Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 69
48 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Hornamaðurinn Bjarni Fritzson mun ganga á fund for- ráðamanna franska félagsins St. Raphael á næstu dögum og óska þess að fá að fara frá félaginu strax í janúar. Samningur Bjarna við félagið rennur annars út næsta sumar og hann mun yfirgefa félag- ið í síðasta lagi þá en hann vonast til þess að komast burt hið fyrsta. „Ég er alveg kominn með upp í kok á að vera hérna. Ég ætla að kanna möguleikann á því að kom- ast burt hið fyrsta. Þetta er ekkert að ganga upp hérna,“ sagði Bjarni. Hann er ekki mjög hrifinn af þjálf- ara liðsins. „Þjálfarinn er ekki sá besti né skemmtilegasti heldur. Það eina sem hann gerir er að öskra á menn og gagnrýna þá. Svo má ekkert svara honum eða ræða við hann. Þá verður hann bara enn reiðari. Það er ekkert hægt að tala við hann og ég er bara búinn að fá upp í kok eins og ég sagði.“ Bjarni segist ekkert hafa gaman af handboltanum lengur í Frakk- landi og hann segir fjölskyldu sína sakna nærveru vina og ættingja. „Við erum mjög langt frá öllum og erum ein hérna í Suður-Frakk- landi. Það er bara orðið leiðinlegt að vera hérna og leiðinlegt að spila handbolta. Mér líður ekki vel hérna og því þjónar það engum til- gangi að vera hérna áfram. Ég er ekki í handbolta til þess að láta mér leiðast. Ég vil hafa gaman. Við erum ekkert eins og atvinnu- mennirnir í fótboltanum á ofur- launum og því er enginn tilgangur að vera hér áfram ef ánægjan er ekki lengur til staðar,“ sagði Bjarni sem meiddist á dögunum þegar hann reif magavöðva í annað sinn. Hann er kominn aftur á fulla ferð og spilaði með lands- liðinu í Þýskalandi um síðustu helgi. „Ég vil gjarna færa mig nær strákunum ef það er möguleiki. Ef ekki þá klára ég bara þennan samning og læt mig svo hverfa eins fljótt og hægt er. Ég er byrjað- ur að skoða þessi mál og það væri fínt að komast að hjá liði í Dan- mörku eða Þýskalandi.“ Bjarni segist þess utan ekkert hafa á móti því að koma líka bara heim. „Já, hvers vegna ekki. Það væri fínt að komast aðeins heim og hlaða rafhlöðurnar upp á nýtt. Svo kemst konan mín heldur ekk- ert í nám hérna og mig langar að taka master þannig að það lífið er svolítið á bið sem stendur. Það stendur aftur á móti til að breyta því og vonandi strax í janúar,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarni Fritzson og spurning hvort ein- hver lið á Íslandi reyni ekki að fá hann til sín? henry@frettabladid.is Þjálfarinn gerir ekkert nema öskra Landsliðsmaðurinn Bjarni Fritzson hyggst freista þess að komast frá franska liðinu St. Raphael hið fyrsta. Hann er búinn að fá nóg af þjálfara liðsins og segir lífið í bænum ekki vera skemmtilegt. Bjarni segist vera í handbolta til þess að hafa gaman af og því vill hann fara. Hann segir koma til greina að spila á Íslandi. VILL KOMAST BURT Bjarni Fritzson er búinn að fá nóg af St. Raphael og vill komast burt frá Frakklandi fyrr frekar en síðar. MYND/ANTOINE BRÉARD FÓTBOLTI Jólavertíðin gæti reynst Liverpool erfið enda verður spænski framherjinn Fernando Torres væntanlega ekki meira með liðinu á þessu ári. Torres meiddist í Meistara- deildarleiknum gegn Marseille í lok nóvember og var í fyrstu búist við því að hann yrði frá í 2-3 vikur. Sérfræðingar hafa nú tjáð Liverpool að Torres þurfi meiri hvíld en það og því ólíklegt að hann spili aftur með liðinu fyrr en eftir áramót. „Við viljum ekki setja neina sérstaka tímasetningu á hve- nær við búumst aftur við honum á völlinn. Hann mun koma til baka þegar hann er til- búinn og við munum ekki láta hann byrja of snemma. Við vilj- um að hann verði algjörlega orðinn góður af þessum meiðslum þegar hann kemur aftur,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Torres er tognað- ur aftan í læri og hann hefur verið að glíma við þessi meiðsli í eitt og hálft ár. Allt í allt hefur hann tognað fimm sinnum aftan í lærinu á þessum tíma og því skal engan undra að Benitez vilji að hann hvílist nóg svo hann fái sig endanlega góðan af meiðslunum. Benitez grunar að æfing- ar hjá spænska landsliðinu eigi sök að máli. „Hann hefur nú meiðst þrisvar sinnum með landsliðinu og það er eitthvað sem við verðum að skoða alvarlega. Við vitum að þeir hafa verið að gera hluti sem eru lík- lega ekki sérstak- lega góðir fyrir hann.