Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 71
50 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR N1-deild karla Haukar-HK 33-28 (17-14) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/4 (16/5), Elías Már Halldórsson 5 (6), Kári Kristjánsson 4 (5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Andri Stefan 4 (7), Stefán Sigurmannsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2/1 (3/1), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Gísli Jón Þórisson 1 (1), Pétur Pálsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12/1 (32/4) 35%, Gísli Guðmundsson 6/1 (14/3) 43%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Kári 2, Elías 2, Stefán). Fiskuð víti: 6 (Kári 3, Einar, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk HK (skot): Valdimar Þórsson 10/3 (18/4), Gunnar Steinn Jónsson 7/2 (13/3), Einar Ingi Hrafnsson 4 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (3), Ragn- ar Hjaltested 2 (5), Arnar Sæþórsson 1 (1), Jón B. Pétursson 1 (2), Brynjar Hreggviðsson 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 11/1 (36/4) 31%, Björn Ingi Friðþjófsson 1 (9/2) 11%. Hraðaupphlaup: 4 (Valdimar 2, Ásbjörn, Jón). Fiskuð víti: 7 (Einar 4, Valdimar, Ragnar, Arnar). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Sigurjón Þórðarson og Helgi Hallsson, fínir í fyrri en slakir í seinni. Fram-Valur 29-26 (14-11) Mörk Fram (skot): Mörk Fram (skot) : Halldór Jóhann Sigfússon 10/2 (12/2) (x), Andri Berg Haraldsson 7/2 (11/3), Rúnar Kárason 6 (10) Brjánn Bjarnason 2 (2), Guðmundur Hermanns- son 2 (2), Haraldur Þorvarðarson 1 (1), Jóhann G. Einarsson 1 (2), Magnús Einarsson (2) Varin skot: Davíð Svansson 11/1 (32/6) 34%, Magnús Erlendsson 5 (9) 55% Hraðaupphlaup: 0 Fiskuð víti: 6 (Halldór 3, Haraldur, Rúnar, Brjánn) Utan vallar: 10 mín Mörk Vals (skot): Arnór Gunnarsson 10/5 (14/6), Elvar Friðriksson 5 (13), Davíð Ólafsson 4 (5), Heimir Árnason 3 (7), Ingvar Árnason 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Harðarson 1 (2), Sigurður Eggertsson 1 (4) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 10 (30/2) 33%, Pálmar Pétursson 4/2 (13/4) 31% Hraðaupphlaup: 0 Fiskuð víti: 6 (Sigfús Páll Sigfússon, Elvar, Sigurður, Orri, Heimir, Gunnar) Utan vallar: 10 mín Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjóns- son, réðu ekki við verkefnið. FH-Víkingur 34-28 Stjarnan-Akureyri 27-20 Iceland Express-deild karla KR-Skallagrímur 117-50 (65-30) Stigahæstir hjá KR: Darri Hilmarsson 23, Pálmi Sigurgeirsson 23, Guðmundur Magnússon 14. Stigahæstur hjá Skallagrími: Igor Beljanski 17. Snæfell-Stjarnan 87-83 (53-42) Stigahæstir hjá Snæfelli: S. Subasic 26, Sigurður Þorvaldsson 20. Stigahæstur hjá Stjörnunni: Justin Shouse 29. FSu-Grindavík 88-97 (46-54) Stigahæstur hjá FSu: Vésteinn Sveinsson 23. Stigahæstur hjá Grindavík: Páll A. Vilbergs. 29. UEFA-bikarinn Wolfsburg-Portsmouth 3-2 1-0 Dzeko (3.), 1-1 Defoe (11.), 1-2 Mvuemba (14.), 2-2 Gentner (23.), 3-2 Misimovic (74.). Aston Villa-MSK Zilnia 1-2 0-1 Leitner(16.), 0-2 Styvar(18.), 1-2 Deneso(28.). ÚRSLIT Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s M Sk lúb b. 14 9 k ía ð t ak a þ át t e rtu k VILTU EINTAK? 