Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 10
Föstudagur 30. april 1982 ■ Unnur Kolbeinsdóttir, er fædd 1922 i Kollafirði. Hún tók kennarapróf tvitug, giftist.eign- aðist sex börn. Kenndi annað slagið meö heimilisstörfum, þó ekki fyrir alvöru fyrr en yngsta barnið var komið i skóla. Um afstöðu sina til ungs fólks segir hún: ,,Ég séog umgengst mikið af góðu og glæsilegu ungu fólki og dáist að dugnaði margra. Þar sem miður fer, verðum við alltaf að taka miö af aðstæðum. „Fordæmdu ei hið bogna, brotna, veika. Þess böl er mikið Þjáning þess er djúp”. (HKL). Við ættum öll að lita i eigin barmáöurenviðdæmum.Ég er alin upp viö norðannæðingana hérna undir Esjunni og veit að ekki er alltaf logn, stundum er sólskin en stundum kalt, þótt aldrei skaði nú blessuð sólin. Ég reyni að vera raunsæ — vera manneskja til að taka þvi sem að höndum ber.” „Naumast að ég er orð- in merkileg mann- eskja” Það var hérna á dögunum að umsjónarmaður heimilistimans hringdi og bað mig segja les- Unnur bjóst viö lltt frásagnarverðum dögum, sitjandií sófa meðhandavinnu. (Tlmamynd Ella) Allt er bjart f rá ystu lá inn f hjartarætur” ff endum blaðsins hvernig ég verði einum degi núorðið. „Naumast að ég er orðin merki- leg manneskja”, hugsaði ég. Ég var að koma heim af spitala og sá fram á litt frásagnarverða daga, sitjandi i sófa með handa- vinnu. Ég hafði lesiö slikar greinar eftir ungar konur á upp- leið og lamast gersamlega. Hvernig fara þessar ungu nú- timakonuraðþviaðkoma öllum þessum ósköpum i verk? Er ekki verið að útrýma öllu kven- kyni (einnig er verið að reyna annaðslagið við bændastéttina) á skömmum tima með vinnu- þrælkun? Það er bara hátið ef þær hafa ekki filefldan karl- mann á framfæri sinu i ofaná- lag. — Einnig hafði ég oft verið skömmuð fyrir „ónákvæmni i frásögn.” Eftir miklar skirskotanir til góðra tauga minna i garð Tim- ans að fornu og nýju ásamt sjálfvalinni dagsetningu lét ég tilleiðast, en segi bara i stil við Indriða G. „Ég tel mig ekki bera ábyrgð á öllum ávirðing- um Timans, frekar en hann á minum.” Þá er aðfara s.s. 2-3 vikur aft- ur i timann til hins sögufræga 30. mars sl. Ég vaknaöi eins og vant er um sexleytið og fór að hugsa um það sem ég þurfti að gera þennan dag. Ég átti að mæta uppi á Akranesi i fótaað- gerð daginn eftir og þurfti að koma bilnum i viögerð ásamt þessu vanalega. Kúplingin var einu sinni enn komin i verkfall. Þórunn dóttir min segir það eölilegt, ég standi almennt allt- af á kúplingunni, sem ég neita harðlega, nema náttúrlega á ljósum i öryggisskyni. Þóttfjöl- skyldan tali um „einkennilegan keyrslumáta” þá finnst mér nú nýr kúplingsdiskur árlega væg- ast sagt dularfullt fyrirbæri. Ekkert sund, morgun- leikfimi eða svoleiðis lúxus i dag Jón „fyrrverandi á Timan- um” sonur minn, var búinn að bjóöa mér far með sér og Akra- borginni kl. 7 sd. og þaðan að Bifröst. Þá þurfti að skjóta mér niður á Skaga á morgun. Þetta var snúningasamt. Eftir aö mæðast svona litla hriö, skreiddistég fram úr, opnaði út á svalir og andaði að mér vor- loftinu. Ekkert sund, morgunleikfimi eða svoleiðis lúxus i