“ sagði Benitez. - hbg Slæm tíðindi fyrir topplið Liverpool: Torres spilar ekki meira á þessu ári FERNANDO TORRES Frá næstu vikurnar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru þessa stund- ina staddir í Makedóníu þar sem þeir eru á meðal tíu dómarapara sem dæma á lokamóti Evrópukeppni kvenna í handbolta. Anton Gylfi og Hlynur dæmdu leik heimsmeistara Rússa og Austurríkis á þriðju- daginn og fengu góða dóma fyrir frammistöðu sína. „Þetta er búið að ganga glimrandi vel. Þetta er fyrsta stórmótið í meistaraflokki sem við dæmum en við höfum áður dæmt á lokamótum hjá U-21 árs landsliðum. Það er náttúrulega frábært að fá þetta verkefni og þetta er það sem við erum búnir að stefna að lengi, alveg síðan við byrjuðum í þessu. Við erum hér á meðal aðeins níu annarra dómarapara og greinilegt að það sé verið að fylgjast með okkur og við séum að gera eitthvað rétt,“ segir Anton Gylfi kátur. Það er vel fylgst með Antoni Gylfa og Hlyn þegar þeir eru að dæma og gerð mikil krafa á þá að standa sig þegar til þeirra er kallað í stærri verkefnin. „Það er náttúrulega mjög vel fylgst með okkur bæði þegar við erum að dæma heima og ekki síður þegar við erum að dæma leiki erlendis. Dómaranefndin á Íslandi gefur skýrslur af því hvernig við stöndum okkur heima og þegar við dæmum í Evrópukeppnum eru leikir okkar teknir upp og frammistaða okkar greind af dómaranefnd Handknattleikssambands Evrópu. Við þurfum líka að gangast undir ákveðin próf, bæði hlaupapróf og skrifleg próf minnst þrisvar sinnum á ári og við tökum þau yfirleitt á Íslandi og það er fylgst vel með því hvað kemur út úr þeim,“ segir Anton Gylfi. „Næsta stóra verkefni okkar eftir EM í Makedóníu er að dæma í Meistaradeild kvenna á Spáni í janúar og við verðum að standa okkur vel þar til þess að fá fleiri verkefni og stærri. Annars er nátt- úrulega frábært að dæma í deildunum heima og þær eru orðnar virkilega sterkar og þar er spilaður mjög skemmtilegur handbolti.“ DÓMARARNIR ANTON GYLFI OG HLYNUR: DÆMA LEIKI Á EM KVENNA Í HANDBOLTA SEM FRAM FER Í MAKEDÓNÍU Þetta er það sem við erum búnir að stefna að NHL Sean Avery, leikmaður Dallas Stars, er hataðasti leikmaðurinn í NHL-deildinni í íshokkí en hann hefur afar gaman af því að æsa menn upp, innan sem utan vallar. Hann hefur nú verið dæmdur í keppnisbann fyrir ummæli um fyrrverandi kærustuna sína sem er Elisha Cuthbert en hún er þekktust fyrir leik sinn í 24. „Ég vil bara segja að mér þykir einkennilegt að það sé komið í tísku að leikmenn deildarinnar verði ástfangnir af „leifunum“ mínum. Hvað er það eiginlega? Njótið annars leiksins,“ sagði Avery í Calgary um daginn en Cuthbert er að slá sér upp með leikmanni Calgary. Avery hefur verið neyddur af deildinni til að biðjast afsökunar en lengd bannsins á eftir að ákveða. - hbg Hataðasti maðurinn í NHL: Má ekki tala um kærustuna fyrrverandi AVERY Félagar hans í Dallas vilja ekki sjá hann aftur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar var kynntur stuðningsmönnum Real Madrid í gær þegar hann skrifaði undir samning við félagið. „Þetta félag hefur þá stefnu að kaupa unga leikmenn sem eru tilbúnir að spila með þeim bestu. Huntelaar smellpassar í þann flokk hjá okkur enda verið mikill markaskorari síðustu ár og aðeins 25 ára gamall,“ sagði Ramon Calderon, forseti Real Madrid. „Við erum líka sérstaklega ánægðir að fá hann þar sem flest önnur stórlið Evrópu voru líka á eftir honum. Við hefðum keypt hann næsta sumar en meiðsli Nistelrooys urðu til þess að við gerum það strax,“ sagði Calderon en Huntelaar mun leika í treyju númer 19 hjá félaginu. - hbg Klaas Jan Huntelaar: Kynntur til leiks hjá Real Á BERNABEAU Huntelaar brá á leik í nýja búningnum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY > Þrír leikir í körfunni Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Tindastóli í Sláturhúsinu, Njarðvíkingar heimsækja Blika í Kópavoginn og Þór frá Akureyri mætir í Seljaskólann og spilar þar við ÍR. Meistarar Keflavíkur mega illa við því að tapa fyrir Stólunum sem eru tveim stigum á undan þeim og í þriðja sæti deildarinnar. Njarðvík er tveim stigum á undan Blikum í töflunni en Þór og ÍR eru hins vegar jöfn að stigum. SENDU SMS ESL DND Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU DARK NIGHT Á DVD ÁSAMT BÍÓMIÐA, TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA Vi nn in ga r v er ða af he nd ir hj á E LK O Lin du m – Sk óg ar lin d 2. M eð þ ví að ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 1 49 kr /sk ey tið . 9. HVERVINNUR! Með hverjum disk fylgir bíómiði á ævintýramyndina City of Ember! Dreifing S T Æ R S T A M Y N D Á R S I N S L O K S I N S Á D V D ! V E F V E R S L U N E L K O . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.