Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. apríl 1982 5 fréttir ■ Frú Björg Ellingsen og Ragnar Jónsson, ásamt þeim listakonunum Sigriöi EUu Magnúsdóttur og Ragnheiði Jónsdóttur (Timamynd G.E.). „Bráðum kem- ur betri tíð....’" Helgafell gefur út úrval Ijóda Laxness Erfiðleikar við mjólkur- flutninga á Suðurlandi: „MÁ SEGJA AÐ VEGIR SÉU HÁLFLOKAÐIR” — segir Guðbjartur Jónsson hjá Mjólkurbúi Flóamanna ■ „Vegirnir eru viða afskaplega slæmir vegna aurbleytu og það má segja að það sé bara fyrir lið- legheit Vegagerðarinnar að við komumst á alla bæi til að sækja mjólk”, sagði Guðbjartur Jóns- son, hjá Mjólkurbúi Flóamanna i samtaii við Timann i gær. „Ástandið er verst i Grimsnes- inu”, sagði Guðbjartur. „öxul- þunginn er viða takmarkaður við fimm tonn. Þótt við fáum að fljóta með þetta þá má segja að vegir séu sums staðar hálflokaðir.” — Hafið þið tafist eitthvað vegna þessa? „Já. Við neyðumst til að taka mikið minna á bilana heldur en undir venjulegum kringumstæð- um. — Hefur þetta ástand varað lengi? „Já uppundir hálfan mánuð og þetta fer alltaí versnandi vegna rigninga”, sagði Guðbjartur. —Sjó. ■ Helgafell hefur nú gefið út úr- val úr ljóðum Halldórs Laxness i tilefni af áttræðisafmæli hans. Hefur Kristján Karlsson bók- menntafræðingur valið ljóðin, en Ragnheiður Jónsdóttir mynd- listarkona myndskreytti bókina og hannaði gerð hennar. Bókin heitir „Bráðum kemur betri tið....” sem er upphaf fyrsta ljóðsins i Kvæðakveri, sem fyrst kom út 1930 og hefur birst siðan aukið með ýmsum kveðskap úr skáidsögum Laxness. A kynningarfundi i gær i tilefni af útkomu bókarinnar, ávarpaði Erna Ragnarsdóttir gesti fyrir hönd Helgafells og minnti á að þótt Halldór hefði að sjálfsögðu lagt meiri stund á aðrar greinar bókmennta en ljóðlist, vildi Helgafell, sem verið hefur forlag Laxness lengst af, minna á þýð- ingu hans sem ljóðskálds með þessari útgáfu. Kristján Karlsson sagði að hann hefði látið eigin „sérvisku” ráða vali ljóðanna, eins og hann orðaði það, en kvaðst þó vona að hér mætti finna mörg bestu ljóða skáldsins. Ragnheiður Jónsdóttir valdi „Gluggann” sem megintema við skreytingar sinar á bókinni, en svipmyndir sem tengjast efni ljóðanna eru felld inn i ýmsar gerðir af gluggum og munu menn samdóma um að listakonunni hafi farist myndskreytingin með af- brigðum vel úr hendi. „Glugg- inn”ereinmitteitt fegursta ljóðið i safninu, kvæði ort i minningu Erlendar i Unuhúsi og Steins Steinarr. Tónleikar á morgun Helgafell efnir einnig til tón- leika i Norræna húsinu á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 17. Þar munu þau Kristinn Sigmundsson og Sigriður Ella Magnúsdóttir syngja lög við ljóð eftir Halldór við undirleik Jóninu Gisladóttur og Jórunnar Viðar. Eitt þeirra laga sem verður flutt er „Glugg- inn” eftir Jórunni Viðar, sem samið var að ósk Ragnars Jóns- sonar fyrir þetta afmæli. Að- göngumiðar verða seldir i Norræna húsinu frá kl. 13 á morgun. Meðal þeirra tónlistar- manna sem lög eru flutt eftir við ljóð Laxness eru Atli Heimir Sveinsson, Jón Asgeirsson, Jón Þórarinsson, Karl 0. Runólfsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Þórarinn Guðmundsson og Jón Nordal. —AM Svölurnar gefa