dag. Ef maöur væri nú kominn upp i sveit, gæti labbað út á tún, farið i fjósið, heilsaö upp á kýr og hesta, hænsn og lömb! Ætli sauöburöur fari ekki að komast úr móð, tæknivæðingin tekur alls staðar völdin. I sveitinni lika. Ég vildi snúa hjóli timans afturábak og festa það á á- kveðnum punkti, þegar allt lifið var fagurgrænt eins og túnið heima og manni var bannað að vaða óslægjuna nema i hæsta lagi berfætt að reka rolluskját- urnar. „Hvar fær ég höfði hall- aö?” A.m.k. ekkiupp að volgum belgnum á henni Búbót minni eða stinnum makkanum hans Stjarna gamla, hundurinn Olsen löngu dauður. Kolsvart kattarkvikindið þvælist um leggina á mér, ég er nærri dottin um eina húsdýrið. I þessum dapurlegu hugleiðing- 'um fer ég fram i eldhús, tek til næringarsnauðan morgunverð (ekki má maður einu sinni borða alminlega), gef kettinum - og les Timann. Katrin, 15 ára :heimasæta er á skiðum á Isa- firði að afloknum samræmdu vinnustað. Það tók nú tima, þvi hann var álika lipur i gang og staður hestur. Þrisvar tókst mér þó að forðast árekstur. Vinnustaður minn er núna menningarstofnun ein ágæt i Hliðunum sunnan verðum, Hliðaskólinn i Rvik. Á gangin- um mæti ég sérdeildarbörnun- um. Þau heilsa mér brosandi, þau eru alltaf svo glöð, þrátt fyrir fötlun sina. Ég kemst svo- lltið viö og skammast min. Hver er ég að vera að mæðast, ég á 1/2 tylft af rétt sköpuöum börn- um.’ Hressilegur hlátur berst ofan stigann. Ég kem i kaffið á kenn- arastofunni. Þar er vonandi ekki afmæli i dag, það er mjög freistandi, þvi afmælisbörn bjóða alltaf uppá tertu eða t.d. rjómapönnukökur. Stundum 2svar á dag! Andrikar samræð- ur hefjast, bæði rithöfundar, fararstjórar og allt þar á milli prýða kennaraliðið og margt er spjallað. yfirmenn. Þá er nefnilega hægt aðráða ifriði, þvi þeir gera allt sem við biðjum um. Ágætis- menn. Nú þyrfti ég að skreppa upp i Isaksskóla og hitta að máli skáldið og Þingeyinginn (klass- isk samsetning) Herdisi Egils- dóttur sem lofaði mér grein og myndum fyrir „Skimu”. mál- gagn móðurmálskennara. Her- dis leysir nú svoleiðis smámuni léttilega. Siminn hringir um leið og ég kem heim. „Ert þú orðin mjög hrukkótt?” spyr gamall skóla- bróðir, en við höfum hvorki séð haus né sporð hvors annars sl. 40 ár. „Læt ég það allt vera, miðað við aðstæður”, svara ég, og eftir lýsingar á aðskiljanleg- um barneignum og hjónabönd- um (fleiri börn og færri hjóna- bönd hjá mér) kveðjumst við. Þetta tók 1/2 tima. Engin tak- mörk virðast hugdettum karl- manna sett. Ég verð að skrifa Dagur í lífi Unnar Kolbeinsdóttur prófunum, en Guðrún Sigriður 25 ára, er hér i millilendingu, var að koma úr söngför með Há- skólakórnum. Er að skrifa BA ritgerð um málvisindi og á leið til Italiu. Ekki er nú allt jafn- bölvað, þvi hún fékk italska styrkinn til háskólanáms i tal- kennslu i þvi langa og mjóa landi Italianó. Þar með hverfur hún i 3 ár af norðurslóöum, en huggun harmi gegn er að miss- um vér málið af ýmsum ástæð- um s.sl. slysum, kölkun, veik- indum, ofnotkun (ekki ósenni- legt), getur Guðrún bjargað málinu á málvisindalegan hátt. Ég treð méri'þærfáu spjarir