Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 4
 Miövikudagur 28. april 1982. fréttir ■ Undirbúningsnefndin saman komin á Hótel Sögu I gær. Fremst eru þau Rösa Ingólfsdóttir og Birgir Gunnlaugsson, en fyrir aftan þau Bóra Magnúsdóttir, Auöur Haralds, Arni Schev- ing, Fanney Gunnlaugsdóttir og Guöni Guönason. (Timamynd G.E.) Undirbúningur haf- inn að stof nun dans- og söngleikjahúss ■ Hvaö segöuö þiö lesendur góöir um þá hugmynd aö koma á laggirnar i Reykjavik dans- og söngleikahúsi, sem væri i stakk búiö til þess aö flytja hvaöa söngleik sem væri, innlendan eöa erlendan, meö tilheyrandi svigrými fyrir fjölmenna danshópa og hljómsveit? Þessi hugmynd er raunar þegar komin fram, — og meira en þaö. Hinn 15. april s.l. var haldinn undirbúnings- stofnfundur aö félagi sem á aö hafa þaö markmiö aö eiga og reka slikt hús og kynnti sjö manna undirbúningsnefnd á- form sin á blaöamannafundi á Hótel Sögu i gær, en stofn- fundur félagsins er ákveöinn þann 16. maí nk. kl. 14. 1 nefndinni eru þau Arni Scheving, hljóöfæraleikari, Auöur Haralds, rithöfundur, Fanney Gunnlaugsdóttir, dansari, Guöni Guönason Kizamaöur, Bára Magnús- dóttir skólastjóri, Rósa Ingólfsdóttir, teiknari og Birgir Gunnlaugsson, hljóö- færaleikari. Atvinnugrundvöllur og þjálf unarstöö Undirbúnings og fram- kvæmdanefndin sagöi á fund- inum I gær aö tilgangurinn meö stofnun þessa félags- skapar væri aö skapa aöjöfnu atvinnugrundvöll fyrir dans- ara, hljóöfæraleikara, leikara, söngvara, rithöfunda og fleiri, undir merki hins nýja húss. Þá yröi i tengslum viö húsiö rekin þjálfunarstöö fyrir fólk sem vill geta sungiö, dansaö og leikiö á sviöi jöfnum höndum. I stjórn skal ávallt sitja einn fulltrúi frá hverjum hóp lista- manna sem að stofnun félags- ins stóöu og er vonast til að þetta fyrirkomulag auöveldi að koma upp aöstööu viö hæfi og auöveldi allan rekstur hússins. Leit að húsnæði stendur yfir Kveikjan að stofnun félags- ins var sú aö aðstandendur JAZZ-INN buöust til aö gefa félaginu allan ágóða af sýningum sínum. Standa vonir til aö þegar haldið veröur á- fram að sýna i haust, safnist nægilegt fé til þess að félagiö geti sett á sviö sitt fyrsta verk. Þessa dagana er einmitt veriö að leita aö heppilegu húsnæði fyrir dans- og söngleikahúsið og hafa þrir staðir komiö til greina og standa viðræður yfir um hugsanlega leigu. Ekki þótti ráðlegt að sinni aö gefa upp hvaöa hús þetta eru. Vonast er þó til aö drög að samningi veröi fyrir hendi á stofnfundinum. Akveöið hefur veriö aö efna til samkeppni meöal al- mennings um nafn á danaog söngleikahúsinu, þar sem ekki er auðvelt aö snara hinu enska nafni „Musical The- ater” yfir á islensku. Verölaun verða kassettutæki frá Japis fyrir bestu tillögurnar. —AM Tillaaa MÍNAÐNAFNIÁ DANS OGSÖNGLEIKHÚS/Ð ER NAFNID VERÐUR AÐ VERAISLENSKT NAFN SENDANDA...