Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 1
Fiskirækt í Noregi — bls. 12-13 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 20. apríl 1982 88. tölublað — 66. árg. Síðumúla 15— Pósthólf 370 Reykjavík— Ritstjórn 86300 —Auglýsingar 18300 — Afgreiðsla og áskrift 86300— Kvöldsímar 86387 og 86392 Kvikmyiida- hornid: Starfsemi skemmtistaðarins Manhattan liggur niðri: SKULDAR 2-3 HUNDRUÐ ÞÚSUND í SÖLUSKATT! ■ ,,Já, það er rétt, það er engin starfsemi i Manhattan núna. Við tilkynntum þeim með bréfi fyrir skömmu, að það yrði lokað hjá þeim vegna vangoídins sölu- skatts, en til þess þurfti ekki að koma vegna þess að eigendurnir lokuðu sjálfir”, sagði Asgeir Pétursson, bæjarfógeti i Kópa- vogi, þegar Timinn spurði hann hvort rétt væri að Manhattan hefði verið iokað vegna van- goldins söluskatts. ,,Við tiikynntum þeim með venjulcgum fyrirvara að það yrði lokað ef skatturinn yrði ekki greiddur.” — Hvað er það mikið sem þeir skulda? „Það er eitthvað á bilinu tvö til þrjúhundruð þúsund, eða öll fyrsta álagningin sem á þá var lögð. Fyrst var upphæðin áætluð af skattayfirvöldum f Reykja- neskjördæmi, en siðan reiknað endanlega út frá skattaframtali eigendanna”, sagði Asgeir. Sögusagnir þess efnis að Baldur Brjánsson, töframaður, hygðist kaupa Manhattan hafa verið i gangi uppá siðkastið. Timinn spurði Baldur hvort það væri rétt. ,,Já, það er rétt”, sagði Baldur, ,,en ég geri mér full- komlega grein fyrir þvi að fyrir- tækið stendur mjög illa núna. Enda kemur ekki til greina að ég kaupi staðinn nema að nú- verandi eigendur selji hann allan. Það kemur ekki til greina að ég fari að reka hann i sam- vinnu við þá. Ef af verður þá verður opnaður nýr staður, með nýju nafni og nýju rekstrar- fyrirkomulagi”, sagði Baldur. -Sjó. Reykjavlk: Banaslys í umferðinni ■ Ungur maður, Reynir Guö- mundur Jónsson til heimilis að Rauðalæk 23 i Reykjavik, beið bana i umferðarslysi á Reykja- nesbraut, skammt sunnan Bú- staðavegar aðfaranótt sunnu- dagsins. Reynir var á gangi yfir Reykjanesbrautina þegar bil bar þar að á mikilli ferö. öku- maöurinn sá ekki Reyni fyrr en hann var kominn svo nærri hon- um aö hann náði ekki að stöðva i tæka tið. Talið er að Reynir hafi látist samstundis. —Sjó. ■ Doc og félagi hans Eddie heimsóttu barnadeild Landspitalans I gær og sýndu börnunum listir sinar við mikinn fögnuð áhorfenda. Litli snáðinn sem fær hér eiginhandaáritun á gifsið sitt, á örugglega eftir að geyma gifsiö sem merkisgrip. Tlmamynd — Róbert. Brotist inn á fimm stöðum ■ Fimm innbrot voru kærð til rannsóknarlögreglu rikisins um og eftir helgina. Brotist var inn i söluturninn við Vallargerðis- völlinn i Kópavogi, en engu var stolið. Innbrotsþjófar voru á ferð i Breiðagerðisskóla og skemmdu þar fjórar hurðir. Brotist var inn i húsið við Reykjavikurveg 60 og fariö þar I tvö fyrirtæki, Danco og Kaup- höllina. Tveimur þúsundum krónum var stolið i Danco en einhverju af sælgæti i Kauphöll- inni. Einnig voru brotnar þrjár hurðir. Þá var 700 krónum stolið úr söluturni við Austurvöll og brotist inn i ísbjörninn i örfiris- ey. I Isbirninum voru talsveröar skemmdir unnar. —Sjó. „USTRÆNIR IÞR0TTAMENN, segir Doc, einn leikmannanna hjá Harlem Globetrotters ■ „Þetta er þriðja árið mitt með Harlem Globetrotters, og satt að segja likar mér þetta lif alltaf betur og betur eftir þvi sem ég kynnist þvi betur”, sagði „Doc”, réttu nafni Lionel Garr- ett, einn körfuknattleiksmann- anna snjöllu frá Bandarikjunum sem nú sýna landanum listir sinar i stuttu spjalli við Timann i gærkveldi. „Við leggjum megináherslu á að sýna listir okkar i svona sýn- ingarferðum, en auðvitað leggj- um við einnig mikla áherslu á körfuknattleikinn sem slikan. Það sem við erum að gera þegar við sýnum, er i rauninni afar listrænt, þvi þó að við séum fyrst og fremst iþróttamenn, þá verðum við að hafa geysilegt vald á likama okkar og vera samstilltir með afbrigðum til þess að geta gert þá hluti sem við gerum i sýningum okkar. Þvi myndi ég svara spurning- unni um það hvort við séum •frekar iþróttamenn heldur en listamenn á þann hátt að við sé- um listrænir iþróttamenn”, sagði Doc. AB Sjá nánar bls. 4. urton — bls. 2 Frækin f rétta- kona bls. 7 r-Eyjaá silfurfati — bls. 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.