Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 18. aprll 1982 bergmál ■ Þaö næöa miklir vindar um is- lenskan rokkheim þessa dagana. Purrkur Pillnikk er á leið að leggja heiminn að fótum sér. Dagblaðið segir frá þvi með striðsletri að Ragnhildur grýla og Steinþór frævill hafi verið barin til óbóta i Kirkjustræti um pásk- ana. Bubbi kemur enn á óvart með nýrri og kröftugri skifu. Þursar eru á kreiki meö aðra og svo mætti lengi telja. En það er vist Rokkiö sjálft sem vekur mesta athygli, Rokk i Reykjavik, yfirgripsmikil heimildamynd Friöriks Þórs Friðrikssonar og féiaga hans i Hugrenningi um fjörugt hljómsveitalif i höfuð- borginni i haust. Ég var einn hinna útvöldu sem fékk boðsmiða á frumsýningu myndarinnar i Tónabiói á laugar- daginn (og i kokkteilinn á el'tir i Óðali, en það er nú annar hand- leggur). Þar sat ég ábyggilega i litrikasta félagsskap sem safnast hefursaman á einn staðá Islandi, alla vega siöan Alþingi ið forna leið undir lok — pönkarar, popp- arar, flestir i leðurjökkum, og öllu borgaralegri blaðamenn og menningarvitar i mesta bróðerni og elsku. Ég ætla mér ekki að skrifa gagnrýni um myndina. Nægir ekki að segja aö maður gekk bjartsýnni, kátari, þróttmeiri út en inn. Myndin er full af óhömd- um, unggæðislegum lifskrafti — og það á ekki bara viö um tónlist- ina, heldur lika kvikmyndatök- una og klippinguna. Ekki nóg með það — að minu viti er þetta i raun fyrsta islenska kvikmyndin sem kemur manni við, snertir mann i raun og veru, fyrsta myndin sem tekst á við einhvern hluta af is- lenskum nútima. Fornaldar- stemmningar og kappamórall, góölátlegur krakkahúmor og nostalgia, hvort sem hún leitar aftur til sveita- og hjarðlifsins fyrstu eftirstriðsáranna — allt er þetta góðra gjalda vert og sjálf- sagt að gera úr þvi kvikmyndir, eins og raunin hefur orðið. En samt get ég ekki varist þeirri hugsun að islenskir kvikmynda- gerðarmenn hafi byrjaö á vit- lausum enda. Þeir hafi blátt áfram ekki verið nógu kaldir i verkefnavali og kannski lika efnistökum, þó það sé annað mál. Það hafa Friðrik Þór og félagar hans aftur á móti veriö. Peninga- lega er Rokk i Reykjavik stór áhætta og listrænt hafa þeir lika tekið áhættu sem reynist hafa margborgað sig. Hér er islensk æska, og hér er rokktónlist sem óneitanlega (þótt sumum þyki það kannski súrt i broti) er henn- ar tjáningarmiðill númer eitt, ungar hljómsveitir sem kerfi og peningahyggja hafa ekki enn gleypt með húð og hári, ferskir krakkar sem með textum sinum og látæði eru oft að segja góða og ákaflega þarfa hluti á einfaldan og tilgerðarlausan hátt. I mynd- inni ná þau loks eyrum sem ann- ars hefðualdrei heyrt. Farið bara i Tónabió og sjáið hljómsveitirnar Vonbrigði og Tappa tikarrass. Gömlu mennirnir og óskalaga- rokk þeirra fær aftur á móti að sitja i skugganum, enda sjálfsagt einfært um að verða sér úti um auglýsingu. í útvarpinu var Frið- rik Þór Friðriksson spurður að þvi hvers vegna Bjöggi væri ekki með i Rokk i Reykjavik. Friðrik svaraði skemmtilega út i hött, en þó þannig að engum dylst hvað hann er að fara: „Bjöggi, ha, er hann ekki i Albaniu?!” Það eru ekki sist viðtölin sem gera herslumuninn i myndinni, viðtöl eða öllu heldur eintöl tón- listarfólks sem er fléttað inn i myndina og kannski hefði mátt vera meira af. Þarna masar Bubbi eins og heima hjá sér, segir margt og ekki allt jafn viturlegt, en hefur þó mikið til sins máls þar sem hann bendir á að viss viðhorf Egill Helgason blaðamaður skrifar MALETTI Jarðtætarar til