Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 20. april 1982 á vettvangi dagsins Otaefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 8Ó300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askrif targjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Þórarirm Sigurjónsson: Sykurverksmiðja er hagkvæm Sparar mikil fóðurbætiskaup frá útlöndum Margt hefur verið fært til betri vegar ■ Nú er aðeins rúmur mánuður þar til kjósendur ganga að kjörborðinu og velja þá flokka og ein- staklinga, sem þeir vilja að fari með stjórn bæjar- og sveitarfélaga sinna næstu fjögur árin. Þótt þjóðmálin setji oft nokkurn svip á baráttuna i slikum kosningum, engu siður en i alþingiskosn- ingum, þá er mikilvægt að almenningur velti þvi sérstaklega fyrir sér, hvernig sveitarfélögum þeirra heíur verið stjórnað siðastliðið kjörtima- bil, og hvernig þeir vilja að staðið verði að þeim málum á næsta kjörtimabili. Um það er raun- verulega kosið. Borgarstjornarkosningarnar i Reykjavik vekja að sjálfsögðu mesta eftirtekt, enda má þar sjá hvað greinilegast, hversu miklu máli skiptir að efla umbótaöfl til áhrifa. I siðustu borgarstjornarkosningum missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sinn i borgar- stjórn Reykjavikur eftir hálfrar aldar valdasetu, og Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur mynduðu meirihluta. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum var fjárhagur Reykjavikur slæmur, fyrirtæki og fjöl- skyldur vildu heldur setjast að i nágranna- sveitarfélögum, dýrkeypt skipulagsmistök höfðu verið gerð og pólitiskur klikuskapur viðgekkst við lóðaúthlutanir og ráðningar i störf hjá borginni, enda var óglögg skipting á milli pólitisks valda- kerfis Sjálfstæðisflokksins og embættismanna- kerfis borgarinnar. Á siðustu valdaárum Sjálf- stæðisflokksins 1976-1978 fækkaði Reykvikingurri um 1500 manns. í tið núverandi meirihluta hefur ýmislegt verið fært til betri vegar. Fjárhagur borgarinnar er traustari en áður, nýtt og hagkvæmt borgar- skipulag hefur verið samþykkt, miðbærinn vak- inn tii lifsins á ný, félagsleg aðstoð aukin og endurskipulögð, hlúð að atvinnurekstri, pólitisk- ur klikuskapur við lóðaúthlutanir afnuminn, stjórnkerfi borgarinnar endurbætt og borgar- stjóri ráðinn sem embættismaður en ekki sem pólitiskur fulltrúi. Á þessum árum hefur Reyk- vikingum fjölgað um 1200. Þessi umskipti þurfa kjósendur i höfuðborginni að hafa rikt i huga þegar þeir ganga að kjörborð- inu i næsta mánuði. Framsóknarflokkurinn hefur átt mikinn þátt i mótun og framkvæmd þeirrar stefnu, sem núverandi meirihluti hefur fylgt. Á næstu dögum mun Framsóknarflokkurinn leggja fram stefnuskrá sina fyrir næsta kjör- timabil. Þar verður lögð áhersla á það aðalatriði i stefnu Framsóknarflokksins, að Reykjavik sé að- laðandi borg með blómlegt atvinnulif og trausta félagslega þjónustu án þess að ibúum höfuð- borgarinnar sé iþyngt um of með opinberum gjöldum. Það er mikið i húfi fyrir borgarbúa að umbóta- stefna Framsóknarflokksins verði áfram ráðandi við stjórn borgarinnar eftir kosningarnar i mai. Á þann hátt stuðla kjósendur að þvi að gera Reykjavik að enn betri og blómlegri borg. — ESJ. Nd. 2. apríl 1982 Sykurverksmiðja ■ Ahugamannafélag um sykur- iðnaö var stofnaö 1978 af nokkrum áhugamönnum, bæöi i Hvera- geröi eöa austur i