Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 17
„Var látinn elta Lárus” — segir Sævar Jónsson, sem leikur með CS Brugge ■ „Það má eiginlega segja að viðhöfum eldaögrátt silfur ég og Lárus Guðmundsson” sagði Sæ- var Jónsson landsliðsmaður i knattspymu sem leikur með CS Brugge í Belgiu. Um helgina léku Sævar og félagar við Waterschei félagið sem Láms leikur meö og sigraði Brugge i leiknum 4-2. „Ég var látinn elta Lárus allan leikinn og ég held að það hafi gengið ágætlega, allavega skor- aði hann ekki mark” sagði Sæ- var. Arnór Guðjohnsen lék ekki með Lokeren er félagið sigraöi Beveren 2-1. Þá lék Pétur Péturs- son heldur ekki með Anderlecht þegar þeir sigruðu Malines 2-0. Sævari hefur nú veriö boöinn samningur hjá CS Brugge og sagði Sævar aö ef félaginu tæk- ist að halda sér uppi þá myndi hann taka þessum samningi. Nú eru tvær umferöir eftir í Belgiu. röp—. Agúst í Þrótt ■ Agúst Hauksson, knattspyrnu- maðurinn kunni hefur tilkynnt félagaskipti yfir i Þrótt Reykja- vik og mun hann hefja að leika með liðinu innan skamms. Agúst lék með Fram s.l. sumar eftir að hafa verið i Þrótti um langt skeið. Hann hafði i hyggju að fara til Færeyja og leika með liði þaðan en af þvi varð ekki. Að Frískir — sigruðu KA O- á Akureyri ■ Knattspyrnuliö Breiöabliks og Fram héldu norður til Akureyrar og léku þar æfingaleiki við 1. deildarliö KA. Fyrri leikurinn var á milli KA og Fram og lauk leiknum með markalausu jafn- tefli. Leikurinn var frekar viö- burðarsnauður fáttum fina drætti og marktækifærin af mjög svo skornum skammti. sögn fróðra manna er almennur fögnuður i herbúöum Þróttara þessa dagana og mikill hugur i leikmönnum liösins fyrir kom- andi keppnistimabil. Þröttur var alveg við þaö að komast upp i 1. deild i fyrra en herslumuninn vantaði. Þjálfari liösins er Asgeir Eliasson. röp —. Blikar t í æfingaleik Breiöablik lék siöan gegn KA og sigraöi Breiðablik 0-3, Hákon Gunnarsson skoraði tvö fyrstu mörk Breiöabliks, en þannig var staöan i hálfleik. Lið Breiöabliks er mjög friskt og eftir leiknum gegn KA aö dæma eiga Blikarnir örugglega eftir að gera stóra hluti á komandi sumri. GK-Ak Laval segir nei vid KSÍ Um ad fá Karl Þórðarson lausan ílandsleiki „Fengum engar skýringar” segir Jóhannes Atlason ■ „Við höfumnú undanfarið verið að senda bæði leikmönnum erlendis og einnig félögum þeirra bréf um það aö fá menn lausa i landsleiki i sumar. Við erum þessa dagana að fá svör þeirra og þau eru öll jákvæö nema frá Laval franska félaginu sem Karl Þórðarson leikur meö. Okkur hefur borist bréf frá þeim þar sem þeir segjast ekki geta gefið Karl lausan” sagöi Jóhannes Atlason þjálfari islenska lands- liösins f knattspyrnu i samtali viö Timann. Við erum aö sjálfsögðu ekki á- nægðir með þetta svar þeirra en þvi fylgdu engar skýringar. Við munum nú fljótlega hafa sam- band við Karl og reyna aö fá nánari skýringu á þessu”. Jóhannes sagði að engar æf- ingar væru hafnar hjá landsliö- inu,hann hefði fylgst meö þessum leikjum undanfarið en i raun væri ekkert að marka knattspyrnuna fyrren fariö væri að leika á grasi og timi deildarinnar hæfist. Fyrsti leikurinn sem landsliðið leikur verður gegn Englandi á Laugardalsvellinum 2. júni. röp-. Alveg rosa- ff legt áfall” — segir Einar Bollason um meiðsli Jónasar Jóhannessonar og þá á Torfi Magnússon einnig vid meiðsli að stríða ■ „Þetta er alveg rosalegt áfall fyrir okkur. Jónas hefur verið lykilma ður f liðinu hjá okkur