Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 20
* t -í * Fimmtudagur 8. april 1982 20__________________ heimsmeistarar í skák Fyrsti nútímaskákmeistarinn ■ Þeir heimsmeistarar sem viö höfum hingað til sagtfrá: Staun- ton, Anderssen og Morphy, hafa allir verið sæmdir þessum titli siðarmeir vegna þess að engum blandaöisthugur umað á sinni tíð voru þeir fremstir skákmanna I heimi. Fyrsti maðurinn sem raunverulega tók sér nafnbót heimsmeistara var hins vegar Wilhelm Steinitz, og á hans tima komst hefð á keppnir um titilinn. Þá haföi Steinitz gifurleg áhrif á þróun skáklistarinnar um tima, þótt siöar hafi hann veriö um- deildur. Hann fæddist i Prag, 17. mai 1836, og var yngsti sonurinn i stórri Gyðingafjölskyldu. Er hann óx ilr grasi veittist honum erfitt aö fá vinnu við sitt hæfi og atvinnuleitin bar hann meöal annars til Vinarborgar þar sem hann vann sér inn aukapening með þvi að tefla til fjár á kaffi- húsum. Hann reyndist búa yfir miklum hæfileikum og vann skákþing Vinarborgar 1861-62 og lagöi þá land undir fót, fór til Lundúnaborgar og keppti þar á öðru alþjóðamótinu sem haldiö var i heimi. Honum gekk miðl- ungi vel en vann þó eina fallega skák, gegn Mongredien sem raunar varð neðstur á mótinu. A þessum tima kvaðst Steinitz vera undir áhrifum af skákstil Anders- sens en þó féll honum ekki er Anderssen lagöi fyrir sig stöðu- baráttu, honum nægði aö byggja upp stöðu sina og hóf svo árás á kóng andstæðingsins. Steinitz ákvað að setjast aö I Lundúnum ogreyndi að eiga fyrir lifibrauði með þvi að tefla skák við hvern sem var. Hann varð fljótlega vinsæll maður og þótti taka ósigri vel, þaö var eitthvaö annað en siðar á ævinni þegar hann var, að flestra dómi, heldur hvimleiöur nöldurseggur. En hvað um það, i Lundúnum urðu framfarir Steinitz miklarog hann sigraöi i einvigjum gegn Dubois, Blackburne, Deacon og V. Green og vann litið alþjóöamót i Dýfl- inni áriö 1865. Ari siðar taldihann sig nógu mikinn bóg til að skora á Anderssen i einvigi og eins og sagt var frá I þættinum um Anderssen voru sviptingar mikl- ar I einviginu. Eftir tólf skákir haföihvor um sig unniö sex skák- ir, en þá tók Steinitz góðan enda- sprett og vann tvær siöustu skákirnar. Anderssen þótti öflugri stööubaráttuskákmaöur en Steinitz fremri taktiker og það var þaösem reið baggamuninn i eftirfarandi skák, 13. einvigis- skákinni. Steinitz hefur svart: I. e4 — e5 2. Rf3 — Rc63. Bb5 — Rf6 4. d3 — d6 5. Bxc6+ („Að þarflausu lætur hvitur hreyfan- legan biskup sinn i skiptum fyrir leppaðan riddara” — Lasker.) 5. — bxc6 6. h3 („Tapar tima til aö koma I veg fyrir Bg4. Anderssen viröist einhverra hluta vegna hafa álitið riddarann sterkari en biskupinn. Peðsleikurinn veikir kóngsstöðu hvlts” — Lasker.) 