Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 08.04.1982, Blaðsíða 22
Fimmtudagur 8. april 1982 Brian Epstcin: A Cellarful of Noise New English Library 1981 ■ Brian Epstein var umboðs- maður Bitlanna, eins og flestir vita, en lést meö sviplegum hætti árið 1967 og hafa ýmsir orðiö til þess að halda þvi fram að hann hafi framið sjálfsmorð eða jafnvel verið myrtur. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum mun þó ekki hafa verið um slikt að ræða, hann slysaðist hins vegar til að éta of mikið af svefntöflum úti brennivin. Nokkrum árum fyrr haföi Epstein hins vegar ritað ævisögu sina, þessa bók, þar sem hann rekur auðvitað i og með sögu Bitlanna fyrstu árin og náttúrlega fengur að þvi. Persóna hans sjálfs er þó vitaskuld þungamiöjan en Ep- stein var flókinn persónuleiki, listhneigður en fann sköpunarþörf sinni ekki útrás, Gyðingur sem átti við for- dóma að etja, kynvillingur i ströngu samfélagi. Sagan þykir ágætlega skrifuð og skemmtileg aflestrar en þó má segja að Epstein hafi verið of nærri sjálfri hringiðu Bitla- áranna til aö hafa almenni-, lega yfirsýn yfir Æðið. Harry & Michael Medved: The Goldcn Turkey Awards — The Worst Achievements in Ilollywood History Berkley Books 1981 ■ Þetta er soldið skondin bók, og raunar er hún á köflum mjög fyndin. Hún er byggð upp likt og væri verið að veita Óskarsverðlaunin margfrægu, en i stað þess að verðlauna bestu afrek kvikmyndalistar- innar hafa höfundarnir beint athygli sinni að þvi sem þeim þykirallra, allra verst. Hér er útnefnd versta mynd allra tima (vel að merkja er eink- ummiöað við Bandarikin), en við segjum ekki hver hún er, hér fá sömuleiðis verðlaun verstu leikararnir, bæði karl- kyns og kvenkyns (verðlaunin i kvennaflokki koma okkur ekki á óvart, hins vegar má ætla að einhverjir undrist val- ið á versta karlleikaranum), viöurkennd eru fáránlegustu skrimsli kvikmyndasögunnar og bjánalegustu nöfn sem kvikmyndir hafa mátt þola (Rat Fink a Boo Boo vann.en okkur þykir The Incredibly Strange Creatures Who Stopp- ed Living and Became Mixed- Up Zombies ekki siðra, sami maðurinn gerði báðar!). Verðlaunin eru miklu fleiri og höfundarnir hæðast oft á tið- um mjög skemmtilega að myndunum. Óvanaleg bók, en prýðisskemmtun. Edward Gibbon: The Dccline and Fall of the Itoman Empirc The Pcnguin English Library/ Pcnguin 1982 ■ ViU einhver vera svo vænn að nefna mér frægara sagn- fræðiverk en Hnignun og fall rómverska keisaradæmisins eftir Gibbon? Ansi held ég það væri erfitt. Bók Gibbons hefur öðlast sess á hillu yfir klass- iskar bækur, og þá ekki aðeins sem sagnfræði, heldur og rétt- ar og sléttar bókmenntir. En þrátt fyrir frægðina eru þeir liklega fáir sem hafa lesið stórvirkiGibbons í heild, enda er það upp á mörg þúsund blaðsíöur, og þó textinn þyki afbragðs vel skrifaður eru ekki margir sem leggja úti svoleiðis. Ýmsirhafa þvi orðið til að stytta og/eða draga saman bókina, til aö gera hana aögengilegri og þykir út- gáfa Dero A. Saunders einna best en hún er hér komin i snyrtilegri útgáfu Penguin- forlagsins. Og Gibbon, uppi á 18. öld, heldur ennþá gildi sinu. Nútimasagnfræðingar hafa vissulega ritað sinar bækur um þetta örlagarika timabil er Róm féll i duftið, og sumar þeirra eru eflaust ná- kvæmari en bók Gibbons, eða byggöar á traustari fomleifa- heimildum og þess háttar, en orðstir Gibbons er ekki i hættu fyrir það, fremur en Þúkýditesar, Heródótusar og Liviusar... Arianna Stassinopoulos: Maria Callas — The Woman Behind The Lcgcnd Ballantinc Books 1982 ■ Eru til betri meömæli með þessari bók en aö Sjöfn Sigur- björnsdóttir, hinn helsti óstýriláti borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, sat prúð og stillt og hljóð heilan fund i borgarstjórn af þvi hún var svo niöursokkin i lesturinn að hún mátti ekki mæla — eins og rannsóknarblaðamaður Dropa komst aö. Varla. En þó hefur bókinni verið hælt beggja vegna Atlantshafsins og hún talin gefa glögga mynd af þessari frægustu óperu- söngkonu allra tima, áhuga- menn um ævir frægs fólks hafa bókstaflega gleypt hana í sig enda er hér ekki aöeins greint frá erfiðum uppgangi Mariu Callas sem söngkonu og glæstum sigrum hennar, held- ur einnig frá ást hennar og Onassis skipakóngs sem að lokum sveikhana til að giftast Jackie Kennedy, snobbaður sem hann var. Eins og nafn bókarinnar bendir til er reynt að skyggnast bak við imynd- ina sem sneri aö heiminum og Maria Callas hefur án efa ver- ið merkilegkona á ýmsa lund, hún var oft óhamingjusöm. Höfundurinn hefur ósvikna samúð og aðdáun á söngkon- unni og tekst yfirleitt vel að lýsa bæði sigrum hennar og ekki siður ósigrum. Eða svo finnst ’enni Sjöfn! ■ Bækurnar hér aö ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að um kynningar er að ræða en öngva ritdóma. ■ Jónas Hallgrimsson, Einar Benediktsson og Sigurður Nordal eru meðal þeirra höfunda sem eiga sögur i fyrsta bindi smásagnasafnsins islenskar smásögur. Islenskar smásögnr — Almenna bóka- félagið gefur út safn smásagna 1847-1974 ísldnskar smásögur 1847-1974 I. þindi Ritstjóri: Kristján Karlsson Alincnna bókafélagið 1982 Skyldi það ekki sýna alveg ófyrirgefanlega vanþekkingu á islenskum bókmenntum ef ég lýsi þvi yfir að mér kom beinlinis á óvart hversu vandaðar að formi og i rauninni góðar flestar þessar sögur hér eru? En svo var nú þaö. Og satt að segja hygg ég að fleiri en ég viti öllu minna en þeir ættu ef til vill að gera um íslenska smásagnalist á nitjándu öld og fyrfi hluta hinnar tutlugustu — einmitt þess vegna hei'ði ég kosið mun ýtarlegri íormála en Kristján Karlsson hefur séð ástæöu til að skrifa. Formálinner að sönnu góður til sins brúks, hugleiðingar um upp- haf'og eöli smásögunnar, en segir næsta litið um akkúrat þessar sögur, og það sem mikiivægara er:jhöfunda. Sögunum er, að þvi er segir i bókinni, raöað sam- kvaemt útgáfuári en þetta útgáfu- ár heíur láðst að taka iram. Kahnski skiplir það ekki máli, en ég hefði nú samt gjarnan viljað hafa það með. Eins og nú er veit maður ekki einu sinni hvenær á ferii sinum höíundarnir hafa ritað þessar sögur, nema þekkingin sé þvi meiri fyrirfram og varlegt aö gera ráð fyrir þvi. Hvaðan komu áhrifin? Mér leikur einnig forvitni á að vita hvar sögurnar birtust fyrst, undir hvaða kringumstæðum og svo framvegis og siðast en ekki sist: hvernig höfundarnir litu á sögur sinar. Eins og Kristján Karlsson bendir réttilega á i for- mála sinum var það ekki fyrr en um miðja 19. öld sem smásagan tekur á sig það form sem við þekkjum nú, og þar á Edgar Allan Poe mestan hlut að máli. Aðeins skömmu siðar nokkrum áratug- um eða svo, er smásagan komin til nokkurs þroska hér á landi. Hvers vegna tóku islenskir höf- undar að skrifa smásögur, og undir hvaða áhrifum? Komu á- hrifin frá útlöndum, og þá hvað- an, eða byggðist þessi hefð upp hér innanlands? Þessum spurn- ingumlætur bókin ósvarað, sem er skaði, en eftir stendur sem sé að sögurnar sjálfar eru flestar hverjar býsna athyglisverðar og þetta framtak Almenna bókafé- lagsins er þakkarvert. Fáir, að minnsta kosti af yngri