Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 10
ÍO_____ bergmál Fimmtudagur 8. april 1982 FOSTUDAGURINN LAA ■ Starfsfélagi minn einn — en ég nefni engin nöfn — hefur sagt mér i óspuröum fréttum aö i kvöld ætli hann aö leggja fullan brennivins- fleyg, nema þaö sé viski, i nátt- borösskúffuna sína og skrúfa tappann laust á. Þegar hann vaknar nauöugur viljugur, i fyrramáliö ætlar hann aö klemma aftur augun og ekki opna þau fyrr en hann hefur teygt sig I fleyginn án þess aö fara fram út og svolgraö hann aö minnsta kosti hálfan. Frammi i stofunni ætlar hann aö hafa tilbúnar meiri birgöir. Þannig, og aöeins þannig, telur hann sig geta lifaö af föstu- daginn langa. Ég reikna varla meö aö fara aö dæmi hans en langaraö taka þaöfram aöég skil hann mjög vel. Ég held aö ég hafi ekki veriö nema sjö átta gamall polli úti á Nesi fyrir margt löngu þegar ég taldi mig fyrst hafa séö i gegnum föstudaginn langa. Til hvers, spuröi litli drengurinn, aö syrgja svona mikiö úr þvi aö svo reis Jesús upp og velti steininum og fór til himna rikis en heilagur andi hingaö? Mig minnir aö þaö hafi veriö fátt um svör, en nokkr- um árum siöar geröi ég mér grein fyrir þvi aö spurningin var byggð á alveg kolvitlausum forsendum. Ég tók sem sé eftir þvi aö fólk syrgöi ekki á föstudaginn langa. Þvi leiddist, dauöleiddist. Og mikiö skal okkur öllum saman leiöast á morgun. Þaö er margendurtekinn og þvældur frasi aö Islendingar séu hundheiöin þjóö, og hafi alla tib veriö, en ég hallast að þvi að þaö sé rétt. Auövitað spretta hér kristilegu kærleiksblómin kring- um hitt og þetta eins og annars staöar en þessi þunga, heilaga kristni sem manni er sagt aö sé i Suöurlöndum eöa latnesku Ame- riku, aö ég minnist ekki á Pól- land, hefur alveg látiö okkur af- skiptalaus — sem betur fer! Samt sem áöur er þaö svo aö ég efast um aö nokkurs staöar i veröldinni sé föstudagurinn langi jafn voöa- lega heilagur dagur. Þaö er enda ekki til ljós punktur á þessum degi. Hann er þrúgandi, and- styggilega leiöinlegur. Á fyrrnefndum pollaárum úti á Seltjarnarnesi var venjulega brugöiö á þaö ráð aö fara i biltúra á föstudaginn langa og allir full- orðnir voruúrillir og munnhjugg- ust eða þá steinþögðu og þaö var lokaö i Eden og hvergi pulsur né is, bjánalegir fánar héngu hvar- vetna i hálfa stöng og veðrið var alltaf minnir mig, þungbúiö_ og ekki til aö bæta liðanina. I útvarp- inu rak hver hámessan aðra, og gerir raunar enn, kórar þung- lyndisleg orgeltónlist, grátandi fiölur, i sjónvarpinu var einhver álika göfgi og engin blöð né teiknimyndasögur — litil umferð á götunum, óvenju hljóöbært og börn fundu þaö á sér aö þau áttu aö vera stillt og prúö sem aldrei hefur mælst vel fyrir eins og allir vita, og meira aö segja á róluvell- inum var óþolandi og eitthvert sérkennilegt vælandi iskur i ról- unum. Nokkrum árum siöar komu strákarniri'Vesturbænum saman ágötuhornum á hjólunum sinum, gátu ekki farið i bió og ekki keypt sér svaladrykk i sjoppu, svo þeir pirruöust hver út I annan, rifust þvers og kruss og einhver var stunginn af en jafnvel þaö, sem oftastnær færöi f jör i leikinn, var hálf fúlt og li'tiö skemmtilegt. Þá var aftur hangið á hornunum og ullað og fiflast framan i bilstjóra sem lötruöu framhjá á jarðarfar- arhraða en urðu alb hugar fegnir aö fá einhvern til aö steyta skapi sinu á, bölsótuöust og blótuðu okkur i sand og ösku á tungumáli sem sæmt heföi lýönum á Golgata efeinhverheföinúbara