Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 18
Sunnudagur 18. apríl 1982 — Heimsmeistari í 27 ár ■ Emanuel Lasker var mestur heimsborgari allra þeirra sem boriö hafa heimsmeistaratitil. Hann var Þjóöverji en bjó um tima á Englandi, einnig i Banda- rikjunum og loks i Sovétrikjun- um. Fimm árum eftir að hann dó varö hann opinberlega Pólverji. Hann fæddist 24. desember árið 1868 i smdborginni Berlinchen, sem nú er Barlinek i Póllandi. Faðir hans vann i sýnagógu Gyðinga á staðnum en kjörin voru kröpp. Eldri sonurinn Berhold var þó sendur til læknanáms i Berlin, og þar vann hann sér inn vasapeninga með þvi að tefla til fjár á kaffihúsum sem þá var vin- sælt og er hann var aðeins 11 ára var Emanuel sendur á eftir hon- um. Stráksi þótti undur góöur i stærðfræði en i Berlin lærði hann aö tefla og brátt átti skákin hug hans allan. Hann lauk samt námi en um það leyti sem hann hóf há- skólanám istærðfræði voru fyrstu skákir hans birtar opinberlega. Þá var algengt að nokkrir menn legöu saman krafta sina i eina skák og Lasker tefldi i liði Berliner Schachklub gegn Berlin- er Shachgesellschaft. Þá var hann að visu kallaöur Lasker II til aögreiningar frá bróður sinum sem var þegar viðurkenndur sem sterkur áhugamaður. Lasker II fór brátt fram Ur honum og áriö 1889sigraði hann á nokkurs konar skákþingi Þýskalands sem haldiö var i Breslau. Jafnframt þvi var haldið alþjóðlegt mót sem Sieg- bert Tarrasch . sigraði en Tarrasch (1862-1934) var um ára- tugaskeiö meðal sterkustu skák- manna heims. Mánuði siðar tefldi Lasker á móti i Hollandi og varö þar i öðru sæti á eftir Burn nokkr- um, þarna vann Lasker fræga skák gegn Bauer með því að fórna báöum biskupum sinum fyrir öfluga sókn. Næstu árin stundaöi Lasker stæröfræöinám sitt en skákin varð honum æ hugleiknari. Hann fór að veröa þekktur sem einn sterkasti skákmaður Þýskalands og þar með heimsins. Jafnframt vakti hann athygli fyrir kurteisi sina og prúðmennsku sem þá, likt og nú, var ekki alltaf i fyrirrúmi meðal skákmeistara. Sumariö 1891 réði úrslitum ilifi Laskers. Þá var mikil þýsk sýn- ing haldin i London og Lasker fenginn til aö tefla við áhorfendur og aðra skákmeistara. Einnig tefldi hann blindskákir. Eftir þetta hélt hann sig að mestu að skákinni, og bjó á Englandi i mörg ár. Hann sigraði árið eftir á miklu skákmóti sem haldiö var með þátttöku allra bestu skák- manna Englands og sigur hans var svo öruggur að hann gat nú talist einhver sterkasti skák maöur heims. Talað var um að hann tefldi heimsmeistaraeinvigi við Steinitz en Lasker kaus fyrst aö tefla viö Tarrasch, sem haföi margoft lýst yfir litlu áliti sinu á honum. Enda kvaöst Tarrasch ekki tefla við hann fyrr en hann hefði sannað getu sina með þvi að vinna sterkt alþjóölegt mót. Þá hélt Lasker til Bandarikjanna og tefldi mikið við bæði sterka og veika skákmenn og lagöi mikla áherslu á fjöltefli. Þau færðu hon- um peninga enhonum þótti einnig gaman að mæta „minni spá- mönnum” sem aðrir sterkir skákmeistarar