Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 5
5 Ég er maBur sem: brrrr, æði áfram, Pollockarnir fóru öðru visi i það svo ég fékk stimpilinn. En það er lika allt i lagi. Ég er ekkert feiminn við að viðurkenna að ég hef egó i þessum bransa þýðir heldur ekkert annað.” — Þú hefur gagnrýnt unglinga dálitið upp á siðkastið einkum svonefnda pönkara. Hefur það veriö tekiö illa upp? „Mjög illa. Unglingarnir eru eins og Allaballarnir, þeir eru manna hörundsárastir. Sjáðu til: pönkið verður til upp úr ökönómiskri kreppu, það er Ber- linarfilingurinn— rótleysi bömmerar, kynþáttahatur, at- vinnuieysi og allt þetta. Pönkið reis upp sem andsvar og var um tima mjög sterk pólitisk bylgja. En þegar þaö kemur hingað verður það bara tiska. Vissulega eru ökönómiskir bömmerar hér en þeir hafa verið faldir og pönkið er ekkert nema tiska. Það er orðið alveg sama tiskubylgjan og diskóið og ég er ekkert sáttur við að ég megi ekki kritisera þessa krakka þegar þau eru að láta hafa sig að fiflum. Ég væri falskur, ég væri hræsnari, ef ég héldi kjafti. Þaö var i lagi að segja: Ég er lög- giltur hálfviti hlusta á HLH og Brimkló en ef ég segi: Ég er ame- riskur diskópönkari,læt hafa mig að fifli og styð markaðinn, þá fara krakkarnir að grenja: „Bubbi er orðinn vondur. Bubbi er meö stæla.” Auk þess er ég ekki aö kritisera krakkana sjálfa, heldur það sem er að gerast i kringum þau, það sem hefur áhrif á þau. Ég er aö benda þeim á aö þau þjóðfélaginu. En þau eru bara bissi i þvi að vera i leðurjakka og vera með merki! Það hefur ekk- ert skeö. Það sem geröist hérna 1980 er að koðna niður I sinnu- leysi. Ég meina: þaö er ósköp fyndið að segja Island er bara fyrir hvita, heil Hitler og nasista- merki og blablabla en i hvaða til- gangi? Tilgangurinn er sá einn að vekja á sér athygli. Viö erum til lika. Purrkur Pilnik var vist að gefa mér einhverja pillu i blaöaviötali var ég að heyra, eitthvaö um aö Bubbi ætti að hætta að troða á þeim sem bökkuðu hann upp á sinum tima. Er ég eitthvað skyldugur til að klappa á bakið á fólki sem bakkaöi mig upp þegar ég geri mér grein fyrir þvi aö það er veriö að sparka þessu fólki horna á milli? En ég hef verið kritiseraður fyrir þetta af þvi ég slæ þar sem þau kennir til. Það er málið. Og ég held þvi áfram svo lengi sem mig langar til.” — Getum við rennt yfir lögin á piötunni, hvað þú vilt segja með þeim. „Sjálfsagt. Stórir strákar fá raflost er bara fantasia. Ráð til vinkonu skýrir sig sjálft. Tungan þaö er undir áhrifum frá Doors og Stranglers. Texti sem hver og einn má taka eins og hann vill. Minnismerki, þaö er texti sem ég tiieinka endalokunum. Breyttir timar, það skýrir sig sjálft. „Þú átt þina keöju og rakvélablað / finnst sem þú hafir meikaö það...” Vægan fékk hann dóm, þar er ég að gagnrýna aö þaö er ekki sama hvort þú ert Jón eöa séra Jón þegar þú ert dæmdur I fangelsi. Nei, textinn er ekkert frekar um Hauk Heiöar en hvern annan. Sieg Heil segir sig sjálft. Þaö sem ég er að taka fyrir er fjöldinn, úlfarnir: „1 hópum þeir fara /limlesta og meiöa / ekkert fær grið / öllu skal eyöa / kunna ekki að hræðast / um dimm stræti læöast / glotta viö tönn / er heyra sirenuvæl / SIEG HEIL”. Þetta er tileinkað Járnfrúnni og Nasjónal frontinum i Bretlandi, ef það væri tekið i öxlina á einum svona skinhead og honum hótað barsmiðum þá myndi hann fara aö væla svo þeir fara saman i hóp. Tiu eru sterkari en einn.hundrað eru sterkari en tiu og svo fram- vegis. Nú — Móðir, ég get eigin- lega ekki sagt um hvað textinn er. Sumir hafa sagt aö hann sé um Þverholtsatburðinn, sem