6. — g6 7. Rc3 — Bg7 8.0-0— 0-0 9. Bg5 — h6 10. Be3 — c5 11. Hbl („Hvitur stendur hvergi betur aö vigi, samt vill hann hefja sókn. Svona varskákin iþá daga,” seg- ir Lasker sem mælir með rólegri leikjum eins og Rh2, eða Re2 og siðan c3 til að ná undirtökunum á miðboröinu.) (stööumynd 1) II. — Re8! 12. b4 — cxb4 13. Hxb4 — c5 14. Ha4? — Bd7 15. Ha3 — f5 16. Dbl — Kh8 17. Db7 — a5 18. Hbl — a4 19. Dd5 — Dc8 20. Hb6 — Ha7 (Sókn hvits á drottn- ingarvæng er runnin út i sandinn og menn hans standa illa til að verjast á kóngsvæng. Svartur hótar aö skipta upp á peðum og leika Bxh3.) 21. Kh2 — f4 22. Bd2 — g5 23. Dc4— Dd8 24. Hbl —Rf6 25. Kg 1 — Rh7 26. Kfl—h5 27. Rgl — g4 28. hxg4 — hxg4 29. f3— Dh4 30. Rdl — Rg5 31. Bel — Dh2 32. d4 — gxf3 33. gxf3 — Rh3 34. Bf2 — Rxgl 35. dxc5 — Dh3+ 36. Kel — Rxf3+ 37. Hxf3 — Dxf3 38. Rc3 — dxc5 39. Bxc5 — Hc7 40. Rd5 — Hxc541. Dxc5 — Dxe4+ 42. Kf2 — Hc8 43. Rc7 — De3+ og hvitur gafst upp. Það var Paulsen sem þróaði byrjun svarts i' þessari skák en framhaldið sýnir vel „kerfi Steinitz” sem átti eftir að verða frægt. Hann leggur undir sig miðborðið en nú er svo komiö að hann gerir ekki tafarlausa árás, þvert á móti dregur hann menn sina til baka (11,—Re8!) til að peðin hafi nægilegt rými til sóknar, en mennirnir fylgja á eft- ir. Ef hviturhefði til dæmis leikið 12. Rd5 hefði svar svarts verið c6 og siðan, er timi gæfist, d5. Sumir aödáendur Steinitz vilja nefna hann heimsmeistara allt frá sigrinum yfir Anderssen en vafasamt er að kveða svo sterkt að oröi. Fremur aö hann hafi slegist I flokk hinna allra sterk- ustu en til hans mátti telja Anderssen, Neumann, Paulsen og Kolisch og mátti ekki á milii sjá um tima hver þeirra væri sterk- astur. Taliöer aö breytingarnar á skákstil Steinitz megi rekja til Paulsen sem fyrstur hafnaði grundvallaratriðum „rómantiska” skólans i skák en Steinitz hafði litið álit á þeim breytingum til að byrja með. Er hann fór háðulegum orðum um stil Paulsen I áheyrn Anderssen ávltaði hinn reyndi meistari unga manninn og kann það að hafa leitt til þess að Steinitz fór að hugsa sinn ganga og varð með tið og tima.fremstur i flokki þeirra sem leituðu nýrra leiða. Sjálfur kallaöi Steinitz stil sinn „nútima- legan” eða „módern” og hefur það nafn haldist. Næstu árin gekk Steinitz afar vel. Hann varö 3ji á móti i Paris 1867, á eftir Kolisch, sem sigraði, og Winawer, upprennandi stjörnu. Hann varö i ööru sæti á mótum i Dundee sama ár (en Neumann sigraði) og i Baden Baden 1870 (Anderssen sigraði). Upp úr 1870 fór stjarna hans svo stighækkandi. Anderssen var far- ið aö hnigna, Kolisch haföi oröið mestan áhuga á að græða peninga en sinnti skákinni litið, Neumann var helsjúkur og fræðilegar rann- sóknir Paulsens tóku svo mikinn tima aö hann náði sjaldan góðum árangri á mótum. 