sem ég kemst i og legg út i lifs- baráttuna. Nú er för minni heit- ið inn i Voga. Þar hef ég fyrir satt að sé einn heiöarlegur bif- vélavirki. Kl. 8 var ég mætt slysalaus eftir ótal krókaleiö- um. Þvi miöur var ekki sama sagt um viögerðamanninn. Ég beið i klukkutlma. Þá hringdi karl. „Unnur min, elskan, ég lenti á árshátiö i gærkveldi. Komdu e.h. á morgun. Svikja þig? Dytti það ekki i hug. Aldrei i lifinu!” Svona eru karlmenn. Aldrei neitt að marka þá og allir eins. Finni maöur heiðarlegan bila- viðgerðamann er hann dottinn i það eins og skot. Vinnustaðurinn er Hliðaskóli i Reykjavik Skodinn bar mig að lokum á 1 dag er miðvikudagur. Ég hef umsjón með 2 bekkjum i vetur, 3. og 4. Tveir timar i 3. bekk,sið- an 2 vinnutimar kennara. Þá reynum við að vinna saman i aldursflokkum, ná sambandi við stuðningskennara, félags- ráðgjafa og skipuleggja, ljós- rita, bera saman bækur okkar. Við skiptum systurlega 1 mat- arskammti tvær, litill fiskur, mikið hrásalat. E.h. fer ég svo i 4. bekkinn og er þar til kl. rúml. 4. Þar er liflegt lið samankomiö/ 21 ólikir krakkar. Foreldra- skemmtun nýafstaðin og páska- friið framundan. Námsáhuginn þvi takmarkaður. Við tölum nú samt um páskana teiknum og skrifum og syngjum i dag. Kveðjumst og óskum hvert öðru gleöilegra páska. Ég fæ mörg hlý handtök og góðar óskir. Eitt gott orð, hvað það breytir miklu Eitt gott orð, hvað það breytir miklu. Samt finnst mér ég alltaf vera að skamma þessi grey. Ég tek svolitið til i stofunni og fer upp á kennarastofu. Sömu góðu óskirnar og hlýju handtökin þar. „Láttu þér batna, ekkert að flýta þér hingað aftur of snemma”. Mig fer nú bara að gruna margt. Ætli þau séu svona fegin að losna við mig? Þær eru vitrar konurnar i þessum skóla. Þær eru auðvitað i meirihluta og hafa karlkyns strákunum á spitalanum (2 syn- ir erlendis búsettir). Siðferðisþrekið að þrotum komið Nú var siðferðisþrek mitt þvi miður að þrotum komið. Mig langaöi ekki lengur að hossast i Akraborginni. Mun þægilegra virtist mér aö þiggja heimboð Guðrúnar fararstjóra og kenn- ara aö skoða dásemdir Horn- stranda m.m. Ég frestaði þvi siglingum til morguns. Við mæögur mættum á Fálkagöt- unni um sjöleytið og sátum þar i dýrölegum fagnaði allt kvöldið. Mikið borðað af undirstöðugóð- um mat, horft á gróöursæld og hrikaleik Hornstranda. Aðalvik, Hælavikurbjarg, þvilikt og ann- að eins. Ekki væri nú gott að detta þarna niður, alveg þver- hnipt ofan i sjó. Mest var þó hlegiö og rætt um börnin okkar innan hjónabands og utan (nemendur) — kjafta- og draugasögur slæddustmeð. Upp úr kl.ll fór ég að ókyrrast. Ætl- aöi ég ekki upp á Akranes i fyrramálið eða hvað? Við mæðgur yfirgáfum þvi sam- kvæmið og geystumst með pilsaþyt niður stigann og út. Næst vissi ég nú af mér úti i göturæsinu i ólögulegri hrúgu. Allt stjarnkerfið hvolfdist yfir mig. Ég var ekkert nema sand- ur og blóð i framan. Hvers lags ósköp voru þetta? Dóttir min reyndi árangurslaust að tosa mér upp. Ég reyndi aö hreyfa skankana, virtist óbrotin. Höf- uðið var eitthvað undarlegra en vant var og mátti þó varla við þvi. Nú þustu kennslukonur