat á verðgildi íslensku krónunnar og gera þessar fjöl- skyldur að þrælum fjármagns sem reyndist verulega ofmetið. Sá hópur sem þetta á við um er fjölmennur og mun ekki láta bjóða sér aðgerðaleysi af hálfu stjórn- valda. Það er líka algerlega óviðun- andi að forystumenn launþega og ríkisstjórnar beinlínis skrökvi því að fólki að það ógni rekstrarlegu öryggi Íbúðalánasjóðs að frysta vísitölu til verðtryggingar; þvert á móti mun nettó-afkoma Íbúðalána- sjóðs ekki skerðast vegna slíkrar aðgerðar þar sem innlendar skuld- bindingar sjóðsins munu lækka til jafns við minni hækkun höfuðstóls lána og greiddra verðbóta. Efna- hagur sjóðsins mun því lækka – en það hefur ekkert beint samhengi við nettó rekstrarniðurstöðu sjóðs- ins. Ef vísitala til verðtryggingar er fryst þá munu afborganir og höf- uðstóll útistandandi íbúðalána lífeyrissjóð- anna ekki hækka í bili – og slíkt hægir á eigna- myndun í viðkomandi sjóði. Hafi það hins vegar áhrif á greiðslu- getu lífeyris þá er mikil- vægt að hafa í huga að það eru 25-30 ár sem gefast til að bæta sjóðn- um það upp. Einnig má hafa í huga að sjóðfélag- ar sem standa í skilum með sín íbúðalán munu sjálfir eiga stærri „sjálfseignarsjóð“ í eigin húsnæði sem unnt er að innleysa þegar kemur að því að menn stíga út af vinnumarkaði. Hjón sem skulda á bilinu 7-12 milljónir í námslán auk húsnæðis- lánanna kunna að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki nokkur skynsemi í því að taka á sig marg- faldar byrðar vegna verðtrygg- ingarinnar. Við þær aðstæður skapast hætta á greiðslufalli hjá Íbúðalánasjóði og þá verður jafn- framt markaðshrun sem gerir þeim sem standa í skilum alger- lega óbærilegt að lifa við misrétti verðtryggingarinnar. Vaxandi hætta er á að öflugur hópur fólks á góðum aldri hverfi nú úr landi. Sá hópur er einmitt foreldrar kyn- slóðanna sem við höfum vænting- ar um að standi undir framtíðar- efnahag íslensku þjóðarinnar. Án þeirra megum við ekki vera við uppbygginguna úr rústum hins hrunda Íslands. Leigufélög og húsnæðissam- vinnufélög með verðtryggðar skuldbindingar munu eiga það á hættu að verðfallinn markaður með offramboð á húsnæði undirbjóði þeirra rekstur. Slíkt mun aftur leiða til þess að Íbúðalánasjóður og fleiri opinberir aðilar verða þvingaðir til að fara inn á húsnæðismarkaðinn með íhlutandi hætti: með því að afskrifa hluta lána eða með því hreinlega að leysa til sín húsnæði í áður óþekktum skala. „Kreppuleiðrétting“ á fasteigna- verði – samfara gengisfalli krón- unnar mundi lenda með tvöföldum þunga á lántakendum ef verðtrygg- ingarvísitalan fær að mæla óhindr- að. Lögbundin verðtrygging lána raskar jafnræði lántakenda og fjármagnseigenda þannig að áhætt- an fellur með tvöföldum þunga á skuldarann á meðan fjármagnið bíður eftir uppbótum í formi vísi- töluhækkunar á lán og gerir fjár- magnseigendur og fjármálafyrir- tækin nánast ónæm fyrir verðbólgunni og hruni krónunnar. Nú mun sjást hvort jafnaðar- menn í Samfylkingunni standa undir nafni eða hvort þeir hafa orðið villukenningum fjármagns- aflanna að bráð. Frystum verðtryggingarvísitöl- una strax og leggjum jafnhliða upp tímasett plan inn í framtíðarmynt- ina með samkomulagi við EVRU- þjóðirnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri. Háskalegt óréttlæti BENEDIKT SIGURÐSSON UMRÆÐAN Jónas Þórir Þórisson skrifar um jóla- söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar Hin árlega jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin. Eins og undanfar- in ár hafa gíróseðlar verið sendir inn á heimili landsmanna að upphæð kr. 2.500. Yfirskrift söfnunarinnar er Vilt þú hjálpa? Hjálparstarf kirkjunnar vill minna á að „það er gott að gefa“. Það er gott að geta verið í þeirri stöðu að rétta öðrum hjálpar- hönd hvort sem það er hér á okkar landi eða erlendis. Hjálparstarf kirkjunnar hefur í mörg ár sinnt öflugu hjálparstarfi bæði hér heima og erlendis. Jólasöfnunin hefur verið helguð erlendu hjálpar- starfi en innanlandshjálpin er rekin fyrir sérmerkt framlög einstaklinga, félaga, fyrirtækja og