fyrirlitu flestir innilega. t Bandarikjunum hóf Lasker samningaviðræður við Steinitz um heimsmeistaraeinvlgi en þær gengu fremur seint. Á meðan gaf Laskersér tima til að tefla einvigi við ýmsa menn og vann flestöll nema eitt varö jafntefli, og 1893 vann hann frekar sterkt alþjóð- legt móti New York, fékk 13 vinn- inga af 13 mögulegum! Ungur maður að nafni Pillsbury endaði kringum miðju. Ari siðar tefldu þeir Lasker og Steinitz loks einvigi. Steinitz var frekar óvinsæll og margir óskuðu þess að honum yröi velt úr sessi en fæstir töldu Lasker þess um- kominn. Einvigið var jafnt til aö byrja með en um miðbik þess vann Lasker fimm skákir i röð. Steinitz lét sig ekki, en honum tókst ekki aö vinna upp forskotið og eftir aö hafa tapaö siðustu skákinni hrópaði gamli meistar- innþrefalt húrra fyrir hinum nýja heimsmeistara. Þrátt fyrir að vera orðinn heimsmeistari fann Lasker fljót- lega aö álit skákheimsins á hon- um hafði ekki aukist að mun. Tarrasch hélt uppi þrotlausum árásum á hann og sagði það ekki hafa verið mikiö afrek að sigra Steinitz sem hefði verið orðinn gamall auk þess sem skákstill Laskers væri ekki merkilegur. Tarrasch skildi aldrei stil Laskers en varö brátt aö beygja sig fyrir honum. 1895 tók hann þátt i geysisterku skákmóti i Hastings á Englandi þar sem Lasker náði þriðja sætinu en Tarrasch komst ekki á verð- launapall, hinn skammlifi Pills- bury sigraöi en Tsigórin varð I öðru sæti. Nokkru siöar tefldu þeir Lasker.Steinitz, Pillsbury og Tsigorin á móti i Sánkti Péturs- borg, þeir mættu hver öðrum sex sinnum og Lasker tefldi snilldar- lega, sigraði meö 11.5 vinning en Steinitzvarð annar með 9.5, Pills- bury þriöji meö 8 og Tslgórln fjórði meö 7. Þarna hafði Lasker sýnt fram á hæfni sina en Steinitz hafði sömuleiöis sýnt að hann var langt i frá búinn að vera. Hann heimtaði nýtt einvigi viö Lasker en er það fór fram i' Moskvu um áramótin 1896-97 var Steinitz ger- sigraður. Aður hafði Lasker sigrað á mjög sterku móti sem haldið var i Nurnberg með þátttöku flestra sterkustu skákmanna heims. Einum vinningi á eftir Lasker varð ný og upprennandi stjarna, Ungverjinn Geza Maróczy, en neðar voru m.a. Pillsbury, Tarrasch og Steinitz. Næstu árin tefldi Lasker frekar litið en einbeitti sér þess i stað að fræðiiðkunum, bæði á sviði stærð- fræði og heimspeki. Hann var ákveöinn i að verða óháöur skák- inni fjárhagslega, svo ekki færi fyrir honum eins og Steinitz sem átti ömurlega ævi siðustu ár sin. Lasker geröi reyndar sitt til að leggja Steinitz liö — enda var hann einn hinna fáu sem gerði sér ljóst hversu mikil snilli gamla heimsmeistarans hafði verið — en hafði ekki úr miklu að spila. Hann reyndi og að fá hækkuð verðlaun og önnur laun til skák- manna en varð lítið ágengt. Þá má geta þess að Lasker helgaði heimspekinni æ stærri hluta úr lifi sinu og gaf hann út mörg rit um heimspeki byggði raunar upp sitt eigið heimspekikerfi. Ekki þótti það lifvænlegt og er flestum gleymt nú oröiö. Lasker var nú viðurkenndur sem a.m.k. einn af sterkustu skákmönnum heims en fylgis- menn Tarrasch vildu þd jafnan meina að þeirra maður væri verðugri meistari. Stöðugt var reynt að koma á einvigi þeirra i milli en gekk ákaflega seint. 