Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 06.12.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 6. desember 2008 — 334. tölublað — 8. árgangur EFNAHAGSMÁL „Það er eitt dæmi hjá okkur um gjaldeyrisskiptasaming með ákvæði um viðbótartryggingu fari lánshæfismatið niður eins og nú hefur gerst,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar. Hann bætir því við að lækkandi einkunnir matsfyrirtækja á lánshæfi Íslands hafi vissulega áhrif á fyrirtæki eins og Lands- virkjun. „Það yrði miður ef þetta færi niður fyrir mörk sem ekki er hægt að una við,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Hilmarsson bendir á að ekki þurfi að greiða trygginguna sem slíka. „Þá getum við auðveldlega breytt svona samning- um og farið í kringum þetta. Við getum því farið út úr svona samningi ef við viljum.“ Samingurinn sé einn af mörgum tugum af svipuðu tagi. Eftir því sem næst verður komist eru upphæðir samningsins mjög breytilegar, en þessi tiltekni samningur er ekki nema lítið brot af heildarskuldbindingum Lands- virkjunar. Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins sem ber fulla eigendaábyrgð á fyrirtækinu. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir að lækkandi lánshæfismat ríkisins hafi enn ekki haft nein áhrif á Orkuveituna. Markaðurinn komi til með að ráða þeim áhrifum. „Þetta hefur ekki áhrif á fyrirliggjandi lán. Við erum að skera niður fjárfestingu. Afgreiðsla erlendra lána er í bið og við gerum ráð fyrir að fara á innlendan lánamarkað en þetta hefur ekki áhrif á greiðslu fyrirliggjandi skulda.“ Matsfyrirtækið Moody‘s tilkynnti á fimmtudag að lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins hafi verið lækkuð úr A flokki niður í Baa. Önnur matsfyrirtæki hafa líka lækkað einkunnir sínar. Heimildarmenn blaðsins benda á að fari einkunn útgefanda bréfa niður í Bbb flokkist bréfin sem hálfgerð ruslbréf. - ikh / sjá síðu 20 Landsvirkjun gert að reiða fram viðbótartryggingar Lækkandi lánshæfismat hefur þegar haft áhrif á fyrirtæki með ríkisábyrgð. Landsvirkjun hefur verið krafin um viðbótartryggingar vegna erlendra skuldbindinga. Lánshæfismatið nú er varla ásættanlegt. Opið 10-22 Nýtt kortatímabil Nýjar íslenskar landbúnaðarafurðir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor ræðir um sláturtertur og rabbarbarakaramellur sem urðu til í Listaháskóla Íslands Rúnar Júlíusson tónlistarmaður er látinn af völdum hjartaáfalls, 63 ára að aldri. Geimsteinn, útgáfufyrirtæki Rúnars, hélt árlega útgáfukynningu sína á Ránni í Keflavík á fimmtudags- kvöldið. Þegar Rúnar hugðist stíga á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum kenndi hann sér meins. Rúnar var fluttur á sjúkra- hús þar sem hann andaðist. Rúnar var einhver afkastamesti tónlistarmaður landsins. Hann vakti fyrst athygli með hljóm- sveitinni Hljómum árið 1963 og hefur æ síðan verið áberandi í útgáfu og tónleikahaldi. Rúnar lætur eftir sig eiginkon- una Maríu Baldursdóttur, synina Baldur og Júlíus og sex barna- börn. -hdm, jbg/ sjá síðu 76 Einn helsti tónlistarmaður Íslands rokkaði til hinstu stundar: Rúnar Júlíusson fallinn frá RÚNAR JÚLÍUSSON Á SÉR AUKASJÁLF Kristinn Gunnar Blöndal gefur út sína fyrstu plötu. ÞRIÐJA GRÁÐAN 52 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 ● INNLITManfreð Vilhjálmsson ● ÓPERUHÚSIÐ Í SYDNEYMinnisvarði um meistara ● HÖNNUN Tónlist í töfrandi umbúðum Gengið frá greið l Á ils.is getur þú: FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 46 FÓLK Francesca Habsburg barónessa frá Austurríki, sérlegur velgjörðarmaður íslenskra listamanna, er stödd á Íslandi. Francesca hefur boðað vini sína til aðventuveislu í kvöld til að létta þeim lífið í kreppunni. Samkæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við því að í föruneyti barónessunnar leynist jafnvel þeir David Bowie, Johnny Rotten úr Sex Pistols og Roger Taylor úr Queen. Í veislunni munu hljómsveitirnar Hjaltalín og Flís troða upp. Barónessan er í miklu vinfengi við Dorrit Moussaieff forsetafrú. - jbg / sjá síðu 90 Von á stórstjörnum í kvöld: Barónessa með veislu á Íslandi HABSBURG BARÓNESSA 3 2 1 3 4 RIGNING Í dag verður sunnan og suðvestan 8-13 m/s víðast hvar. Þurrt að kalla allra austast, rigning sunnan til og vestan annars snjó- eða slydduél. Hiti 0-7 stig á láglendi, mildast syðst. VEÐUR 4 FORSETAFRÚIN FÆR SKART Forsetafrúin Dorrit Moussaieff smellir á sig fyrsta eintakinu af silfurskartgrip sem verður seldur til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í versluninni Leonard í Kringlunni í gær. Eggert Pétursson listmálari (til vinstri) og Sif Jakobs skartgripahönnuður (fyrir aftan Dorrit) hönnuðu og útbjuggu skartgripinn. Sævar Jónsson, fyrrverandi varnarjaxl úr Val og eigandi Leonard, fylgist kankvís með aðförunum. Sjá síðu 90 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.