opin- berra aðila og verið viðamesta einstaka verkefnið sem stofnunin hefur sinnt undanfarin ár. Vegna þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu ákvað stjórn Hjálparstarfsins að helmingurinn af almennu söfnunarfé rynni til innanlandshjálpar en hinn helmingurinn til vatnsverkefna í Afríku. Þeir sem vilja leggja Hjálparstarfinu lið geta greitt heimsendan gíróseðil eða hringt í söfnunarsíma 907 2002 og þá rennur framlag þeirra kr. 2.500 til aðstoðar innanlands. Hringi þeir í síma 907 2003 rennur sama upphæð til hjálparstarfa erlendis. Einnig er hægt að fara inn á gjafasíðurnar gjöfsemgefur.is og framlag.is og velja sér verkefni til að styðja. Hjálparstarf kirkjunnar hefur lagt mikla áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð bæði hér heima og í hjálparstarfi erlendis. Reynt er að forðast að gera þiggjandann háðan aðstoðinni. Markmiðið er alltaf hjálp til sjálfshjálpar. Hjálparstarfið hefur tekið að sér skuldbindingar erlendis til nokkurra ára í senn. Reynt verður eftir fremsta megni að standa við þær enda eiga margir allt sitt undir því komið og ekki er hægt að hlaupa frá þeirri ábyrgð sem við höfum axlað í því samhengi. Á sama hátt hefur Hjálparstarf kirkjunnar hlutverki að gegna hér innanlands. Stofnunin sinnir neyðaraðstoð í samstarfi við presta, félagsráðgjafa og annað fagfólk um allt land. Þörfin fyrir aðstoð hefur aukist mjög síðustu mánuðina og margir hafa í fyrsta skipti þurft að stíga þau þungu spor að leita til Hjálparstarfsins eftir bráðustu nauðsynjum. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu mun stofnunin að sjálfsögðu takast á við þau erfiðu verkefni sem fram undan eru og veita þá hjálp sem möguleg er. Geta Hjálparstarfs kirkjunnar nær þó ekki lengra en það fjármagn sem hún hefur til raðstöfunar hverju sinni. Því ríður á að við öll sem höfum einhverju að miðla gleymum ekki náunga okkar, hvort sem hann býr hér á landi eða í öðrum löndum. Oft hefur verið þörf fyrir aðstoð en nú er nauðsyn. Tökum höndum saman og leggjumst á árarnar. Þjóðin hefur allt til þess að bera að sigrast á þeim erfiðleikum sem nú steðja að og einnig rétta öðrum þjóðum hjálparhönd. Gleðilega aðventu. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Með þinni hjálp JÓNAS ÞÓRIR ÞÓRISSON Þörfin fyrir aðstoð hefur aukist mjög síðustu mánuðina og margir hafa í fyrsta skipti þurft að stíga þau þungu spor að leita til Hjálparstarfs- ins eftir bráðustu nauðsynjum. Báðar hliðar IceSave UMRÆÐAN Helgi Áss Grétars- son skrifar um IceSave Á Alþingi er nú til meðferðar tillaga til þingsályktunar um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í úti- búum íslenskra viðskiptabanka á evrópska efnahagssvæðinu. Verði tillagan samþykkt er rík- isstjórninni falið að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld og þar með talið vegna innistæðna á svokölluð- um Icesave-reikningum Lands- banka Íslands hf. Í slíkum samn- ingum mun væntanlega felast viðurkenning á ábyrgð íslenska ríkisins á lágmarkstryggingu innistæðueigenda að því marki sem eignir viðkomandi banka standa ekki undir henni. Hér verða tekin saman helstu laga- rök með og á móti slíkri niður- stöðu. Rök með 1) Tilgangur tilskipunar um innlánatryggingakerfi, og sem gildir á EES-svæðinu, er að tryggja lágmarksvernd innláns- eigenda. Þetta er útfært með ábyrgðarfyrirkomulagi, þ.e. aðildarríki eiga að tryggja virkt kerfi sem á að geta greitt út inn- lán að tilteknu lágmarki ef til ógjaldfærni lánastofnana kemur. Telja verður það ófor- svaranlegt gagnvart innlánseig- endum að Tryggingasjóður inn- lána á Íslandi sé hartnær tómur í samanburði við þá heildarfjár- hæð sem þurfti til að greiða öllum innlánseigendum lág- markstrygginguna. 2) Með aðgerðum íslenskra yfirvalda hefur hagsmunum innlánseigenda í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Íslandi verið bjargað. Ef ekkert yrði gert til að vernda hagsmuni innlánseigenda í útibúum bank- anna erlendis myndi slíkt leiða til þess að brotið væri gegn jafn- ræðisreglu EES–réttar. 