9. H VER VINN UR! SENDU SMS ESL DVD Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU: SVARTIR ENGLAR · DAGVAKTIN · LADDI PABBINN · GOSI · GOTT KVÖLD · JÓLASVEINARNIR Í DIMMUBORGUM V E F V E R S L U N E L K O . i s OG MARGT FLEIRA KÖRFUBOLTI Stjörnuleikir KKÍ fara fram að Ásvöllum laugardaginn 13. desember þar sem landslið karla og kvenna mæta úrvalslið- um skipuðum erlendum og íslenskum leikmönnum. Þar verður einnig boðið upp á troðslukeppni en peningaverð- laun, 75 þúsund krónur, verða veitt sigurvegaranum. Tekið er við skráningum í troðslukeppnina á kki@kki.is en Ólafur Ólafsson vann í fyrra. - óþ Stjörnuleikir KKÍ: Hver verður troðslukóngur? Á FLUGI Grindvíkingurinn Ólafur Ólafs- son varð troðslukóngur í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í gær þar sem toppbaráttuliðin KR og Grindavík unnu bæði sína leiki. Topplið KR átti ekki í neinum vandræðum með botnlið Skalla- gríms og vann með miklum yfirburðum 117-50. Grindvíking- ar fylgja KR-ingum fast eftir í öðru sætinu og unnu FSu í gær, 88-97. Þá fór Snæfell með sigur af hólmi, 87-83, gegn Stjörnunni. - óþ Iceland Express-deild karla: KR slátraði Skallagrími ÖFLUGUR Darri Hilmarsson skoraði 23 stig í stórsigri KR í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka hafa farið afar hægt af stað á Íslandsmótinu í ár en þeir virðast vera búnir að setja sig í gírinn og ekki seinna vænna fyrir þá. HK var fórnarlamb meistaranna á Ásvöllum í gær en Haukar unnu góðan fimm marka sigur, 33-28. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Varnir beggja liða nokkurn tíma að hitna og markvarslan ekki til staðar. Gestirnir voru þó fljótari að ranka við sér og náðu frumkvæði. Haukarnir komu sér smám saman inn í leikinn og HK-ingar réðu illa við Kára Kristján á línunni sem fiskaði þrjú víti og kom Sverre Jakobssyni í tvígang af velli eftir 12 mínútur. Það hafði eðlilega áhrif á varnarleik HK það sem eftir var og gaf vörn HK verulega eftir. Haukarnir breyttu síðan stöð- unni úr 3-5 í 7-5 og héldu for- ystunni allt til loka fyrri hálfleiks. Varnarleikur Hauka seinni hluta hálfleiksins var góður og hann skilaði þeim þriggja marka for- ystu í leikhléinu, 17-14. HK er þekkt fyrir að koma sterkt upp í síðari hálfleik og á því varð engin breyting í gær. Eftir aðeins átta mínútur í síðari hálf- leik var liðið búið að jafna, 19-19, og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Það skilaði heldur betur sínu því Haukarnir mættu einbeittari aftur út á völl- inn og hrifsuðu frumkvæðið í leiknum á ný. Þegar 15 mínútur lifðu leiks voru Haukarnir komnir með fjög- urra marka forystu, 25-21, og HK tók leikhlé. Það skilaði ekki því sama og hjá Haukunum. Sóknar- leikurinn batnaði reyndar en varn- arleikurinn var gloppóttur og mark varslan misjöfn en HK þurfti sárlega á meiri markvörslu að halda til þess að koma sér aftur inn í leikinn. Það tókst ekki og Haukarnir unnu mikilvægan fimm marka sigur, 33-28, og náðu með því tveimur stigum sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Við vorum að spila hörmulega vörn nánast allan leikinn en tíu mínútna góður varnarkafli skilaði okkur sigrinum,“ sagði Kári Kristjánsson, línumaður Hauka, en hann var afar sterkur í leikn- um, skoraði góð mörk og fiskaði þrjú vítaköst. Góð breidd hjá Haukum Sigurbergur var sterkur framan af en gaf eftir í