1903 varð ekki af keppni vegna þess að Tarrasch slasaði sig og svo fram- vegis. Ári siðar var hins vegar haldið geysisterkt skákmót i Cambridge Springs i Banda- rikjunum og var Lasker þar meöal keppenda. A átta siðustu mótun sinum hafði Lasker sigrað en nú varö hann að sætta sig við annaö sætiðsem hann deildi með Janowsky. Það var Bandarikja- maöurinn Frank J. Marshall sem þarna skaust upp á stjörnuhimin- inn með þvi að sigra öllum að óvörum, en þó hann stæði sig oft frábærlega næstu árin eru flestir á þvi að þarna hafi hann náð sin- um besta árangri. Lasker var á hinn bóginn ekki óánægður með sinn hlut og nefna má að eftir mótið talaöi skákmeistarinn Napier ætið um skák sina gegn Lasker sem bestu skák lifs sins — enda þótt hann hefði tapað skák- inni. Lasker tapaði annars tveim- ur skákum og annarri gegn Pills- bury sem nokkru siðar var liðið lik. Meöal þess sem leiddi af mót- inu i Cambridge Springs var að vesalings Marshall varð nokkurs konar mælikvarði á styrkleika skákmeistara. Tarrasch malaöi hann i einvigi árið 1905, vann átta skákir.tapaðiaðeins einni en átta voru jafntefli og eftir sigurinn taldi Tarrasch hann sanna að hann sjálfur væri sterkasti skák- maöur heims. Það er erfiöara að sigra ungan Marshall en gamlan Steinitz, sagðihann. I stað þess að Lasker keppti við Tarrasch þegar i stað ákvað hann að reyna sig fyrst gegn Marshall og vann enn stærri sigur i fyrsta heims- meistaraeinvigi sinu i tiu ár, árið 1907, en þá vann Lasker átta sinn- um, gerði sjö jafntefli en tapaði aldrei. Tveimur árum siðar mátti Marshall þola svipaðan ósigur gegn hinum upprennandi Capa- blanca. Fyrir utan einvigið gegn Marshall tefldi Lasker ekkert á árunum 1904-1908, ef minni 'hátt- ar mót gegn veikum andstæöing- um eru undanskilin, en 1908 kom loks að þvi að hann mætti Tarrasch. Einvigið var haldiö i Diisseldorf og Miinchen og vakti feikna athygli svo aðeins verður jafnaö til einvigis Fischers og Spasskys hér i Reykjavik löngu siöar. Lasker reyndist vandanum vaxinn og vann mjög öruggan sigur, sigraði átta sinnum, gerði fimm jafntefli en tapaöi þrisvar. 1909 varð Lasker svo efstur á mjög sterku móti i Sánkti Péturs- borg, ásamt Akiba Rúbinstein, sem með sigrinum slóst I flokk sterkustu skákmanna heims, en Rúbinstein er oft talinn sterkasti skákmaður allra tima sem ekki varö heimsmeistari. Asamt með alþjóölega mótinu var haldið skákþing rússneskra meistara, þar sigraöi hinn ungi Alexander Alekhine. Sama ár sigraði Lasker Janowsky með yfirburðum i ein- vigi sem ekki var opinbert heims- meistaraeinvigi, en 1910 gerði hann sér litið fyrir og tefldi tvö heimsmeistaraeinvigi. Hið fyrra var gegn Schelchter sem fáir bjuggust við að myndi veita Lasker haröa keppni. Svo fór þó og auk þess þótti einvigi þeirra I heildina