Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 17
16 IljJ'UU.lL1 Fimmtudagur 8. april 1982 17 Fimmtudagur 8. april 1982 Skansinn Skothúsil tfs&þ pbp ■ ■ 1- — „ijííif ■. Heimsókn í ■ Blaftamaður Timans og dr. Kristján Eldjárn á tóft prentsmiöju skúla Thoroddsen. (Timamyndir G.E.) ■ „Bcssastaöir á Alftanesi... Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaöur og skólajörö, prent- smiöjupláss meö bóka og blaða- útgáfu. Þeir hafa veriö i eign fræöimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Grims Thomsen. Þar hafa setið land- stjórnarmenn og fyrirmenn eins og höfuösmenn og amtmenn og fógetar, rikisstjóri og forseti. Þar hafa stafað uppeldis- og skóla- menn eins og Hallgrimur Schev- ing og visindamenn eins og Svein- björn Egilsson og Björn Gunn- laugsson.Þar hafa stundaö skóia- nám sitt öndvegismenn eins og Jónas Hallgrimsson,... um langan tima eru örlög og saga margra smábyla og lifskjör margra leiguliöa tengd viö þetta höfuöból. Þaö er saga um kúgun og eymd og yfirtroðslur. Loks er saga Bessastaöa saga um erlenda ásælni og yfirdrottnun útlends valds og þjóölegt viönám viö þvi eöa tilraunir til þess”. Þannig kemst Vilhjálmur Þ. Gislason aö oröi i bók sinni um Bessastaöi. Þótt hér sé getiö um ýmsa þætti i langri og litrikri sögu staöarins fer þvi þó fjarri aö á allt sé minnst. A Bessastööum gæti hver steinn og hver þúfa sagt sögu ef hún heföi mál, og þaö var þvi ekki undarlegt aö forvitni okkar vaknaöi þegar viö fréttum af ritgerö dr. Kristjáns Eldjárns i nýjasta hefti Arbókar Hins is- lenska fornleifafélags, þar sem hann ritar um örnefni og minjar i landi Bessastaöa. Viö fórum þess ■ Túngarður kotsins..Skans”. Gerö hans hefur veriö seinlegt verk og erfitt. þvi á leit við dr. Kristján aö hann liti meö okkur blaöamönnum yfir Bessastaöaland og tók hann þvi ekki fjarri. Varö það loks úr aö við ókum suður á Alftanes i ein- stöku góöviöri sl. fimmtudag, i þvi skyni að heimsækja nokkra minjastaöi i Bessastaöalandi. Leiöin liggur um Alftanesveg meðfram Gálgahrauni sem eins og raunar Hafnarfjarðarhrauniö allt er komið ofan úr BUrfelli. Sól- in blikar á Skerjafirðinum og Reykjavik er vissulega fögur til aðsjá núna.Ekkifer hjá aðokkur detti i hug að i svona veöri mundi hafa viðrað vel fyrir skólapilta aö skreppa i' róörarferö yfir til höfuðstaðarins. Ekki er erfitt aö setja sér fyrir hugskotssjónir dá- litinn hóp ungra manna á leiö niöur aö Skólanausti þar sem pilt- ar áttu bátkænu, sem þeir notuöu til slikra feröalaga. Þaö var reyndarhún sem varð stofninn aö Bræörasjóöi Læröa skólans þegar skólinn var fluttur frá Bessa- stööum til Reykjavi'kur 1846. Bræðrasjóður er enn tii og á að styrkja fátæka nemendur. Það er ekki illa til fundiö, þvi þegar Bessastaöaskóli var og hét, voru margir nemenda ekki loðnir um lófana. „Nú sést hvernig Alftanes tak- markast i þrengri merkingu af Lambhúsatjörn og Skógtjörn”, segir dr. Kristján, þegar við ök- um eftir eiöinu milli þeirra. „Þetta eru allt kallaðar tjarnir þótt raunar séu þetta fremur firöir, opnir Ut i sjó. Þaö er vegna ■ Hér hefur ,,Óli Skans” átt ijárhús eöa hrútakofa. þess aö þetta hafa verið tjamir þegar landið var hærra fyrr á tið. En við skulum aka hér norður fyrir staöinn að Bessastööum og lita á Bessastaöatjörn”. Bessastaðahólmi og Kári Viö göngum nú niöur að sjálfri Bessastaðatjörn en Bessastaða- land takmarkast aö sunnan af LambhUsatjörn en að norðan af Bessastaðatjöm. Aö austan er svo Skerjafjöröur. „Bessastaöatjörn var áöur opin Ut i sjó,” segir Kristján, „en henni var siðar lokaö með varnargaröi og þvi er nU i henni ferskt vatn og þar er hvorki flób né fjara nú. Þetta var gert vegna þess hve sjór sótti á landið en hér má sjá hvar gamla strandlinan hefur áöur verið. NU er þetta allt aö gróa upp. i varnargarðinum er lokubúnaður, sem þannig er geröur að þaö streymir Ut Ur tjörninni þegar fjarar Ut, en hins vegar kemst enginn sjór inn, þeg- ar fellur að. Hér úti i tjörninni má sjá Bessastaðahólmann sem var nokkuö stækkaöur og treystur i tið Ásgeirs Asgeirssonar, forseta og einnig hólmann Kóra en hann lét Asgeir gera og skirði eftir fæðingarstað sinum Kóranesi á Mýrum. Asgeir lét einnig gera dálitiö sund i gegnum blátangann noröur af bílstjórahúsinu og búa þannig til ey eöa hólma sem kall- ast Andey. Allt