tæki fyrir 80 þúsund kr. ■ Litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstig hefur borist tækjagjöf að verðmæti 80 þúsund krónur frá Svölunum, félagi fyrrverandi og núverandi flugfreyja. Svölurnar hafa starfað i tæp átta ár og hafa þær á þeim tima unnið mikið að mannúðarmálum og góðgerðarstarfsemi. M.a. hafa þær mjög beitt sér fyrir aðstoð við fjölfötluð börn, einkum með þvi að styrkja sérkennara og fóstrur til framhaldsnáms erlendis. Þá hefur félagið einnig gefið tæki á sjúkrahús i Reykjavik. 011 fjáröflun félagsins byggist á sjálfboðavinnu félagsmanna. Tekjuleiðirnar eru tvær, annars vegar jólakortasala og hins vegar kaffisala. Kaffisalan fer fram fyrsta mai ár hvert i Súlnasal Hótel Sögu. —Sjó. Áfengi selt fyrir rúmar 113 milljónir — fyrstu þrjá mánuöi ársins ■ Áfengissalan á öllu landinu fyrstu þrjá mánuði ársins nam rúmum 113 milljönum króna, en á sama tima i fyrra var áfengi selt fyrir tæpar 69 milljónir króna. Aukningin i krónum talin miðað við sama tima 1981 er þvi 64,5%, en þess ber að geta að verð á áfengi var hækkað verulega á ár- inu. Léttmjólkin vinsæl ■ Reykvikingar virðast kunna vel að meta léttmjólkina sem kom á markaðinn á s.l. ári, þvi sala hennar nemur nú orðið 8. hluta af mjólkursölunni i borginni en tæpum 10. hluta af mjólkursöl- unni i landinu. Salan hefur hins vegar verið töluvert misjöfn eftir landshlutum. —HEI Auglýsing um áburðarverð sumarlð 1982 /• Á A 1] l* Vimm 7 Heildsöluverð í'yrir hverja smálest eftirtalinna áburðar- tegunda er ákveðiðþannig: Viðskipshliðá Afgreittá bíla ýmsum höfnum um- hverf is land i Guf unesi Ammonium nitrat 34.5%N KR. 3.200.00 Kr. 3.260.00 Kjarni 33% N - 3.040.00 " 3.100.00 Magni 1 26% N+ 9%Ca - 2.500.00 " 2.560.00 Magni 2 20%N+15%Ca „ 2.180.00 " 2.240.00 Græðir 1 14% N-18% P205-18% K20+6 % S " 3.680.00 " 3.740.00 samsvarar 14%N- 8% P -15% K +6%S Græðir 1A 12%N-19% P205-19% K20+6%S " 3.620.00 " 3.680.00 samsvarar 12%N- 8,4%P -15/8%K+6%S Græðir 2 23% N-11 % P205-11 % K20 " 3.460.00 " 3.520.00 samsvarar 23% N- 4,8% P -9,2% K Græðir 3 20% N-14% P205-14% K20 „ 3.480.00 " 3.540.00 samsvarar 20% N- 6% P -11,7 K Græðir 4 23%N-14%P205- 9%K20 " 3.620.00 " 3.680.00 samsvarar 23% N- 6% P -7,5% K Græðir 4A 23%N-14%P205- 9%K20+2%S " 3.680.00 " 3.740.00 samsvarar 23%N- 6% P - 7,5%K+2%S Græðir 5 samsvarar 17% N-17% P205-17% K20 17%N- 7,4%P -14% K " 3.560.00 " 3.620.00 Græðir 6 20% N-10% P205-10% K20+4% Ca+1 % S 3.400.00 " 3.460.00 samsvarar 20%N- 4,3%P - 8,2%K+4%Ca+l%S Græðir 7 20%N-12%P205- 8%K20+4%Ca+l%S 3.460.00 " 3.520.00 samsvarar 20% N- 5,2% P - 6,6%K+4%Ca+l%S Græðir 8 18%N- 9%P205-14%K20+4%Ca+1 %S 3.320.00 " 3.380.00 samsvarar 18%N- 3,9%P -ll,7%K+4%Ca+l%S NP 26—14 26%N-14%P205 " 3.560.00 " 3.620.00 samsvarar 26% N- 6,1% P NP 23—23 23%N-23% P20S " 3.960.00 " 4.020.00 samsvarar 23%N-10%P Þrífosfat 45%P205 " 3.100.00 " 3.160.00 samsvarar 19,6% P Kalíklóríð 60% K20 " 2.140.00 " 2.200.00 samsvarar 50% K Kalísúlfat 50% K20 " 2.660.00 " 2.720.00 samsvarar 41,7% K + 17,5%S Áburðarkalk 4%N + 32%Ca " 580.00 " 640.00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð, sem afgreiddur er á bila i Guíunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.