Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 28. april 1982. 10 Heiiii il i s t fmi tin l umsjón: B.St. og K.L. ■ Magnús Harðarson, starfsmannastjóri og verksmiðjustjóri, virðir hér fyrir sér nýja vatnshreinsunartækið. ■ Aþessum diskiskilar flöskuskyggningarvéiin frá sér þeim flöskum, sem ekki standast kröfur hennar. Má reikna með yfir 99% öryggi þess, aö ekki komist óhreinar flöskur i gegnum árvökul rafeindaaugu vélar- innar. ■ Pétur Helgason matvælafræðingur annast daglegt gæöaeftirlit á rannsóknastofu fyrirtækisins. (Timamyndir Eila) ÞREYTT AUGU? ■ Þegar maður er þreyttur sést þaö ekki bara á augunum, heldur ekki siöur á umhverfi þeirra. Mörgum hættir til að fá „poka” undir augun, aðrir fá hrukkur við augun af aö reyna að sjá skýrt eitt- hvað, sem þeir rétt aöeins grilla i. En enginn vili lita át fyrir að vera þreyttur. Enda er hægt aö vinna gegn þvi á marga vegu, en mik- ilvægast er aðhalda húðinniumhverfis augun hreinni og friskri. Viss atriöi bcr algerlega að forðast. Lesið aldrei I ónógri birtu, notiö alltaf gleraugu, þegar þeirra cr þörf og sjáiö um að fá nægan svefn. Sé ekki tekiö tiilit til þessara atriða, gagnar ekkert þó aö vei sé faröaö, þreytulegt útlitið kemur alltaf I gegn. En jafnvel þó að fyrrnefndra atriöa sé gætt, er hægt aö gcra ýmis- iegttíl aðhressa upp á augunog umhverfi þeírra. ■ Svona einfalt er það. En nauðsynlegt er að vinna af ýtr- ustu nákvæmni til að vera viss um að vel takist. Nudd ■ Nudd umhverfis augun held- ur húðinni teygjanlegri og hindrar myndun slappra „poka”. Leggið vinstri vísifing- ur og löngutöng viö vinstri augnkrók, eins og sýnt er á myndinni. Dragið þá létt en ákveðiö skáhallt að gagn- auganu. Sleppið og endurtakið hrcyfinguna. Dragið ekki húðina tilbaka með fingrunum. Endurtakið u.þ.b. 30 sinnunv og larið slðan eins aö meö hægri hönd við hægra auga. Þetta skilur cftir sig góða tilfinningu. Nuddið krem vel inn i húðina ■ Aöur en þiö leggist til svefns er gott aö bera feitt krem á húðina umhverfis augun og nudda það vel inn. Til eru sér- stök augnkrem, sum vlta- minbætt. Beriö ekki mikið krem á augnlokín, svo að það fari ekki inn I augun sjálf, það er mjög óþægilegt. Hins vcgar er óhætt að bera vel á viö augnkrókana og undir augunum og nudda það iétt inn i húöina, þar til húðin hefur tekið allt kremið til sln. Notiötimann á meðan og deplið augunum ótt og titt, það cr ágætis þjálfun. 10 mlnútna aðhlynning aö augunum á dag gcfur strax góðan árangur og þiö megiö eiga von á þvi að þreytan minnki eða jafnvel hverfi. Sþegill sálarinnar ■ Það eru tiskusveiflur i and- litsföröun eins og öðru, sem varðar útlitið. En alltaf er lögö inikil áhersia á snyrtinguna I kringum augun. Sagt er að 25% snyrtivara séu tilcinkuð augun- um, sem oft eru kölluð spegiii sálarinnar. En jafn sjálfsagt og þaö er aö haga augnasnyrt- ingunni rétt, er þaö nauösynlegt aðhreinsa hana velaf á kvöldin. Nú oröið eru á markaöi sérstök mild hreinsiefni, sem ætluö eru til þeirra nota. Smyrjið þau á með fingrunum og þurrkið vel af með bómullarhnoöra meö léttuin hreyfinguin. Það má aldrei toga I húðina I kringum augun, það verður aö umgangast hana með varúð. Slakið á ■ Þaö cr bæöi þægilegt óg nylsamlegt aö leggjast út af mcð vætta bómullarhnoðra yfir augnlokunum og hugsa um hreint ekki neitt. Þetta gefur bestu hvlid sem hugsast getur, ekki