Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 56
32 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is SÖNGVARINN JOSÉ CARRERAS ER 62 ÁRA Í DAG. „Þegar þú ert kominn á ákveðið stig er mjög auð- velt að segja já. Þá er orðið tímabært að læra að segja nei.“ Spænski tenórinn José Carrer- as hefur sungið helstu óperu- rullurnar við helstu tónleika- húsin síðustu þrjá áratugi. Innósentíus VIII. páfi gaf þennan dag árið 1484 út tilskipun- ina Summis desid- erantes sem skipaði Heinrich Kramer og rannsóknardómarann Jacob Sprenger til þess að uppræta meintar nornir í Þýskalandi, og markaði það upphaf- ið að einhverjum um- fangsmestu nornaveið- um sögunnar. Nornaveiðar hafa alltaf verið til í gegnum tíðina. Þær komu strax fram í Evrópu í frum- kristni. Í tilskipun Innosentíusar kom fram að til- vist norna væri staðreynd og þær væru ógn við samfélag kristinna manna. Innósentíus styrkti rannsóknarréttinn til muna og lagði áherslu á að nornafárið væri helst að finna í Þýska- landi. Kramer gaf síðan út ritið Nornahamar- inn (Malleus Malefia- carum) sem fjallaði um hvernig nornir hegðuðu sér og hvernig mætti þekkja þær. Nornaveið- ar breiddust síðan út um alla Evrópu og til Ameríku. Á Íslandi urðu rúmar tuttugu galdrabrennur en aðeins ein kona var brennd. Óljóst er hve margir létu lífið af völdum þessa galdrafárs. Heyrst hafa tölur frá 50.000 og upp í tvær milljónir. ÞETTA GERÐIST: 5. DESEMBER 1484 Nornaveiðar hefjast af krafti Elskaður sonur okkar, bróðir, barnabarn, mágur og frændi, Ísak Helgason Grundargerði 8b, Akureyri, lést sunnudaginn 30. nóvember. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju þann 15. desember kl. 13.30. Helgi Steingrímsson Steinlaug Kristjánsdóttir Gunnhildur Helgadóttir Sævar Már Árnason Steinunn Helgadóttir Jökull Sævarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, Gunnars Jónssonar dúklagningameistara, Rjúpnasölum 14, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E á Hringbraut, líknardeildar Landspítala Kópavogi og Karítasar. Guðríður Ríta Ágústsdóttir Ari Guðjón Gunnarsson Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir Helga Gunnarsdóttir Halldór Sigurðsson Gyða Rut, Karen Birna, Bryndís, Sara Hrund og Gunnar Helgi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar J. Geirdal Suðurgötu 38, Akranesi. Dröfn Lavik Severin Lavik Njörður Geirdal Sigurbjörg Snorradóttir og ömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tómas Þorvaldsson Gnúpi, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. desember síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Eiríkur Tómasson Katrín Sigurðardóttir Gunnar Tómasson Rut Óskarsdóttir Stefán Þorvaldur Tómasson Erla Jóhannsdóttir Gerður Sigríður Tómasdóttir Jón Emil Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Guðný Guðmundsdóttir frá Bala Stafnesi, Stapavöllum 19, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnu- daginn 30. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn 6. desember nk. kl. 14.00. Guðmundur H. Ákason Guðrún Gunnarsdóttir Jón Gunnarsson Guðrún Gunnarsdóttir Kristþór Gunnarsson Ásrún Rúdólfsdóttir Guðmundur G. Gunnarsson Þórhalla M. Sigurðardóttir Þjóðbjörg Gunnarsdóttir Reinhard Svavarsson barnabörn og barnabarnabarn. Okkar ástkæra sambýliskona, móðir, amma og langamma, Málhildur Sigurbjörnsdóttir til heimilis að Heiðarbrún, áður Holtsgötu 14a, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 15.00. Arthur Karl Eyjólfsson Sigmundur Karlsson Linda B. Sigurðardóttir Unnur Sigurbjörg Karlsdóttir Karl Sesar Karlsson Þorbera Fjölnisdóttir Þóra Lind Karlsdóttir Salómon V. Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 771 Karlamagnús verður kon- ungur Frakklands eftir lát bróður síns Karlóman. 1492 Kristófer Kólumbus stígur fæti á Hispaníóla. 1796 Í Reykjavíkurskóla er frumsýnt leikritið Slað- ur og trúgirni eftir Sigurð Pétursson. Síðar fékk það nafnið Hrólfur. 1901 Taflfélag er stofnað á Ak- ureyri. 1933 Áfengisbanninu í Banda- ríkjunum lýkur. 1945 Sveit fimm sprengjuflug- véla á vegum bandaríska flotans týnist í Bermúda- þríhyrningnum. 1968 Jarðskjálfti af stærðinni 6 stig finnst í Reykjavík og er hann sá snarpasti frá 1929. Vísindafélag Íslands fagnar 90 ára af- mæli um þessar mundir en það var stofnað hinn 1. desember árið 1918, eða sama dag og Ísland varð fullvalda ríki. Þann dag komu tíu kennarar við Há- skóla Íslands saman og var tilgangur- inn að stofna félagsskap íslenskra vís- indamanna sem hefði það markmið að efla vísindastarfsemi í landinu. Tilgangur félagsins er enn sá sami en að sögn Þórarins Guðjónssonar, varafor- seta félagsins, sem gegnir störfum Þórs Eysteinssonar forseta á meðan hann er í námsleyfi, er markmiðið nú að efla fé- lagið enn frekar og vill hann sjá að það taki frumkvæði í vísindalegri umræðu á Íslandi. „Við þurfum að færa umræð- una meira út í samfélagið og veita stjór- völdum aðhald. Þá viljum við reyna að fá til liðs við okkur meira af ungu fólki en félagsskapurinn er vettvangur þar sem vísindin, hvort sem þau heita fé- lagsvísindi, heimspeki, raunvísindi eða lífvísindi sameinast,“ segir Þórarinn og heldur áfram: „Það var framsýnt átak að stofna þetta félag á sínum tíma en nú er rétti tíminn til að stórefla félags- skapinn. Reynslan sýnir að á erfiðum tímum gera þjóðir átak í að efla vísind- in sem leiðir til nýrra tækifæra.“ Þórarinn segir fundi síðasta miðviku- dag í hverjum mánuði fasta liði í starf- semi félagsins en þar eru flutt erindi um vísindaleg efni. Að auki hefur fé- lagið haldið hin ýmsu málþing og staðið fyrir margvíslegri útgáfu. Félaginu er einnig ætlað að standa við bakið á vís- indamönnum. „Við viljum til að mynda geta stutt vísindamenn sem lenda í því að niðurstöður þeirra séu dregnar í efa ef þær stangast á við hagsmuni stórfyr- irtækja, útgerðarmanna eða annarra hagsmunaaðila. Eins þarf stöðugt að vera að minna á ákveðna hluti og má þar nefna stöðu ungra vísindamanna sem er erfið. „Ég myndi vilja sjá að nýtt og öfl- ugt fólk ætti greiðari leið inn í háskól- ana að loknu doktorsnámi en mjög lítil nýliðun er á dósentsstigi. Nemendum fjölgar stöðugt en lítið er gert til að búa í haginn fyrir þá sem hafa lokið námi og ættu að bera kyndilinn áfram.“ Í tilefni afmælisins stendur félag- ið fyrir málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands. Það hefst klukkan 14 á morg- un, laugardag, og ætti að vekja at- hygli fróðleiksfúsra. Þar verður farið um víðan völl og fjallað um lýðheilsu- vísindi, svefn, örtæknirannsóknir og mannkynbætur. vera@frettabladid.is VÍSINDAFÉLAG ÍSLANDS: FAGNAR 90 ÁRUM MEÐ FRÓÐLEGU MÁLÞINGI Nú er tími nýrra tækifæra ERFIÐLEIKUM MÆTT MEÐ AUKINNI ÞEKKINGU Þórarinn Guðjónsson segir að nú sé rétti tíminn til að stórefla félagsskapinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.