Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 3
Miövikudagur 28. april 1982. fréttir Seðlabarikinn og viðskipta- bankarnir hætta ad lána út á skreidar- framleiðslu: „Verd- um að hætta að f ram- leiða skreið” — segir Hannes Hall ■ „Það liggur ljóst fyrir, að skreiðarframleiðendur verða að hetta að framleiða skreið, fyrst Seðlabankinn og viðskipta- bankarnir hafa ákveðið að hætta að lána út á skreiðarfram- leiðslu,” sagði Hannes Hall, framkvæmdastjóri Skreiðarsam- lagsins í viðtali við Timann i gær, en i gær ákváðu viðskipta- bankarnir aðstöðva lánveitingar út á skreið. Hannessagðist ekki hafa fengið fregnir af skreiðarframleiðend- um i gær, en taldi þó liklegt að þeir væru þegar farnir að draga úr framleiðslunni, en bankarnir hætta að lána út á skreiðina frá og með næstu mánaðamótum. Hannes sagði að framleið- endurnir fengju náttúrlega eftir sem hingað til sinn f isk á land, en þeir yrðu bara að setja hann i annars konar vinnslu. Taldi Hannes að þarna væri bara um timabundnar ráöstafanir af hálfu bankanna að ræða, og að þeir myndu fara að lána út á skreiðar1 framleiðslu um leið og Nigeriu- markaður opnaði á nýjan leik. „Bankarnir meta ástandið i Nigeriu á þennan hátt, og ákveöa þvi að hætta afurðarlánum út á skreið,” sagði Steingrimur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra i viðtali við Timann i gær. ,, „Ég get ekki haft neitt á mótí þessari ákvörðun bankanna, út af fyrir sig. Það er alveg rétt, sem komið hefur fram að ásóknin i skreiðarverkun hefur verið svo gegndarlaus að ég er þeirrar skoðunar að þaö eigi að draga úr skreiöarverkun, sérstaklega yfir sumarmánuðina, þvi skreiðar- verkun á þeim tima er áhættuspil og getur fariö illa, þrátt fyrir það að skreiöin sé úðuð með varnar- efnum. Sömuleiðis er það mjög i- skyggilegt hversu mikið hefur dregið úr afla i frystingu,” sagöi Steingrimur.” „Hins vegar verður einnig að geta þess að skreiðin hefur upp á siðkastið verið mikil tekjulind fyrir þjóðarbúið, þannig að ég er alls ekki með neinar -aðfinnslur við það sem hingaö til hefur farið i skreið og selst vel. Ég vona að þetta ástand i Nigeriu skýrist sem fyrst, svo að menn geti hald- ið áfram eölilegri skreiðarverk- un,” sagði Steingrimur, og bætti þvi við að þeir i ráðuneytinu myndu nú kynna sér hversu mikl- ar skreiðarbirgðir væru i landinu og hvað seljendur teldu að væri framundan i þessum efnum. —- AB Engin játning ■ Gæsluvarðhald unga manns- ins, sem situr inni hjá rannsóknarlögreglu rikisins vegna grunsemdar um aðild að innbrotinu í Gull og Silfur, rennur út á morgun. Að sögn rann- sóknarlögreglunnar hefur maðurinn ekki fengist til að játa aðild að innbrotinu. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort farið verður framá framlengingu gæsluvarðhaldsins. —Sjó. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS SAMKEPPNIVM WISHONNVN 1 tilefni af50 ára afmæli Sparisjóds Reykjavíkur og nágrennis hefur sparisjóðurinn ákveðið að efna til almennrar samkeppni um iðnhönnun og vöruþróun. Samkeppninni er œtlað að ná til hvers konar iðnaðarvara, semfullnœgja eftirtöldum skilyrðum: A. Varan þarfað vera framleiðsluhæfogframleiðslustaðurástarfssvœði Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. B. Varan á aðfela í sér nýjung íframleiðslu. C. Varanþarfað uppfylla kröfur umfagurfræðilegt útlit og notagildi. Sérstök dómnefnd munfjalla um þœr tillögursem berast en hana skipa: Hjalti Geir Kristjánsson, fulltrúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Þráinn Þorvaldsson, fulltrúi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, og danski hönnuðurinn Jakob Jensen, sem er kunnurfyrir hönnun sína hjá Bang & Olufsen hljómflutningsfyrirtækinu í Danmörku og hjá fleiri verksmiðjum sem hafa náð langt á alþjóðamörkuðum, ekki hvað sístfyrir sakir góðrar hönnunar. Að skilafresti liðnum mun dómnefndin verðlauna þrjár tillögursem skarafram úr hvað varðargóða hönnun og þróun iðnaðarvöru. 1. verðlaunkr. 50.000.- 2. verðlaunkr. 25.000.- 3. verðlaunkr. 10.000.- Þeim aðilum, sem standa að verðlaunatillögunum verður ennfremur, að mati stjórnar sparisjóðsins, gefinn kosturáfjárhagslegri aðstoð íformi lána eða styrkja tilfrekari undirbúnings framleiðslu þeirra vara sem tillögur voru gerðar um, enda sé þá komin á sam- vinna milli viðkomandi hönnuðar ogframleiðanda um þáframleiðslu. Dómnefnd er heimilt að veita fleiri athyglisverðum tillögum viðurkenningu en verðlaun hljóta. Höfundar skili tillögum íformi teikninga eða módels, til sparisjóðsins fyrir 15. október 1982, kl. 17:00, merktum einkennisstöfum sínum en lokað umslagfylgi með upp- lýsingum um hver eigi viðkomandi einkennisstafi. Nánari upplýsingar um samkeppni þessa veitir Sigurður Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Reykjavík. Við eigum afmæli IDAG Afþví tilefni bjóðum við viðskiptamönnum okkar að líta inn á Skólavörðustíg 11 og þiggja kaffi og kökur. Verið velkomin. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.