haftfyrir þvi að skrá niður málfariö þegar þeir þrir voru negldir upp. En svona gekk dagurinn. Yngri systkini voru barin i kássu ef þau gáfu minnsta færi á sér, kötturinn Trilla undraöist stórlega af hverju enginn vildi kjassa hana eða klappa svo þaö leiö ekki á löngu uns hún var lika komin i fýlu og gekk urrandi úti igarði en fuglarnir sátu hni'pnir á grein og sungu ekki einu sinni. Og ennþá siðar var búið að koma boröum og stólum fyrir á gólfinu á Borginni eða Tjarnar- búö strax á skirdagskvöld og fólk- iö ranglaði fram og aftur, fáum tókst aö drekka sig fulla þótt allir reyndu allt hvað af tók, klukkan hálf tólf voru skjannabjört ljósin kveikt og á hverju ári urðu gestir undrandi og reiðir: ,,Af hverju i andskotanum... — æ, þaðer föstu- dagurinn langi og leiöinlegi, og má vist ekki skemmta sér”, sagði hver við annan þótt allir hefðu munað þessa hræöilegu staö- reynd fyrirfram og hún hvilt á þeim eins og mara siðustu daga ef ekki vikur. En andlegur undir- búningur var bara aldrei nægur, reiöarslag föstudagsins langa endurtók sig á hverju einasta ári og leiöindin jukust sem aukinni bölsýni á breytingar og bætta tiö. Og gera enn, þetta bergmáler jú eingöngu skrifaö til aö rasa út áö- ur en dagurinn rennur upp, í öllu sinu veldi, á morgun, eftir aðeins örfáa klukkutima, kannski tólf: teljið rólega upp aö 43.200 og þá getiöi fariö aö láta ykkur leiöast i aörar 86.400 sekúndur, óhemju langar. En Ur þvi aö ég er á annaö borð farinn af staö: vildi nú ekki ein- hver vera svo vænn að segja mér af hverju þetta verður að vera svona? Af hverju á ég við er nauösynlegt að loka sjoppum,! bióum, kaffihúsum, matsöluhús- um og öörum þeim stöðum sem hugsanlega gætu orðið til aðlétta manni lifiö á þessum hroöalega degi, bara fyrir þaö eitt að Jesús dó? Satt aö segja gæti ég best trú- aö þvi að fjöldi litilla barna hefði orðið afhuga þessum Jesúm sem lætur manni leiöast svona ofboös- lega einu sinni á ári — þvi allt er þetta gert I hans nafni og eins og allir vita eru þaö jólasveinarnir sem koma með pakkana á jólun- um en ekki JesUs þessi. Og hvers vegna þarf öll þjóðin að leggja á sig þvilikar pislir sem aukinheld- ur eiga ekkert skylt við pínu Jesúm, heldur stemma aðeins og einvörðungu Ut frá leiöindum? Tröllauknum, dauöans leiðind- um. Furöulegar svona hefðir sem hafa strandað einhvern tima i fyrndinni í islenska almanakinu, en þeirra er föstudagurinn langi alversta dæmiö. Þetta viröist fara i taugarnar á öllum — það er ekki ýkja mikill sannfæringar- kraftur i prestunum þegar þeir segja okkur aö nú skulum viö hugsa um guð — enginn skilur þennan fjanda en ekkert er gert til aö breyta þessu. Er eitthvað sérlega eftirsóknarvert við aö heil þjóö, þó litil sé, hengi haus heilan dag, sé i fýlu, á bömmer, uppstökk og pirruð eða taki ráö fyrrnefnds starfsfélaga mins og fari á botnlaust, stjórnlaust fyll- eri? Opinber, stjórnskipuð leið- indi, þaö er kyn. Ég vil að minnsta kosti helst fá að ráöa þvi sjálfur hvenær ég fer I fýlu eða mér leiöist. Af hverju gerir Denni ekkert i málinu? Hann reddaði nú opnun- artimum veitingahúsanna. En Denni er vist ekki dómsmála- aráöherra lengur. Friðjón? Þú ættir barasta að vita hvað Denni er vel liöinn fyrir að leyfa okkur aö djamma til klukkan þrjú. Þú yrðirheilagur maður ef þú kæmir til leiöar aö okkur þyrfti ekki aö leiöast svona mikið... — ij- Illugi Jökulsson, blaöamaöur skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.