hefur þetta verið gert vegna æöarfuglsins. ósinn Ut Ur tjörninni hét Dugguós, en hann ■ Efst af Skansrnum var útsýni gott, þegar fylgjast skyldi meö skipa- feröum og þá ekki sist Hundtyrkjanum. er nú úr sögunni eftir að stiflan var gerö. NU, hér ofan við tjarnarbakk- ann má sjá leifar af gamla tún- garöinum og það sést best á þvi hve nærri hann er kominn tjörn- inni hve sjór hefur verið bUinn að brjóta landiö niöur. Garðurinn hefur svo legiö hér i átt fyrir vest- an hUsiö sem hann Snorri Jónas- son bilstjóri býr i, en garðinn, eins og hann var, má sjá á upp- drætti sem Björn Gunnlaugsson gerði 1831 og er nU i Þjóðskjala- safni. Ég studdist viö þann upp- drátt, þegar ég tók saman ritgerð mina um örnefni og minjar hér, auk fleiri heimilda sem mér voru tiltækar, svo sem Dægradvalar Gröndals og fjölmargra annarra. Túngaröurinn lá svo alla leiö niöur i LambhUsatjörn”. Prentsmiðjudanskan Við göngum nU vestar i landiö og hér verður fyrir okkur fer- kantaöur, steinsteyptur grunnur undan hUsi einu. „Já, hér erum við komnir að prentsmiöjuhUsi Skúla Thoroddsen. Þetta var herjans mikib hUs enda bæöi skólahUs og prentsmiðjuhús. Oft veröur mér hugsað vegna hvers það hefur verið byggt svona langt frá bænum og hef helst komist að þeirri niðurstööu að það hafi þótt hentugt aö hafa þaö svona nálægt sjónum. Þá var ekki bUið aö loka Bessastaöatjörn og hægt aö kom- ast hingað á bátum. SkUli Thoroddsen keypti Bessastaöi 1898 og var hér meö sina stóru fjölskyldu svo sem frægt er. Hjá honum var Jón Baldvinsson sem siöar varð þekktur stjórn- málamaöur, lengi prentari en hér prentaöi SkUli Þjóðviljann. Já, og hérna varð prentsmiöjudanskan til. Hér var mikið af ungu fólki i skóla fyrst og fremst börn hjón- annaog vinir þeirra, og þau léku sér aö þvi að tala blending af dönsku og islensku sem þau tóku upp á aö kalla prentsmiöju- dönsku. Þarna austan viö prentsmiðju- grunninn sjáum viö svo garö- spotta, sem stefnir þvert á sjávarbakkann ogaustanviö hann svolitlar hUsatóttir. Þaö er ekki alltaf auövelt að sjá hvernig svona nokkuð hefur þjónað lifinu. Sennilega hefur þetta veriö sjó- búö þvi hér hefur verið at- hafnapláss viö sjóinn. Hér hafa aöeins smábátar getað komist aö, en þegar viö komum Ut i Skansinn sjáum viðUt á Seyluna, þar gátu skip lagst.” Bessastaðanes Leiðin liggur nU Ut á Bessa- staðanes. A leið okkar verður barnabUskapur, kjálkar hom og leggir i röðum eins og börn léku sér aö á Islandi öldum saman. Skyldi það tfökast enn einhvers- staðar í sveitum? Viö komum einnig aö BrunnhUsinu sem notaö var þar til frá þvi fyrir tiu ámm, þegar Bessastaöir komust loks i samband viö vatnsveitu. Um sama leyti var fyrst lagt malbik á veginn þangaö. Bessastaöanes er mikið land, flatlent en þó ekki árennilegt til túnræktar, vegna þess hve grýtt það er. Sem kunnugt er var lengi rætt um að hér yröi gerður flug- völlur, en margar ástæöur liggja til þess að best færi á aö hér yrði lýst friöland. A leiöinni Uti Skans göngum við eftir jökulruönings- öldu sem gengur Ut allt Bessa- staöanes ogheldur áfram handan Skerjafjaröarins. A þessari öldu stendur t.d. Kópavogskirkjá. Þaö eru því ekki einungis sögulegar minjar sem hér er aö finna heldur einnig jarösögulegar. Skansinn Þá er komiö að merkilegustu fornminjum i Bessastaðalandi en það er „Skansinn” svonefndi. Skansinn er virki.i stórum drátt- um fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa veriö mjög háir, en eru nú ávalir grasi grónir. „Hingað komu Tyrkir árið 1627”, segir Kristján. „Siglinga- leibin hér á Skerjafiröinum er heldur óhrein og annaö skip Tyrkjanna festist á grynningum hér úti á Seylunni. Tyrkir fluttu þá fólk sem þeir höfðu rænt og varning Ur strandaöa skipinu yfir i hitt skipiö og létu þeir sem hér stóöu i landi þá óáreitta á meöan. Þetta þótti nU heldur skammar- leg frammistaða hjá Bessastaða- mönnum, aö þeir skyldu ekki ■ Brunnur f jölskyldunnar i „Skansinum, — eöa hvaö annaö gæti þessi hola hafa veriö?” ■ Bygging Skansins hófst skömmu eftir Tyrkjarániö 1627 og var henni ekki lokiöfyrr en um 1680. Kvaöirnar vegna byggingarinnar voru óvin- sælar meöal bænda á Alftanesi. ■ Siðustu leifar af nausti, — liklega Skólanaust. Sjórinn hefur gerst aðgangsharöur viö landiö á þessum staö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.