Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 1
Stefnuskrá Framsóknarflokksins TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐÍ Miðvikudagur 28. apríl 1982 94. tölublað — 66. árg. FANGAR AF HRAUNINU í SKÓIA A SELFOSSI — „Mjög óánægð með veru þessara sakamanna í skólanum hér”, segir Ásdís Ágústsdóttir, sem á þrjú börn í skólanum — ,,Held þeir hafi verið til fyrirmyndar’% segir Helgi Gunnarsson, forstöðumaður á Litla-Hrauni ■ Tveir fangar af Litla Hrauni, sem blotið hafa mjög þunga dóma fyrir alvarlegustu glæpi, stunda nú nám við Fjölbrauta- skólann á Selfossi. Þeim er ekið þangað daglega frá Litla Hrauni og til baka að námi loknu, en á meðan þeir eru i skólanum eru þeir eftirlitslausir. „Ég held bara að þeir hafi verið til fyrirmyndar i þessum nemendahóp,” sagði Helgi Gunnarsson, forstöðumaður á Litla Hrauni, er hann var spurö- ur út i skólagöngu þessara saka- manna. Jafnframt sagði Helgi að i framkvæmd heföi þetta gef- ist alveg prýðilega og að skóla- meistari skólans, Heimir Páls- son, hefði sýnt þessu máli mik- inn skilning og gert heilmikið fyrir þessa drengi. Helgi sagði einnig að ekkert eftirlit væri haft með föngunum á meðan þeir sætu á skóla- bekknum, en þeir væru þarna með ákveðnum skilyrðum, sem þeir uppfylltu alveg. „Ég er mjög óánægð með veru þessara sakamanna i Fjöl- brautaskólanum hér á Sel- fossi,” sagði Asdis Agústsdóttir, sem á þrjár dætur sem gru við nám ýmist i Fjölbrauta- eöa Gagnfræðaskólanum á Selfossi. „Fólk er yfirleitt óánægt með aö þessir tveir sakamenn, sem hlotið hafa mjög þunga dóma, skuli sitja á skólabekk með börnum okkar, sem eru á við- kvæmu mótunarskeiði,” sagði Asdis og benti á, aö hún vissi til þess að fólk utan Selfoss, sem væri að senda börn sin i skóla, hugsaði sig tvisvar um áður en Selfoss yrði fyrir valinu, vegna veru þessara manna i skólan- um. AB.Sjánánarbls.5 Beraðathuga hvortekki eigi aðbyggja stífluna fyrir 220 gígalítra: — segir Steingrímur Hermannsson um Blönduvirkjun ■ „Við i rábherranefndinni hittumst i morgun, og þar var samþykkt að taka fyrirvara þingflokks Framsóknarfiokks- ins inn, þ.e.a.s. að stækkun á miðlun umfram 220 gígalitra verði háð samþykki Alþingis,” sagði Steingrimur Hermanns- son, samgönguráðherra, við Timann i gær eftir fund ráð- herranefndarinnar um Blöndu- mál, en auk hans sitja þeir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra og Páiini Jóns- son, landbúnaðarráðherra i nefndinni. „Ég vil leggja áherslu á það,” sagði Steingrimur, „að ekki þurfi að rifa upp þann samning sem gerður hefur verið. Við telj- um slikt ekki fært gagnvart þeim fimm hreppum, sem nú þegar hafa ritað undir samning- . inn. Við teljum að miðað við þau miklu vilyrði, sem gefin eru i samningnum um minni miðlun, þá beri i fullri alvöru að athuga það, hvort ekki beri að byggja stifluna bara fyrir 220 gigalitra en við setjum það út af fyrir sig ekki sem skilyrði. Eina skilyröið i þessari samþykkt þingflokksins er, að stækkun miðlunarlónsins verði háð samþykki Alþingis. Þetta kemur mjög skýrt fram i samþykktinni.” Aðspurður um, hvort þessi samþykkt hefði það þá ekki i för með sér, að stiflugarður fyrir 400 gigalitra miðlunarlón yrði reistur i einum áfanga, en að- eins nýttur fyrir 220 gigalitra til að byrja með, sagði Steingrim- ur: „Það vil ég alls ekki segja, þvi vitanlega getur virkjunar- aðili byggt fyrir 220 gigalitra, en jafnframt búið i haginn fyrir þá leið að stiflugarðinn megi hækka, ef miölunarþörf verður meiri.” AB Frakkland: Þinglausnir ekki fyrr en í næsta mánuði ■ Sýnt þýkir að ekki reynist unnt aö ljúka störfum Alþingis i þessum mánuði eins og stefnt var að. Þinglausnir verða þvi ekki fyrr en i næstu viku, senni- lega á þriðjudag eða miðviku- dag. Mörg mál sum ærið stór i sniöum biða afgreiðslu. Mörg þeirra eru enn i nefndum, sem munu skila þeim fyrir heígina. Meðal þeirra mála sem afgreiða þarf er þingsályktunartillagan um virkjanir og orkunýtingu, þar á meðal ákvörðunin um virkjun Blöndu. Annað kvöld, fimmtudags- kvöld, verða eldhúsdagsumræð- ur, sem verður útvarpað að vanda. 1 þeim umræðum munu þeir Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra og Ing- var Gislason menntamálaráð- herra tala fyrir Framsóknar- flokkinn. Oó Þrátt fyrir annirnar i þinginu þessa dagana þá gáfu þeir Garöar Sigurðsson og Halldór Blöndal sér tima til að gripa I tafl I gær. Kunnugir segja raunar aö þeir tvimenningar séu mun þaulsetnari yfir skák- borðinu en i þingsöium... Timamynd: Ella. H ratt flýr stund - bls. 8-9 Blóðið f lýtur Francis Coppola — bls. 27 Getrauna- leikur - bls. 19 EN VID SETJUM ÞAÐ EKKI SEM SKILYRDI”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.