Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.04.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. apríl 1982 7 erlent yfirlit ■ Flokksþing þýskra jafnaöar- manna bófst i Munchen s.l. mánudag.Þarerusaman komnir 400 fulltrúar og eru ágreinings- efnin mörg. Fyrir þingiö lögöu forystumenn flokksins á þaö rika áherslu aö jafnaöarmenn yröu aö standa vel saman, en mörg teikn eru á lofti um óánægju innan raöa flokksins. Meöal þess sem hinir 400 fulltrúar á flokksþinginu eru ósammála um, er um hvaöa mál- efni þeir eiga aö sameinast. Stjórnarsamstarf jafnaöar- manna og frjálsra demókrata gengur ekki eins vel og skyldi og HelmutSchmidt kanslari veröur i daglegum störfum sinum aö taka tillit til samstarfsflokksins og eig- in flokksmanna og ekki sist hverf- ulla kjósenda. Helmut Schmidt vann glæsileg- ■ Genscher, foringi frjálslyndra, er jafnaðarmönnum óstööugur banda- maöur en Schmidt hefur tekist enn sem komið er aö halda stjórninni saman. Vestur-Þýskaland: Stjórnarsam- starf ið í hættu — ef jafna á ágreining jafnadarmanna an kosningasigur á andstæðingi sinum Franz Josef Strauss, fram- bjóöanda kristilegra demókrata, 1980. Hlaut hann 42.9% atkvæöa en það er næstbesti árangur, sem Jafnaðarmannaflokkurinn hefur náð. Undanfarið hefur flokkurinn tapaö hverjum kosningunum af öðrum. Borgireins og Kiel i Norö- ur-Þýskalandi og Miinchen i Suð- ur-Þýskalandi eru ekki lengur öflug vigi jafnaðarmanna. Neöra- Saxland hefur löngum verið ör- uggtfylki jafnaðarmanna. í vetur komust ihaldsmenn I fyrsta sinn til valda þar á fylkisþinginu og hlutu öruggan meirihluta at- kvæöa. Til vinstri við jafnaöarmenn vinna umhverfisverndarmenn, eða græningjarnir, sifellt meira fylgi, og alls kyns vinstri smá- flokkar skjóta upp kollinum. Jafnaöarmenn geta ekki lengur treyst á fylgi þeirra vinstrisinna, sem greitt hafa flokknum at- kvæði, sem skásta valkosti, eins og þeir hafa gert til þessa. En flokkurinn verður að gæta þess aö styggja ekki hófsama fylgjendur sina meö þvi að láta vel aö vinstri mönnum. Kosiö verður i Hamborg i júni- mánuði og skoöanakannanir benda til að jafnaðarmenn muni tapa um 10% af fylgi sinu þar. Fari svo geta þeir ekki einu sinni myndað meirihluta með frjálsum demókrötum i borgarstjórninni, eða fylkisstjórninni, en Hamborg er sérstakt fylki i rikjasambandi Sambandslýðveldisins. Það yrði mikill hnekkir fyrir Schmidt, þvi Hamborg er hans heimavöllur og jafnaðarmenn hafa ávallt átt þar traust fylgi. Þótt það kunni að hljóma sem þversögn, er traust forysta þýskra jafnaðarmanna ein höfuö- ástæðan fyrir veikleika flokksins nú. Þrieykið Helmut Schmidt, kanslari, Willy Brandt, flokksfor- maður og Herbert Wehner, leið- togi flokksins i Sambandsþinginu, ráða lögum og lofum i flokknum. En þeir eru ekki sammála um stefnu i veigamiklum málum og ótviræð völd þeirra hafa komið i veg fyrir að yngri menn hafi náð þeim áhrifum innan flokksins, sem þeir hafa stefnt aö. Þeim hef- ur verið haldið niðri á sama tima og þrieykið baöar sig i sviðsljós- um þýskra og alþjóðlegra stjórn- mála. t rikisstjóminni hafa jafnaðar- menn orðið að framfylgja efna- hagsstefnu sem þeim er ekki alls kostar að skapi og verkalýðs- hreyfingin hefur lýst sig andviga. Frjálslyndir demókratar hafa þvingað jafnaðarmenn til móts viö eigin stefnumörkun i efna- hagsmálum. Nú eru tvær milljón- ir atvinnulausra I landinu og fer það mjög I taugar jafnaðar- manna, sem kenna ihaldssömum sjónarmiðum frjálslyndra um. Langvarandi stjórnarsamvinna með frjálslyndum hefur breytt andliti jafnaðarmanna I augum verkalýðshreyfingarinnar. 1 aðalstöðvum Jafnaðarmanna- flokksins I Bonn eru starfshópar nú farnir að hyggja að innri hug- myndafræði flokksins og marka framtiðarstefnu i umhverfis- og orkumálum, sem og samgöngu- og varnarmálum. I Þýskalandi er farið að litá á Jafnaðarmannaflokkinn sem hluta af „kerfinu” sem ekki er til þess fallið að laða ungt fólk að. Skellt er skollaeyrum við öllum tillögum sem koma frá almenn- um flokksmönnum, nema þær falli að hugmundum Helmut Schmiots. Starfsmönnum flokks- ins og minni háttar embættis- mönnum er þetta vel ljóst og eiga þvi nýjar hugmyndir ógreiðan að- gang i gegnum flokkskerfið. 1 stórum dráttum er hægt að skipta hinum 400 fulltrúum á flokksþinginu i' þrjá meginhópa. 