Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrus Simi (91) 7- 75-51, HEDD HF. (91) 7-80-30. Skemmuvegi 20 KóDavotEi Mikiö úrval Opið virka daga 919 ■ Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag ahriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 36510 ■ ■ ■' Þriöjudagur 27. april 1982 ■ Hér standa þeir Thor Vilhjálmsson og örn Þorsteinsson viö „hljóökassa,” sem komiö hefur veriö upp á sýningunni og er hann þeim kostum búinn aösýningargestir geta meöþviaöýta á hnapp, heyrt Thor lesa ljóö úr bókinni, um leiö og myndirnar birtast á skermi á kassanum. (Timamynd G.E.) Thor Vilhjálmsson orti 30 Ijóð á einum mánuði við myndir eftir Örn Þorsteinsson: ANDLEGT UPPSIKEYMI ■ „örn á allan heiðurinn af þess- ari uppáfinningu,” sagöi Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, þegar við litum við á sýningu Arnar Þoisteinssonar i Listasafni al- þýðu i gær, en þeir örn og Thor hafa lagt saman hæfileika sina i heilli ljóðabók, sem kemur út i til- efni af sýningunni. Nal'n ljóða- bókarinnar er vel við hæfi, þvi hún heitir „Ljóð Mynd”. 1 bókinni eru 30 ljóð, sem öll eru orðin til á þeim rúmum eina mán- uði sem frá þvi er liðinn er þessi skemmtilega hugmynd kom fyrst upp. „Ljóðin eru þó ekki endilega bundin við þær myndir er fylgja þeim i bókinni”, sagði Thor, „heldur eru þau fremur samin i andrúmslofti myndanna i heild. Við örn komum okkur saman um endanlegt form og niðurröðun mynda og ljóða eftir á, þetta vannst með eins konar sivirkri endurskoðun, má segja, eftir þvi sem verkinu miðaði áfram. Það orkaði mjög vel á mig, hvernig örn hvatti mig áfram.” „Það var miklu fremur Thor sem hvatti mig áfram,” segir örn og finnst Thor full litillátur, en báðir geta þeir fallist á að hlutur Þorsteins Jónssonar, forstöðu- manns Listasafns alþýðu, var ekki hvað minnstur. „Þorsteinn tók hugmyndinni strax ákaflega vel um leið og hún kom fram og þennan mánuð sem bókin hefur verið samin og unnin, hei'ur Þor- steinn samstundis leyst úr hverj- um vanda og eytt hverri fyrirsjá- anlegri töf,” segja þeir örn og Thor. örn bendir á að andinn hefur staðið Thor mjög til annarrar handar meðan á verkinu hefur staðið, þvi i hverjum mánuði eru aðeins 30 dagar og þetta eru ein- mitt 30 ljóð. „Já, það má segja að þetta hafi veriðsvona andlegt uppstreymi,” Thor. „Stundum komu fleiri en eitt ljóð á dag og svo voru lika ljóðlausir dagar i milli. En ekki má gleyma hlut bóka- gerðarmannanna, sem unnu að „Ljóð Mynd”. Það voru þeir ágætu bókagerðarmenn i „Grafik” og „Hólabókbandinu,” sem lögðu sig alla fram um að leysa verkið sem best af hendi á þeim skamma tima sem til stefnu var og árangurinn er lika eftir þvi. Bókin er gefin út i 250 tölusett- um og árituðum eintökum og er ekki aðefa að marga mun fýsa að eignast hana. Hún er lika einstök að öðru leyti: Þetta er fyrsta ljóðabók Thors Vilhjálmssonar. Thor gaf að visu út nokkur ljóð á ensku i Bandarikjunum i fyrra, en á islensku hafa ekki komið út ljóð i bók eftir hann áður, — telj- um við frá ljóð i Árbók ungra skálda fyrir all löngu siðan. Sýningin i Listasafni alþýðu nú, er önnur einkasýning Arnar Þor- steinssonar. Sú fyrri var i Galleri Sólon 1977. Samsýningar sem hann hefur tekið þátt i eru hins vegarfleirien svo að við endumst upp að telja hér. —AM fréttir Fundu tíu flöskur af smygluðu áfengi ■ Lögreglan i Hafn- arfirði