Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 8. april 1982 Hin leynilega höfuðborg Póllands ■ Klaustrið og Mariukirkjan á Jasna Góra með öflugan og baráttuglaöan her sinn um klaustur Páls postula á Jasna Góra og hugði það létt verk fyrir sig að taka þessa háborg kaþólskunnar i Póllandi. 1 klaustrinu voru aðeins til varnar hinir guðhræddu munkar og örfá- ir pólskir hermenn undir stjórn Korcecki ábóta. Staðan virtist þvi vonlaus andspænis hinum fjöl- menna, vigreifa sænska her Karls Gustavs konungs. Umsátrið stóði samfelltfjörutiudaga. Abótinn og klausturbræðurnir leituðu full- tingis hinnar Heilögu Guðsmóður i Mariukirkjunni og fengu fullan sigur yfir óvinum sinum, þvi Sviar urðu loks frá að hverfa engu nær. Vörn klaustursins á Jasna Góra var álitið kraftaverk. Fréttin um sigur hinnar Svörtu madonnu i Czestochowa barst brátt út um gjörvallt Pólland og stappaði svo stálinu i Pólverja, að þeir snerust skipulega til varnar landi sinu gegn innrás hins guð- lausa, sænska mótmælendakon- ungs, og fáum árum siðar höfðu þeir hrakið Svia alveg af höndum sér. Pólski rithöfundurinn Henryk Sienkiewicz (nóbelsverðlaun 1905) hefur lýst hinum sögulegu atburðum á Jasna Góra, aðdrag- anda þeirra og afleiðingum i trl- logiu sinni um sjálfstæðisbaráttu Pólverja — „Ogniem i mieczem” (Með eldi og sverði), „Potop” (Flóðið) og „Pan Wolodyjowski”. Siðar á 17.öld rændu tékkneskir hússitar hinni háheilögu madonnumynd, þegar Pólverjum tókst loks að ná Mariumyndinni á sitt vald og koma henni aftur fyrir I Czestochowa, hafði hún hlotið CZESTOCHOWA ■ Um 200 kilómetra suðvestur af Varsjá stendur rúmlega 250 þús- und manna borg, Czestochowa, hin helga borg Pólverja. Borgin er i Kielce-héraðinu miðju og stendur á bökkum fljótsins Warta, miðja vegu með járn- brautinni milli Varsjár og hinnar ævafornu og fögru Krakár i Suður-Póllandi. Czestochowa hefur oft verið nefnd leynileg höfuðborg hins kaþólska Pól- lands, mitt á milli hins núverandi og fyrrverandi veraldslegs stjórnarseturs Póllands. Eitt stærsta og þekktasta stál- iðjuver Póllands er i' Czestoch- owa, margar efnaverksmiðjur, bómullar- og ullarspunaverk- smiöjur. En þær um það bil tvær milljónir pólskra og erlendra pilagrima, sem á ári hverju streyma til Czestochowa, koma þangað ekki til að kynna sér iðnað borgarinnar, heldur leggur þessi skari allur leið sina upp á Bjarta- fjall — Jasna Góra — i Czesto- chowa miöri, til hins vfggirta klausturs og Mariukirkjunnar, sem varðveitir þjóðarhelgidóm hinskaþólska Póllands: en það er Heilög Guðsmóðir — Regina Poloniae — eða öðru nafni Svarta madonnan i Czestochowa. Klaustrið og Mariukirkjan gnæfa hátty firborgina og gnæfa i andlegum skilningi yfir allt Pól- land. Hin forna helgisögn tengd myndinni af hinni Svörtu madonnu i Czestochowa greinir frá þvl, aö sjálfur guðspjalla- maðurinn LUkas hafi málað myndina á fjöl úr boröi einu, sem Jesú frá Nazaret smiðaði. Konstantin keisari flutti myndina frá Jerúsalem til Miklagarðs, en þaðan var hún siöar flutt til Rúss- lands. Þegar Wladislaw Jagiello Opolski fursti stofnaði klaustrið i Jasna Góra árið 1382, gaf hann hinu unga klaustri þessa helgi- mynd af Heilagri Guðsmóður með barnið til varðveislu. Eru þvi nú liöin rétt 600 ár frá þvi að hin Svarta madonna i Czestochowa kom til Póllands, og viötæk há- tiöahöld fyrirhuguð I borginni af þvi tilefni. Helgimyndin i Czestochowa tengist hinni stormasömu sögu • Pólverja á margvlslegan hátt. Þegar Karl Gustav X Sviakon- ungur, arftaki Kristinar drottn- ingar i hásætinu, réöst árið 1656 inn I Pólland tókst honum á aö- eins örfáum vikum að ná nær öllu landinu á sitt vald, þar á meðal Varsjá og Kraká. Hann settist þá ■ Regina Poloniae tvö áberandi ör á andliti og hálsi, og ber myndin þess merki enn þann dag i dag. Upp frá þvi hefur þessi mesti þjóðardýrgripur Pólverja — Heilög Guösmóðir i Czestochowa — verið um aldir kyrr á sinum stað og miðlað þaðan kynslo'ð eftir kynslóð sanntrúuðum pólsk- um kaþólikkum nýrri trúarvissu á hinum ckðugustu timum, hugg- að syrgjendur, gefið örviliruðum sálum nýja von og með krafta- verkum sfnum hjálpað sjúkum og farlama. 011 hin krýndu höfuð Póllands og nær allir pólskir föðurlandsvinir hafa farið pila- grimsför til að votta hinni Svörtu madonnu á Jasna Góra lotningu sina og biðjast fyrir. Þegar Jóhannes Páll II. páfi heimsótti föðurland sitt aftur árið 1979, var það Pólverjum einn af hápunktum heimsóknarinnar, er páfinn söng messu i Máriukirkj- unni á Jasna Góra, og krjUpandi hinni Heilögu Guðsmóður öi Czestochowa bað hann sérstak- lega fyrir framtiðarheill og hamingju Póllands og pólsku þjóðarinnar. Haiidór Vilh jálmsson ■ Matsalurinn iklaustri Páls postula á Jasna Góra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.