Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1982, Blaðsíða 7
Stefnuskrá Framsóknarflokksins við borgarstjórnar- kosningar í Reykjavfk 22. maí 1982 Atvinnumál: ■ Framsóknarf lokkurinn leggur höf uðáherslu á að ef la og treysta atvinnustarfsemi í Reykjavík með þvf að borgin hafi ávallt til reiðu lóðir sem henti mismun- andi fyrirtækjum og nýti ýmsa möguleika í sambandi við gatna- gerðargjöld, skattlagningu og sölu á rafmagni og vatni til þess að laða fyrirtæki til að byggja upp starfsemi sína í Reykjavík. Flokkurinn telur hinsvegar að borgin sjálf eigi ekki að gerast beinn þátttakandi í atvinnu- rekstri umfram það sem nú er nema í sérstökum tilfellum. Aðstöðugjald f iðnaði lækki Framsóknarf lokkurinn vill örva til nýiðnaðar með beinum fjárstuðningi við rannsóknir og annan undirbúning og haldið verði áf ram þeirri stefnu að ætla léttum og hreinlegum iðnaði stað í íbúðahverfum eða í tengslum ■ Aöstööugjöld I iönaöi veröi lækkuö og atvinnustarfsemi efld meö 'þvi aö borgin hafiávallt til reiöu lóöir sem henti mismunandi fyrir- tækjum. við þau. Aðstöðugjald á iðnaðí verði lækkað úr 1% í 0.65%. Uppbygging hafnarinnar Haldið verði áfram skipulagðri uppbyggingu haf narinnar þannig að Vesturhöfnin verði einvörð- ungu fiskihöfn, skipafélögin fái hvert sitt athafnasvæði og það verði þurrkví og dráttarbraut á nýja hafnarsvæðinu við Elliðaár- vog. Uppbyggingu og endurnýjun hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur verði haldið áfram þannig að fyrirtækið verði í fremstu röð hvað varðar vinnuaðstöðu og af- köst. Þarfir neytenda í fyrirrúmi Nýjar þjónustu- og verslunar- miðstöðvar verði skipulagðar í samræmi við þarf ir neytenda og í samráði við samtök þeirra aðila sem þjónustuna annast. Verði hinum ýmsu rekstrarformum gert jafn hátt undir höfði í sam- bandi við aðstöðu til verslunar- reksturs. Heilbrigdis- og félagsmál: Heilsugæslustöðvar í að alhverfum Reykjavíkur ■ Framsóknarf lokkurinn mun beita sér fyrir því að reistar verði heilsugæslustöðvar i aðal- hverfum Reykjavíkur og komiðá samstarfi milli félagsmálastofn- unar og heilsugæslustöðva. Jafn- framt verði þegar hafnar við- ræður við ríkið um yfirtöku þess á rekstri og byggingu Borgar- spítalans. Aukin tengsl æskunnar og aldraðra Framsóknarf lokkurinn vill tryggja öryggi og vellíðan barna meðan foreldrar þeirra vinna úti með byggingu og rekstri leik- skóla og dagvistarheimila í sam- ræmi við „Áætlun um uppbygg- ingu dagvistarheimila 1981—1990". Við hönnun dagvist- arheimila verði haft í huga að húsnæði megi nýta jafnt sem dagheimili og leikskóla. Unnið verði að samræmingu gæslu- valla- og dagvistarkerfisins þannig að þjónusta verði sem hagkvæmust. Komið verði á sveigjanlegri dvalartima ea nú er á leikskólúm. Fóstur á einka- heimilum verði skipulagt á þann hátt að samvinna verði á milli dagheimila í sama borgarhverfi til að gera vistunina öruggari. Aukin verði tengsl æskunnar og aldraðra með því að fá^aldraða í ■ Unniö veröi aö samræmingu gæsluvalla- og dagvistarkerfisins þannig aö þjónusta veröi sem hagkvæmust. Tengsl læskunnar og aldraöra veröi aukin meö heimsóknum aldraöra og einhverju starfi ,á dagvistarheimilum. heimsókn og til einhverra starfa á dagvistarheimilum. Kirkjulegt starf eflt Framsóknarf lokkurinn vill efla kirkjubyggingasjóð og styð- ur starf kirkju og safnaða. Samtök aldraðra fái stærra Hlutverk f öldrunarþjónustunni Framsóknarf lokkurinn vill efla og virkja samtök aldraðra sjálfra og annars áhugafólks við uppbyggingu öldrunarþjónustu. Flokkurinn leggur áherslu á að öldruðum sé gert kleift að búa á eigin heimilum eins lengi og heilsa og kraftar leyfa en aldrað- ir fái jafnan notið nauðsyniegrar þjónustu í sérhönnuðu húsnæði og á stofnunum þegar hennar er þörf. Heimilishjálpin verði aukin, komið verði á fót fleiri dagdeild- um aldraðra og tómstundastarf þeirra eflt. Byggðar verði sérhannaðar söluíbúðir með nauðsynlegri þjónustuaðstöðu sem verði seldar öldruðum á kostnaðarverði og með forkaupsréttarákvæði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.