______________-------------- HEIMIUSFANG________________ ________________ SENDISJiPÓSTHÓLF677 121REYKJAVÍK FYRIR MIÐVIKUDAGINN I2.MAÍ 1982 ■ Þennan miöa má nota fyrir tillögu aö nafni á dans og söng- leikjahúsið. Hafréttarráðstefnan: Allar atkvædagreidslur íslendingum í vil f „Lífshættulegu” vörubílarnir: „Okkur fannst ekki ástæða til að banna notkun þeirra” — segir Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins ■ Tómas Arnason, sem gegnir embætti utanrikisráöherra i fjar- veru Ólafs Jóhannessonar, sagöi á Alþingi i gær, aö Hans G. Andersen sendiherra, hafi haft samband við sig eftir aö atkvæöa- greiösium lauk á hafréttarráð- stefnunni i New York, og sagt aö allar atkvæöagreiöslur hafi falliö Islendingum i vil. Allar breytingartillögur viö hafréttarsáttmálann, sem voru okkur i óhag, voru ýmist dregnar til baka eða felldar i atkvæða- greiðslunni. Þar með er 200 milna efnahagslögsagan viðurkennd i alþjóðarétti og engar likur á að þvi verði haggað. Hafréttarsáttmálinn er nú til- búinn til undirskriftar og stað- festingar, en ráðstefnunni lýkur nú um helgina. OÓ ■ „Okkur fannst ekki ástæöa til aö banna notkun á Bedford vöru- bilum þrátt fyrir þennan auösæja framleiöslugalla. Umboösmenn bilanna hér á landi létu okkur vita af þessu að fyrra bragöi og þeim tókst að sannfæra okkur um að þeir hefðu uppi svo miklar varúöarráöstafanir að ekki væri sérstök hætta„á feröum,” sagöi Guöni Karlsson, forstööumaöur Bifreiöaeftirlits rikisins, þegar Timinn spurði hann hvort ekki væri ástæöa til aö banna notkun Bedford vörubila vegna spindil- arma sem þráfaldlega hafa sprungiö i bílunum. Eins og Tim- inn sagöi frá fyrir skömmu hafa bifreiðastjórar i Borgarnesi á- kveöiö aö hætta akstri Bedford bila frá og með fyrsta mai veröi ekkert gert i málinu. — 1 hverju felast varúöarráð- stafanir umboösins? „Þeir lita eftir þvi að ekki séu i gangi bilar meö sprungna arma.” — En ekki er þaö framtiöar- lausn? „Nei. Hingað hafa komiö menn frá verksmiöjunum i Bretlandi og þeir vinna nú i þvi að hanna nýja spindilarma sem koma til meö aö þola Islenskar aðstæöur,” sagöi Guðni. _sjó Bifreidastjórar á Bedfordvörubifreidum f Borgarnesi I hætta akstri á þeim 1. maf: |,,Vid teljum þessa bfla hrein-| lega lífshættulega ■ segir Júlíus Jónsson, örygglstrúnaöarmadur bflstjóra 1 Borgarnesl Sit;prung*1 ,r,mnlöu "•M,#l Haft var samband viö umbofiiö | ■ „Mefian ekkcrt er afi gert telj- |egt gerfilst. „En þafi er ekki vbt fyrir n«r tveim írum. „Fulltrúar Frétt Timans um Bedford-bifreiöarnar. þetta yrfii aldrei til frifis, vissu ekkert hvafi yrfii gert og fóru alfian. Ekkert hefur gerst ennþá nema afi vifi höfum fengifi nyja arma sem springa ennþi fyrr." Bilstjóramir hafa nú ákvefiifi afihctta akstri þessara bUa frá I. i maf. „En vUJimenneitthvafigera j I málinu þá erum vlfi til vtö- ‘ “ sagfii jqftis. ■ Betancuria er nafniö á skipinu sem keypt veröur i stafi Akraborgar. Þessi glæsilega bilferja mun afi öllum Iikindum koma til landsins innan mánaöar. Nýtt skip í stað Akraborgar: Tekur helmingi fleiri bfla ■ Rikisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um aö fá heimild til aö veita Skallagrími hf. rikisábyrgö fyrir kaupum á nýju skipi i stað Akraborgarinnar. Miöaö er við aö ábyrgðin veröi 80% af kaupveröi skipsins. Skipið sem Skallagrim- ur hefur augastaöá er Betancuria og er i eigu spænsks skipafélags. Skipið er smiðað 1974 og er 10 metrum lengra en