Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 70
FÖSTUDAGUR 5. desember 2008 49 FÓTBOLTI Roy Keane hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Sunderland en félaginu hefur ekki gengið sem skyldi í ensku úrvalsdeildinni í vetur og situr sem stendur í 18. sæti deildarinnar. Hinn 37 ára gamli Keane tók við Sunderland árið 2006 í næstefstu deild og stýrði félaginu strax upp í efstu deild á sínu fyrsta ári. Hann skilaði félaginu svo í 15. sæti á sínu fyrsta ári í úrvalsdeildinni sem þykir mjög ásættanlegur árangur. Hlutirnir hafa hins vegar ekki gengið vel í ár þar sem félag- ið situr nú í 18. sæti og hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Keane ákvað því að segja starfi sínu lausu. „Ég vill nota tækifærið og þakka öllum samstarfsmönnum mínum, leikmönnum og stjórn Sunder- land, þá sérstaklega Niall Quinn sem og aðdáendum félagsins. Ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni,“ segir í stuttri yfir- lýsingu frá Keane í gær. Keane eyddi 70 milljónum punda í 33 leikmenn á tíma sínum hjá Sunderland. Samningur hans við félagið átti að renna út næsta sumar en stjórnarformaðurinn Quinn er sagður hafa gert allt til þess að telja honum trú um að halda áfram hjá félaginu. „Stjórnin var treg til þess að taka við uppsögn hans en virðir hans ákvörðun og þakkar honum vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar,“ segir í yfirlýsingu frá Quinn í gær. Ricky Sbragia, þjálfari aðalliðs Sunderland, tekur tímabundið við sem knattspyrnustjóri félagsins og honum til aðstoðar verða þjálf- ararnir Neil Bailey og Dwight Yorke. Knattspyrnustjórarnir „Stóri“ Sam Allardyce, Terry Venables og Alan Curbishley voru strax í gær nefndir eru til sögunnar sem lík- legir arftakar Keane hjá Sunder- land. - óþ Fimmti stjórinn hættur hjá félagi sínu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: Keane hættur hjá Sunderland HÆTTUR Roy Keane sagði stöðu sinni lausri sem knattspyrnustjóri Sunderland í gær eftir rúm tvö ár við stjórnarvölinn. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Martin O‘Neill, knatt- spyrnustjóri Aston Villa, gaf vísbendingar í viðtali við Daily Star í gær um að hann væri tilbúinn að fá framherjann Emile Heskey hjá Wigan í sínar raðir þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Það verður engin vöntun á kauptilboðum í Heskey. Það gerist þegar leikmaður á borð við hann á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum,“ segir O‘Neill en hann var áður knattspyrnustjóri Leicester á sama tíma og Heskey var leikmaður þar. Dave Whelan, stjórnarformað- ur Wigan, hefur sagt að félagið neyðist til þess að selja hinn 30 ára gamla Heskey til þess að fá einhvern pening fyrir hann í stað þess að missa hann frá sér án greiðslu þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Aston Villa, Tottenham, Manchester City og Liverpool eru talin vera á eftir framherjanum kröftuga. - óþ Emile Heskey eftirsóttur: Aston Villa á eftir Heskey EFTIRSÓTTUR Mörg félög eru talin vera að fylgjast með stöðu mála hjá Emile Heskey. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarfé- lagið West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, tilkynnti í gær um samning við veðmálafyrirtækið SBOBET sem verður aðalstyrktaraðili og með auglýsingar á keppnistreyjum Lundúnafélagsins frá og með næsta mánudag til loka keppnis- tímabilsins árið 2009-2010. West Ham hefur verið án auglýsinga á keppnistreyjum sínum síðan samningum við XL Holidays, sem heyrði undir hið gjaldþrota XL Leisure Group, var rift fyrir rúmum tveimur mánuðum. Talið er að samningurinn muni skila um 7,5 milljónum punda fyrir West Ham á þriggja ára samningstímanum. - óþ Breytingar hjá West Ham: Komið með styrktaraðila LEIKMENN WEST HAM Fá nú loksins auglýsingu framan á keppnistreyjur sínar. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.