Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 74
54 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. fituskán, 6. óhreinindi, 8. upp- hrópun, 9. þukl, 11. hvort, 12. hver einasti, 14. vísa leið, 16. samtök, 17. hár, 18. fálm, 20. tvíhljóði, 21. stefna. LÓÐRÉTT 1. tímabil, 3. guð, 4. hreimur, 5. kóf, 7. dumbur, 10. skordýr, 13. svelg, 15. síll, 16. ái, 19. tvö þúsund. LAUSN LÁRÉTT: 2. brák, 6. im, 8. aha, 9. káf, 11. ef, 12. allir, 14. lóðsa, 16. aa, 17. ull, 18. fum, 20. au, 21. ismi. LÓÐRÉTT: 1. vika, 3. ra, 4. áhersla, 5. kaf, 7. mállaus, 10. fló, 13. iðu, 15. alur, 16. afi, 19. mm. „Því er ekki að leyna að gjald- eyrishömlurnar og hrun íslensku krónunnar hafa leikið margan íslenskan húseigandann á Spáni grátt. Raunar svo grátt að dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sínar,“ segir Sigurður Þ. Ragn- arsson, betur þekktur sem Siggi stormur veðurfréttamaður og nú talsmaður hóps íslenskra hús- eigenda á Spáni sem eru í hinum mestu kröggum. Siggi hefur boðað til samstöðu- fundar á Hressingarskálanum næsta mánudag og hefst fundur- inn klukkan 20.00. Siggi segir að um átta hundruð eignir á hvítu ströndinni, austurströnd Spánar, séu í eigu Íslendinga. Í ljósi þess að fjögurra manna fjölskylda standi hugsanlega að hverri eign býst Siggi við að ástandið snerti beint um þrjú þúsund manns hið minnsta. Og býst við þeim fjölda og jafnvel fleirum á fundinn. Siggi var fyrir nokkru í viðtali á Bylgjunni þar sem hann var að fjalla um ástandið vítt og breitt og nefndi meðal annars að ýmsir húseigendur á Spáni ættu í kröggum. Eftir það stoppaði ekki síminn og Siggi stormur ákvað í kjölfar þess að blása til fundar. Enda ástandið hrikalegt að sögn Sigga. „Krónan er að leika fólk grátt. Fólk er að missa eignir sínar á Spáni. Ég hef tvö staðfest dæmi um það að fólk hafi þurft að afhenda bönkum lykla sína.“ Siggi útskýrir að öðruvísi reglur gildi í lánakerfinu á Spáni en þar er lengd láns háð lífaldri fólks. Því eldri þeim mun styttri láns- tími. Og minna svigrúm fyrir þá að skuldbreyta sem komnir eru á efri ár. „Gengishrun krónunnar er að leika þennan hóp mjög illa. Í til- viki sem ég þekki hækkaði greiðslubyrðin úr ríflega hundr- að þúsund krónum í tæp þrjú hundruð þúsund krónur á mán- uði. Það sér hver sem vill að ekki er á allra færi að ráða við slíkt. Þetta er að breytast í martröð hjá mörgum.“ Siggi, sem á hús á þessu svæði, segist heppinn. Hann sé með til- tölulega lágt lán. Hann segir sína gæfu hafa verið þá að hafa selt hlutabréf sín fyrir þremur árum og keypt sér eign á Spáni í stað- inn. „En þetta verður alltaf þyngra og þyngra og ömurlegra og ömurlegra. Ég hef farið í tví- gang, á síðustu átta vikum, til Spánar til að taka út peninga til að geta borgað þau lán sem fylgja húsinu. Ég fékk engan gjaldeyri. Þetta hefur kostað vafstur, vesen og peninga að standa í þessu og aukakostnaður við flug, engin flug á tilboði eins og árar á landinu,“ segir Siggi. Hann lýsir því að ástandið sé orðið skelfilegt meðal Íslend- inga sem sumir búa í húsum sínum árið um kring – einkum eldri borgara sem fá ellilífeyri sinn í íslenskum krónum sem þeir verði að breyta í evrur til að geta lifað. jakob@frettabladid.is SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON: ÍSLENDINGAR AÐ MISSA HÚS SÍN Á SPÁNI Siggi Stormur í baráttuhug SIGGI STORMUR Í baráttuhug en hann segir gengishrun krónunnar hafa breytt afborgunum af húsum á Spáni að martröð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hlusta yfirleitt aldrei á neitt. Ef ég hlusta á eitthvað hlusta ég á Bylgjuna á Netinu.“ Sigurður Jónas Eggertsson tölvunarfræð- ingur. „Já, við erum hérna nokkrir ógæfumenn á Grand Rokki að setja upp jólasýningu,“ segir Böggi, eða Björgúlfur Egilsson, tónlistarmaður með meiru. Hið einstæða leikfélag Peðið, sem á sér varnar- þing á menningarbúllunni Grand Rokki, hefur að undanförnu verið að æfa sérstaka jólasýningu í leik- stjórn Björns Guðlaugssonar. Stendur sýningin saman af tveimur leikþáttum: Litla stúlkan með eld- spýturnar sem byggist á samnefndu ævintýri H.C. Andersen. „Já, í leikgerð Magnúsar gamla Péturs- sonar píanista. Og síðan er hitt Aðfangadagsmorg- unn eftir Gunnar Gunnarsson sem kallar sig Gunn- so,“ segir Böggi. Sjálfur annast hann tónlistarflutning ásamt þeim Jóakim Karlssyni og Einari Maack. „Já, eða Jóakim von Gustavsberg eins og hann er líka kallaður. Annars erum við 19 í allt og verður frum- sýnt á sunnudaginn klukkan sex. Sýnt verður svo alla sunnudaga á aðventunni. Spurt er hvort það sé ekki misráðið að hafa sýningar á sunnudegi að teknu tilliti til þess sem Böggi segir að í leikhópnum séu ógæfumenn sem oft eru nú krumpaðir á hvíldardeg- inum. „Það er góð spurning. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu,“ segir Böggi. Hann lýsir því að til hafi staðið að frumsýna fyrir viku en þá vildi ekki betur til en svo að leikstjóranum varð það á að nefna skoska leikritið. „Það var eins og við manninn mælt. Ein aðalleikkonan, Auður Birgisdótt- ir, datt í kjölfarið og axlarbrotnaði. Við urðum að fresta þessu um viku en erum fyrir vikið betur æfð. Auður er klár í slaginn.“ - jbg Axlarbrot tafði frumsýningu TÓNLISTARMENN PEÐSINS VIÐ ÆFINGAR Leikstjóranum varð það á að nefna skoska leikritið sem leiddi til axlarbrots og frestun frumsýningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Nei, nei, það var engin spenna okkar á milli. Þetta er nú allt fólk sem þekkist vel og veit sem er að við stjórnum litlu hvað þessar tilnefningar varðar,“ segir Einar Kárason rithöfundur. Einar er spurður hvort ekki hefði verið rafmagnað andrúmsloft þegar fimm rithöfundar keyrðu vestur fyrir fjall í Land Cruiser jeppa til að lesa upp úr skáld- verkum sínum í Ólafsvík. Ferðafélagar Einars voru þau Þorgrímur Þráinsson sem stýrði Land Cruiser-jeppanum af stakri snilld, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þorgrímur segist fyrst hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni sem bílstjóri þegar hann leit yfir hópinn og áttaði sig á verðmæti hans. „Já, þetta hefði getað orðið dýrt og íslenskar bókmenntir hefðu aldrei náð sér á strik ef ferðalagið hefði farið illa og landslið fagur- bókmennta horfið af sjónarsviðinu. Maður verður kannski að endurskoða þetta, að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Ég keyrði í það minnsta mjög varlega heim eftir þessa uppgötvun,“ segir Þorgrímur sem staðið hefur fyrir þessum skáldaferðum undanfarin átta ár í samstarfi við Framfarafélagið í Ólafsvík. Þorgrímur bætir því við að það hefði eiginlega komið honum á óvart hversu vel bíllinn hans leit út eftir ferðalagið. Rithöf- undar væru augljóslega hin mestu snyrti- menni. Hápunktur kvöldsins var hins vegar matarboð sem foreldrar Stefáns Mána stóðu fyrir á heimili sínu við Fornu-Fróðá. Borðin ætluðu að kikna undan kræsingunum og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stóðu skáldin nánast á beit. „Já, maður verður víst að viðurkenna það, ég þurfti allavega ekki að borða morgunmat í morgun,” segir Þorgrím- ur. - fgg Fimm skáld í Land Cruiser Þorgríms SAMAN VESTUR Á LAND CRUISER Þorgrímur Þráins- son, Einar Kárason, Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Stefán Máni keyrðu vestur á Land Cruiser-bifreið Þorgríms. Umboðsmaðurinn, auglýsinga- mógúllinn og plötusnúðurinn Valli sport er sannkallað jólabarn og leggur mikið uppúr því að senda jóla- kveðjur skriflega. Honum barst á dögunum endursent bréf með áletruninni „gone away, farinn“ og stórt X hafði verið sett yfir heimilis- fangið. Þegar Valli opnaði umslagið kom upp úr því jólakort frá árinu 2006 þannig að jólakortið tók sér sem sagt 24 mánuði í að velkjast um áður en það barst sendanda aftur. Ný plata KK, Svona eru menn, hefur runnið ofan í landsmenn sem heitar lummur og er fyrsta upplag uppselt. Von er á annarri prentun til landsins nú fyrir helgi en mjög hefur dregið úr fraktflugi milli meginlands Evrópu, þar sem framleiðslan fer fram, og svo Íslands. Þótt diskurinn sé kominn til landsins var umslagið statt í Danmörku í gær og þar sem ekki leit út fyrir að myndi nást vél þaðan til lands var flutningabíll með umslaginu sendur til Belgíu, þar sem biðröð í frakt var styttri. Allt fyrir aðdáendur KK segir útgef- andi hans og velunnari, Jóhann Páll Valdimarsson. Síðasti þáttur Ragnhildar Stein- unnar Jónsdóttur, Gott kvöld, verður sýndur í Sjónvarpinu annað kvöld. Gestur hennar er söngkonan Emilíana Torrini sem meðal annars mun taka lagið með Megasi í þættinum. Hermt er að Ragnhildur ætli sér að kveðja með látum, með stórri frétt af framtíðarplönum Emilíönu sem eigi að koma mörgum á óvart. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 6.000 krónur 2 Karl Ágúst Úlfsson 3 Barcelona og Portland San Antonio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.