Akraborgin en tekur allt aö 75 bila, eða 80-100% fleiri en Akraborg. Kaupverð skipsins er 2,9 millj. dollara. Akraborgin er smiöuð 1966. Skipið hefur reynst vel siöan það kom til landsins, en það er farið aö eldast og kostnaöarsamt viö- hald er framundan. Slöan er hitt aö Akraborgin annar ekki þeim flutningum sem bjóöast þegar mester aö gera. Þaö er þvi mikil- vægtaðtakastærra skip ínotkun. Bilaflutningar meö Akraborg hafa stööugt fariö vaxandi og þótt afkastageta nýja skipsins sé svo mikil sem raun ber vitni mun það tæpast geta sinnt allri flutninga- þörfinni um mesta annatimann. Gert er ráð fyrir að þingiö sam- þykki heimild til rikisábyrgðar I þessari viku ogættinýja skipið þá aö koma til landsins innan mánaöartima. Tilrauna- borunum við Helguvík lokið: ,,Gengur mjög vel” segir ísleifur Jónsson, verk- fræðingur hjá Jarðborunum ■ „Jú, jú. Borunum lauk nú um helgina og þær gengu mjög vel nema hvaö að um tima áttum við i erfiöleikum meö aö flytja bor- ana vegna forar sem var þarna suðurfrá,” sagöi Isleifur Jónsson, verkfræðingur hjá Jaröborunum rikisins þegar Timinn spurði hann hvort rétt væri að rann- sóknarborunum við Helguvik væri lokiö. — Ykkur hefur þá tekist að ljúka verkinu i tima? „Já við áttum aö skila okkar verkþætti fyrir mánaðamötin april mai svo okkur tökst aö ljúka verkinu i tima þrátt fyrir tafir,” sagði ísleifur. Að sögn Skúla Vikingssonar, jaröfræðings hjá Orkustofnun, voru sýninsem tekin voru upp við Helguvfk aö mestu heillegt berg og sagði hann að sér virtist að ekkert ætti aö vera þvi til fyrir- stöðu að hægt væri að byggja þar hverskonar mannvirki. — Sjö. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna: Yfir 37 milljónir lítra frá 766 framleiðendum ■ Aöalfundur Mjólkurbús Flóa- manna var haldinn aöGunnars- hólma i A-Landeyjum sl. mánu- dag.Hófstfundurinn kl. 13 og stóö til kl. 19. Sóttu hann hátt á þröja hundraö manns. í skýrslu Grétars Simonarson- ar mjólkurbússtjóra kom þaö fram aö mjólkurmagniö á siöasta ári var 37.6milljónirlitra, sem er 3.5% minna en var áriö 1980. Kom mjólkin frá 766 framleiöendum, sem nú voru 7 færri en árið áður og áttu þeir 12356 kýr. Meöal- mjólkurmagn á hvem framleið- anda voru tæpir 50 þúsund litrar. Fyrir þessa mjölk fengu bændur greiddar 4.66.8 kr. sem er3.8 aur- um undir verölagsgrundvallar- veröi. Gætti talsverörar óánægju meöal fundarmanna Ut af þvi atriöi. Kom Grétar viöa viö i ræðu sinni, og lýsti bæöi framleiðslu búsins á árinuog nefndi aö bænd- ur hefðu fengið viö uppgjör 75.3 aura i eftirstöövar og vexti. Margar nýjungar hafa komið fram i framleiöslunni á árinu og eru vöruflokkar nú orönir 45. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna er nú þannig skipuö: Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri, formaö- ur, Magnús Sigurösson i Birtinga- holti, varaformaður, Hörður Sigurgrimsson i Holti, meöstjórn- andi, Hrafn Lýösson i Litlu Sand- vik, meöstjórnandi og ölver Karlsson f Þjórsártúni, meö- stjórnandi. ölver gekk inn i stjórnina á aðalfundinum nú i staö séraSváfnis Sveinbjörnsson- ar. — AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.