Arnessýslu og hérna i Reykjavik. Þetta áhuga- mannafélag hefur unniö aö þessu máli siöan eftir þvi sem það hefur haft aðstöðu til. Þaö hefur unnið margar skýrslur um þessi mál og það safnaði hlutafé til þess aö gera þessar athuganir og rann- sóknir á hagkvæmni sykurvinnslu á tslandi. Hinrik Guömundsson verkfræöingur og framkvæmda- stjóri Verkfræðingafélags Islands hefur unnið þarna mikiö og gott starf og átt stærstan hlut i vinnslu þessara athugana, sem hafa legið fyrir nú um nokkurt skeið. Ásamt og með þvi hefur Finska Socker lagt margvislegar upplýsingar i þá skýrslu, enda hafa þeir mikla reynslu i þessari vinnslu sykurs og eru þeir fyrstu, sem fóru að nota hana, eða nota þessa aðferð. En hún er þannig, að úrgangs- eða melassi frá venjulegum syk- urverksmiðjum, þá rófnamelassi er talinn með 50% sykurinnihald. Þessi melassi er unninn áfram i svona verksmiðjum og kostar það þó töluvert meira. Þess vegna hefur það ekki verið yfirleitt unn- ið meira heldur en að skilja eftir 50% af sykurmagninu i rófnamel- assanum og hann siöan notaður til fóðurs handa búfénaði þeirra þjóöa, sem hafa notað eða ræktaö sykurrófur. En þegar búið er aö taka þessi 50% sem veröa eftir, þá er það mun dýrara og kostnað- arsamara, þá ekki sist ef það þarf að nota oliu til þeirra hluta. Fyr- irhugað er aö vinna þetta áfram hér á landi, flytja inn þennan 50% melassa og siðan aö vinna áfram meö jarögufu, sem er nægilega mikil til hér á landi, flytja inn þennan 50% melassa og siðan að vinna áfram með jarðgufu, sem er nægilega mikil til hér á landi viða og þar á meðal i Hveragerði. Þaö er stefnt að þvi aö I þessari verksmiöju, sem hér um ræöir, verði hægt aö taka úr þessum melassa svo að ekki veröi eftir nema 10% af lokamelassa eða þvi sem eftir er, þegar búið er að taka þessi 40%. Þennan melassa er svo áformaö að þurrka i sérstakri verksmiöju, sem yröi sett upp þarna lika og gert er ráö fyrir i kostnaði, stofnkostnaöi i að þurrka þennan lokamelassa og nota siðan til iblöndunar i fóður- blöndur, sem yrðu á markaði hér innanlands. Þessi lokamelassi er talinn mjög góður og er eftirsótt- ur a.m.k. meðal annarra þjóða, en hefur litið veriö notaður hér á landi og þá ekki öðruvisi heldur en eins og sýróp eða eins og mel- assinn er, þegar er ekki búið að þurrka hann. 1 landinu eru notuð um 10 þús. tonn af sykri og af þessum sykri fara i kringum 70% til ýmiss kon- ar iðnaðar, en 30% eru nálægt þvi sem fara til einkaneyslu i landinu og þess vegna er langstærstur hlutinn, sem fer til iðnaðar. Þess vegna er það mikið atriði að þeir sem nota sykurinn geti verið með i að vinna hann hérlendis og þaö hefur verið rætt um það hjá áhugamönnum um sykuriðnað að reyna aö fá þessa aðila með i þessari verksmiðju. Til þess að framleiða þetta magn innan- lands, 10 þús. tonn, þá þurfum við að flytja inn svona ca. 25 þús. tonn áf melassa, sem yrði siðan unninn hér og úr honum kæmi þá ca. 10 þús. tonn af sykri eins og við þurf- um. Þetta er magn, sem yrði flutt inn á tankskipum og mundi þar af leiðandi verða ódýrara aö flytja það inn i landið, og það er gert ráð fyrir þvi að okkar skip, sem flytja gjarnan út frá landinu ýmiss kon- ar lýsi t.d. gætu tekið þennan melassa aftur frá Evrópu.reiknað meö frá Finnlandi eða Þýska- landi eða einhverjum Evrópu- löndum. Og úr þessari vinnslu, þessum 