Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðumfs Slmi (91)7- 75-51, HEDD HF. (91)7-80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi Mikiö úrval Opió virka dugu 9-19 - Laugur- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR {jy/arahlutir Armiila 24 36S10 „NÚF AÐ SEMJA TÓNUST ÞEGAR ÉG VAR ATTA ARA — rabbað við Ernest Majo, þýskan horriablásturssérfræðing ■ Lúðrasveit Reykjavikur efnir til afmælistónleika þann 28. júni n.k. en þá er sveitin 60 ára. Hún er þvi elsta lúðrasveitin á landinu og rekur uppruna sinn til gömlu sveitanna Hörpu og Gigju sem voru sameinaðar i Lúðrasveit Reykjavikur 7. júli 1922. Harpan og Gigjan voru svo aftur arftakar Lúöurþeytarafélags Helga Helgasonar, sem stofnað var 1876. 1 tilefni af afmælinu hefur Lúðrasveit Reykjavikur ráðið til sin fjölmenntaðan mann á sviði hornahljómlistar, hr. Ernest Majo en hann hefur unnið að þvi að semja og setja út verk fyrir lýðrasveitir um 50 ára skeið og það ekki aðeins I heimalandi sinu, Þýskalandi, heldur einnig i Bandarikjunum, Japan og viðar. Viö ræddum stuttlega við hr. Majo á blaöamannafundi sem L.R. boðaði til i tilefni af afmæl- inu sl. mánudag. „Já, ég hóf að semja tónlist strax þegar ég var átta ára gam- all”, segir Majo. „Það var and- legs eðlis, þetta barnæskuverk, og hét,,Ecce homo”. Siðan hef ég haldið áfram að semja og iiklega eru útgefin lög eftir mig orðin um 250 talsins. Þetta er tónlist af ýmsu tagi, en hljómlistin fyrir lúörasveitir er þó einna fyrir- ferðamest. Ég byrjaði að semja fyrir lúðrasveitir i flotanum árið 1936 og hef haldið þessu áfram upp frá þvi. 1956 má segja að ég hafi verið „uppgötvaður” af út- gefendum sem tónhöfundur og mikiðaf tónsmiðum eftir mig hef- ur verið gefið út nú i Þýskalandi. Já, ég hef farið viða um lönd, stjórnaði um hrið við Illinois State University Band og starfaði einnig i fjögur ár með „Tokyo Band” i Japan. Þar varð ég þeirr- ar ánægju aönjótandi að frum- flytja mars eftir sjálfan mig með hljómsveitinni sem heitir „Ryo- hei Oga” sem er saminn til heið- urs einum aömiráli Japana. Þennan mars hafa Japanir gert aö einkennislagi flota sins” Viöspyrjum Majohvernig á þvi stóö að hann afréð að halda til Is- lands. „Svo var mál með vexti að vin- ur minn einn, Suppan prófessor við tónlistarháskólann i Graz, þekkti til hér á landi, þar sem hann kom hér meö hljómsveit fyrir tiu árum og kynntist þá ■ Ernest Majo fyrir framan Hljómskál- a n n . 1 Lúðrasveit Reykjavikur hafa margir kunnir menn haldið um tónsprotann, svo sem Páll Isólfsson og Karl O. Run- ólfsson. Þeir voru báðir heiðursfé- lagar L.R. og Majo hef- ur lofaö að semja „heiðursfé- lagasyrpu” fyrir sveit- ina, upp úr lögum eftir heiðursmeð- limi. I heið- ursfélaga- hópnum er einnig dr. Gunnar Thoroddsen og hann mun verða eitt tónskáld- anna sem koma munu við sögu i syrpunni. (Timamynd .E.) Hans Ploder. Hann benti mér á auglýsingu frá Lúðrasveit Reykjavikur sem óskaöi eftir að fá stjórnanda til að leiða 60 ára afmælistónleika sina og ég ákvað að taka boðinu. Ég hafði aldrei komið til Islands áður”. Annars er Majo ekki sem á- nægðastur með allt hér á Islandi og þaö er verðlagið sem á sök á þvi. Hann hafði hugsað sér að auka sjóndeildarhring sinn með- an á Islandsdvölinni stendur en það var ekki eins auövelt og hann hélt: „Ég komst að þvi að það kostar jafn mikið að fljúga héðan til Grænlands og heim aftur og það kostar að fara frá Frankfurt til New Yorkog til baka. Ég er þó ekki milljónamæringur”, segir hann. Nei, það er enginn byrjandi i listum lúðrasveitarmanna sem þeir hjá Lúðrasveit Reykjavikur hafa fengið til liðs við sig. Hr. Majo hefur þegar samið mars sem hann nefnir stutt og laggott „Bless lsland” fyrir lúðrasveit- ina og einnig syrpu upp úr lögum Arna Thorsteinssonar, sem heitir „Iceland Remembered”. Þessar tónsmiðar fáum við að heyra á af- mælistónleikum