Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 12
12 Þri&judagur 2». april 1982 Þriðjudagur 20. april 1982 13 erlend fréttafrásögn Þorskarækt í Noregi: UM 1000 TONN FRAMLEIDD A ARI ■ „Við hófum þorskarækt snemma árs 1980 og það ár var þorskur úr þessari ræktun seldur i fyrsta sinn á almennum mark- aði hér i Noregi”, segir Poul Birgir Torgnes i samtali við Tim- ann, en hann er i stjórn einnar af yfir 20 laxaræktunarstöðvum i Mið-Noregi sem hafa nú á siðustu árum hafið tilraunir með þorska- rækt samhliða laxaræktinni með árangri, sem að þeirra mati er mjög efnilegur. Fyrsta laxaræktunarstöðin, en hér er um að ræða svokallaðar hafræktunarstöðvar, sem brydd- aði upp á þessari ný jung er i Rör- vik skammt frá Þrændalögum en flestar þessara stöðva eru á þvi svæði. Kveikjan að þessari ræktun var sú að menn sem ráku þessar haf- ræktunarstöðvar tóku eftir þvi að mikið var af þorski á sveimi i kringum laxaþrærnar. Þeir kom- ust fljótt að þvi aö hægt var að nota megnið af aðstööunni sem þarf til laxaræktar einnig til þorskræktar og i flestum tilfellum er þaö gert þannig að þorskaþrær eru settar út fyrir laxaþrærnar, eða hólfin. Málin hafa siðan þróast þannig aö á fiskeldistilraunastööinni i Austevol skammt frá Bergen er nú unnið að rannsóknum og til- raunum á þvi hvernig hægt er að ala upp þorskaseiði, en hingað til hafa stöðvarnar þurft að byrja með 40 sm stóran þorsk i ræktun sinni. Forráðamenn stöðvarinnar sögðu i samtali við Timann að þeir væru bjartsýnir á að þeim mynditakast að leysa vandamál- in á þessu sviði en nú sem stendur er veriö að reyna ýmsar tegundir piöntulifvera sem seiðin ættu að geta nærst á. „Enn sem komið er liggja litil visindi að baki okkar starfsemi”, segir Torgnes....,,hér er aðeins um aö ræða atriði sem stöðvarnar sjálfar hafa prófað sig áfram með.” „Þorskurinn vex mjög hratt i þessum stöðvum eða um 3-3,5 kg á ári en við fóðrum hann á svip- uðu fóðri og við fóörum laxinn á. Hann vex sem sagt mun hraðar en laxinn og notar þar að auki mun minna fóður til þess.” „Framleiðsla þessara rúmlega 20 stöðva er á milli 50-100 tonn af þorski á ári og ætli þær sendi ekki um 1000 tonn af þessum þorski á almennan markað i ár.” Smáfiskurinn vandamál Aðspurður um hver helstu vandamálin séu sem blasi við þessum rekstri nú segir Torgnes: „Helsta vandamálið er að ná i smáfiskinn, sérstaklega eftir að framleiðslan eykst hjá okkur sem hún kemur örugglega til með að gera. Einnig þurfum við að afla okkur ódýrara fóöurs og framti'ð- in er að geta alið upp seiðin sjálfir en það er ef til vill stærsta vanda- málið sem þarf að leysa og unnið er að nú i Austevol.” „Hvað varðar svo hina hliðina á peningnum þá liggur ljóst fyrir að gæði þessa fisks eru meiri en fisks sem veiddur er úti á hafi. Þetta segir sig sjálft er haft er i huga að þorskurinn hjá okkur er kominn i neytendaumbúðir tveimur timum eftir að honum er slátrað en að meðaltali þá liða fimm dagar eða meir þar til fiskiskip sem veiðir þorsk kemur aö landi með afl- ann.” „Úr þessari ræktun færðu sem sagt algerlega ferska vöru og það sem meira er þú ert ekki háður gæftum við framleiðslu hennar”, segir Torgnes. Nú sem stendur eru eigendur þessara ræktunarstöðva að afla sér markaðar i Sviþjóð en hingað til hefur fiskurinn svo til eingöngu veriðseldurá innanlandsmarkað. Einnig er unnið að þvi að fá fyrir- greiðslu á þessu sviði, það hefur ekki gengið vel hingað til enda eru mörg atriði i þessari ræktun enn óljós. „Við sem vinnum nú i þessu er- um fullir bjartsýni á framtiðina, aörir setja fram erfiðar spurn- ingar”, sagði Torgnes og brosti. Hann sagði ennfremur að hans skoðun væri að þetta yrði iðnaður i Noregi innan 5-10 ára. Sú spurning vaknar hvort þetta gæti ekki haft einhverja þýðingu fyrirokkur íslendinga. Eitt atriði sem Torgnes nefndi i máli sinu var að þetta er orkufrekur iðn- aður en á þvi sviði erum við Is- lendingar nokkuð vel settir. Og þó að við gætum sennilega ekki keppt við Norðmenn á þessu sviði i Skandinaviu þá höfum við senni- lega stóran markað i Banda- rikjunum fyrir fisk af þessu tagi. Friðrik Indriðason, blaðamaður skrifar frá Björgvin. ■ Tilraunastöðin i Austevol. ■ Starfsmaöur siar plöntur sem siðan eru notaðar til fóðurs handa þorsksei&unum. ■ Hér fékk einn bla&ama&urinn leyfi til a& háfa upp nokkur seiöi. Myndir —FRI ■ Bla&amenn ganga út á flotbryggjuna við tilraunastöðina i Austevol og skoða þorskseiðin i nótunum sem eru á báöa bóga. Starfsmaöur tilraunastöövarinnar viö Austevol handleikur þorskseiði Nú kynnum við nýju FORD traktorana Sterkari mótorar Bein eldsneytisúðun í mótor gefur betri brennslu og minni eyðslu. Stutt slaglengd — minni stimpilhraði og minna slit á mótor. Nýju díesel mótorarnir frá Ford. Betri gírkassar Með nýju alsamhæfðu gírkössunum er hægt að skipta um gir á ferð við hvaða aðstæður sem er. 8 hraðar áfram og 4 hraðar afturábak er venjulegur búnaður. Afkastameira vökvakerfi Stærri gerðir Ford traktoranna eru nú fáanlegar með tveim vökvadælum með afköst allt að 66 Knin. Það eru því fá vökvaknúin tæki sem Ford traktorarnir ráða ekki við. Nýtt 4-hjóladrif AUar stærðir Ford traktoranna eru nú fáanlegar með 4-hjóladrifi. Með 4- hjóladrifi nýtist aflið betur, traktorarnir draga meira og láta betur að stjórn við erfiðar aðstæður. Skipting í og úr 4-hjóladrifi er möguleg á ferð. Komið og skoðið nýju Ford trakt- orana Nýja 10-línan af Ford traktorunum verður til sýnis hjá okkur næstu daga að Ármúla 11. Komið og kynnist nýju 10-línunni — sjón er sögu ríkari, eða hafið samband við sölumenn okkar. ÞÓRf SÍMI B1500-ÁRMÚLA11 FORD TRAKTORAR — ÞEIM ER HÆGT AÐ TREYSTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.