100 eru svokallaðir vinstrimenn, 200 miðjumenn og 100 skipa sér hægra megin við miðju. Meðal forystunnar er ósam- komulag um hvernig á að haga málum til að laða kjósendur að flokknum. Schmidt og hægri mennirnir leggja mesta áherslu á miðjufylgið og hafa hina mestu skömm á vinstri sinnuöum menntamönnum og uppeldisfræð- ingum alls konar, sem eru kjarn- inn i „græningjunum”. Willy Brandt leggur áherslu á að lýð- ræðissinnaður jafnaðarmanna- flokkur eigi að vera opinn fyrir nýjum straumum. Hann hefur einnig i huga að iðnverkamenn sem verið hafa kjarni kjósenda flokksins, ernú minnkandi stétt i Þýskalandi og ný viðhorf hafa skapast. Yngri menn í flokknum kenna forystunni um hve „græningjarn- ir” eru orðnir öflugir og segja það stafi af þvi að flokkurinn hafi brugðist seint og slælega við um- hverf isvandamálum. Allt bendir til að Schmidt og fylgismenn hans I hægri armi flokksins muni halda til streitu þeirri stefnu sinni að láta nægja að laöa miðjumenn að flokknum i kosningum og að umhverfis- verndarsinnum veröi visað út til vinstri með þvi gamalkunna her- bragði að kjósi þeir einhverja smáfiokka i stað jafnaðarmanna, stuðli þeir ekki að öðru en valda- töku ihaldsaflanna i landinu. A flokksþinginu er einna mest- ur ágreiningur um afstöðuna til þess hvort setja eigi upp ný kerfi meðaldrægra eldflauga i landinu, eins og ráðgert er, og hvort f jölga eigi kjarnorkustöðvum til orku- framleiðslu til muna. Flokksforystan hefur lagt til að ákvörðunin um staðsetningu eld- flauganna verði látin biða til haustsins 1983, en þá ætti að vera komið i ljós hver árangur verður af viðræðum Bandarikjamanna og Sovétmanna um afvopnun og geti þá farið svo að ekki þurfi að setja nýju eldflaugnakerfin upp. Vinstrisinnar i flokknum telja að þá verði undirbúningi svo langt komið að eldflaugarnar verði settar á sina staði i Þýskalandi hvernig svo sem afvopnunarvið- ræðurnar fara. Hart er deilt á flokksþinginu á efnahagsstefnu stjórnarinnar i Bonn. Samstarfsmennirnir i Frjálslynda flokknum hafa þvingað jafnaöarmenn til að draga úr félagslegum útgjöldum, og vilja ganga enn lengra á þvi sviði. Fjármálaráöherra landsins er úr röðum frjálslyndra og hefur hann varað jafnaðarmenn við að ganga of langt I að samþykkja fjárfrekar umbætur i félagsmál- um á flokksþinginu. Willy Brandt svaraði um hæl, að þetta væri ekki flokksþing frjálslyndra, og skyldu þeir ekki skipta sér af þvi sem þar fer fram. Talið er vfst að Schmidt hafi meirihluta þingsins á bak við sig i öllum meiriháttar málum, nema i stefnu sinni i' orkumálum, sem sagt að reisa enn fleiri kjarnorku- ver. Málamiðlun er lögð fram, sem felst i þvi að fresta öllum sh'kum framkvæmdum i tvö ár. En kanslarinn hefur lagst á móti og vill halda áfram byggingu orkuveranna af fullum krafti. En hvað sem innri miskllö liður innan raða flokksins þykir sýnt að sú já, já og nei, nei stefna sem iðkuð hefur verið af jafnaðar- mönnum, sé að ganga sér til húð- ar. Kjósendur vilja fá skýrar lin- ur um hvað þeir eru að kjósa er þeir ljá Jafnaðarmannaflokknum atkvæði sin. Og þá verða jafnað- armenn að hætta að taka eins mikiö tillit til samstarfsflokksins i rikisstjórninni og þá fer sam- starfinu að veröa hætt. Oddur Olafsson skrifar Jarðýta til sölu TD 15 C árgerð 1977 með ripper og halla- skekktri U-tönn. Er i góðu lagi. Upplýsingar veitir Aðalbjörn Benedikts- son simi 95-1470 eða Finnbogi Pálsson i sima 95-1935. BRÚÐUVAGNAR 3gerðir BRÚÐU- KERRUR 4 gerðir Póstkröfusími 14806 1*1 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Dagvistun barna Fornhaga 8, simi 27277. Fóstrur Eftirtaldar stöður eru lausar til umsókn- ar. Staða forstöðumanns við skóladagheimil- ið Langholt Dyngjuvegi 18 Umsóknarfrestur er til 30. april Staða forstöðumanns við dagheimilið Hamraborg, Grænuhlið 24 Umsóknarfrestur er til 10. mai Einnig vantar fóstrur til starfa á nokkur dagvistarheimili. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknir um stöðurnar sendist til skrif- stofu dagvistar Fornhaga 8 en þar eru veittar nánari upplýsingar. TIL FERMINGARGJAFA Skrifborð, margar gerðir. Bókahillur og skápar. Steriohillur og skápar. Stólar — Svefnbekkir — Kommóður Skrifborðið á myndinni með hillum kr. 1.490.- Húsgögn og , Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simise ðoo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.