lagði hald á tiu flöskur af áfengi og einn kassa af bjór þeg- ar hún stöðvaði skip- verja af Bæjarfossi sem ók bifreið sinni i gegnum Hafnarfjörð á leiöinni frá Keflavik til Reykjavikur. Það var vegna ábendingar frá toll- gæslunni i Keflavik sem Hafnarfjarðar- lögreglan stöðvaði sjómanninn. Grunur lék á að hann væri að flytja smyglað áféífgi til Reykjavikur. Einn- ig lék grunur á að meira smygl væri um borð i Bæjarfossi þar sem hann lá i Kefla- vikurhöfn. Tollverðir úr Reykjavik voru við leit um borð i skipinu i allan gærdag, en þeg- ar Timinn hafði sam- band við tollgæsluna i gærkvöldi hafði ekki fundist meira smygl. Leit var haldið áfram i nótt. —sjó. Blindir vilja kynningu á dag- skrá hljóðvarps | Blindrafélagið hef- ur ritað útvarpsráði bréf, þar sem þeim til- mælum er beint til út- varpsráðs að það láti hefja á nýjan leik kynningu á dagskrá hljöðvarps fyrir viku hverja. Alyktun fé- lagsins fer hér á eftir.: „Almennur félags- fundur i Blindrafélag- inu, samtökum blindra og sjónskertra á tslandi, sem haldinn var 10. mars 1982, skorar á útvarpsráð að láta hefja á nýjan leik kynningu á dag- skrá hljóðvarps fyrir hverja viku, eins og gert er i sjónvarpi, og gertvarárum saman i hljóðvarpi. Fundúrinn harmar jafnframt, aö dagskrárkynningu skuli hafa verið hætt á ári fatlaðra, þegar vit- að er, að kynningin kemur sjónskertu fólki einkar vel, þar sem það á i fæstum til- vikum þess kost að kynna sér dagblöð.” dropar Lét ekki sitja við orðin tóm ■ Við sögðum frá þvi fyrir skömmu, aö hraust- lega hefði hitnaö i kolun- um þegar framboðslisti krata i Ytri-N jarðvlk hafði verið ákveðinn. Gunnólfi Árnasyni, sem orðið hafði cfstur i próf- kjörinu, var nánast bolað út af listanum og hugsaði hann flokknum þegjandi þörfina, — talaði hann jafnvel um að hætta I flokknum og standa fyrir sérframboði, eins og Ríkisendurskoðun oskar að ráða I starf við cndurskoðun tollskjala. Laun samkv. launafl. 009(BSRB). Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störí öskast scndar rlkisendurskoðun, Laugavegi 105 fyrir 30. april nk. ■ Þeir hjá Rannsóknalögreglunni eru vfst allir i launaflokki 007! Dropar sögðu reyndar frá. Gunnólfur lét ekki sitja viðorðin tóm, heldur stóð ásamt fleirum að fram- hoðslista óháðra borgara og tók annað sætið á þeim lista. Kattahland og appelsínu- börkur ■ Úr Dagsgrein eftir Snjólaugu Bragadóttur: „Allir kettir eru þrifnir að eðlisfari og þetta migustand á högnum á ekkert skylt við sóðaskap, þar er kynhvötin að verki ogsú eilifa þörf karldýrs- ins, að öðlast yfirráð af einhverju tagi. Ráð við kattarhiandi, til dæmis i gólfteppi, er m.a. að leggja strax sneið af ný- skornum lauk yfir blett- inn og láta hann liggja. Oft spræna högnar á úti- hurðir og karma. Best er að þvo það upp úr terpen- tinu. Ef á að venja af sér kött, sem orðinn er einum of heimakominn, er þjóð- ráð að góma hann, nudda framan í hann nýjum appelsinuberki og þá verður hann fegnastur aö komast sem lengst burtu, þvi köttum er ekki eins illa við neitt og appelsinu- börk, þó það hljómi furðulega. En passið klærnar, meðan ráðinu er beitt." Krummi ... sá i auglýsingu frá einni ferðaskrifstofunni að „margar brottfarir eru nú þegar uppseldar”. Skyldi það ekki boða ein- hverjar ófarir og vondar draumfarir að selja fólki brottfarir?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.