Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 28. aprll 1982. ' Þorsteinn Ómar Páll Siguröur Bjarni I; Gylfi rRauði herinn er nu ekki mitt uppáhald’ segir Grétar Norðfjörð en spáir þeim samt sigri gegn Forest Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður: „Ég ætla að spá Arsenal sigri i þessum leik, og ég geri það að miklu leyti fyrir Bjarna Felixs- son, aðdáanda Arsenal. Ég hef trú á þvi að þeim takist að sigra West Ham á sinum heimavelli”. Jón Hermannsson prentari: „Heimavöllurinn gerir út- slagið i þessum leik og þvi segi ég að Aston Villa vinni leikinn gegn M. City”. Áskeil Þórisson blaðamaður: „Min bjargfasta trú er sú að þessi viðureign Coventry og Tottenham ljúki með jafntefli. Ætli tölurnar verði ekki 2-2”. Jón Oddsson knattspy rnumaður: „Ég hef ekki trú á þvi að Middlesboro fari að gera ein- hverjar rósir gegn Ipswich. Ég spái Ipswich öruggum heima- sigri”. Magnús V. Pétursson knattspy rnudómari: „Leeds ætti nú að hafa þetta á heimavelli. Já, já við látum Leeds vinna þennan leik gegn Stoke”. Grétar Norðfjörð knattspy rnudómari: „Rauði herinn er nú ekki mitt uppáhald, en þeir eru þessa dagana i miklu stuði og ég kemst ekki hjá þvi að spá þeim sigri gegn Nottingham Forest”. Þorsteinn Bjarnason knattspy rnumaður: „Það er ekkert vafamál, við setjum einn á Old Trafford, þeir eiga að klára þetta dæmi gegn Southampton”. Ómar Ragnarsson fréttamaður: „Ég á bágt með að sjá hvernig Birmingham á að koma i veg fyrir sigur hjá Notts. County á þeirra heimavelli. Ég spái þvi County sigri i þessum leik”. Páll Pálmason knattspy rnumaður: „Þó að Sunderland mali inn stigin þessa dagana þá hef ég ekki trú á þvi að þeir haldi þvi áfram. Þeir vinna ekki mikið meira af leikjum. Þess vegna ætla ég að spá Brighton sigri”. Sigurður Ingólfsson hljóðm: „Ég tel að Swansea sé sterk- ari heldur en Everton og þvi spái ég þeim sigri i þessari viðureign”. Bjarni óskarsson verslunarmaður: „Úlfarnir vinna öruggan sig- ur gegn W.B.A. enda leika þeir i Fylkisbúningnum og það er ekki verra”. Gylfi Kristjánsson, biaðamaður: „Með sigri i þessum leik myndi Watford tryggja sér endanlega sæti i 1. deild að ári. Charlton er hins vegar erfitt lið heim að sækja og þess vegna spái ég jafntefli”. röp-. Steve Archibald hefur átt góða leiki með Tottenham. Grétar og Sigurdór efstir ■ Af þeim fjórum sem höfðu náð lengst i fyrri viku voru að- eins tveir af þeim sem i sið- ustu viku höfðu rétt fyrir sér. Það voru þeir Sigurdór Sigur- dórsson og Grétar Norðfjörð, báðir hafa þeir spáð rétt i f jög- ur skipti. Þrir koma siðan með þrjú skipti rétt, þeir Jón Odds- son, Jón Hermannsson og i siðustu viku bættist Gylfi Kristjánsson i þann hóp. Nú þykir orðið nokkuð ljóst að keppnin muni standa á milli þessara manna og ekki nema fjórar vikur til stefnu og óhætt aö segja að spennan sé að komast i hámark. röp-. Nafn 33. leikvika Leikir Spá 1. Sigurdór Sigurdórsson hlaðamaður (4) Arsenal — WestHam 1 2. Jón Hermannsson prentari (3) Aston ViIIa —Man.City X 3. Askeli Þórisson hiaðamaður (1) Coventry —Tottenham X 4. Jón Oddsson knattspyrnum. (3) Ipswich — Middlesboro í 5. Magnús V. Pétursson knattspyrnud. (2) Leeds —Stoke í 6. Grétar Norðfjörð knattspyrnudómari (4) Liverpool — Nottingh. Forest i 7. Þorsteinn Bjarnason knattspyrnum. (2) Man. Unitcd — Southampton i 8. Ómar Ragnarsson fréttamaöur-(2) Notts. C. — Birmingham í Ö. Páll Pálmason knattspyrnum. (2) Sunderland — Brighton 2 10. Siguröur Ingólfsson hljóöm. (1) Swansea — E verton 1 - n. Bjarni óskarsson verslunarm. (2) Wolves — W.B.A. 1 12. Gyifi Kristjánsson blaðamaður (3) Charlton — Watford X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.