mun betur teflt en oftast var raunin. Einvigiö var tiu skák- ir og mun Schlechter hafa þurft að sigra með tveggja vinninga mun til aö hljóta titilinn, Lasker vildi skiljanlega ekki taka mikla áhættu i svo stuttu einvigi. Eftir fjögur jafnteflisigraði Schlechter og siðan komu fjögur jafntefli i viðbót. I siðustu skákinni lagði Schlechter allt undir, sótti stift — og tapaði. Einviginu lauk því með jafntefli. Siðar á árinu vann Lasker svo annan yfirburðasigur yfir Janowsky. Hann vann átta skákir, leyfði aðeins þrjú jafntefli en tapaði aldrei. Næstu árin tefldi Lasker litið sem ekkert á stórmeistaramæli- kvarða. Samningaviðræður stóðu hins vegar yfir milli hans og Capablancaannars vegar og hans og Rúbinstein hins vegar um heimsmeistaraeinvigi en þvi miður varð af hvorugu einviginu. 1914 voru allir þrir hins vegar meðal keppenda á geysisterku móti i Sánkti Pétursborg sem teija má meðal sterkustu skák- móta allra tima. Keppendur voru 11 og tefldu allir viö alla, en fimm efstu tefldu siðan á sérstöku móti og voru umferðirnar tvær. Meðal þeirra sem ekki komust i úrslitin voru Rúbinstein, Bernstein og Nimzowitsch sem sýnir aðeins hversu sterkt mótið var. Capa- blanca tók ógnvekjandi forystu i byrjun en Lasker gekk illa. Hann náði þóaðkomast i úrslitin ásamt Capa, Alekhine, Tarrasch og Marshall en forysta Capablanca virtist óyfirstiganleg. En hið ótrúlega gerðist. Lasker fékk 7 vinninga úr siðustu 8 skákum sin- um gegn þessum feikna sterku andstæðingum og sigraði. En nú skall striðið á, erfiður timi fyrir Lasker. Hann bjó i Þýskalandi öll striösárin og tefldi ekkert nema sex skáka einvigi gegn Tarrasch — það var sýningareinvigi til aö afla fjár til liknarmála. Jafntefli var samið i fyrstu skákinni, siöan vann Lask- er afganginn. Hér kemur sjötta og siöasta skákin: Lasker hefur hvitt.og skýringar eru eftir hann. 1. e4 — e5 2. Rf3 —Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 — Rxe4 6. d4 — Be7 (Nýjung, en gaf ekki góða raun.) 7. Hel — b5? (Afleik- ur. Svartur hlýtur að hafa haft einhverja fléttu i huga en hún gengur ekki upp. Hann hefði átt að leika 7. — d5 og verjast siðan Rxe5 með 8. — Bd7. T.d. 9. c4 — Rxe5 10. dxe5 — Bxa4 11. Dxa4 + — b5 12. cxb5 — Dd7 og svartur stendur ekki illa.) 8. Hxe4 — d5 (Til að hrekja hrókinn burt og rýma fyrir 9. — e4 en eftir það stendur svartur mjög vel.) 9. Rxe5(Þessi augljósi leikur færir hvitum frumkvæöið. Ef. 9. — dxe4 10. Rxc6 — Dd6 11. Rxe7 — bxa4 12. Rxc8 og hvitur vinnur tvo menn fyrirhrókinn.) 9—Rxe5 11. Hxe5—bxa4 U.RC3 — Be6(ll.— c6er skárri leikur og neyðir hvit- an til að leika 12. Rxa4. Nú hefur hvitur öflugt frumkvæöi.) 12. Dh5! (Ef 12. Rxa4 hefði svartur getað varist af miklu kappi, þökk sé biskupaparinu. Nú er biskupn- um á e6 og peðinu á d5 ógnað og 12. — 0-0 gengur ekki vegna 13. Rxd5 — Bd6 14. Bg5 — Dd7 15. Rf6+ og mát f nokkrum leikjum.) 