L.R. 28. júni og þeir forystumenn lúörasveitar- innar báru mikið lof á þessi verk bæði. Til gamans má geta þess að fyrsti stjórnandi L.R. var einnig þýskur, Otto Bötcher, ættaður frá Hamborg. —AM. Miðvikudagur 28. april 1982. fréttir Eldur í dýpkunar- skipinu Gretti ■ Eldur var laus i dýpkunarskipinu Gretti þar sem það lá i Kópavogi, fyrir neðan Vitamál viö Kársnes- braut um kvöldmatar- leytið i gær. Sjónar- vottar gerðu lögregl- unni i Kópavogi að- vart og fór hún um borð meö hand- slökkvitæki og reyndi að slökkva eldinn. Þegar það tókst ekki var kallað i slökkvilið- ið I Reykjavik og eftir að það kom á vettvang gekk fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Dýpkunarskipið hefur legiö i Kópavogi um árabil og sagði lögreglan aö liklegt væri að börn sem voru aö leik I skipinu hefðu lagt eld að einhverju lauslegu sem þar var um borð. — Sjó. Skemmdarverkin í Árbæjarsafni óupplýst ■ Enn hefur ekki tek- ist að upplýsa hverjir voru að verki þegar hin ógurlegu skemmdarverk voru unnin i Arbæjarsafni og Arbæjarkirkju að- faranótt s.l. laugar- dags. Rannsóknarlög- regla rikisins sagði i samtali við Tímann i gær að stöðugt væri unnið aö þvi að upp- lýsa málið en hingaö til án árangurs. — Sjó. Golf á Korpúlfs- staðartúni Borgarráð sam- þykkti á fundi sinum i gær að gefa Golf- klúbbi Reykjavikur kost á þvi að taka hluta Korpúlfsstaðar- túns undir golf-leiki sina. Nokkuð er liöið siðan Golfklúbburinn falaðist eftir þvi aö fá umrætt svæði undir starfsemi sina, sem færst hefur i vöxt hin seinni ár, og i gær var lögö fram tillaga I þessa veru i borgar- ráði sem var sam- þykkt. — Kás dropar Lengi lifir í gömlum glæðum ■ Þcssa frétt sáum við í Degi undir fyrirsögninni: „Enn var Hf i hrússa” „Bóndi nokkur á Sval- barðsströnd á gamlan hrút sem hann lét ganga meö ánum sl. vetur. Taldi bóndi að hrússi, sem bæði er lasinn og haltur, væri til fárra hluta nýtilegur, en hrúturinn bjó yfir þrótti sem enginn átti von á. Fyrir nokkrum vikum bar ein áin þrem lömbum og þykir sannað að gamli lasni hrúturinn sé faöir þeirra. Bóndi hefur ekki i hyggju að láta þann gamla ganga með ánum næsta vetur.” Nýtt stéttar- félag rithöfunda? BDropar hafa fregnað að meðal ýmissa rithöfunda sé nú rætt i fullri alvöru um stofnun nýs félags rit- höfunda. Mun þessi hreyfing hafa fengið byr undir báða vængi við ný- lega úthlutun úr Launa- sjóði rithöfunda og eru fundahöld fyrirhuguö næstu daga til þess að ræða nánar um möguleik- ana á slikri félagsstofnun. Samkvæmt heimildum Dropa mun rætt um að nýja félagiö verði „stétt- arfélag lýðræðissinnaðra rithöfunda”, eins og það hefur verið orðað, og sé það hugsað sem mótvægi við þá Alþýðubandalags- menn sem mestu ráða I Rithöfundasambandinu að visu með stuðningi ýmissa annarra rithöf- unda svo sem Matta á Mogganum. ©tefösteöM? Litlu verdur Davíð feginn ■ Morgunblaðið sést nú ekki fyrir i tilraunum sin- uin til að koma höggi á borgarstjórnarmeirihlut- ann, og skiptir það blaðið sýnilega engu máli þótt borgarbúar séu almennt svertir i leiðinni. Nýjasta dæmið er makalaust við- tal scm birtist i Morgun- blaðinu um helgina um hvaö Reykjavik og Reyk- vikingar væru orðnir ó- þrifalegir! Það var nú að visu svo, að Morgunblaðið fékk Spjsll *ið _ færrynk hjón 1 , um Kejkjs'lk® og njUárk-i!* V gróörsrstbó | Óþrifiiaður í Ileykjavík! fundið útlendinga til að kasta óhróðri I Reykvik- inga. Litlu verður Davið feginn! engan Reykviking til þess að sverta þannig borgina sina, heldur þurfti blaðið að leita til Færeyinga i þvi skyni! Og ef marka má Staksteina Morgun- blaðsins i gær, eru þeir Moggamenn bara ánægð- ir með að hafa getaö Krummi ... sér að Guðrún Helgadótt- ir sver af sér i Þjóðviljan- um að hafa nokkurn tima sagt að Gunnar Thorodd- sen væri karl. Hvað er Gunnar þá að mati Guð- rúnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.