1 stað þessara manna fékk Steinitz nýja keppi- nauta, Joseph Henry Blackburne (1841-1924) og Johannes Hermann Zukertort (1842-88). A skákmót- inu iLundúnum 1872 vann Steinitz góðan sigur, varð tveimur vinn- ingum á undan Blackburne I öðru sæti og vinningi þar fyrir neðan var Zukertort i þriöja sæti. Sama ár sigraöi hann Zukertort með yfirburðum f einvigi. Eftir sigur- inn var Steinitz jafnan kallaður besti skákmaður heims, nafngift- in „heimsmeistari” kom ekki fyrr en slðar. Still Steinitz hafði ekki veriö sérlega eftirtektarverður fram að þessu, hann hafði að mestu fylgt hugmyndum annarra meðan hannvarað brjótasér leiðá topp- inn,en litið lagt fyrir sig tilrauna- starfsemi. Hann varð þó fyrstur manna til að rita um styrk biskupapars og hann rannsakaði peðAfeikleika en eftir að hann hafði tryggt sig i sessi sem besti skákmaöur heims tók hann að velta fýrir sér grundvallarhug- myndum skáklistarinnar. „Hin almenna kenning” hans eða „kerfi”, var að mörgu leyti sprottiö af rannsóknum Paulsens enSteinitz útfærðiþær og kannaði nánar. Þaö var Paulsen sem manna fyrstur lagði áherslu á nauðsyn varnartækni, ef vörnin væri í lagi myndu hinar ofsa- fengnu árásir sem þá tíökuðust, oftar en ekki fara út um þúfur. Steinitz rannsakaði vörnina nán- ar og setti fram kenningu um „jafnvægi stöðunnar”, ef annar aðili hæfi árás i stöðu sem væri i jafnvægi væri hún dæmd til að mistakast ef verjandinn kynni sitt fagog veikti ekki stöðu sina. Þvi riöur á, sagöi Steinitz, að breyta jafnvæginu sér i hag, aðeins þá gæti hann hafiö árás. Þetta kann aö virðast sjálfsagt fyrir nútima- skákmenn, að ekki megi byggja sóknina á sandi, en hafði ekkert verið stúderað fyrir daga Steinitz. Og sumum kenningum Steinitz var ekki vel tekið I þá daga, til dæmis að aðeins séu til tapleikir en engir vinningsleikir, þvi með þessu þótti mönnum sneytt að sköpunargáfunni. Þeir sáu ekki að sköpunargáfa i skák felst eink- um i þvi að skapa andstæöingi sinum svo erfið vandamál að hann getur ekki leyst þau og hlýt- ur þvf að leika af sér eða gefa eft- ir I jafnvæginu og þá er voðinn vis. Jafnframt þróaði Steinitz varnartækni enn frekar en Paul- sen til að hver skákmaöur gæti hrint árás sem ekki væri byggð á traustum grunni. Kenningar Steinitz voru mjög ýtarlegar, það var varla nokkurt atriði skákarinnar sem hann lét afskiptalaust, og „kerfi” hans hafði griðarleg áhrif og hefur raunarenn. Hann mótaöi þau lög- mál sem skákin fylgir enn i dag að mestu leyti. Tilraunastarfsemi Steinitz og timafrekar rannsóknir höfðu oft þær afleiöingar aö honum gekk ekki sem skyldi á mótum, og sjálfur kaus hann fremur að tefla einvigi. Þó sigraði hann mörg sterk mót og má þar nefna mjög sterkt mót i Vin 1873, þar sem Steinitz vann meðal annars fjór- tánskákir i röð. (Næstu 11 kapp- skákir sinar vann Steinitz einnig og haföi þvi unnið 25 skákir I röð : met sem enginn hefur slegið, þó Fischer hafi ekki verið langt frá því er hann vann 20 skákir i röð