ég skil ekki. Og Jim Morrison skýrir sig sjálft”. — Þú hefur leitað mikiö til Morrison? „Já. Morrison og Doors eru um þessar mundir kennarar okkar i Egó, hreint út sagt. Þetta er svip- að og að fara i tónlistarskóla að læra nótur. Ég keypti allar Doors-plöturnar á einu bretti, fékk mér ævisögu Morrison og út- vegaði mér ljóðabækurnar hans aftur. Það má segja ég sé að stúdera hann. Sko, Morrison var skáld. Hann var veikur karakter, miklir brestir i honum sem per- sónu, en sem listamaöur var hann skáld. Bandiö var mjög gott lika en var bókstaflega ekkert án hans. í þessu lagi á Breyttir timar sem ég ekki um hann, ég yrki ekki óð hans, heldur reyni ég að semja i hans stil. Ég er að reyna að nálgast hann, nálgast karma hans með þessu ljóði.” — Þú ert ekki hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum? „Nei. Eins og stendur er ég undir miklum áhrifum frá honum þegar við spilum live, en svo á það bara eftir aö hverfa.” — Þú ert tekinn upp á þvi aö flytja ljóð á tónleikum. Segirðu annaö meö þeim en lagatextun- um? „Já, það er rétt, það er allt ann- að efni. Þetta gefur mér færi á aö fara út 1 allt aðra hluti, og þetta verður linan i framtiðinni. Stund- um flyt ég þessi ljóð spontant, læt bara allt flakka.” — Lituröu þá á sjálfan þig sem skáld? „Tja, ég veit ekki. Jú, ég lit á mig sem skáld, en ekki skáld I hefðbundnum skilningi. Heldur rokkskáld. Sko, hérna á Islandi er ekki litið á rokk sem art, heldur bara sem eitthvaö rusl, táningaflipp, sem maöur vex upp úr, nema þá einhverjir popparar sem halda áfram að spila eitthvað djönk sem þeir vita sjálfir að er þriðja klassa. Mér er mikið I mun að rokkiö verði viöurkennt sem list, en áöur en það veröur þarf rnikiö að breyt- ast. Sérðu hvað Lennon gerði. Hann var I mestu kommersjal grúppu sem nokkurn tima hefur verið til og byrjar á þvi aö semja tónlist sem er það allélegasta og klúðurslegasta sem gert hefur verið. Svo þegar bandiö er komið i hundana ris upp úr þvi listamað- ur og hefur verið það allan tim- ann, kúgaður Iistamaður, sem hefur látið glepja sig út i hitt og þetta, en ris á endanum upp. Asamt ýmsum fylgifiskum, Greatful Dead, Joplin, Doors — aðallega Doors — þá breytti Lennon áliti heimsins á rokki. Hann sýnir fram á aö rokkið er list, það gerðu Doors Iika. Þú get- ur hlustað á Doors I dag og þeir standa ennþá upp úr. Eftir öll þessi ár standa þeir ennþá upp úr!” — Þú fórst á Stjörnumessu um daginn og fluttir ijóö. Hvernig var þvi tekið? „Hálfvitarnir kiöppuðu! Sko, ég fór á Stjörnumessuna með Þorleifi og Magnúsi og flutti tvö ljóð. Annaö var um ödipus- ar-komplexinn, byrjar svona: „1 tyrknesku gufubaöi lesum viö Nietzsche og Das Kapital, tökum raunveruleikann inn i smá- skömmtum og hiustum á Þey. I tyrknesku gufubaði læturðu móö- ur þina sjúga þig og skilur loks nvá'o ást'ér..'.'”'Þetta er tabú sem hefur ekki mátt minnast á. Karl- menn mega ekki hafa tilfinning- ar, „sem barn varsagt, karlmenn gráta ekki, sem barn var sagt, karlmenn læra að dylja tilfinn- ingar sinar...” Mórall karlmanna er: Blessaöur, ég reið tlu, en hve- nær hittirðu karlmann sem segir: Vá, ég er á svo miklum bömmer maður, ég fékk hann ekki upp með þessari piu, og allt i steik, maður. Ekki til I dæminu. Þú ert alinn upp i þjóöfélagi sem krefst þess að þú sért karlmaöur, en síð- an byrjar kvenfólk að ráðast á þig og segja aö þú sért low-down kúg- ari. En það er kvenmaöur sem el- ur upp karlmanninn! Hvaða breik höfum við fengið, hvaða skilning höfum við fengið? Ég lit á þetta sem baráttumál. Ég er ekki að ráðast á kvenfólkið, ég lit á mig