Tíminn - 24.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.04.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 24. april 1982 utqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri. Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs son. Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi. Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar Tim ans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15. Reykjavik. Simi: 86300. Aug lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuöi: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Hamingja ís- lenskrar þjódar ■ Kristján Albertsson sagði i sjónvarpinu hér um daginn að Halldór Laxness hafi stækkað Island. Þetta er rétt og skáldið hefur ekki aðeins stækkað ísland, hann hefur veitt okkur innsýn i sjálfa þjóðarsálina. íslensk þjóð er honum sifellt um- hugsunar- og yrkisefni. Hann gerir sér ekki mannamun og sögusvið hans spannar allar stéttir þjóðfélagsins á öllum timum. Lifsbarátta íslendinea. tunga og menning eru viðfangsefni Halldórs Laxness. í höndum hans verða öll yrkisefni stór. Það er sama hvort hann fjallar um Gretti sterka eða rauðeyga ösku- kerlingu á hlóðasteini, þau eru hluti af sömu heild. Sama er að segja um skáldið og hetjuna Egil Skallagrimsson og umkomulausan pilt við ysta haf, sem einnig fæst við að yrkja. Báðir vekja þeir stórar spurningar i huga skáldsins. Allt frá þvi Halldór Laxness kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum sex áratugum hafa landsmenn fylgst með ferli hans af áhuga og for- vitni. Þegar i upphafi ferils sins snart hann ein- hvern þann streng sem kom róti á hugi lands- manna. Hann eignaðist snemma einlæga aðdá- endur og að sama skapi harðsnúna andstæðinga. Hann getur kannski kvartað yfir ýmsu i sam- skiptum við landa sina gegnum tiðina, en tómlæti hafa þeir aldrei sýnt verkum hans, og áhuginn er gagnkvæmur. íað er að þvi að skáldið sé brokkgengt i skoð- unum. Halldór tók ungur kaþólska trú, sem siðar lenti i einhverri útideyðu, og hann gerðist bylt- ingarsinnaður sósialisti, en hvaða skoðun hann hefur núna á æskilegri þjóðfélagsgerð eða and- legri veiferð manna veit enginn. Enda skiptir það ekki máli, þvi augljóst er að Halldór Laxness er og hefur fyrst og siðast verið húmanisti. Skáldið á Gljúfrasteini er heimsborgari. Lang- dvalir erlendis og tið ferðalög vitt um heims- byggðina hafa skerpt sjón hans á islenskt þjóðlif fyrr og siðar. Verk hans eru þýdd á fjölda tungu- mála og lesin i mörgum þjóðlöndum. En frægð hans kemur ekki að utan. Hún er eðlilega sprottin úr sama jarðvegi og verk hans. Halldór Laxness hefur stækkað ísland i augum umheimsins, en umfram allt i augum íslendinga sjálfra. Hann kennir okkur að ekki var bardúsað til einskis gegnum aldirnar. A íslandi varð til hámenning á fyrstu öldum búsetu manna i landinu. Hér var germanskur arfur ávaxtaður og varðveittur. Þjóðin leið hungur og kröm en i vesældinni varð- veitti hún arf sinn, og hann hélt i henni lifinu. Þetta er Halldóri sifellt undrunarefni. Lúsbitin kerling dregur slitur úr bók bóka upp úr bæli sinu önnur þylur dýran kveðskap, fornan, rám af hlóðareyk, og bláfátækur bóndi býður öllum máttarvöldum, þessa heims og annars, byrginn , af þvi að forfeður hans voru hetjur og höfðingjar, ’ hann er ættaður úr bókum. Enginn er svo smár að hann sé Halldóri Lax-v ness ekki verðugt viðfangsefni. Kannski ris skáldskapur hans hæst þegar hann lýsir hinum umkomuminnstu i augum heimsins. Þeir eiga ekki siður hug hans er garpar og gáfumenn. Þegar nú Halldór Laxness stendur á áttræðu er islenskri þjóð óskað