Tíminn - 24.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.04.1982, Blaðsíða 1
Síðumúla 15— Pósthólf 370 Reykjavík— Ritstjórn 86300 — Auglýsingar 18300 — Afgreiðsla og áskrift 86300— Kvöldsímar I Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 24.-25. apríl 1982 91. tölublað — 66. árg. við frambjóðendur: Sigrún Magnúsdóttir — bls. 8-9 Erlent yfirlit Dýrkeypt vinátta — bls. 5 Vxiwnic KírtlAVeck No. ul liru VVnl Keiiuh* BO. (Jro*** T)*«m K.O.Imm »>«»4 114.1 1.0» hæstu - bls. 15 Fákur 60 ára — bls. 16 Flókid líf Williams - bls. 2 Arkitektar heimta skaðabætur vegna þess að tillögu þeirra um skipulag Iþrótta- ogútivistarsvæðis var vísað frá vegna formgalla: SKAÐABÖTAKRAFAN HÆRRI EN UPPHÆÐ 1. VERÐLAUNA ■ Sex arkitektar, höfundar og samstarfsmenn, sem áttu til- lögu i hugmyndasamkeppni um iþrótta- og útivistarsvæði i Suöur-Mjódd i Breiöholti sem dæmd var úr leik vegna form- galla hafa kært þá niðurstöðu dómnefndar. Jafnframt undir- búa þeir skaðabótakröfu á hendur Reykjavikurborg vegna vinnu sinnar aö tillögunni. Sam- kvæmt heimildum Timans mun upphæö kröfunnar vera riflega sú upphæð sem veitt var i fyrstu verðlaun i keppninni og nam 65 þús. kr. Formgallinn var fólgin i þvi, að samkvæmt keppnislýsingu mátti i mesta lagi skila inn fjór- um teikningum með tillögunni en sexmenningarnir skiluðu inn sex teikningum. Akvaö dóm- nefndin þvi að taka tillöguna ekki til dóms. ,,Þaö var töluvert liðið frá skilafresti þegar við uppgötvuðum þennan form- galla. Við gátum ekki leyft þeim aö möndla viö sina tillögu að svo búnu, með tilliti til hagsmuna annarra keppenda. Þaö eina sem kom til álita var hvort hægt væri aö taka tvær teikningar i burtu og dæma hinar, en þar sem þær voru allar ein órofa heild, þá töldum við ekki stætt á þvi”, sagöi Guðlaugur Gauti Jónsson formaður dómnefndar i samtali við Timann. „Eins og þetta litur út frá okkur, þá er tekin þarna snögg ákvörðun um að henda tillög- unni út, án þess að lita á hana i viðara samhengi. Samkvæmt útboöslýsingu hefði ekki átt að taka við henni athugasemda- laust. Það hlýtur að vera eitt- hvaö skrýtiö við þetta, aö við fá- um að vita þaö tveimur mánuðum seinna að viö höfum verið dæmd úr leik, sagði Krist- inn Ragnarsson arkitekt, einn sexmenninganna i samtali við Timann. Að öðru leyti vildi Kristinn ekki tjá sig um máliö og visaði á lögmann þeirra, sem nú hefði máliö alfarið i sinum höndum. —Kás ■ /, Innilegar hamingju- óskir á afmælisdaginn", segir Vilhjálmur Hjálm- arsson, fyrrum mennta- málaráöherra, sem hér sést taka í hönd Halldórs Laxness i hinu fjölmenna gestaboði sem mennta- málaráöuneytið stóö fyrir í Súlnasal Hótel Sögu í gær. Boöið hófst kl. 16 og gisk- aði Konráö hótelstjóri á að 4-500 manns hefðu komið að samfagna afmælis- barninu. 1 hófinu voru bornar fram kransakökur og kampavin og var létt yfir gestum skáldsins á Gljúfrasteini, sem sjálfur lék á als oddi. Engar ræður voru flutt- ar, aðeins ávarpaði menntamála- ráðherra, Ingvar Gislason Hall- dór og lýsti yfir ánægju sinni með aö fá að standa fyrir gestaboði á þessum merkisdegi. Ingvar sagði að margir ættu ekki auðvelt með að svara þvi vegna hvers þeir löðuðust svo mjög að verkum Halldórs Laxness, en kvaðst telja aö skýringin væri einfaldlega sú aö hann er frumlegasti orösnill- ingur á Islenska tungu á okkar dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.