Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. april 1982 3 fréttir Skemmdarverkin í Árbæjarsafni: „ÓMÖGULEGT AÐ META TIL FJÁR segir Mjöll Snæsdóttir, safnvörður 7? 7 ■ Gifurleg skemmdarverk voru unnin i Arbæjarsafni, Arbæjar- kirkju og i smiðjunni við safnið aðfaranótt laugardagsins. Skemmdarvargar komust inn um glugga i öllum húsunum með þvi að brjóta riiðu og sparka Ut gluggapóstum. Skemmdarvarg- arnir stálu ekki neinu svo augljóst er að innbrot þessi voru ekki framin i auðgunarskyni. „Hlutirnir sem þama voru skemmdir eru þannig að ómögu- legt er að meta þá til fjár,” sagði Mjöll Snæsdóttir, safnvörður i Ar- bæjarsafni i viðtali við Timann I gær. „Þetta eru allt saman safn- gripir og margir mjög gamlir. Enda var augljóst að þeir sem þarna voruá ferö ætluðu sér ekki að koma hlutunum i verð. Það voru aðrar hvatir sem lágu aö baki,” sagði Mjöll. Altaristafla kirkjunnar, sem er frá öldinni sem leiö, var skemmd svo mikið aö vafi leikur á hvort hægt verður aö gera við hana. Gerö var tilraun til aö kveikja i Bibliu sem var i kirkjunni og Ur henni voru rifnar margar blaö- siður. 1 Arbæjarsafni voru gamlir postulinshlutir, könnur, krukkur, vasar o.fl. brotnir i' mél. Skápar voru brotnir, myndir á veggjum voru eyöilagðar og er talið að skemmdarvargarnir hafi notað slökkvitæki sem hékk á vegg i safninu til að mölva það sem fyrir varð. Forláta klukka sem hékk á vegg I safninu var brotin þannig að vafileikur áhvort hægt verður aö gera við hana. Lengi v æri hæ gt að halda áfram þessari upptaln- ingu. ■ Ekki gátu skemmdarverka- mennirnir séð Bibliuna i friöi. Þeir bæði rifu úr henni blaösíöur og lögöu aö henni eld. ■ Taliö er aö slökkvitækiö á myndinni hafi veriö notaö til aö berja á postulfninu. Timamyndir G.E. Þegar Timinn hafði samband við rannsóknarlögreglu rikisins i gærkvöldi voru skemmdar- vargarnir ekki fundnir. Hins- vegar sagði rannsóknarlögreglan að liklegt væri að þarna hefðu unglingar verið á ferð. Rannsóknarlögreglan biður þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um grunsamlegar manna- ferðir við Arbæjarsafn aðfaranótt laugardags að láta sig vita. —Sjó. ■ f r\ r\ :JN;;; 'rf' ... y* , , «. ■ ólafur Jónsson, starfsmaöur Arbæjarsafns, flokkar postulins- brotin og rey nir aö gera sér grein fyrir hvaö er úr hverju. ■ Skemmdarverka mennirnir notuöu kertastjaka til aö rifa upp altaristöfluna I kirkjunni. Bókin með nýju húsunum frá Húseiningum er komin! Rúmlega 80 litprentaöar blaðsíður með margvíslegum upplýsingum og teikningum eftir Bjarna Marteinsson, Helga Hafliðason og ViðarA. Olsen. Teikningarnar í bókinni gefa hugmyndir um byggingu einlyftra og tví- lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða íbúð í fjöl - býlishúsi í Reykjavík. Bókin er ókeypis. Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufirði, sími 96-71340 eða söluskrifstofuna t Reykjavík, Laugavegi 18, sími 91-15945 og bókin fer i póst til ykkar samdægurs. HÚSEININGAR HF SVARSEÐILL Vinsamlega sendið mér eintak af bókinni, mér aö ---- kostnaðarlausu! Nafn: Á slysadeild eftir mótorhjólaslys ■ Unglingspiltur var fluttur á slysadeild BorgarsjúkrahUssins eáir að hann lenti I árekstri á mótorhjóli sinu á gatnamótum Miklubrautar og Réttarholtsveg- ar snemma i' gærmorgun. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik ók drengurinn mótorhjólinu vestur Miklubraut og lenti á bif- reið sem var að beygja inn á Réttarholtsveginn. Talsverðar skemmdiruröu á mótorhjólinu og bifreiðinni. Meiðsli drengsins voru ekki talin alvarleg. —Sjó. Heimilisfang: Póstnr.: Sími:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.