Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 19
Miövikudagur 28. aprii 1982. 27 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Coppola (fyrir miöju) leikstýrir Nastassiu Kinski og Frederic Forrest i ,,One From the Heart” — árangurinn féll ekki f geö áhorfenda. Coppola aðþrengdur fjárhagslega: Verdur ad selja kvikmyndaverid ■ Francis Coppola hefur nú neyðst til að setja kvikmyndaver sitt i Iiollywood i söiu vegna fjárhagsiegra vandræöa, sem eiga öðru fremur rætur sinar að rekja til óvinsælda nýjustu kvik- myndar hans — ,,One From the Heart” — meöal bandariskra kvikmyndahússgesta. ■ Coppola hefur oítar en einu sinni lagt allt að veði fyrir kvikmyndir sinar, og er skemmst að minnast gerðar „Apocalypse Now”, en hann varð að veðsetja allar eigur sinar til þess að geta lokið þeirri mynd. 1 það sinn var hann hins vegar heppinn: kvikmyndin varð vinsæl og mun á endanum skila honum verulegum hagnaði. En i þetta sinn fór á annan veg: drauma- myndin um Las Vegas, „One From the Heart”, hlaut mjög dræma aðsókn og batt þar með enda á draum Coppolas um stórt kvikmyndaver i Hollywood. Fyrirtæki Coppolas, Zeo- trope Studios, hefur þvi verið boðið til sölu fyrir 20 milljónir dala. Hann keypti þetta kvik- myndaver fyrir tveimur árum siðan i'yrir 7.2 milljónir dala og hafði háleitar hugmyndir um að reka stórt kvikmynda- ver með nýjum hætti. En nú, eftir verulega l'járfestingu, er þeim draumi sem sagt lokið. Coppola hefur persónulega gengið i ábyrgð fyrir öllum skuldum Zeotrope Studios. „Hversu mikið ég verð að selja af öðrum eignum minum er óljóst ennþá”, sagði hann á dögunum i viðtali við banda- riskt dagblað, en þá var hann staddur i Tulsa i Oklahoma, þar sem hann er að stjórna upptökum á nýrri kvikmynd, sem ber heitið „The Outsid- ers”. Hann sagði jafnlramt, ... að viðskiptabanki hans hefði lofað að ganga ekki að heimili hans fyrr en siðast. Auk fasteigna sinna á Zeo- trope fjórar kvikmyndir, sem settar verða á markað á þessu ári — en auðvitað er allt i óvissu um hverjar viðtökur Elias Snæland þær myndir fá hjá kvik- Jónsson skrif- myndahússgestum. ar Þetta eru „Hammett”, sem er fulllokið, „The Escape Art- isf’.sem verður tilbUin siðar á árinu, „Too Far to Go” og loks „The Black Stallion Re- turns”, en hún á að verða til- búin fyrir næstu jól. Loks er Coppola sjálfur að gera „The Outsiders”, sem á aö vera til- búin i haust. „Hammett” er sú þessara myna, sem hefur valdið mest- um vndræðum. Leikstjóri er Wim Wenders, en upptökur gengu mjög illa og varð að taka myndina að mestu upp aftur. Kostnaður er um 10.5 milljónir dala. Talið er senni- legt að „Hammett” sjái dags- ins ljós á kvikmyndahátiðinni i Cannes i mai. t>ar er reyndar búist við annarri umtalaöri mynd eítir þýskan leikstjóra, sem sé „Fitzcarraldo”, sem Werner Herzog hefur unnið aö árum saman og tekin hefur verið að mestu i Perú. En það er nú annar handleggur. Kvikmyndin, sem Coppola stýrir sjálfur upptökum á sem stendur, fjallar um táninga og svo smækkaða útgáfu af „guð- föður”, en það íyrirbrigði hef- ur áður reynst Coppola gróða- vænlegt viðfangsefni. Og það er engin ástæða til að ælla að Coppola sé úr leik, þótt hann hafi orðið íyrir þessu áfalli. Hann á vafalaust ei'tir að sýna getu sina á ný. — ESJ. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ★ ★ ■ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Eldvagninn Lifvörðurinn Lögreglustöðin i Bronx Bátarallýið Leitin að eldinum Rokk i Reykjavik The Shining ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ ★ ★ Montenegro ¥ Hetjur fjallanna ¥ ¥ Aðeins fyrir þin augu Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær ■ * * * mjög góö • * * góð • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.