12. — g6 13. Df3 13. — Bfe> (13. — c6 varð að koma fyrst. Ef þá 14. Bh6 — a3 15. b3 —Bf6 16. Hael og svartur vinn- ur skiptamun og hefur ágæta varnarmöguleika, þótt hvitur hafi vissulega góð sóknarfæri. Fram- haldið gæti hafa orðið: 16. — Bxe5 17. Hxe5 — Kd7 18. Ra4 — He8 19. Rc5+ — Kc8 20. Bg5.) 14. Hxd5! (Rothöggið.) 14. — Bxd5 15. Rxd5 — Bg7 (15. — Bxd4 tapar vegna 16. De4 + .) 16. Bg5 — Dxg5 17. Rxc7H---Kd8 18. Rxa8 — He8 19. Dxf7 — He7 20. Dg8+ — Kd7 21. Rb6+ — Kc6 22. Rxa4 — Db5 23. Dc8+ — Kd6 24. b3 — De2 25. Rc5+ — Kd7 26. h3 — Ke8 27. c3 — Hf7 28. Hfl — Hf 5 29. Dc8+ —Ke7 30. Rc5 — Kf7 31. Dxa6 — De8 32. Dc4+ —Kf6 33, g4 — Hf4 34. g5+> og svartur gafst upp. Hann hlýtur að tapa manni. Eftir striðið tók nokkurn tima að koma skáklifi I gang á ný og við lá að Lasker hefði misst allan áhuga. Hann stóð þó i samningum við Capablanca og i samningi þeirra var m.a. kveðið á um að ef Lasker afsalaði sér heims- meistaratigninni hlyti Capa- blanca hana sjálfkrafa. Einmitt þetta gerðist árið 1920 en skák- unnendur sættu sig ekki við það og heimtuðu einvigi milli þeirra. Lasker féllst á að tefla við Capa- blanca á heimavelli Kúbansans i > Havana en sagði öllum að hann væri áskorandi en Capa heims- meistarinn. Hann bjóst alls ekki við þvi að sigra og undirbjó sig ekki neitt en veitti Capablanca þó harða keppni i byrjun. Fyrstu fjórar skáidrnar voru jafntefli.þá sigraði Capa og aftur gerðu þeir fjögur löng og ströng jafhtefli en þá var Lasker búinn að vera, tapaöi þremur af næstu fimm skákum en tvær urðu jafntefli. Hann hætti þvi frekari tafl- mennsku enda veikur orðinn. Nú bjuggust flestir viö þvi að ferill Laskers væri á enda. Hann varorðinn afhuga skákinni og var mjög illa við hver örlög biðu skákmeistara sem féllu úr sviös- ljósinu. Schlechter hafði dáið úr hungri á striðsárunum, Kieseritzky og Zukertort höfðu dáið blásnauðir, Mackenzie framið sjálfsmorð við sömu að- stæöur og Steinitz og Pillsbury höföu látist á sjúkrahúsi, geð- sjúkir nokkuð. Lif skákmeistara var oftast stutt og hættulegt, öryggið ekkert. Allir virtust geta grætt á skákinni, nema meistararnir sjálfir. Og svipuð örlög virtust bíða Laskers sjálfs eftir að hann tapaði heims- meistaratigninni, hann var litils virtur og þó hann væri aðeins 52ja ára gamall var hann með öllu af- skrifaður af skákunnendum. Raunin varð önnur. Hann byggði upp styrk sinn hægt og örugglega, og sigraði 1923 á skák- móti i Mahrisch-Ostrau þar sem unga kynslóðin mátti kallast heppinefhún. náði jafntefli gegn gamla ljóninu. Og ári siðar tefldi hann á mjög sterku móti i New York. Kannski var honum aðeins boöið til að votta föllnum heims- meistara virðingu en hann gerði sér litið fyrir og sigraði örugg- lega. í öðru sæti einum og hálfum vinningi neðar en Lasker var Capablanca og i þriðja sæti, þremur vinningum þar fyrir neðan var Alekhine. 1925 tók hann þátt i fyrsta alþjóðlega skákmót- inu sem haldið var i hinum nýju Sovétrikjum og hafði forystu lengst af en tapaði þá siysalega gegn Mexikananum Torre og Rússinn Efim Boboljubov (1889-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.