afgreiðslu strax Athugiö sérlega hagstætt verð og greiðsluskilmála okkar Verð frá kr. 16.590,00 Vinkilhnifar Hliðardrif - 3% staðgreiðsluafsláttur. XP-Gerö XPCV3-XBCV3-Geröir. Gerö. Vinnu- breidd Vinnslu- dýpt. Þyngd. Orkuþörf Aflúttaks snúningur. Hnifaás snúningur. XP/150/S 150 cm 12-24 cm 375 kg 45-55 hö 540 sn 213 sn XP/180/S 180 cm 12-24 cm 405 kg 55-70 hö 540 sn 213 sn XPCV3/180/S 180 cm 12-24 cm 430 kg 55-70 hö 540 sn 166-213-242 sn XBCV3/180/S 180 cm 15-30 cm 560 kg 60-80 hö 540 sn 239-272-309 sn XBCV3/200/S 200 cm 15-30 cm 600 kg 70-90 hö 1000 sn 239-272-309 sn XBCV3/250/S 240 cm 15-30 cm 685 kg 85-100 hö 1000 sn 239-272-309 sn Hönnun og smíði MALETTI tætaranna er öll mjög rammgerð og vönduð. Sem dæmi um góðan búnað má nefna: Stillanlegar þrítengi festingar, tannhjólahliðardrif, gírskipting með handfangi dýptar- skíði með slitplötu, öflugt drifskaft með öryggiskúplingu tvöfaldir hnífadiskar vinkilhnífar úr mjög slitsterku efni, varahlutalisti og leiðbeiningar á íslensku fylgja. Abyrgð í eitt ár á tætara f rá okkur Búvélaprófun no. 516 Gerið pöntun sem fyrst. Þaðtryggir lágt verð ogafgreiðslu tímanlega ORKUTÆKNI P Hyrjarhöfða 3 110 Reykjavik Simi: 91-83065 sem rikja i pönkkreðsum og harðri rokktónlist séu gróðrarstia fyrir fasisma eða að minnsta kosti að pönkið sé yfirhöfuð engin ógn fyrir rikjandi þjóðfélagskerfi og að Albert Guðmundsson gæti gert margt vitlausara en að halda úti pönkhljómsveit. Aila vega heyrðist mér hann vera að segja eitthvað i þessa veru. Pálmi Gunnarsson hefur uppi góð orð um Keflavikurflugvöll, segir að islenskar hljómsveitir og islenskt rokk standi i mikilli þakkarskuld við kanaútvarpið, sem óefað er satt þó dapurlegt sé. Hitt er svo annað mál að þessi alheimsbylgja rokktónlistar hefði áreiðanlega borist hingað fyrr eða siðar þótt kaninn hefði ekki sent hér út á öldum ljósvakans. Grýlurnar taka stórt upp i sig og segjast vera að brjóta isinn fyrir aðrar stelpur, sýna þeim að það sé ekk- ert auðveldara en að ná sér i hljóðfæri og halda ótrauður út i næsta bilskúr og spila. Kannski er sannleikskorn i þessu — en nægir Grýlunum ekki að gera þetta bara af þvi þeim finnst það gam- an. Kvennabaráttan og kven- frelsunin kemur svo af sjálfu sér. Og svo er það viðtalið sem virð- ist ætla að verða aö siðbúnu skammdegismáli hér á Fróni. Langt og mikið viðtal við söngv- ara hljómsveitarinnar Sjálfsfró- un. Þetta er litill, skýrlegur strákur með mohikanaklippingu, varla meira en 15 ára, sem segir fyrst og fremst frá reynslu sinni af svokölluðu „sniffi”. Það gerir hann ákaflega finlega og af náttúrulegum húmor. Satt er það, hann er að tala um alvörumál, sem að visu var blásið upp úr öllu valdi i blöðum i vetur, og gerir þaö skemmtilega án þess að setja upp nokkurn jarðarfarar- eða félagsráðgjafasvip. Þar liggur hundurinn grafinn. Maður hlustar hugfanginn á lýsingar hans, skellir stundum upp’úr, og það er ekki nema eölilegt að sumir geti haldið að hann sé aö hafa þetta i flimtingum. En þaö er lika hægt að hlæja að dauöanum, striðs- mennsku og sjúkdómum, það er ekki bara hægt, það er nánast nauðsynlegt. Strákurinn með móhikana- klippinguna segir sögu af vini sin- um sem varð vitlaus af þvi að sniffa, vinurinn fékk ofskynjanir, sá mann koma á móti sér, ganga i gegnum augað á sér og alla leið niður i maga þar sem hann dingl- aði lengi vel. Hann segir frá þvi aðeftir lokunartima bensinstöðva og sjoppa hafi hann og vinir hans farið og stolið sér bensini af bilum til að þefa. Hann