og þaö er enginn islenskur leik- maður sem getur fyilt upp f það skarð sem hann nú skilur eftir sig”, sagöi Einar Bollason þjálfari isienska landsliðsins i körfuknattleik. Jónas Jóhannesson landsliðs- maður úr Njarövík meiddist illa i einum leiknum gegn Hollending- um um helgina. Jónas kom illa niður og má segja að hann hafi lent á hálsinum. Jónas var strax fluttur á sjúkrahús þar sem meiösii hans voru rannsökuö. Kom i ljós að um tognun á liö- böndum i hálsi var aö ræöa og mun Jónas ekki leika körfuknatt- leik næstu mánuðina. Einar sagði að strax hefði verið haft samband við Viðar Vignisson Keflavik og fór hann utan i gær- morgun á móts við landsliöið. Undanfarna daga hefur lands- liðið dvaldist i Hollandi i æfinga- búðum og leiknir voru fjórir landsleikir viö Holland. tsland tapaði þremur þeirra en sigraði i einum 67-66. t gær var liðið komiö til Skottands en á morgun hefst Evrópukeppnin i körfuknattleik og leikur tsland á morgun viö Austurriki. Þá sagði Einar ennfremur aö Torfi Magnússon ætti við meiðsli að striöa en vonast væri til þess að hann myndi ná sér fyrir leik- inn gegn Austurriki. „Þessi meiösli hafa eyðilagt mikiö fyrir okkur á æfingum. Þurfti ég aö hlaupa i' skarðið fyrir þessa tvo leikmenn og er að drepast úr harðsperrum. Sigurinn gegn Hollendingum var fyrsti sigur tslands gegn þessari þjóð. Hollendingar eru meö mjög gott lið og í gærkvöldi unnu þeir Tékkasem urðu silfur- verðlaunahafar á siðustu Evrópukeppni”. röp-. IRfær liðsauka ■ Kristján Oddsson genginn yfir i ÍR á nýjan leik Valur og Víkingur — gerðu jafn- tefli 1-1 í gærkvöldi ■ IR-ingum hefur bæst góður liösauki fyrir næsta keppnis- timabil i körfuknattleiknum. Tveir kunnir leikmenn hafa ákveðið að ganga til liðs við félag- ið. Það eru þeir Kristján Oddsson og Hreinn Þorkelsson. Kristján lék áður með tR en gekk á siöasta ári til liðs við KR og lék með liöinu i vetur sem leiö. Mun honum ekki hafa likaö dvölin hjá vesturbæjarliðinu og þvi ákveöiö að leita heimahaganna á ný- Hreinn Þorkelsson ermjög góð- ur leikmaöur sem lék með UMFG áður. Hann hefur á sfðustu árum verið i mikilli framför og ekki er langt siöan aö hann var valinn i landsliöshópinn I körfuknattleik. Hann er bróðir þeirra frægu bræöra Bjarna og Birkis sem gerðu garöinn frægan hér áður fyrr. Auk þessa tveggja leikmanna mun það vist að Kolbeinn Kristinsson mun leika meö liðinu næsta keppnistimabil. Kolbeinn er gamall landsliðsmaður en hef- ur tekiö sér hvild undanfariö ár og snúiö sér aö þjálfun. Tók hann að sér að þjálfa Fram-liðiö I vetur og náði mjög góðum árangri með liöiö. röp—. Þróttur nældi í aukastig ■ Valur og Vikingur léku i gær- kvöldi á Melavellinum i Reykja- vikurmótinu i knattspyrnu og lauk leiknum með jafntefli 1-1. Vfkingar voru fyrri til að skora og var Heimir Karlsson þar að verki. Þaö var siðan Valur Vals- son sem jafnaði metin fyrir Val. röp-. ■ Tveir leikir fóru fram I Reykjavikurmótinu i knattspyrnu um helgina. A laugardaginn léku Fram og KR og lauk þeim leik með jafntefli l-l Willum Þórsson skoraöi fyrir KR en Marteinn Geirsson jafnaöi stuttu siðar fyrir Fram úr vitaspyrnu. A sunnudaginn léku siöan Þróttur og Armann og nældu Þróttarar sér þar I aukastig, en þeir sigruðu 3-1. Þróttur komst i 3-0 með mörkum Jónasar Hjartarsonar (2) og Péturs Arn- þórssonar en Sveinn Guðnason minnkaöi muninn fyrir Armann rétt fyrir leikslok. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.