til hamingju. oó á vettvangi dagsins Vondar og góðar niður greiðslur — eftir Jóhann Björnsson, Ytri-Tungu ■ Engir Islendingar hafa skrifaö jafnmikiö um landbUnaöarmál á undanförnum áratugum og Gylfi Þ. Gislason og Jónas Kristjáns- son ritstjóri, einn margra læri- sveina hans I þessum fræöum. Þekking þeirra beggja á málefninu er hnífjöfn, likt og heil- indin. Miklum tima og dýrmætum pappir hafa þeir eytt til aö læöa þvi inn hjá löndum sinum aö bændur séu „dragbitar á hag- vextinum” og niöurgreiöslur á landbúnaöarvörum styrkur til bænda og fengiö ýmsa þéttbýlis- menn til aö trúa, þó hrein öfug- mæli séu. Fyrst vel lengi, — eöa þar til tankvæöing mjólkurframleiösl- unnar hófst, — voru bændur eina stéttin i landinu, sem neytti nær engrar niöurgreiddrar búvöru. Þetta ætti hverjum manni aö vera ljóst, sem ekki lætur sjálfboöaliöa hugsa fyrir sig. Mjólk, sem tekin er beint úr fjósinu til heimilis- nota, eða kjöt, sem ekki fer i hendur söluaöila, er ekki greitt niöur úr rikissjóði. Minna öfug- mæli væri að segja, aö bændur greiddu meö búvörum til neytendanna. Ni^urgreiöslurnar eru allar teknar ur sameiginleg- um sjóöi landsmanna, rikissjóöi. Aöaltekjur hans voru óbeinir skattar og i þeim er hlutur bóndans miklu stærri sem at- vinnurekanda en launþegans aö öðru jöfnu. Þessar búvöruniöur- greiöslur voru ekki teknar upp vegna óska bænda, heldur hafa stjórnvöld til þeirra gripiö sem stjórntækis til aö halda niðri visi- tölu og þar með kaupgjaldi, svo atvinnureksturinn stöövaöist ekki, og bæta hag barnmargra fjölskyldna, enda stundum um þær beöiö eöa krafist af verka- lýösforustunni viö gerö kjara- samninga. Vissuíega hafa þessar niöur- greiöslur veriö bændum gagnleg- ar aö þvf leyti, aö þær hafa örvaö sölu búvöru og jafnframt sparaö þjóöinni mikinn gjaldeyri meö minni innflutningi matvöru, en stundum hefur þó framkvæmd þeirra valdið bændum tjóni, þvi þær hafa alltaf veriö sveiflu- kenndar, enda ákvaröaöar hverju sinni án samráös viö bændur. En nú eru niöurgreiöslur i þjóð- félagi okkar alls ekki einskorö- aöar viö búvörur. Þær blasa alls staöar viö, ef grannt er skoðaö, sumar risavaxnar. Hvi ræöa þeir Jónas og Gylfi aldrei um þær? Mér finnst leyfilegt aö draga þá ályktun af þögn þeirra, aö þeir telji þær sjálfsagöar, — góöar niöurgreiöslur. Og vlst munu landsmenn sam- mála þvi um sumar þeirra og ekki sjáanlegt hvernig almenn- ingurbjargaöistaf án þeirra, s.s. á sjúkrahúsvist, lyfjum og læknishjálp. Sama má segja um niöur- greiöslurnar á skólakostnaöi, sem er um 100% enda „besta fjár- festingin,” segja stjórnmála- mennirnir stundum. Sjálfsagt er hún þaö oftast, en snúist getur hún i andstæðuna, þegar mestu þiggjendur niðurgreiöslanna eru menntaðir fyrir erlendar þjóöir eöa krefjast hærri launa af fósturjörðinni en greiösluþol hennar leyfir. En hvað er það þó hjá hinu, þegar unglingum, sem enga löng- un og eða getu hafa til bóknáms, er haldið nauöugum árum saman á pinubekknum meö þeim afleiö- ingum aö sumir koma þaöan „kalnir á hjarta” og gerast vand- ræðabörn þjóðfélagsins, jafnvel til lifstiöar. En fleira er greitt niöur og sumt, sem kemur ibúum Stór- Reykjavikur aöallega til hags- bóta. Þegar þeir Gylfi og Jónas kaupa sér miöa aö sýningu i Þjóö- leikhúsinu, er hann niöurgreidd- ur. Og hlusti þeir á Sinfóniu- hljómsveit Islands, taka þeir félagar viö niöurgreiöslu, sem strax áriö 1977 gat numiö alltaö 9 þús.krónumá mann —hljóöir og þakklátir. 