25 þús. tonnum, kæmi i kringum 10 þús. tonn af þurrum lokamelassa. Og honum þyrfti að koma á markaðinn hérna. Það er taliö mjög gott fóöur og ætti aö vera vel samkeppnisfært aö verði til við annaö fóður hér á landi eða innflutt fóður og þess vegna ólik- legt annað en þaö sé auövelt aö selja þetta magn, þvi aö i landinu notum viömilli 60"- 70 þús. tonn af innfluttu kjarnfóöri. Mig langar aðeins aö minnast á kostnaö við að byggja svona verksmiðju. Hann er náttúrlega mjög mikill og er áætlaður kostn- aöur við byggingu þessarar verk- smiðju 241 millj. 1 þessari tölu eru ekki innflutningsgjöld eins og reyndar er tekiö fram i þessu frumvarpi, þannig aö þetta er sá kostnaður sem það kostar að byggja þessa verksmiðju að frá- dregnum innflutningsgjöldum. 1 þessu verði er innifalið að reisa fullkomna og fullbyggða sykur- verksmiðju með öllum tækjum og geymslum, sem til þarf, skrif- stofubyggingum og annað þess háttar. Kostnaður við að bora þrjár holur i Hveragerði, sem eru þúsund metra djúpar og yrðu not- aöar til orkuöflunar eða til þess að fá nægilega gufu. Það er ein- mitt hugsað, að þessar holur verði notaðar á vixl eða ein hola yrði til öryggis, ef einhver af þeim bilaði. Það er búið að gera ráð fýrir þvi að þetta sé kostnað- ur, sem þarna er innifalinn i þess- um 241 millj. En ég vil nú benda á að i Hveragerði er nægilega mikið af holum, sem rikiö á, og ætti að vera hægt að spara sér a.m.k. i byrjun að bora þessar holur og þá yröi það náttúrlega þeim mun pörtunum ódýrara að koma þessu fyrirtæki af stað. Það er einnig gert ráð fyrir þvi i þessari kostnaðaráætlun að koma upp sérstakri gufutúrbinu til framleiöslu á nægilegri raf- magnsorku fyrir fyrirtækið og þá er reiknað með að nota þá sömu gufu, sem yrði lika notuð viö vinnsluna á sykrinum. Þetta er lika reiknað inn i þetta dæmi og auk þess, eins og fram kemur i frumvarpinu, þá eru þarna bilar og flutningatæki, tankar og geymslur i Þorlákshöfn, sem þarf til þess aö taka á móti þessum melassa. Ég vil þá aöeins minnast hérna á nokkra þætti i sambandi viö það sem vinnst á þvi aö koma upp svona verksmiðju i landinu. Það mundi veita 60 - 70 manns atvinnu og held ég að þaö leiöi af sjálfu sér aö þessir 60 - 70 manns þurfa ýmiss konar þjónustu og verk- smiöjan sjálf þarf ýmiss konar SKERÐING Á LANDI OG BEITARÞOLI VIÐ BLÖNDUVIRKJUN ■ Rafmagnsveitustjóri hefur óskað eftir birtingu meöfylgjandi bréfs, sem ritaö var til hans 14. april s.l., „vegna ýmissa mis- sagna og misskilnings i umfjöliun um Blönduvirkjun i fjölmiölum, þ.á.m. vegna greinar Gunnars Oddssonar, Flatatungu, I Timan- um 8. apríl siöastliöinn”. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Reykjavik, 14. april 1981. Blönduvirkjun. Skerðing á landi og beitarþoli. 1 þeirri umræðu, sem farið hefur fram i fjölmiðlum, um land- og gróðurtap á Auðkúlu- og Ey- munandi tilhógun Blönduvirkj- vindarstaðaheiðum við mis- unar, hefur verið blandað saman TAFLA I Blönduvirkjun, tilhögun I, 400 G1 Landsvæði Land undir vatn Land ónýtt til beitar TöPuö ærgildi Heild ferkm Algróiö ferkm Heild ferkm Algróiö ferkm Vestan Blöndu Aðveitusk. og inntakslón 42 6 35 6 47 6 40 6 18402 235 Samtals aö vestan Austan Blöndu 48 14 41 10 53l> 14 48J) 10 20752) 550 Samtals 62 51 67 561’ 26252)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.