Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 6
Framsóknarflokksins vid borgarstjórnar kosningar f Reykjavfk 22 .maf 1982 X0 Stefnuskrá íþróttir, tómstundir og útivera: FÉLÖG ÁHUGA MANNA STUDD ■ ÖUum borgarbúum á aö gefast kostur aö nýta frfstundir sfnar sjálfum sér og öörum til gagns og ánægju. ■ Framsóknarflokkurinn vill að allir borgarbúar geti nýtt frístundir sínar með því að sinna heilbrigðum og þroskandi verk- efnum sjálfum sér og öðrum til gagns og ánægju. Tómstundaráð stofnað Framsóknarf lokkurinn fylgir þeirri meginstefnu að borgin skapi aðstöðu og styðji félög áhugamanna til þess að sinna hugðarefnum sínum. Stofnað verði nýtt ráð, Tómstundaráð og taki það við verkefnum íþrótta- og æskulýðsráðs og öðrum tóm- stunda verkefnum sem nú eru á vegum annarra nefnda borgar- innar. Sé tómstundaráð skipað fulltrúum borgarstjórnar og áhugamannafélaga. íþróttaadstada í borgarhverfum Borgin stuðli að sem bestri að- stöðu til iþróttaiðkana í hverfum borgarinnar í samvinnu við íþróttafélög og styðji þau íþrótta- félög er reisa og reka eigin íþróttahús og velli. Framkvæmdir r (þróttamálum Framsóknarf lokkurinn leggur áherslu á eftirtalin verkefni: — Hafnar verði framkvæmdir við byggingu á skautasvelli í Laugardal. — Lokið verði skipulagningu úti- vistarsvæðis í Suður-Mjódd. — Leitað verði samstarfs við Háskóla íslands um uppbygg*- ingu Háskólavallarins með sérstoku tiíliti til fyrirtækja- og skóla íþrótta. — Þess verði gætt að útivistar- svæðin í öskjuhlíð og Elliðaár- dal haldi upprunalegri fegurð sinni og bætt verði aðstaða til útivistar í Reykjanesfólk- vangi. — Framkvæmdum í Bláfjöllum verði haldið áfram og hraðað verði þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi með teng- ingu vegar til suðurs á Reykjanesbraut. — Hafist verði handa um bygg- ingu smábátahaf nar við Gelgjutanga. — Komið verði upp félagsmið- stöð í vesturhluta borgarinn- ar. — Unnið verði að því að skapa unglingum viðunandi aðstöðu til skemmtanahalds í samráði við þá sjálfa en undir eftirliti tómstundaráðs. Frædslu- og menraingarmál: SKÓLINN — AÐSTOD VK> HEIMILIN ■ Framsóknarflokkurinn minnir á að skólar leysi ekki heimilin undan uppeldisskyldu sinni held- ur séu aðstoð og viðbót við það uppeldis- og fræðslustarf sem fram fer á heimilunum. í skólun- um þurfi með stöðugu starfi að vekja áhuga nemanda á sögu landsog þjóðar, félagslífi, íþrótt- um, útivist, umhverf ismálum, fegurð og fjölbreytni landsins, náttúruskoðun og náttúruvernd og listum. Þá þarf að fara fram í skólum öflug fræðsla um skað- semi áfengis og eiturlyf ja. Þess sé gætt að skólatími sé samf elld- ur og skólastof ur verði einsetnar í 4.-9. bekk. Dvalartími 6 ára barna verði lengdur. Einnig eigi börn þess kost að fá málsverð i skólanum. Framkvæmdir r skólamálum Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á eftirtaldar fram- kvæmdir. — (þróttahús verði tilbúið við Seljaskóla í lok ársins og við- bótarkennsluhúsnæði árið 1983. — Annar áfangi ölduselsskóla verði tilbúinn í haust og byrjað verði á sundlaug viðskólann. — Þriðji áfangi við Hólabrekku- skóla verði tilbúinn haustið 1983. — Skóli verði reistur innan tveggja ára á mörkum Hring- brautar og Framnesvegar og verði skóladagheimili í þeirri byggingu. — Lokið verði f rágangi skólalóða við ýmsa skóla borgarinnar og gerðar verði nauðsynlegar breytingar og lagfæringar á húsnæði þeirra. — Lokið verði bygginga- framkvæmdum sem nú er unnið að við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti sem fyrst og íþróttahús byggt við skólann. — Reykjavikurborg haldi áfram stuðningi sínum við Leikfélag Reykjavíkur. — Lögð verði áhersla á að lista- verk í eigu borgarinnar séu til sýnis í stofnunum hennar og almenningsgörðum. — Komið verði á fót útibúum frá Borgarbókasaf ni í fjöl- mennustu hverfum borgar- innar og hannað nýtt aðal- safnhús. ■ i skólunum þarf aö fara fram öflug fræösla um skaösemi áfengis og eitur- lyfja-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.