1 veröbólguþjóMélagi okkar, þar sem veröfelling gjaldeyris er nálega árviss og stundum hrika- lega mikil, ævinlega gerö til aö leiörétta of hátt skrásett gengi islensku krónunnar, hafa óhemju miklir fjármunir farið frá út- flutningsatvinnuvegunum I niöur- greiöslur á gjaldeyri til kaupa á innfluttum varningi og ferðalaga til útlanda. Þessar niður- greiöslur hafa vitanlea örvað mjög innflutninginn og orðið notadrjúgar heildsölunum, húsbændum Jónasar ritstjóra, enda ekki i hámælum hafðar. Þá kem ég að niðurgreiðsl- um, sem þeir félagar og flokks- menn Gylfa munu eflaust telja góðar, þvi um þær eru þeir ákaflega, ákaflega hljóöir — niöurgreiöslurnar á raf- magnsveröi til Alversins I Straumsvík. Þó eru þetta hrika- lega háar upphæðir aö ýmissa mati. En þessar niöurgreiðslur eru sérstæðar, — þær fará til út- lendinga. Trúlega heföi þeirra veriö getið — oft og rækilega I leiöurum Dagblaösins og blaði alþýðunnar, hefðu þær lent i „hel... sveitarvarginn.” Hér sleppi ég alveg smániöur- greiöslum, — hálfgeröum titt- lingaskit, — eins og til dagblaö- anna, hvortsem þær eru greiddar beint úr rikishitinni (ó, þar varð mérá slæmskyssa, það er liklega bara innstreymisopið á rikissjóöi, sem þeir viö rikisfjölmiölana nefiia „hit”) eöa i formi gjafa- pappirs frá frændum okkar i Noregi, enda gætu þeir við Alþýöublaðiö upplýst þaö miklu betur en ég. Ekki má gleyma stærstu og af- drifarikustu niðurgreiöslunum i þjóöfélagi okkar, þeim sem tekn- ar hafa verið I áratugi af liíeyris- sjóöum landsmanna og af óvitun- um i fjármálum — börnum og gamalmennum, sem trúöu bönk- unum fýrirsparifé sinu, enda stóö þar skrifaö: „Græddur er geymdur eyrir.” Nýlega fluttu dagblööin þá frétt aö þessar niöurgreiöslur til lántakenda heföu numiö, — bara á slðasta áratug, — 750 milljöröum gam- alia króna á verðgildi ársins 1980. Þessar svimandi háu niður- menningarmál Helgi Gudmundsson Sýning X Norræna húsinu HELGIGUÐMUNDSSON Málverkasýning Norræna húsinu Dagana 7.4-20.4. 1982 52 myndir ■ Þegar skólagöngu lýkur, heilsar mönnum ný veröld og þá skiljast leiöir. Misjafnt er þaö lika hvort menn endilega fara i sitt fag, sem svo er nefnt, og það á ekki sist viö þá er ljúka list- námi. Þeirra biöa oft þrengingar, ef þeir hyggjast framfleyta sér á listsköpun einni saman. Og þar ræöur þaö ekki endilega úrslitum, hvaöa hæfileika menn hafa til listsköpunar. Mér kom þetta i hug, er ég skoöaöi málverkasýningu Helga Guömundssonar, er um þessar mundir, eöa þegar þetta er ritaö, heldur málverkasýningu I Norræna húsinu. Helgi fór i Myndlista- og handi'öaskólann 18ára aö aldri og varþar þrjá vetur, en fór siöan aö vinna i banka og hefur gjört þaö siöan. Myndiistina hefur hann svo haft I hjáverkum i aldarf jóröung, en viö myndlist hefur hann feng- ist i um það bil 17 ár. I Myndlistarskdlanum naut hann kennslu hjá Heröi Agústssyni og Ragnari Kjartanssyni, og á timabili stoö til að hann færi til Flórens tU framhaldsnáms, en af þvi varð þó ekki, en áriö 1968 átti hann þess kostað mála i Danmörku og taka virkan þátt I málverki þar i hópi jafningja. Ekki mun Helgi hafa farið i bankann á si'num ti'ma til annars en að fá atvinnu til að sjá fjöl- skyldu sinni farboröa, þótt hann hafi reynst farsæll og hentugur maður i þau störf. Og nú hefur hann málað heila sýningu eftir vaxtareikning dagsins og gengis- sig peninganna, og árangur þess erfiðis sjáum viö nú I 52 mynd- um, sem allar eru málaöar með oliulitum. Sýningin Þessi málverkasýning Helga er á margan hátt athyglisverö. Ekki veröur til dæmis sagt aö hann aöhyllist mjög kenningar Haröar Agústssonar i myndlist, en Höröur er eins og flestir vita strangtrúarmaöur sem lítur ekki oft á klukkuna. En vinnubrögö i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.