3) Íslenskum yfirvöldum er skylt að fylgjast með gjaldfærni innlánsstofnana. Þau brugðust þeirri skyldu í undanfara banka- hrunsins, m.a. með þeim hætti að þau gáfu ítrekað til kynna opinberlega að staða íslenska bankakerfisins væri traust. Meðal ann- ars í skjóli þessa lögðu sparifjáreigendur fjár- muni í innlánsreikninga útibúa íslenskra banka. 4) Með því að neita alfarið að greiða lág- markstryggingar inni- stæðueigenda í útibúum íslenskra banka á EES– svæðinu væri íslenska ríkið að brjóta gegn viðurkenndum meginreglum siðaðra þjóða. Rök á móti 1) Þegar texti tilskipunar um innlánatryggingakerfi er kann- aður til hlítar felst í honum engin ábyrgð á hendur aðildar- ríkjum EES-svæðisins að tryggja fjármögnun innistæðu- tryggingakerfis. Tilskipunin kveður eingöngu á um skyldu ríkja til að koma á fót kerfi sem tryggir ábyrgðir á greiðslum til- tekinnar lágmarksverndar inn- lánseigenda. Í þessari skyldu felst sem sagt ekki krafa um fjármögnun heldur að með lögum sé tryggð ábyrgð á greiðslum í samræmi við til- skipunina. Með lögum nr. 98/1999 voru settar lagareglur á Íslandi þar sem ábyrgð á inni- stæðutryggingum hvíldi á herð- um innistæðudeildar Trygginga- sjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessi skipan á Íslandi samrýmdist öllum þeim kröfum sem tilskipunin kvað á um. 2) Fjármögnun íslenska kerf- isins var ekki í ósamræmi við það sem almennt tíðkaðist á meðal aðildarríkja EES–samn- ingsins. Það er því ósanngjarnt að skattgreiðendur lítils lands eins og Íslands þurfi að standa undir greiðslu kostnaðar sem einkaaðilar stofnuðu til. Öllum mátti ljóst vera að innlánasöfn- un íslenskra banka innan EES- svæðisins fylgdi engin ríkis- ábyrgð. 3) Reglur um innistæðutrygg- ingar miðast ekki við hrun bankakerfis í heild sinni. Ábyrgðin á greiðslum takmark- ast í slíkum tilvikum eingöngu við þá fjármuni sem er að finna í tryggingasjóði innstæðueig- enda en ekki meira en það. 4) Síðan í byrjun október sl. hefur ríkt neyðarástand á Íslandi og það réttlætir öll frá- vik frá tilgangs- og jafnræðis- rökum, þ.e. það hefur verið mál- efnalegt að vernda íslenskt fjármálakerfi og íslenska inn- lánseigendur umfram önnur fjármálakerfi og innlánseigend- ur í útibúum íslenskra viðskipta- banka í öðrum ríkjum. Ályktanir Hér hafa verið rakin nokkur rök með og á móti þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar innistæðueigenda í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES– svæðinu. Fleiri rök mætti sjálf- sagt tína til á báða vegu. Mikil- vægt er hins vegar að hafa í huga að erfitt var að finna hinni svokölluðu Icesave-deilu skýr- an réttarfarslegan farveg, þ.e. ekki var auðvelt að beina mál- inu til tiltekins úrskurðaraðila sem hefði getað með skjótum og öruggum hætti tekið á öllum lagalegum hliðum málsins. Það kann m.a. skýra þann þrýsting sem var á íslenskum yfirvöld- um að leysa málið með samning- um en öll önnur ríki EES-samn- ingsins stóðu saman gegn lagarökum íslenskra stjórn- valda í Icesave-málinu. Samn- ingsstaða íslenskra yfirvalda var því þröng, ekki síst vegna þess að önnur ríki neituðu að lána íslenska ríkinu nema að Icesave-deilan yrði fyrst leyst. Slík lánafyrirgreiðsla var svo aftur forsenda þess að Alþjóð- legi gjaldeyrissjóðurinn myndi veita íslenska ríkinu lán. Enginn vafi er á því að íslensk stjórnvöld stóðu frammi fyrir vondum valkostum, þ.e. annars vegar þeim að semja og leggja væntanlega miklar byrðar á íslenska skattgreiðendur eða hins vegar að hafna samningum og gera alla gjaldeyrisöflun íslensks samfélags erfiða um stundarsakir og jafnvel um langt skeið. Þrátt fyrir þessa flóknu pólit- ísku stöðu væri æskilegt að stjórnvöld hlutuðust til um að Icesave–málið verði rannsakað ofan í kjölinn, m.a. með ítarleg- um lögfræðilegum greinargerð- um þar sem rök og gögn beggja aðila kæmu fram. Það skiptir miklu máli fyrir íslenska skatt- borgara í nútíð og framtíð að þeir geti aflað sér haldgóðra upplýsinga um málið og lyktir þess. Höfundur er lögfræðingur. HELGI ÁSS GRÉTARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.