aðeins þér sjálfri, heldur og augunum um leið. Bómullar- hnoðrana má væta með rósa- vatni eða te, gjarna kamillute. Gætið þess, að þeir séu ekki alveg Iskaldir, það gefur enn betrihvild. Nýr véla- kostur hjá Cola tryggir hreinlæti ■ Um þessar mundir standa yfir miklar umbætur hjá verksmiðj- unni Vifilfell, sem framleiðir m.a. gosdrykkinn vinsæla Coca Cola hér á landi. Er hér um að ræða uppsetningu vatnshreinsivélar og flöskuskyggningarvélar. Af þessum sökum hefur starfsemi verksmiðjunnar legið niðri um skeið, en þó mun vel séð fyrir þörfum landsmanna fyrir þennan vinsæla drykk, þvi að á leiðinni til landsins er farmur af honum, töppuðum á dósir. Þessar vélar eru settar upp að kröfu Coca Cola félagsins, svo og rannsóknastofa i verksmiðjunni, sem annast skal daglegt gæða- eftirlit. Flöskuskyggningarvélin er útbúin rafeindaaugum, sem eru svo nákvæm, að ekki eru taldar likur á, að nema prósentu- brot flaskna, sem eitthvað er athugavert við, komist framhjá þeim. Vatnshreinsivélin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en tengd á neysluvatnsinn- takið i verksmiðjunni. Um það fara 40.000 litrar vatns á klukku- stund, sem hreinsað er með út- fjólubláum geislum, er eyöa gerlum og óæskilegum gróðri. t kjölfar þessara breytinga á verksmiðjunni eru væntanlegir nýir drykkir á markað frá henni. Má þar nefna sykurlaust Coca Cola, sem hefur hlotið nafnið TAB, en það hefur til þessa aðeins verið selt i svonefndum „bar- vélum” hér á landi. Stóllinn tekur stakkaskiptum. Er eftirlætisstóllinn farinn að láta á sjá? ■ Er stóllinn, sem þið kjósið helst að hreiðra um ykkur i fyrir framan sjónvarpið á kvöldin farinn að sýna þreytumerki? Hugsið þið stundum sem svo i dagsbirtunni, að nú gangi þetta ekki lengur, annaö hvort verði að fá nýtt áklæði á stólinn, eða bara hreinlega henda honum. Aður en þið gripið til svo róttækra aðgerða að henda stólnum, skuluð þið aðgæta, hvort þið hafið ekki tök á þvi sjálf að veita honum nýja klæðningu. Náið ykkur i t.d. gamalt lak, sem klippa má niður sem snið. Leggið það yfir stólinn og lagið það að örmum, baki og setu. Vandið þetta verk og gætið þess að láta lakið ganga inn i öll horn. Lol^aárangurinn byggist á nakvæmni frá upphafi. Merkið nú fyrir með mjúkum penna eða krit. Takið siðan lakið af og klippið út snið eftir útlinunum. Nælið nú sniðið saman með titu- prjónum og mátið á stólinn. Gerið þær leiðréttingar, sem þarf. Takið nú tituprjónana aftur úr og leggið sniðið á áklæðið, sem þið hafið valið á stólinn. Gætið þess að leggja þau eftir þráðunum og gleymið ekki að reikna með saumfari. Þegar þið hafið klippt áklæðiðeftir sniðunum, er best að . sikk-sakka alla kanta, svo að áklæðið rakni ekki upp. Nú skuluð þið næla sniðið saman með tituprjónum, helst á röngunni, og máta á stólinn áður en þið saumið þau saman i saumavél. Þegar áklæðið er saumað, þarf að pressa saumana I sundur á röngunni. Ef setan i stólnum er laus púði, er sniðið auðvitað klippt fyrst út áður en lagt er til atlögu við áklæðið sjálft, og hafið i huga, að heppi- legt er að hafa rennilás á einni hliðinni, svo að auðveldara sé að kippa „verinu” utan af og þvo það, þegar það er orðið óhreint. Neðri brún áklæðisins er siðan földuð i saumavél og fallegra er að það nái ekki alveg niður á gólf, bilið m á vera 1—2 cm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.