síðari hálfleik en þá stigu Elías Már og Andri Stefan upp. Fínt að eiga breidd en hana vantaði sárlega hjá HK í leiknum Valdimar var nánast allt í öllu í þeirra sóknarleik og Gunnar Steinn sýndi ágæta takta í síðari hálfleik. Einar Ingi var öflugur en spilaði takmarkað í síðari hálfleik. Af hverju veit ég ekki en HK-liðið var mun slakara með hann utan vallar. „Við vorum að spila eitthvað allt annað en talað var um fyrir leik- inn. Þetta var allt í lagi á köflum hjá okkur en það vantaði eitthva aukalega til þess að klára þetta,“ sagði hundfúll Valdimar Fannar Þórsson. henry@frettabladid.is Meistararnir vaknaðir Íslandsmeistarar Hauka eru búnir að spila í Meistaradeildinni og farnir að spila eins og menn í N1-deildinni. Þeir unnu sanngjarnan 33-28 sigur á HK-ingum að Ásvöllum í gærkvöld og eru smátt og smátt farnir að fikra sig upp töfluna. KRAFTMIKILL Línumaðurinn öflugi, Kári Kristján Kristjánsson, átti fínan leik fyrir Íslandsmeistara Hauka í gærkvöld og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Það var mikill hasar að venju þegar Reykjavíkurstórveld- in Fram og Valur mættust á heima- velli Framara í N1-deild karla í gærkvöldi. Eftir mikla baráttu voru það heimamenn sem fögnuðu sanngjörnum 29-26 sigri og eru því komnir í 2. sæti N1-deildarinn- ar á eftir Val. „Það er alltaf sætt fyrir Fram- ara að vinna Val, þetta eru stór- veldin í handboltanum í Reykja- vík. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur, við spiluðum skyn- samlega og ef við hefðum tapað þá væru þeir komnir vel fram úr okkur. Við eigum þá aftur í bikarn- um á mánudaginn og eigum harma að hefna eftir að þeir rassskelltu okkur í úrslitunum í fyrra. Það er enginn í Fram búinn að gleyma þeim leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon sem átti stórleik í liði Fram. Heimamenn leiddu allan fyrri hálfleikinn og fóru Valsarar oft illa að ráði sínu í sóknarleiknum og kláruðu sóknir sínar oft á tíðum of snemma. Hjá Frömurum fóru Andri Berg Haraldsson og Hall- dór Jóhann Sigfússon mikinn en landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason átti erfitt uppdráttar í sókninni. Staðan í hálfleik var 14-11 Fram í vil. Seinni hálfleikur hófst á svipuð- um nótum en um hann miðjan tóku Valsmenn góðan sprett og komust einu marki yfir, 20-19. Þá komst Rúnar Kárason í hraðaupphlaup, Elvar Friðriksson braut á honum og fékk réttilega 2 mínútna brott- rekstur og Fram vítakast. Rúnar brást hins vegar illa við, ýtti við Elvari og hlaut rautt spjald að launum. Við þetta var eins og Framarar hlytu aukinn kraft. Þeir jöfnuðu metin úr vítinu, komust svo yfir og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Lokatölur 29-26 og Framarar fögnuðu gríðarlega í leikslok. „Ég veit ekki hvað gerðist eftir að Rúnar fékk rauða spjaldið, við gefum eitthvað eftir en það gerist oft að hitt liðið fær aukinn kraft við að missa mann út af. Ég gerði ákveðin mistök í sóknarleiknum, hefði átt að hvíla fyrr en það vant- aði kraft í þetta hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í leikslok. - sjj Fram sigraði Val, 29-26, í slag Reykjavíkurliða í N1-deild karla í handbolta í gær: Framsigur í miklum hasarleik Í HELJARGREIPUM Það var hart tekist á þegar Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.