á árunum 1970-71). Hér kemur skák Steinitz við Anderssen sem hefur hvitt: 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 — Rf6 5. d3 — d6 6. Bxc6+? — bxc6 7. h3? (Anders- sen hefur ekkert lært!) 7. — g6 8. rc3 —Bg7 9. Be3 —Hb8 10. b3 —c5 11. Dd2 — h6 12. g4? (Anderssen veikir kóngsstöðu sina, hefur árás vegna þess að hann er kominn lengra I liðsskipan. Svarleikur Steinitz aflaði hon- um ekki vinsælda en er hárrétt- ur.) 12. — Rg8! 13. 0-0-0 (Anders- sen lýkur liðsskipan sinni en öruggara hefði verið að halda kóngnum á miðjunni, a.m.k. i bili) 13. — Re7 14. Re2 — Rc6 (Rit- stjórar mótsbókarinnar vildu heldur hinn skjótari leik Be6) 15. Dc3 — Rd4 16. Rfgl — 0-0 17. Rg3 — Be6 18. Rle2 — Dd7 19. Bxd4 — cxd4 20. Db2 (Hann á ekkert betra. Ef 20. Da5 þá Dc6. Völd svarts á miöborðinu tryggja hon- f um betri stöðu en hann er ekkert að flýta sér að gera árás. Fyrst gengur hannfrá lausum endum á drottningarvæng og jiað er næst- um spaugilegt aö sjá hvernig hann rekur hvitu drottninguna út ihorn.) 20. — a5 21. Kd2 — d5 22. f3 — De723. Hdfl — Db4+ 24. Kdl — a4 25. Hh2 —c5 26. Rcl — c4 27. a3 — De7 28. b4 — c3 29. Dal (Peða- keðja svarts er nú fullkomin á drottningarvængnum og nú fara peð hans hinum megin af staö.) 29. — Dg5 30. Hff2 — 15 31. exf5 — gxf5 32. h4 — Dg6 33. Rxf5 — Bxf5 34. gxf5 — Hxf5 35. Re2 — Hbf8 36. Da2 — Df7 37. Hh3—Kh7 38. Rgl — Bf6 39. Ke2 — Hg8 40. Kfl — Be7 41. Re2 — Hh5 42. f4 — Bxh4 43. Hff3— e4 44. dxe4 —Dg6 45. Rg3 — Bxg3, hyitur gafst upp. Ef. 46. Hxh5 þá Bh4 og ef 46. Hfxg3, þá 46. — Dxe4 47. Hxh5 — Hxg3 48. Dxd5 og svartur mátar i þremur leikjum. Næstu árin einbeitti Steinitz sér að rannsóknum en gaf sér öðru hvoru tima til að tefla kappskák- ir. 1876tefldi hann sjö skáka ein- vigi við Blackburne og vann allar skákirnar! 1 Vin 1882 var hann eftur ásamt Winawer en ári siðar varð hann I öðru sæti á eftir Zukertort á skákmóti i Lundún- um. Þetta mót var besti árangur Zukertorts sem vann með yfir- burðum, þremur vinningum á undan Steinitz. Sigur hans hefði oröið enn stærri ef hann hefði ekki tapað tveimur skákum gegn neðstu mönnum mótsins undir lokin en þá var hann orðinn svo þreyttur að hann greip til ópiums og var I stööugri vimu viö skák- borðið. Um þetta leyti fluttist Steinitz til Bandarikjanna þar sem hann gaf meðal annars út skáktimarit sem hann notaði til aö útbreiða kenningar sinar og ráðast á óvini sina, imyndaöa eða raunveru- lega. Honum var sérlega iila við Englendinga sem svöruðu með þvi að gera litið úr honum en hylla Zukertort sem besta skák- mann heims. Einvigi miili þeirra var ákveöið 1886 til að skera úr um h vor væri betri og var I fy rsta sinn ákveðiö að sigurvegarinn skyldi heita heimsmeistari I skák. Zukertort var ákaflega litrikur maður og fléttumeistari mikill, að flestu leyti var hann alger and- stæöa hins