Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 12
Sunnudagur 18. april 1982 12_____________ spurningaleikur „Sjaldan brotnar bein vel á hundi” ■ Enn einu sinni blessaður spurningaleikurinn okkar. Hann er með þvi sniði að við erum að fiska eftir einhverju i gruggugu vatni: manni, ártali, skáldverki, biómynd, atburði, landi yfirleitt hverju sem vera skal, en i stað þess að spyrja beinustu leið gef- um við visbendingar. Geti maður upp á rétta svarinu strax við fyrstu visbendingu fær hann fimm stig — fullt hús. Kveiki hann ekki á perunni fær hann næstu visbendingu og ef þá kviknar ljós i kollinum fær hann fjögur stig. Og þannig koll af kolli. Þriðja visbending gefur þrjú stig, sú fjórða tvö stig og sú fimmta eitt stig. Hafi maður ekki rétta svarið eftir allar visbendingarnar fimm fær maður auðvitað ekki neitt. Lesendum til samanburðarhöf- um við fengið ýmsa menn til að spreyta sig á þessu með okkur og fellur sá úr keppni sem lægri er, en hinn heldur áfram. Undanfarnar vikur hefur Magnús Torfi Olafsson verið al- gerlega ösigrandi og aukinheldur sett glæsilegt stigamet — 44 stig. Hvernig honum gengur að þessu sinni sjáum við hér neðst á sið- unni... Rétt svör eru á bls. 24. Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending 1. spurning Hann er sagöur hafa drepið þúsund manns með asnakjálka að vopni Um hann og ástkonu hans samdi tónskáldið Saint- Saens óperu Hann var allra manna sterkastur en missti kraftana þegar hár hans varskorið að honum for- spurðum Erkióvinir hans voru Filistear En ástkona hans, Dalila, sveik hann i hendur þeirra . 2. spurning Þetta ár er sagt að Tyrkir hafi myrt um milljón Armeniumenn Þágengui gildi mjög um- deild bannlög á Islandi Cti í heimi voru háöar miklar orrustur við Ypres og Neuve Chapelle Farþegaskipinu Lúsítaniu var sökkt af þýskum kafbáti tslenskar konur fengu kosningarétt og fyrsta skip nýstofnaðs Eim- skipafélags, Gullfoss kom til tslands. 3. spurning Atburöum scm gerðust á þessum staöer lýst á hinu fræga Bayeauxteppi Þetta er bær á Erma- sundsströndinni, um 100 kílómetra suður af London .• . Þar var barist til þrautar i sfðustu innrásinni sem heppnaðist á Englandi Þar eru haldin fræg skák- mót ár hvert t téöri orrustu áttust þeir við Vilhjálmur bastaröur og Haraldur Guðvinsson 4. spurning Þessi maður heitir réttu nafni Herbert Karl Frahm Hann gengur enn undir dulnefni sem hann tók sér á flótta undan nasistum A striðsárunum bjó hann f Noregi og Sviþjóð, hann sneriaftur til heimalands sins 1945, þá norskur rikisborga ri Hann varð borgarstjóri f Vestur-Berlin 1957 Hans mun liklega einkum verða minnst fyrir „austurstefnu” sfna, til- raunir sinar til að bæta samskipti austurs og vesturs 5. spurning A miööldum var oft á svona gripum latlnu- áletrun sem útleggst: „Seiddu með bugðunni, stjórna meö miðjunni, stingdu með oddi.” Við sh"ka gripi voru liðs- menn Guðmundar góða kenndir sem og and- stæðingar Sverris kon- ungs Margrét haga smiðaöi svona grip úr tönn og gott ef hann var ekki eftir hana sá sem kom upp úr kistu Páls biskups I Skál- holti Ari fróði kveöur papa hafa átt slika gripi ásamt bjöllum og bókum frskum Nafnið er keltneskt að uppruna og þýðir biskupsstafur 6. spurning Þessi rithöfundur var fæddur I Reykhdlasveit 1852 og andaöist 1891 Hann sigldi til guðfræði- náms i Kaupmannahöfn og hreifst þar mjög af Georg Brandes Er hann kom heim gerðist hann ritstjóri Suðra í Reykjavfk, siðar- meir var hann ritstjóri Heimskringlu I Winnipeg Um ævi