sem feminista, karlfeminista, en ég áskil mér sama rétt og kven- fólkiö. Ég áskil mér rétt til að tala um hluti I tilfinningalifi karl- manna sem hafa verið bældir, al- veg eins og konur vilja fá aö tala um sitt tilfinningalif. Og ég áskil mér rétt til aö tala um það hvort mér stendur eöa ekki. Sjáöu bara tiskubókmenntirnar, Vitu Ander- sen til dæmis. Þar er verið aö tala um riöingar hingaö og þangað. En þegar ég fer aö gera það er ég negldur I bak og fyrir. Ég er bara aö benda á að við höfum við alveg sömu vandamál aö gllma og jafn- vel stærri vandamál! En ég byrjaöi sem sagt á að þesa þetta upp fyrir liðið á Stjörnumessunni. Og það var svona kurr i salnum. Síðan las ég //Mikki hefur sagt mér að hann hafi verið í hljómsveitinni til að klifra á toppinn á minn kostnað/ sennilega vor- um við allir i Utan- garðsmönnum til að nýta hver annan. Þeg- ar Mikki sá svo að þetta var hægt reis hann upp með stærra og sterkara egó en ég. Sennilega hpfði mér verið sparkað en þá sagði ég þeim ég væri hættur..." //Pönkið er ekkert nema tiska og ég er ekki sáttur við að ég megi ekki gagnrýna þessa krakka þegar þau eru að láta hafa sig að f íf lum. Það var i lagi að segja: Ég er löggiltur hálfviti/ hlusta á HLH og Brim- kló/ en þegar ég segi: Ég er amerískur diskó- pönkari og styð markaðinn, þá fara krakkarnir að grenja..." \ upp prósa sem var beinlinis um gestina þarna I Broadway, byrj- aði svona á Morrison linu: „Vaknið upp, raunveruleikinn er á næstu grösum. Fyrir 395 krónur opnum við ykkur blómum skrýddar dyr Paradisar”, og siö- an eitthvað um aö ef þú ert i rétt- um fötum, notar réttan rakspira, þá blablabla, Og jújú, þaö var ú- aö, en það var of mikiö af klappi. Það sýnir að þú getur skitið fram- an I þetta lið og það klappar af þvi þú ert 40 sentimetrum hærri, af þvi þú ert uppi á sviöi! Ef þaö væri einhver manndómur i þessu helvitis pakki hefði það labbað út. En ég varö aö gera þetta, ég varö að fara. Ég meina: ég hef aldrei séö þetta fólk, þaö hefur aldrei séö mig. Ég gekk hring eftir hring á sviöinu þannig að ég næði augnakontakt við alla, ég bók- staflega varð að horfa framan i þetta fólk meðan ég sagði þessa hluti. En ég var ekki aö kritisera þetta sem mannverur. Ég var aö krltisera það sem kindur.” Hann glottir: „En að sjálfsögöu fór þetta mjög leynt þegar sagt var frá Stjörnumessunni I blað- inu.” — Undir lokin, hvert stefnir Egó nú? „Það ræöst bara. Stefnan er að veröa betri tónlistarmenn. Ég er meö rokkóperu I bigerð.” — Um hvaö? „Um hippann og pönkarann. Báðir voru barn sins tima og báö- ir urðu söluvara. Hvorugum var útrýmt, heldur var vopnunum snúið i höndunum á þeim. Sjáðu bara aðlögunarhæfileika kapital- ismans. Pönkið þjónar óbreyttu ástandi. Albert Guðmundsson gæu rexio ponkgrúppu.” — Og alveg i lokin. A plötunni segistu vera bölsýnismaöur á kjarnorkuöld. „Já, ég er að svara kritik. Ég hef veriö krafinn um einhverja patentlausn á öllum vandamál- um , bara af þvi ég er Bubbi og er frægur! Ég á enga lausn. Kannski kirkjan hafi lausn, ha? Ég vildi gjarnan geta sungiö All we need is love, en ég bara get þaö ekki, ekki meöan er veriö að drepa og ljúga og svikja og pretta. Ég hef verið kallaður bölsýnismaður af þvi ég er að segja sömu hlutina og eru i sjónvarpinu, dagblööunum og útvarpinu, en i raun og veru er ég ekki bölsýnn. Þvert á móti: mjög bjartsýnn. En ég er alveg eins lost og Pétur og Páll uppi i tónabæ, þó ég sé 25 ára gamall. Það eina sem ég er að gera er að reyna að fatta sjálfan mig I til- verunni.” — ij-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.