segir frá þvi að lögreglan hafi tekið af þeim túpu af bótalimi á Hlemmi og gert hana upptæka, auðvitað hafi hún ekki haft neinn rétt til þess. Sem er hárrétt, blessunarlega eru ekki til nein lög um að menn megi ekki ganga um með bótalim. Það er ekki alveg rétt sem Friðrik Þór sagði i útvarpi að myndin tæki afstöðu gegn þef- faraldrinum. Myndin tekur litla sem enga afstöðu, það er einn af höfuðkostum hennar. Hún er lýs- ing, hlutlæg lýsing á vissu ástandi. Strákurinn úr Sjálfsfró- un situr bara fyrir framan myndavélina og lýsir hlutunum eins og þeir koma honum fyrir sjónir. Og það er lika nóg. En nú er málið allt i einu komið undir hatt nútimalegs rann- sóknarréttar. Undir lok ágætis pistils sem Hrafn Gunnlaugsson flutti um Rokk i Reykjavik upp- lýsti hann að Kvikmyndaeftirlitið heföi ákveðið að börnum innan fjórtán ára skyldi meinaður að- gangur að myndinni og hvatti um leiö til að menn skæru upp herör gegn þessari reginfirru. Hérmeð hlýði ég kalli hans. Ég veit ekki hvaða einstaklingar það eru sem hafa lögsögu yfir þvi hvaða myndefni islensk börn fá að sjá eða ekki sjá, en alla vega hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu eftir einhverjum krókaleiðum að Rokk i Reykjavik jaðri við að vera auglýsing fyrir sniffefnin eöa rokgjörn efni, eins og bensin, kveikjaragas og módelalim heita á stofnanamáli. Sitt sýnist hverjum og það á við i uppeldismálum jafnt og öðru. Það kom á daginn að eftir frum- sýningu myndarinnar kom Bryndis Schram, umsjónarmað- ur barnatima i sjónvarpi, aö máli við Friðrik Þór og fór þess á leit að hún fengi aö sýna umrætt atriöi i Stundinni okkar — ungum og gömlum börnum til viðvörunar vænti ég. Nema að Bryndis vilji lika taka þátt i að útbreiða þefið. Hún staðfesti siðan i útvarpi að þetta samtal hefði átt sér stað. Nú er spurningin bara —- hver veit betur hvað börnum er hollt og gott, Bryndis sem hefur verið treyst til að matreiöa oni þau sjónvarpsefni i þrjú ár eða nafn- lausu einstaklingarnir i kvik- myndaeftirlitinu? Nú er allt það karp sem hefur spunnistút af þessu forbobi mikil og góð auglýsing fyrir kvikmynd- ina. Það má ætla að fleiri full- vaxnir leggi leið sina i Tónabió en ella, jafnvel þeir sem eru afhuga rokkglymjanda. En um leið er veriöað útiloka mjög stóran hluta af hugsanlegum áhorfendum frá þvi að sjá myndina — 5 þúsund, 10 þúsund, 15 þúsund, það er engin leiö að segja hvað marga? Það er ekkert gamanmál þegar um milljónakvikmynd er að ræða. Hiö sama átti sér stað þegar Út- laginn var sýndur, af einstakri þröngsýni var hann bannaður innan tólf ára, en hér er á feröinni mynd sem gagngert höfðar til unglinga, mynd sem liklega byggir afkomu sina á unglingum. Þaö er alvörumál aö hindra það að sem flestir geti séð islenskar kvikmyndir á þessu fyrsta upp- gangsskeiði þeirra, kvikmynda- höfundarnir leggja allt undir, áhorfendur þurfa að skila sér i tugþúsundatali, allt byggir þetta á stakri velvild og fyrirgreiðslu banka.sem geta oröið ólikt ósam- vinnuþýðari ef ein mynd fær stór- an skell. Þvi getur kvikmynda- eftirlitiö ekki notað sömu mæli- stiku á islenskar kvikmyndir og á erlendar og allra sist i þessu til- viki þar sem mjög hæpið er að nokkuð vafasamt eða skaðlegt sé á ferð. Verum ekki að skafa af þvi, þetta er hneyksli og ekkert annað. Bubbi er án efa sammála þvi, hann og hljómsveitin Egó efna til hljómleika á morgun á Lækjar- torgi undir yfirskriftinni Rokk gegn banni. Fjölmennum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.