kynslóð, þekkja nema örfáar þessara sagna og er fengur að þeim i eina bók. Vel að merkja er hér aðeins um fyrsta bindið að ræða, þau munu eiga að verða þrjú, en ekki veit ég af hverju ákveðið hefur verið að láta staðar numið við ár- ið 1974. Þá var smásagan i mikilli lægð hér á landi, en hefur nú risið upp að nýju sem kunnugl er. 19 höfundar En það er önnur saga. Þeir höfundar sem hér eiga sögur eru nitján, og eftir þvi sem min tak- markaða þekking nær til þykir mér valið hafa tekist vel. Höfundarnir og sögurnar eru: Jónas Hallgrimsson: Grasa- ferð, Þorgils gjallandi: Fölskvi, Gestur Pálsson: Grimur kaup- maður deyr, Stephan G. Step- hansson: Nýi hatturinn, Jónas Jónasson frá Hrafnagili: Björn i Gerðum, Þorsteinn Erlingsson: Sigurður mállausi, Einar H. Kvaran: Marjas, Theodora Thoroddsen: Bolladómar, Einar Benediktsson: Valshreiðrið, J. Magnús Bjarnason: islenskt heljarmenni, Guðmundur Frið- jónsson: Geiri húsmaður, Jón Trausti: Á fjörunni, Theódór Friðriksson: Munaðarleysinginn, Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind): Fáninn, Jón Sigurös- son frá Kaldaðarnesi: Angalang- ur, Sigurður Nordal: Lognöldur, Guðmundur Kamban: Dúna Kvaran, Helgi Hjörvar: Kitlur, og loks Gunnar Gunnarsson: Frómir og ófrómir. Stungið á kýlum Sögurnar eru, eins og náttúr- lega liggur i augum uppi, alla vega að bæði formi en einkum innihaldi. Frásagnaraöleröin er þó á heildina litiö svipuð, vafningalaus og skýr, en stilein- kenni hvers höfundar ljá þeim persónulegan svip. Sumar eru ■ Kristján Karlsson, ritstjóri út- gáfunnar. rómantiskar úr sveitinni, mest áberandi er þó raunsæið, það er stungið á kýlum, hulunni varpað af ömurlegum þáttum i þjóðfé- laginu, sums staðar eru nærfærn- ari mannlýsingar. Þannig virðist augljóst að saga Jónasar frá Hrafnagili, Björn i Gerðum, hefur verið sett saman beinlinis i þeim tilgangi að vara við sóðaskap i sveitum, við hómópötum og jafn- vel mormónum, en það er, eftir á, ekki það sem ráðið hefur vali sög- unnar i þessa bók. Jónas skrifar hins vegar býsna merkilega það liggur við að kaldranaleg nákvæmnin i lýsing- um hans á hyskinu i Gerðum minni á ofurraunsæjar lýsingar Guðbergs Bergssonar á fólki suð- ur með sjó. Og lýsing Þor- steins Erlingssonar á hinum mál- lausa Siguröi i samnefndri sögu er sömuleiðis mjög nærfærin og vel gerð, minna máli skipta al- mennar móraliseringar sem á eftir fylgja. Svo eru þarna sögur úr alltannarri átt og eiga meira skylt við fyrstu smásögur hér á landi, íslendingaþættina, einfald- ar sögur en oft magnaðar, saga Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, Islenskt heljarmenni, er besta dæmið um slika sögu. Svo heldur sýkólógia tuttugustu aldar inn- reið sina, eins og i sögu Sigurðar Nordals, Lognöldur. Allar sögurnar eru, hver á sinn hátt, eftirtektarverðar og er það sem áður segir allrar þakkar vert að Almenna bókafélagiö hefur sett þær saman i aðgengilega bók. Tvö bindi væntanleg Hér verður ekki farið út á þá hálu braut að meta sögurnar sem skáldverk, hverja fyrir sig, eða gera upp á milli þeirra. En það er ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þær, að þær gleymist ekki. Mér skilst að næsta bindi þessa safns Almenna bókaíélagsins komi út siðar á þessu ári, þriðja og siðasta bindiö á næsta ári. Það má geta þess i lokin að frágangur á bókinni er til fyrirmyndar, pappir og leturstærð hvort- tveggja ákjósanlegt og skreyting- ar og uppsetning smekklegar, svo bókin er hin eigulegasta. — ij-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.