Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 34
2 föstudagur 5. desember núna ✽ Indland kallar nafnið þitt þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 ALEXIA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR LEIKKONA Á föstudagskvöld ætla ég að sýna leikritið Óþelló Parkour í Íslensku óper- unni. Ég og Edda stjúpdóttir mín ætlum svo að sjá Láp, Skráp og jólaskap- ið í Borgarleikhúsinu. Það fer að verða árlegur viðburður hjá okkur. helgin MÍN É g er að hugsa um að fá mér bara tígrisdýr sem gælu- dýr,“ segir Jóhann Meunier, einn af fyrrum eigendum verslunar- innar Liborius, en hann heldur til Indlands á næstu dögum þar sem hann hefur verið ráðinn sem ráðgjafi fyrirtækisins Savannah Lifestyle og hefur þar störf í byrj- un næsta árs. „Þetta er indverskt fjölskyldufyrirtæki með höfuð- stöðvar í Mumbai sem á fjölda annarra fyrirtækja í lúxusgeir- anum. Þar á meðal er veitinga- staður við ströndina, umboðs- skrifstofa fyrir fyrirsætur og stór heilsulind sem er búin að vera tvö ár í byggingu og opnar í vikunni,“ segir Jó- hann. Hann verður ráðinn til eins árs frá og með janúar til að betrumbæta þjónustustig fyrir- tækja á vegum Savannah Life style og halda utan um markaðssetn- ingu þeirra. Jóhann var eins og flestum er kunnugt einn af stofnendum verslunarinnar Liborius, en þegar krónan fór að veikjast reyndist reksturinn erfiður og búðin lok- aði í byrjun nóvember. „Strax í janúar fórum við að hagræða og breyta. Við vildum vera sam- kvæmir sjálfum okkur í stað þess að gjörbreyta búðinni til að halda rekstrinum áfram. Við héldum þessu gangandi eins lengi og við gátum, en svo varð þetta ómögu- legt og tapið er mikið fyrir okkur. Við erum samt að reyna að forðast gjaldþrot eftir fremsta megni því ég er bara 32 ára og langar ekki að vera á svörtum lista á mínum bestu árum,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann starfið á Indlandi vera tilkomið í gegnum Ástu Kristjánsdóttir, eiganda Esk- imo, en hún rekur umboðsskrif- stofu í Mumbai og benti stjórn- endum Savannah Lifestyle á Jó- hann. „Þau báðu um ferilskrána mína, leist vel á og vildu bara að ég kæmi strax út svo ég hef varla undan að fara í bólusetning- ar. Ég er búinn að vera á fullu í sprautum í heila viku núna og er bara orðið illt í handleggjunum,“ bætir hann við og brosir. „Þetta verður svona skemmtilegt lúxus- líf í pálmatrjám og 39 stiga hita, en samt mikil vinna því þetta er mjög metnaðargjarnt fyrirtæki og það er unnið minnst tólf klukku- stundir á dag, stundum alla daga vikunnar,“ útskýrir Jóhann og segist ekki kvíða ferðinni þrátt fyrir nýafstaðnar hryðjuverkaár- ásir í borginni. „Árásirnar höfðu engin áhrif á mína ákvarðana- töku. Ég hef búið í borgum þar sem hryðjuverkaárásir hafa dunið yfir og tel að maður eigi ekki að leyfa hryðjuverkamönnum að aftra sínum plönum.“ - ag Jóhann Meunier fær vinnu á Indlandi BAUÐST STARF HJÁ FYRIR- TÆKI Í LÚXUSGEIRANUM Ævintýraþrá Jóhann fer til Mumb- ai á næstu dögum og mun eyða jólun- um á Indlandi, en hann hefur störf hjá Savannah Lifestyle í byrjun janúar. Seldi hugmyndina til Noregs Snæfríður Ingadóttir blaðamað- ur og rithöfundur, sem gaf út hina óvenju- legu ferða- manna- handbók „50 crazy things to do in Iceland“ í vor, er að leggja loka- hönd á aðra bók í svip- uðum dúr. Sú heitir „50 romantic things to do in Iceland“ og er hún væntanleg eftir áramót. Fyrri bók Snæfríðar vakti töluverða athygli ferðamanna í sumar og fékk hún góðar umsagnir í erlendum fjöl- miðlum. Snæfríður hefur nú selt hugmynd- ina að „kreisí“ bókinni erlendis og er þess ekki langt að bíða að slík bók komi út í Noregi og þá undir titlinum „50 crazy things to do in Norway“. Björgólfur skreytir Einbýlishús Björgólfs Thors Björgólfssonar við Láland 1 í Foss- vogi er alls ekki kreppulegt um þessar mundir. Her manna jóla- skreytti það í bak og fyrir. Um er að ræða nýjustu týpurnar af jólaserí- um sem eru eins og drop- ar í laginu og þegar allt er á fullum krafti er eins og ljósun- um snjói í trén. Það er ekkert kreppulegt við þetta ... Þetta verður svona skemmtilegt lúx- uslíf í pálmatrjám og 39 stiga hita, en samt mikil vinna því þetta er mjög metnaðargjarnt fyrirtæki og það er unnið minnst tólf klukkustundir á dag, stundum alla daga vikunnar.“ Sölutímabil 5. - 19. desember Markmiðið með sölunni er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA - WWW.SLF.IS KOMIÐ Í VERSLANIR! &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.