Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 4
MiOvikudagur 21. aprfl 1982 Verð kr. 4.580,00 m/dýnu. Glæsileg fermingargjöf Húsgögn og 0 . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Eftirsóttu „Cabína" rúmsam- stæðurnar komnar aftur. ■ Jón Þdrðarson. Jón Þórdar- son prentari er látinn ■ Jón Þóröarson prentari lést a6 Borgarspitalanum 16. april sl. 91 árs aö aldri. Hann fæddist 1. ágúst 1890 aö Grundarstekk á Berufjarðarströnd og foreldrar hans voru Þórður Þorvarðarson, bóndi á Hvannstóði i Borgarfirði eystra og kona hans Margrét Ingibjörg Guðbrandsdóttir. Jón hófprentnám i prentsmiðju Austra á Seyðisfirðir 1. janúar 1906,en fluttist til Reykjavikur vorið 1911. Þá vann hann sem setjari, fyrst i Gutenberg en siðan i Isafold, en þar vann hann rúm 8 ár. Jón var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Acta, sem tók til starfa i september 1920. Sú prent- smiðja var seld hlutafélaginu Eddu 1. október 1936. Fluttist Jón þá til prentsmiðjunnar Eddu. Gengdi þar i fyrstu bæði gjald- kera- og setjarastörfum, en siðar eingöngu vélsetningu. Vann hann við það starf til haustsins 1961, en siðan innheimtustörf hjá sama fyrirtæki. Jón Þórðarson gerðist félagi i HIP (Hinu islenska prentara- félagi 1911. Hann vann mörg trúnaðarstörf fyrir það félag og var gerður heiðursfélagi HIP 8. april 1962 og heiðursfélagi Starfs- mannafélægs Prentsmiðjunnar Eddu. Jón kvæntist 1. okt. 1921 Jó- hönnu Lúöviksdóttur frá Karls- stöðum á Berufjarðarströnd. Þau eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Jóhanna lifir mann sinn. Opio hús á Dal- brautinni á morgun Kaffisala og basar og nýstárlegar starfsaðferðir kynntar ■ A morgun, Sumardaginn fyrsta, verður opið hús i Þjónustuibúðum aldraðra við Dalbraut 27, en auk þess sem gestum verður gefið færi á að kynna sér ibúðirnar og rekstur- inn, verður i húsinu kaffisala og basar. Agóðanum verður varið til kaupa á myndsegulbandstæki fyrir heimilið, en það mundi notast vistmönnum á margvis- legan hátt. Efnt er til þessarar kynningar i tilefni af ári aldraðra, en þjónustuibúðirnar við Dalbraut eru á ýmsan hátt reknar með óvenjulegu sniði. Þegar við rædd- um við Róbert Sigurðsson, for- stööumann, sagðihann það sitt á- lit að þetta þjónustuform væri það sem koma skyldi, þar sem þarna er reynt að forðast eftir megni að einstaklingurinn verði háður ein- hvers konar stofnanamynstri: það er að segja að stofnunin ræður ekki einstaklingnum, heldur ræður hann sér sjálfur. Róbert kvaðst þeirrar skoöunar að taka ætti meðferðarhugtakið út af dagskrá, þvi það hlyti að vera krafa hvers og eins að fá að lifa lifi sinu án afskipta annarra. Kvað hann ibúana lika ánægða með það fyrirkomulag sem þar rikir, t.d. eru engar heimilisregl- ur, heldur getur hver og einn haft það eins og hann vill innan venju- legra umgengnismarka. Við þjónustuibúðirnar er rekin sérstök dagdeild, þ.e. að um 40 einstaklingar eru sóttir að morgni út i bæ og ekið heim að kvöldi aftur. Er þetta nýstárleg tilraun, sem gefist hefur vel og miðar að þvi að mæta þörfum aldraðra i heimahúsum sem þarfnast um- önnunar og samfélags við aðra. Alls þjónar heimilið 120 manns. En sjón er sögu rikari og við hvetjum sem flesta til að heim- sækja þá á Dalbrautinni á morg- un, Sumardaginn fyrsta og kynnast ótal merkum nýjungum yfir kaffi og meðlæti. —AM ■ íbúar á Dalbrautinni búa yfir ýmsum hæfileikum, eöa hver vildi ekki eiga þetta teppi, sem Jón Guömundsson, fyrrum rafveitustjóri á tsafiröi hefur gert? (Timamynd G.E.) Hestamenn Borgarnesi og nágrenni Hafið þið athugað að reiðtygin frá nsTuno SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS fást í Borgarnesi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, járnvörudeild Þeir ve/ja vandað sem ve/ja reiðtygin frá ÁSTUnD SÉRVERSIUN HESTAMANNSINS |Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi óska eftir að ráða ferðamáiafulltrúa i sumar. Hér er um að ræða fjölbreytt starf sem snertir flesta þætti ferðamanna- þjónustu. Umsóknir sendist samtökum sveitarfé- laga i Vesturlandskjördæmi. Pósthólf 32 Borgarnesi fyrir 3. mai n.k. Nánari upplýsingar eru veittar i sima 93- 7318. Tekjur ríkissjóds á síöasta ári tæpir sex milljarðar: NÆRRI9% HÆRRI EN ÁÆÍIAD VAR! — „kaupæði” landsmanna helsta skýringin ■ Tekjur rikissjóðs reyndust á siðasta ári 5.997 milljónir króna, 8,7% hærri en áætlað var i fjár- lögum ársins 1981, og slagar hækkunin hátt upp i greidda tekjuskatta einstaklinga það sama ár. Þessi mikla tekju- aukning er að mestu leyti til kom- in vegna mikillar kaupgleöi okkar á siðasta ári. Þannig námu tekjur af aðflutningsgjöldum rúmlega fjórðungi hærri upphæö enáætlað var, eða 27,2%, og söluskattur skilaði 10,1% tekjum umfram það sem reiknaö var með i fjárlögum, samkvæmt frétt frá fjármála- ráðuneytinu. En það voru ekki bara tekj- urnar sem hækkuðu, útgjöld rikissjóðs urðu 5.911 m.kr. eða 8.3% hærri en að var stefnt, fyrst og fremst vegna aukinna launa- greiðslna. Jafnframt hækka lang flestar tryggingabætur i sömu hlutföllum og laun og þar með út- gjöld Tryggingastofnunarinnar. Heiidárniðurstaða rekstrar- og fjármagnshreyfinga er sú að greiðslujöfnuður A-hluta rikis- sjóðs varð hagstæður um 72 m. kr. á árinu 1981. Jafnframt batnaðistaða rikissjóðs gagnvart Seðlabankanum talsvert. A árinu 1981 greiddi rikissjóður af um- sömdu lánum i Seðlabanka I samræmi við fjárhagsáætlun þ.e. 100 millj. kr. 1 árslok 1981 var heildarskuld rikissjóðs gagnvart Seðlabanka 223 m. kr., sem jafn- gildir um 1.1% af vergri þjóðar- framleiðslu. Það hlutfall var 2,3% i árslok 1980 og 3.4% i árslok 1979.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.