hæga, yfirvegaða Steinitz. Zukertort tapaði fyrstu skákinni en vann fjórar næstu og stóö með pálmann i höndunum en sá skyldi sigra sem fyrstur ynni tiu skákir en ef staðan væri niu- niu yrði einvigið lýst jafntefli. En þrautseigja Steinitz var mikil og hann jafnaði metin og gott betur, tuttugustu skákina vann hann og hafði þá unniö tiu skákir en tapað fimm. Steinitz er þvi fyrsti heimsmeistarinn. Zukertort var niðurbrotinn maður eftir ósigur- inn og dó tveimur árum siðar. Steinitz varöi titil sinn tvisvar gegn Rússanum Mikhail Tsji- górin (1850-1908), árin 1889 og 1892, og gegn Isidór Gunsberg ár- ið 1890-91. Hann lagði Gunsberg auðveldlega en var i meiri vand- ræðum með Rússann, og þykja skákirnar I einvigjum þeirra býsna skemmtilegar flestar hverjar. Steinits tapaði mörgum skákum vegna ýmiss konar til- raunastarfsemi en hafði sigur að lokum. En nú var ný kynslóð komin til sögunnar og fremstur fór Emanuel Lasker, sem segir frá i næsta þætti. 1894 tefldu þeir Steinitz einvigi og Lasker vann með nokkrum yfirburðum, vann tiu skákir en tapaði fimm. Til þess var tekið að Lasker fylgdi kerfi Steinitz mun dyggilegar en Steinitz sjálfurhafði nokkru sinni gert. Steinitz gerði tilraun til að ná titlinum aftur árið 1896 en var gersigraður. Hann gafst ekki upp þó hann væri orðinn févana og roskinn að árum og 1898 varð hann fjórði á mjög sterku móti i Vin, á eftir Tarrasch, Pillsbury og Janowsky. Hann fékk 23.5 vinning úr 36 (!) skákum sem er mjög góður árangur. A skákmót- inu i Lundúnum árið eftir mis- tókst honum hinsvegar hrapal- lega og hann lést 12. ágúst 1900 og átti ekki bót fyrir rassinn á sér. Litum loks á fræga skák sem hann tefldi við Curt von Barde- leben á móti i Hastings 1895. Steinitz hefur hvitt: 1. e4 —e5 2. Rf3— Rf6 3. Bc4 — Bc5 4. c3 — RfO 5. d4 — exd4 6. cxd4 — Bb4+ 7. Rc3 — d5 (7. — Rxe4 er betra) 8. exd5 — Rxd5 9. 0-0 — Be6 10. Bg5 — Be7 11. Bxd5 — Bxd5 12. Rxd5 —Dxd5 13. Bxe7 — Rxe7 14. He 1— f6 15. De2 — Dd7 16. Hacl (Þessi leikur leiðir til einhverrar fallegustu fléttu sem sésthefúr. Kéres hefur hins vegar bentáaðl6. De4sébetrileikurog ef 16. — c6 þá 17. He2 — Kf7 18. Hael — Rd5 19. Dh4 og stendur betur.) 16. — c6? (Þessi leikur virðist meinlaus en betra hefði verið 16. — Kf7. Nú tekur Steinitz til sinna ráöa.) 17. d5 — cxd5 18. Rd4 —Kf7 19. Re6 — Hhc8 20. Dg4 — g6 21. Rg5H-Ke8 22. Hxe7+ ! — Kf8 (Svartur hótar máti og allir menn hvits eru i uppnámi en Steinitz hefúr ekki áhyggjur af þvi.) 23. Hf7+ — Kg824. Hg7+! — Kh8 (Ef 24. — Kf8 25. Rxh7+) 25. Hxh7+ og svartur gafst upp. Framhaldiö væri svona: 25. — Kg8 26. Hg7+ — Kh8 27. Dh4+ — Kxg7 28.Dh7H---Kf8 29. Dh8+ — Ke7 30. Dg7+ — Ke8 31. Dg8+ — Ke7 32. Df7+ — Kd8 33. Df8H-- De8 34. Rf7+ — Kd7 35. Dd6mát. — ij tók saman, þýddi og endursagði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.