á vett- vang og Jesúsuðu sig i bak og fyrir. Ég var studd inn i bil og keyrð beint á slysavarðstofu. Yfirheyrð og lögö til hliðar á bekk, hvitklæddur loftandi sveif i kringum mig, læknir hugði að sárum minum. Skyndilega brast flótti i lið þetta sökum enn vofveiflegri atburða og ég lá nú þarna ein og yfirgefin og hug- leiddi stöðuna. Bara ég hefði nú snáfað með Jóni Ég var með 20 ára tilvisun til fótaaðgerðar upp á vasann og loksins þegar ég var búin að manna mig upp, þurfti þetta að ske. Þaðgæti tekið mig önnur 20 ár að safna kjarki uppá nýtt og fá tima og þá tæki þessu ekki lengur. Bara ég heföi nú snáfað meö Jóni. Þá sæti ég sennilega og hlustaöi á dýrðlegan konsert i Akraneskirkju eða væri komin beint i faöm Abrahams uppi á Bifröst. Nú var sigling á Akra- borginni og spitalavist á Skaga eftirsóttasta hlutskipti i veröld- inni. Sjálfsmeðaumkun helltist yfir mig. Hvar var „hið sterka kyn” á svona örlagastundum i lifi manns, „verndarar ekkna og munaðarleysingja?” Ég er að visu hvorugt, en fannst ég vera hvort tveggja. Horfnir burt „á brennandi norðljósum loft- vega kalda”ogekki ineinu kall- færi. Karlmenn eru almennt aldrei tiltækir þá sjáldan maður þarf á þeim að halda. Ég ávarp- aði þvi Almættið eins og vana- lega i slikum tilfellum. Bara einhverja mannlega veru i námunda við mig. Mér fannst ca. 1000 ár liða uns loftandi birt- ist og tókst mér aö ná sambandi með stóru tánni og biðja um við- tal við dóttur mina sem beið frammi. Nú gerðist allt i senn: Guðrún kom og hélt i hönd móður sinnar meðan höfuðleðrið var saumað saman, sandur og möl hreinsað úr sárum, en góðaraugu hófu innreið sína með tilheyrandi litadýrð. Þakka ég þessu góða fólki hér með mikla hugstyrk- ingu. Að þessu afloknu hittum við kennslukonur fyrir dyrum úti, spyrjandi að leikslokum. Hlógum viö að þessu meinlausa næturævintýri og fórum hver til sins heima. Reyndar hafði far- arstjórinn farið út á náttkjól um nóttina og athuga gangstéttina og fundið gráan hárlokk en hann var alls ekki af mér. Mikiö var nú gott aö komast i rúmið sitt eftir viðburöa- og litrikan dag. „Hér eftir mun ég sjá fótum mínum forráö”, var það siöasta sem ég hugsaði áður en ég sofnaði. Á spítalanum glotti enginn Það sakar ekki að geta þess, að daginn eftir sigldum við mæðgur i sólskini til Fyrir- heitna landsins handan Faxa- flóans. Skipverjar glottu við tönn að þessari dularfullu konu með sólgleraugun og stóru alpa- húfuna til að skýla plástrunum m.m. En á spitalanum glotti enginn. Þetta er nefnilega mannúðarstofnun. Eftir vel- heppnaða skurðaðgerð sóttu mig 3 kavalérar af mismunandi stæröum (Jón og synir) og studdumig á nýjum fótum beint i faöm Abrahams i hraunjaðrin- um við Bifröst. Fjölskyldan þar, sólbrennd úr Hliðarfjalli reisti svo við reyninn brotna á pásk- um. Ég horfði út i bjarta vornótt- ina þarna uppi i Borgarfirði. Gömul visa eftir pabba minn kom mér i hug og get ég ekki orðað hugrenningar minar bet- ur: Húmið svart er flúið frá. Fegurð skartar nætur. Allt er bjart frá ystu lá inn i hjartarætur. (K.H.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.