og verk þessa ákafa ádeilumanns hefur Sveinn Skorri Höskulds- son skrifað I tveimur bindum Hann var einn fyrstur boðberi raunsæisstefn- unnar á tslandi og fékkst einkum við smásagna- gerð, einna þekktust saga hans er „Tilhugalíf” 7. spurning Þar kváðu vera til rófu- lausir kettir Þetta er hálend eyja, hæsta fjallið þar heitir Snæfell Að fornu heyrðieyja þessi undir Suðureyjar en nú er hún I rikjasambandi við England Þar erhaldiö þing á Þing- velli að norrænum sið, en þin gsetningin er á keltnesku Höfuöborgin heitir Douglas, en skammt und- an eynni er smáeyjan Manarkálfur 8. spurning A 3ju öld dó maður með þessunafni pislardauða á brandreið (grilli), sem sfðan hefur fylgt honum á myndum A degi þessa dýrlings fæddist löngu seinna sveinbarn norður i' Svarfaðardal.sá fékknafn hans og varð siöar biskup Miklum sögum fer af enn yngri nafna hans, Breta sem I félagi við Araba barði á Tyrkjum f eyði- mörk Nafn þetta fékk einnig sveinbarn sem fæddist á heiðum uppi fyrir norðan og varð sfðar landsþekkt- ur fjárbóndi, kenndur viö Grimstungu Skáldið Petrarca orti til konu og Þórbergur Þóröarson skrifaði bréf til annarrar —báðar báru þær kvenkynsmynd þessa nafns 9. spurning Hann hóf feril sinn f hljómsveitinni Bendix Sjálfur er hann poppari enfviðtali hefurhann lýst þvi yfir að hann óski þess að börn sfn verði læknar og lögfræðingar Hann hefur m.a. starfað f hljómsveitunum Flowers og Lónlf Blú Bojs ■ Stjarna hans reis þó hæst þegar hann var I hljóm- sveitinni Ævintýri, þá var hann krýnd poppstjarna ársins 1969 Sagan segir að fjöldi stúlkubarna hafi brotiö I sér framtennurnar til að likjast honum 10. spurning Andlátsorð þessa manns voru: „Sjaldan brotnar bein vel á huldu, Ólafur frændi.” Bóndi þessi var kenndur viö skepnu eina mikla og bær hans við likamshluta Sonur hans var Sveinn skotti og var náttúrlega hengdur Hannók líkum I tgultjörn Hann þykir einna verstur maður sem uppi hefur vcriö á tslandi, þjóðsögur herma að hann hafi tekið á móti gestum með allsérstæðum hætti Lýðnr Björnsson gegn Magnúsi Torfa ■ Lýöur Björnsson, sagn- fræöingur, var andstæöingur Magnúsar Torfa ólafssonar að þessu sinni, og var keppni þeirra æsispennandi, enda stóöu báðir sig afar vel. Sem gekk svona fyrir sig: 1. spurning — Báðir með fullt hús stiga, fimm stig fyrir að geta rétt við fyrstu vfsbendingu 5-5. 2. spurning — Magnús Torfi tók forystuna, fékk fimm stíg en Lýð- ur fjögur. Staöan var 10-9 fyrir Magnúsi. 3. spurning — Báðir með fimm stig fyrir réttsvar i fyrstu tilraun. 15-14 var staðan. 4. spurning — Nú jók Magnús Torfi forystu sina, hann hafði fullt stigahús i fjóröa sinn i röð en Lýð- ur fékk aðeins tvö stig. Staðan var 20-16. 5. spurning — Fjögur stig á kjaft svo staðan breyttist ekki milli þeirra, 24-20. 6. spurning — Nú fengu þeir kappar fimm stig hvor, 29-25 og endaspretturinn aö hefjast. 7. spurning — Hér náði Lýður að minnka muninn aðeins, hann fékk fimm stig en Magnús f jögur. Magnús haföi enn þriggja stiga forystu, 33-30. 8. spurning — Jafnir hér, með þrjú stig hvor. 36-33. 9. spurning — Fyrir siöustu spurninguna gat allt gerst þvi Lýð tókst aö minnka muninn niður i tvöstig. Hann fékk þrjú stig fyrir þriðju visbendinguen Magnús tvö fyrir þá fjórðu. 38-36. ■ Magnús Torfi Ólafsson 10. spurning — En Magnús hafði þaö. Hér fengu báðir fimm stig og lokastaðan var þvi 43-41 og Magnús Torfi keppir að nýju eftir hálfan mánuð. Lýð Björnssyni þökkum við keppnina...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.